Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1983, Síða 6
22
DV FÖSTUDAGUR 7. JANUAR1983.
Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina
TÖFRAFLAUTAN AFTUR
Á FJALIRNAR í KVÖLD
— ársafmæli íslensku óperunnar á sunnudaginn
Nú aö loknu jólahléi eru hafnar
aö nýju sýningar Islensku óper-
unnar á Töfraflautunni eftir
Mozart. Hefur hún nú veriö sýnd
tuttugu sinnum viö ágæta aðsókn.
Sýningar á Töfraflautunni nú um
helgina veröa sem hér segir:
föstudag 7. janúar kl. 20,
laugardag 8. janúar kl. 20,
sunnudag 9. janúar kl. 20.
Fyrirhugaö er að halda áfram
sýningum fram í miöjan febrúar en
þá veröur frumsýnd ný ópera á
sviöinu í Gamla bíói. Þaö er því
ástæða til að hvetja fólk, sem hug
hefur á aö sjá Töfraflautuna, aö
dríf a sig sem f yrst.
Hrönn Hafliðadóttir tekur nú í
kvöld við hlutverki einnar af hirð-
meyjum Næturdrottningarinnar
sem Anna Júlíana Sveinsdóttir
hefurhafttil þessa.
Þess má einnig geta aö sunnu-
daginn 9. janúar er eitt ár liðið frá
því að Sígaunabaróninn var frum-
sýndur í Gamla bíói og þar með eitt
ár frá því aö bíóið var formlega
tekiö í notkun sem óperuhús.
Islenska óperan mun í tilefni þessa
standa fyrir veitingum í hléi á
sýningunni sunnudaginn 9. janúar.
-PÁ.
helgarblað 56 síður á morgun
ALLT UM
SNJÓFLÓÐA-
HÖRMUNGAR
ÍSLENDINGA
Helgarviðtalið við
Harald Kröyer sendi-
herra íslands í Moskvu.
„Rómantíkin er farin". Rætt við
Sigurveigu í Garði um kristinn sið
og kvennahreyfingu.
• Hverfisgata í myndsjá liðins tíma.
• DV kynnir West Bromwich Albion.
Leikfélag Akureyrar
sýnir leikritið Siggi var úti eftir Signýju Páls-
dóttur, tónlist eftir Ásgeir Jónasson, laugar-
daginn 8. janúar kl. 15.00 og sunnudaginn 9.
janúar kl. 15.00. Er þetta leikrit fyrir alla
krakka á öllum aldri. Miðasala opin frá kl.
13.00. Miöapantanir í síma 24073.
Allra síðustu
sýningar á Jóa,
Hassið og Skilnaður
halda áf ram
1 kvöld (föstudagskvöld) er 5. sýning á For-
setaheimsókninni, hinum nýja gamanleik
Leikfélagsins, sem frumsýndur var milli jóla
og nýárs. Höfundar eru Rego og Bruneau en
verkið fjallar á gamansaman hátt um um-
stang það sem verður á venjulegu heimili
þegar von er á forsetanum í heimsókn. Þýð-
andi er Þórarinn Eldjárn, leikmynd og
búningá gerir ívan Török og leikstjóri er
Stefán Baldursson. i helstu hlutverkum eru
Kjartan Ragnarsson, Sigríður Hagalin, Soffia
Jakobsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Guð-
mundur Pálsson, Gisll HaUdórsson, Margrét
Helga Jóhannsdóttir og Hanna Maria Karls-
dóttir.
Annaö kvöld hefjast að nýju sýningar á hinu
vinsæla leikriti Kjartans Ragnarsson,
Skilnaði, sem sýnt hef ur verið fyrir fuUu húsi í
allan vetur. Þar fara með hlutverk: Guðrún
Ásmundsdóttir, Jón Hjartarson, Soffia
Jakobsdóttir, Valgerður Dan, Aðalsteinn
Bergdal og Sigrún Edda Björnsdóttir. Höf-
undur er sjálfur leikstjóri, leUanynd og bún-
inga gerir Steinþór Sigurðsson.
Annað kvöld er svo fyrsta miðnætursýning
eftir jól á ítalska gamanleiknum Hassinu
hennar mömmu eftir Dario Fo, sem notið hef-
ur fádæma vinsælda og verið sýndur fyrir
fuUu Áusturbæjarbíói um helgar siðan i
haust. Það er Jón Sigurbjörnsson, sem er leik-
stjóri, leikmynd og búninga gerir Jón Þóris-
son en í stærstu hlutverkum eru: Margrét
Olafsdóttir, GisU HaUdórsson, Kjartan
Ragnarsson, EmU G. Guðmundsson, Aðal-
steinn Bergdal, Guðmundur Pálsson og Ragn-
heiður Steindórsdóttir. Miðasala á Hassið er í
Austurbæjarbíói en sýningin hefst á laugar-
dagskvöld kl. 23.30.
Á sunnudagskvöld er 112. sýning á leikriti
Kjartans Ragnarssonar, Jóa, en verkið var
frumsýnt haustiö 1981 og hefur síöan verið
sýnt við frábærar viðtökur leikhúsgeta í Iðnó
auk þess sem farið var með þaö í leikferð um
Noröur- og Vesturland í sumar. 1 verkinu seg-
ir frá ungum hjónum, Lóu og Dóra, hún er sál-
fræðingur, hann myndlistarmaöur og vanda
þeim sem þau standa frammi fyrir þegar
móðir Lóu deyr og einhver verður að taka að
sér andlega þroskaheftan bróður Lóu, Jóa.
Leikritið og sýningin hafa vakið athygh bæði
vegna efnisins svo og afbragðsgóörar
frammistöðu leikenda en í stærstu hlutverk-
um eru Sigurður Karlsson, Hanna María
Karisdóttir og Jóhann Sigurðsson, sem leika
þau Dóra, Lóu og Jóa. Ennfremur eru í
sýningunni stór hlutverk ieikin af Guðmundi
Pálssyni, Þorsteini Gunnarssyni, Elfu Gísla-
dóttur og Jóni Hjartarsyni. Kjartan er leik-
stjóri en leikmynd og búningar eru eftir Stein-
þór Sigurðsson.
Stúdentaleikhúsið
tekur upp þráðinn
Vegna fjölda áskorana verða aukasýningar á
leikritinu Bent eftir Martin Sherman í
Tjamarbíói þriöjudaginn 11. janúar og föstu-
daginn 14. janúarkl. 21.00 bæði kvöldin.
Leikritið hefur hlotið mjög góða dóma hjá
gagnrýnendum og öðrum áhorfendum. Rúnar
Guðbrandsson þýddi verkið en leikstjóri er
ÖV DV DV DV
Inga Bjamason. Með aðalhlutverk fara
Andrés Sigurvinsson, Magnús Ragnarsson,
Ami Pétursson og Þórarinn Eyfjörð, Karl
Aspelund sá um leikmynd og búninga en
framkvæmdastjórn er í höndum Guðbjargar
Guðmundsdóttur.
Miðasaia er í Tjamarbíói báöa sýningardag-
ana frá 17.00 til 21.00, simi 37860. Nánari
upplýsingar eru veittar í sima 13757 alla daga.
DV DV DV DV
V