Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1983, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR 22. JANUAR1983. 19 Katrín Árnadóttir fiðluleiUari og sjónvarpsþulur með meiru í léttu spjalli iJæknastéttinni þáeróg mjög ánægö meö fíöluna mína. ‘ fráskilin en á tólf ára gamlan son. Arið 1969 lauk Katrín fiðlu- kennaraprófi og var þá um haustið fastráðin hjá Sinfóníu- hljómsveit Islands. Hún segist hlusta mikið á tónlist og hefur áhuga á allri tónlist. Enda ómar róleg og notaleg tónlist um stof- una hjá henni meðan við spjöllum saman. Til að gera tón- listina enn notalegri hefur hún kveikt á allmörgum kertum og á borðum standa skálar með súkkulaði og smákökum. Það er ekki erfitt að láta sér líða vel á þessu heimili. „Allar listgreinar verda ad hafa öruggan rekstrargrundvöll ’ ’ — Nú er Sinfóníuhljómsveit Islands gagnrýnt fyrirtæki og þá helst fyrir þá sök að vera ríkis- rekið. Hvað finnst þér um það? „Mér finnst sjálfsagt að allar listgreinar hafi öruggan rekstrar- grundvöll. Hvort sem um er að ræöa leiklist, ballett, óperu eða 1 eitthvað annaö. Þó er ég á því að það eigi alls ekki að bruðla meö almannafé. Þegar pabbi spilaði meö Sinfóníunni voru æfingar kauplausar og hann þurfti aö vinna fyrir sér með kennslu og r hljóðfæraleik á veitingahúsum. Ef tónleikar voru vel sóttir fékk hann greitt, annars ekki. Þaö var ekki síst þess vegna sem ég fór í Háskólann, til aö eiga auka þekk- ingu ef tónlistin brygðist. I raun- inni þarf ég ekki annað en að slasa mig á einum fingri til aö geta ekki spilað á fiðluna,” segir Katrín og lítur á hendur sér. — En hefur þú aldrei sungið? „Jú, að vísu,” segir Katrín og hlær við”. Eg var einu sinni í Pólýfónkórnum en hætti. Fiðlan hefur fallegri rödd en ég svo ég læt mér hana nægja,” heldur hún áfram. ,,Hef áhuga á fjölmidlun” Katrín er sjálfsagt þekktust úr sjónvarpinu. Hún hóf störf þar sem dagskrárþulur 1980. En hvernig datt fiðluleikara í Sinfóníunni í hug að fara í slíkt starf? „Það var vorið 1979 sem ég sótti um starf sem fréttaþulur hjá sjónvarpinu. Þá var Sigurjón Fjeldsted að hætta. Guðmundur Ingi fékk starfiö en mér bauðst starf við að lesa inn á myndir. Ég sótti um vegna áhuga á fjölmiðl- un yfirleitt, hvemig vinnan er á bakvið. Þegar Sigurlína Davíðs- dóttir hætti sem dagskrárþulur sótti ég um hennar starf, eigin- lega meira í gríni en alvöru, en fékk starfiö,” segir Katrín. — Nú hef ég heyrt fólk tala um að þú talir beint úr skerminum en lesir ekki hvert orð af blaði? Mér finnst alveg sjálfsagt að tala viö myndavélina eins og hún sé lifandi en líta ekki á hana sem einhvern dauðan hlut, svo tek ég sjálfa mig ekkert alvarlega. Eg slaka á og ef ég mismæli mig, „Pabbi og mamma hafa hvatt mig mjög gegnum árin." sem auövitað er mannlegt, geri ég bara grín að mér. Hins vegar er alveg sama í hvaða starfi maður er, maður verður alltaf að gefa eitthvað af sjálfum sér,” segir Katrín og brosir nú sjón- varpsbrosinu sínu. — Nú er oft eins og þú notir þinn eigin texta þegar þú ert að kynna? „Nei, við fáxun alltaf tilbúinn texta á hver ju kvöldi svo hann kemur ekki frá okkur. Auðvitað gefur svo hver textanum sitt líf,” svarar hún. — Eitt hefur vakið athygli, sú breyting sem varð á þér eftir að þú hafðir verið á skerminum í nokkurn tíma? „O, jú, ég hef heyrt um það. Eg man eftir því — fyrir breytinguna — segir Katrín og brosir — að ég fór á dansstað. Þar kom til mín bláókunnug kona og sagði að ég þyrfti nú endilega að láta klippa mig. Það væri bara hörmung að sjá mig. Ég lét sem ekkert væri, brosti bara til konunnar. Það var þó ekki þess vegna sem ég lét klippa mig og fékk mér svo seinna permanent — heldur bara vegna þess að ég var orðin leið á sjálfri mér og langaði til að breyta til.” — Hefur þú orðið fyrir fleiri „árásum” vegna þessa starfs? „Ekki kannski árásum en það eru margir sem heilsa mér og ég bara brosi á móti. Það kemur fyrir að fólk heldur að þaö þekki mig. Ekki bætir úr skák hvað ég er hroðalega ómannglögg svo ég tek aldrei neina sénsa. Enda hvað munar mann um að brosa eða heilsa?” segir Katrín. ,,Starfið setur manni vissar hömlur” — Hefur sjónvarpsstarfið breytt einhverju í lífi þínu? „Oneitanlega setur starfið manni vissar hömlur. Eg finn fyrir því að það er horft á mig og tekið eftir mér. Eg er svoddan æringi og á oft erfitt með að sitja á honum strák mínum en maður verður að reyna að hafa sjálfsstjóm. Starfið hefur kennt mér það.” — Hvernig er starfi sjónvarps- þuls báttað? „Við fáum tilbúna texta í hend- urnar til að kynna og kynning- amar fara fram 1 sérstöku þular- herbergi. Þegar dagskrárliðimir hefjast stilla útsendingar- stjóramir á klukku sem stillt er á tímalengd hvers þáttar svo viö getum alltaf fylgst með hversu langur tími er eftir í næstu kynn- ingu. Þar að auki fáum við hljóð- merki þegar ein mínúta er eftir fyrir kynninguna. Við þurfum því ekki að sitja í þularstellingunum allt kvöldiö, því fer víðsfjarri. Við getum haft handavinnu, lesið í bók eða horft á sjónvarpið, eftir því sem við viljum. Nú eða bara setið og masað við strákana sem eru á vakt, en þeir eru allir bráðhressir.” En við þurfum ætíö að vera viðbúnar að fara á skjáinn fyrirvaralaust ef eitthvað óvænt kemur upp. — Koma aldrei upp vandamál með erfiðan framburð? „Ef einhver erfið orð koma upp þá eru þýðendurnir oftast á staönum og bjarga manni. Annars kemst þetta upp í vana,” segir Katrín um leiö og þylur upp fasta dagskrárliði. Já, það fer ekki á milli mála, aö hún kann þetta orðið utan að”. Síðan bætir Katrín við að fólk sem starfar við sjónvarp eða út- varp sé að sjálfsögðu manneskjur eins og allir aðrir og geti þar af leiöandi gert mistök. — Hvemig finnst nemendum þínurn að læra hjá sjónvarps- stjörnu? „Þeim finnst það kannski spennandi fyrst, en þau sjá fljót- lega að ég er bara ég. Til dæmis núna fyrir jólin, þá kom einn nemandi minn með jólarós úr filti og færði mér aö gjöf. Eg var í svartri peysu, tók rósina og skellti henni á peysuna þar sem hún sat föst. Eg sagði við nemandann: — En fínt. Þetta ætla ég sko að hafa í sjónvarpinu í kvöld. „Ertu alveg brjáluð, þetta er borðskraut,” sagöi nemandinn, en ég lét ekki sitja við orðin tóm. Eg hafði jóla- rósina í barminum kvöldið,” segir Katrín, og þarna lýsir hún vel sjálfri sér. ,,Mér finnst gaman að lifa” Eftir að við höfðum spjallað góða stund um þularstarfið, Katrín sagt okkur gróusögur sem hún hafði heyrt um sig og hlegið mikið, voga ég mér að nefna samband hennar og föður síns, sem eftir samtalinu að dæma, viröist hafa stutt hana mikið í gegnum árin. „Jú, það hefur alltaf verið mjiig gott og hann hefur hvatt mig g' gnum árin. Það hefur mamma líka gert. Hún hefur stutl dyggilega við bakið á okkur eins og traustur klettur og þá sérstaklega eftir aö pabbi slasaðist. En pabbi hefur verið nokkuð hress undanfarin ár og hefur spilað fyrir fólk viö guðs- þjónustur á sjúkrahúsum. Hann er nú orðinn 76 ára,” segir Katrín. Það má kannski minnast á það hér aö ævisaga Arna Björnssonar kom út 1981. En Katrín, þú ert Hlíðabarn? „Já, það má segja það. Eg hef alltaf búiö í Hlíðunum. Fyrst í Mjóuhlíð, síðan Hörgshlíð og svo núna í Bogahlíðinni,” svarar hún og bætir við að hún kunni svo ljómandi vel við sig á þessum stað. Eitt af áhugamálum hennar er dansinn. „Já, ég hef alltaf verið öðru hvoru í dansi hjá Sigurði Há- konarsyni. I gegnum dansinn hef ég líka kynnst miklu af ágætis- fólki. Við erum nokkur sem höfum stofnað dansklúbb sem við nefnum Fimir fætur og við hitt- umst alltaf einu sinni í mánuöi,” segir Katrín og bætir við. „Æ, þarftu nokkuð að segja frá því?” Auðvitað lofa ég engu, enda er það virðingarvert þegar manneskjur geta sinnt hugðar- efnum sínum eins og Katrín gerir. Hún kann svo sannarlega meö tíma sinn að fara og segir líka. „Mér finnst gaman að lifa.” Og það ber hún með sér. Það var farið að síga á seinni hluta dagsins og við búin að tef ja hana allt of lengi. Hún átti stefnumót við kunningja sína um kvöldiö og átti eftir að fara bæjarferð. En ekki tók hún í mál að horfa á eftir þrautspurulum blaðamanni í leigubíl, heldur gerði sér lítið fyrir og ók honum heim og það var ekki fyrr en þá sem skemmtilegu spjalli okkar lauk. -ELA. .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.