Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1983, Blaðsíða 16
 16 DV. LAUGARDAGUR 22. JANUAR1983. Leifur Guðmundsson ihlutverki svertingjans Sonny's. Emelia Baidursdóttir, Jónsteinn Aðaisteinsson og Anna Ringsted i hlutverkum sinum. DV-myndir GS/Akureyri. ,, I Hitabylgju I duga engttt ; V -; '. ' * ’ • 1 farsalætV9 segir Leifur Guðmundsson9 bóndiáKlauf9 sem leihur eitt aðalhlutverhið í frum- sýningu <t Hitabylgju í Freyvangi í hvöld „Ég hef óskaplega gaman af leiklistinni; hún gefur mér mikið. Hún er aö vísu tíma- frek og tíminn er tek- inn frá heimilinu. En mitt fólk stendur með mér, annars væri þetta ekki hægt. Launin eru ánægjan af samstarfi meö góðu fólki. Það kalla ég vel borgað.” Þaö er Leifur Guömundsson, leikari og bóndi á Klauf í Öngulsstaöa- hreppi, sem hefur oröiö í samtali viö DV. Leifur leikur eitt aöalhlutverkið í „Hitabylgju”, sem Leíkféiag önguls- staöahrepps og Ungmennafélagiö Arroöinn frumsýna í Freyvangi í kvöld, en aðrir leikendur eru Jón- steinn Aðalsteinsson, Emelía Baldursdóttir, Birgir Þórðarson, Vilberg Jónsson, Anna Ringsted og Hulda Kristjánsdóttir. Kýrnar skilningsríkar Leifur býr félagsbúi á Klauf meö fööur sínum. Búa þeir feðgar meö um 40 kýr og auk þess nokkrar kind- ur og hesta, „svona rétt til aö vera með,” eins og Leifur orðaöi þaö. Hann var spuröur hvemig sam- komulag væri milli bóndans og leikarans? „Þaö er bara nokkuö gott,” svaraöi Leifur. ,,Á þessum árstíma er ekki mikiö annríki hjá bændum, en þrátt fyrir þaö væri þetta leikstúss ekki mögulegt fyrir mig, ef ég nyti ekki dyggrar aðstoöar hjá fjölskyldunni. Eg fæ hjálp og hvatn- ingu frá mínu fólki, sem er mér ómetanlegt.” Leifur hefur verið meö í verkefn- um Leikfélags Öngulsstaöahrepps undanfama fjóra vetur. Fyrr hefur hann leikiö í gamansömum ærsla- leikjum, en nú tekst hann á við svertingjann Sonny í „Hitabylgju”, hádramatisku verki. — Hver er munurinn? „Eg finn mikinn mun á þessu. Ærslaleikirnir byggjast mikið á lát- um og hamagangi en í Hitabylgju duga engin farsalæti. Nú skiptir text- inn meira máli og þetta hlutverk tek- ur meira af sjálfum mér en þau hlut- verk sem ég hef áöur fengist viö. Svertinginn hefur verið meö mér flestum stundum síöan æfingar hóf- ust — ég hef meira aö segja tekið hann meö mér í fjós og þulið rulluna yfirkúnum.” — Hvernig hafa kýmar brugðist viö? „Bara vel, enda eru kýmar skilningsríkar skepnur. Þaö hefur aö minnsta kosti ekki minnkað í þeirr nytin. Ætli hún hafi ekki aukistef eitthvað er,” sagöi Leifur og hló dátt Enginn asni — Þú leikur svertingja; hvemig vinnur þú hlutverkið? „Já, þaö er ýmislegt til; meira aö segja bóndi norður viö heimskauts- baug, sem reynir aö leika negra frá Jamaica,” svarar Leifur kíminnn. „Ég hef haft gaman af því að glíma við Sonny, en hvort min túlkun er sú eina rétta veröa aörir aö dæma um. Eg reyni aö setja mig í hans spor, reyni að túlka þaö hugarástand, sem hann hlýtur aö komast í, þegar hann finnur svertingjahatriö. Eg held aö þetta sé greindur strákur, sem finn- ur andúðina, jafnvel þótt hún sé ekki látin í ljós meö berum oröum. Hann er enginn asni.” — Nú er þaö algengast hjá áhuga- leikfélögum sem ykkar aö taka fyrir létta gamanleiki. Hvers vegna ráö- ist þiö í þaö stórverkefni aö setja upp Hitabylgju? „Verkefnisvaliö var erfitt. Viö vor- um búin aö lesa mörg leikrit, en á endanum varö Hitabylgja fyrir val- inu. Undanfarna vetur höfum viö verið meö ærslaleiki, en núna ákváö- um viö að leggja metnað okkar aö veöi og ráöast í átakameira verk. Viö vil jum sanna þaö fyrir s jálfum okkur og öörum, aö við ráöum við þaö. Hvort það tekst á eftir aö koma í Ijós,” sagöi Leifur Guðmundsson í lok samtalsins. Leikurinn um Palmer-hjónin Hitabylgja er eftir Bretann Ted Willis og hún var sýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur fyrir 13 árum eöa svo. Einnig hefur hún veriö sýnd í íslenska sjónvarpinu. Hitabylgja er það verk höfundar, sem mestum vin- sældum hefur náð. Þaö hefur veriö sýnt í flestum stórborgum heims — og nú í Freyvangi. I sjónvarpi hefur verkiö náö til milljóna áhorfenda og Hitabylgja hefur einnig veriö kvik- mynduð. Þá lék John Mills aöalhlut- verkið. Hitabylgja var líka sýnd í Jóhannesarborg — borg Vorsters — en þar eru svertingjar í miklum meirihluta sem kunnugt er. Þrátt fyrir það var fenginn hvítur maður til aö leika svertingjann. Ef til vill segir þaö sína sögu um þá fordóma sem leikritið f jallar um. í Hitabylgju er sagt frá Palmer hjónunum, Jacko og Nell. Hann er sjálfumglaöur verkalýösforingi, sem gerir ekki ráö fyrir aö eiginkonan Leikarar i uppfœrstu Árroðans og Leikfólags öngulsstaðahrepps á Hitabylgju. F.v.: Emelía Baldursdóttir, Anna Ringsted, Leifur Guðmundsson, Birgir Þórðarson, Hulda Kristjánsdóttir, Vilberg Jónsson og Jón- steinn Aðalsteinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.