Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1983, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 22. JANUAR1983. 15 Neytandi ársins hefur verið valinn af DV. Af skiljanlegum ástæðum verður nafn hans ekki gefið upp hér. Við fengum þó góðfúslegt leyfi til að líta inn á heimili hans í vikunni og taka mynd af honum í munaðinum. Þessi mikli neytandi hefur svo sannarlega ekki slegið slöku við í lífsgæðakapphlaupinu. Oefað er hann þar meðal fremstu manna. Og að eigin sögn sá mesti í hverfinu eftir áreiðanlegum skoðunum í gegnum stórisana. I seilingarfjarlægð úr hvíturo leðurhægindastólnum hefur hann svo til allt er hugurinn girnist. Beinið til dæmis augunum í efsta hom myndarinnar til vinstri. Er þar ekki sódastream-vélin vinsæla, sem er fjárfesting upp á sjötíu goskassa og er það ekki svo lítill sparnaður (þú setur jú vatnið í flöskuna, færð gosið úr vélinni og getur svo valiö milli fjölda bragöefnategunda til að bæta drykkinn.. .) Heill skápur á hjólum af japönsk- um hljómflutningstækjum á fjórum hæðum er við hliöina á sódastream- vélinni. Þar er að finna (auk fjög- urra hátalara sem náðust ekki inn á myndina) plötuspilara, segulbands- tæki, útvarp og tónjafnara, svo að sitthvaö sé nefnt, og skápurinn býð- ur svo upp á sérstakan geymslustað fyrir allar plöturnar. Við skulum ekki gleyma hausfóninum, sem á sínar innstungur í samstæðunni og leiðir beint og einangrað í eyru neytandans. Til aö skapa andstæðu við tækni- undrin hefur neytandinn tyllt blómi smekklega við hlið hljómtækjanna, en þau eru að sjálfsögöu úr plasti til aö komist verði hjá óþarfa tilfærsl- um við vökvun. Skammt frá þessari blómadýrð' rekum við augun í sjálft myndbandið — gnægtabrunn hvers heimilis og auðvitað fylgir því fjarstýring. Myndbandinu — eða videoinu eins og þessi hlutur er almennt kallaður — er komið fyrir í litlum en sérlega snotrum skáp úr palisander. Fyrir ofan það er litasjónvarps- stereotækið og því fylgir einnig fjar- stýring (ef hin skyldi bila). Skjárinn er vissulega tuttugu og sex tomma, sá breiðastisem völer á. Og akkúrat þegar við helgarblaðsmenn rákum nefið inn á þetta heimili, sat neytand- inn spenntur yfir filmueintaki sem hann hafði nælt sér í á einni -leig- unni. Og í miðjum æsingnum gat hann stunið upp úr sér að hann væri að bíða eftir raunverulegu morði sem ætti að vera þáttur í þessu kvik- myndaverki. Hann klykkti út með því að segja að hann væri orðinn leiður á leiknum morðum. Við hlið sjónvarpsins hafði hann náttúrlega tölvuspilið fullkomna. Þessi vinalegi maður sagði okkur þaö bjóða upp á mikla og hagnýta möguleika: þjálfun hugaroghandar. Það væri að vísu hægt að reikna heimilisbókhaldiö með tækinu, en skemmtilegast fyndist honum þó að iðka stríðsleikina en óteljandi slíka æsileiki væri hægt aö prógrammera á spiliö. NEITANDI ÍRSIAS „Videoið gefur ofboðslega möguleika", segir neytandi ársins okkur meðal annars. „Það er bókstaflega hægt að taka allt upp sem gerist og skoða það siðan svo oft sem hugurinn girnist. Ég tek til dæmis upp Eitthvað verða menn nú að éta í skarkala rafvæðingarinnar. Fyrir því hefur þessi neytandi gert ráð með geislaofni sem getur að líta und- ir tölvuspilinu. Inn í hann er auðvelt að skutla margvíslegum örbylgjurétt- um sem geymdir eru í frystiboxinu handan hægindastólsins. Þaö stóð svo illa á hjá neytandan- um að hann var einmitt í fótanudd- baöi þegar við litum inn til hans og var hann því ekki búinn að snyrta í kringum sig. Hann brosti bara að því, sagði að þetta væri hvort eð er oftast svona hjá sér, hann hefði svo lítinn tíma til að taka til vegna allra tækjanna. Hvað sem því leiö, benti hann okkur á meö stolti að þetta fóta- nuddtæki, sem hann hvíldi lappir sínar í, væri alveg sérdeilis frábært. Þaö hefði ekki aðeins tekið alla lýju úr fótunum, heldur taldi hann sig aldrei hafa hugsað skýrar en eftir að hann fór að stunda tækið daglega. Og flesta auglýsingaþætti sjónvarpsins á kerfið mitt. Maður verður jú að fylgjastmeð. . ." DV-mynd Gunnar V. Andrésson. undraöist hann ekki að tækið væri vinsælt. Síma verður að hafa við höndina svo að hann trufli ekki víbrasjón fótanuddsins, stereo hljómtækjanna, spennu vi ieosins og ilm plastblóms- ins. Því J.efur neytandinn vafið um lær sér nettum tölvusíma. „Mér finnst ég ósköp hversdags- legur maður,” sagði þessi ágæti maður undir lok heimsóknarinnar. ,,Ég helli til dæmis enn upp á könn- una eins og mamma geröi áöur fyrr. Mér finnst svo eðlilegt að fólk reyni aðhaldaígamlaoggóðasiði.. .” Aöspurður hvað allur þessi munaður heföi kostað hann, sagði neytandinn að það væri eitthvaö um þrjú hundruð þúsund. „Það finnst mér alls ekki mikið,” bætti hann við.. . ,,Ef litiö er til þess hvað þessi munaður veitir manni mikla ánægju, þá er þetta ódýrt. . . Svo styttir þetta líka skammdegið.” SÓLARFERÐIR IVIEÐ NÝJUM MÖGULEIKUM: KANARÍEYJAR OG LONDON BROTTFÖR ALLA ÞRIÐJUDAGA, SAMDÆGURS í SÓLINA Nú er hægt að skreppa ódýrt í vetrarsólina á Kanaríeyjum og dvelja þar 10 — 17 — 24 — eða 31 dag, eða fá tvo og hálfan dag í ferðalok í heimsborginni London á heimleiðinni, án þess að ferðin kosti nokkuð meira. Sem sagt, sjórinn, sólskinið og skemmtanalif í sólskinsparadís og leikhús og viðskipti á heimleið- inni í London. — Eða samdægurs heim úr sólskinsparadísinni, ef Lundúnaviðkomu er sleppt. Og athugið að svona ferð í vetrarsólarparadís kostar ekkert meira með þessum nýju ferðamöguleik- um. //ÆrXOMl (Flugferðir) Aðalstræti 9, Miðbæjarmarkaðnum 2h. Símar 10661 og 15331. Verð frá kr. 14.380,- Takmarkað sætamagn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.