Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Side 1
I
HELGARBLAÐ II
ITSTJÓRN
DAGBLAÐIÐ —VÍSIR 54. TBL. — 73. og 9. ÁRG. — LAUGARDAGUR 5. MARS 1983.
Landsmönnum varö snemma ljóst aö hér eru jarðskjálftar tíðir og stundum harðir.
Elstu ritaðar heimildir eru fáorðar um jarðhræringar í landinu. í nokkrum ritum er þó
stuttlega minnst á skjálfta, meðal annars að 1164 hafi orðið landskjálfti í Grímsnesi og
nítján menn beðið bana. Árið 1182 fórust ellefu menn í skjálfta, og í Páls sögu biskups
segir um árið 1211: .. margs kvíðbjóðs hefir farit fyrir fráfalii þessa hins dýrliga
höfðingja Páls biskups: jörðin skalf ok pipraði af ótta. . . ” í það sinn týndu átján
manns lífi. Á seinni öldum er sem mönnum hafi lærst að búa við skjálftana og mann-
tjón verður minna í hver jum skjálfta.
Enginn hluti landsins hefur orðið fyrir jafnmörgum og hörðum landskjálftum, sem
sögur fara af, eins og undirlendi Suðurlands. Á öllum öldum hafa þeir valdið miklu
tjóni á húsum, mönnum, fénaði, og svo mun áfram verða. Nú á dögum eru hús þó tU
muna traustari en áður og því getum við vænst þess að líkur á manntjóni séu minni.
Hins vegar er það nokkurt áhyggjuefni að með breyttum atvinnuháttum hefur víða
byggst upp þéttbýli á landskjálftasvæðum og hætta á eignatjóni er að líkindum meiri
en fyrr á öldum.
Fjallað verður ítarlega um Suðurlandsskjálfta á næstu síðum. Ástæðan er einkum sú
að þessir skjálftar eru einhver mesta ógn sem meirihluta þjóðarinnar stafar hætta af.
Ögn, sem mun birtast innan tíðar, hugsanlega í ægilegri mynd. Umfjöllunarefninu er
skipt í f jóra hluta. Fyrst er saga Suðurlandsskjálftanna rakin, þá er f jallað um líklegar
afleiðingar þeirra þegar þeir ríða yfir landiö á næstunni, loks er skeytt inn í efnið skrif-
um Guðjóns Petersen, framkvæmdastjóra Álmannavarna, um neyðaráætlun
stofnunarinnar vegna væntanlegra jarðhræringa og stuttri grein um eðli sjálftanna.
-SER