Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR 5. MARS1983. Hvrnö gerðbst efSuðurlmulsskjálftinnriði yfirlandið? Btíust tftfi við hörniu- legum afleiðingum! — meginhliiti inaniivirkjsi á Su dur landsundir lendinu stórlaskadist eda eydilegdist — ýmsar byggingar ú höf udborgarsvædinu skemmdust líklega og spryngju illa. Fullvíst má telja að mjög harður jarðskjálfti ríði yfir Suðurland ein- hvern tima á næstu árum — þess vegna á morgun. Bergið undir þessu landsvæði er að safna í sig orku, og það hefur það verið að gera óvenju- lengi. Eftir því sem tíminn líður og orkan brýst ekki út þeim mun sterk- ari skjálfta má vænta. Sjötíu og eitt ár er liðið frá því síðustu jarð- hræringar urðu á Suðurlandi og átta- tíu og sjö eru liðin frá síðasta stóra Suðurlandsskjálftanum 1896. Nær öruggt er því að næsti skjálfti verði mjög stór og hafi geigvænleg áhrif á byggð og íbúa. Vafalítið verður hann ekki undir sjö að stærð á Richters- kvarða og áhrif hans verða eyðandi. Hvaöa áhrif getur næstu Suður- landsskjálfti haft fyrir þéttbýlis- kjama og önnur mannvirki Suður- landsundirlendis og mun hann raska byggö á höfuðborgarsvæðinu? Þess- ari stóru spurningu verður reynt að svara hér á eftir. Áhrifjarðskjálfta metin Fyrst er að átta sig á hvernig áhrif skjálfta á byggð og íbúa eru metin. Líkt og í veðurfræði, þar sem veðurhæð er flokkuð niður í tólf stig eftir áhrifum vindsins á land og haf, eru áhrif jarðskjálfta á land og fólk einnig flokkuð í tólf stig. Þar sem áhrifin dvína með fjarlægð frá upp- tökum getur sami skjálftinn fengið mismunandi stigagjöf eftir því hve langt frá upptökunum stigin eru metin. Þessi kvarði á því ekkert skylt við mat á stærð skjálftans eða orku hans (samanber Richters-- kvarðann sem það mælir), þótt þess- um hugtökum — áhrifum og stærð — sé oftlega ruglað saman í fréttum af skjálftum. Nú er almennt notaður áhrifakvarði kenndur við Mercalli. Kvarðinn er auðkenndur með róm- verskum tölum. XII stig eru mestu áhrifin sem skjálfti getur haft í för meö sér. Þau eru gereyðandi. XI stig eru mjög eyðandi, öll hlaðin steinhús hrynja viö upptök skjálftans og jám- bent hús verða illa útleikin. Þannig heldur vægi Mercallikvarðans áfram niður á við. Við III stig eru áhrifin orðin mjög hverfandi. Richterskvarðinn, sem kenndur er við skjálftafræðinginn Charles F. Richter, mælir hins vegar aöeins stærð skjálfta þar sem þeir eiga upp- tök sín. Richterskvarðinn segir okk- ur aðeins hversu mikil orka leysist þar úr læðingi en ekkert um það hver áhrif hans verða á land, byggð og fólk. Mjög mikilvægt er því að rugla þessum tveimur kvörðum ekki sam- an. \ Næsti skjáifti ekki undir 7,5 á Richter! Samkvæmt áliti þeirra sem þekkja til hegðunar Suðurlandsskjálftans er líklegast að næsti skjálfti verði líkur að stærð, hafi svipuð áhrif og eigi sömu upptök og landskjálftinn 1784, en hann er líklega mesti og hrikaleg- asti jarðskjálftinn sem dunið hefur yfir Suðurland til þessa. Stærð þessa skjálfta var 7,5 á Richterskvarða og viö upptök hans í Holtum við Þjórsá mældust áhrifin XI á Mercalli- kvarða. Þeir hinir sömu og segja þetta álíta að jaröskjálftahrina fylgi í kjölfar þessa skjálfta. Annar jarð- skjálfti komi nokkrum vikum, mánuðum eða ári síðar og eigi upptök sín mun vestar en hinn fyrri, til dæmis í ölfusi. Og þá má fólk á höfuðborgarsvæðinu fara að vara sig! Suðurlandi hefur verið skipt niöur í áhrifasvæði. Á uppdrættinum, sem fylgir þessari grein, sjást greiniiega þau svæði sem eru innan hvers áhrifasvæðis um sig. Þannig sést að Selfoss er innan þess svæðis sem hætt er við áhrifum allt að X á Mercallikvarða, og svo framvegis. (Skoðið uppdráttinn vandlega!) Nú verður fjallað um byggð á þeim svæðum sem gætu orðið fyrir mestu hugsanlegum áhrifum og þar með mestu tjóni af völdum væntanlegs Suðurlandsskjálfta. Þetta er sú byggö sem er innan áhrifasvæðis IX, X og XI. Síöan verður rætt um hugsanlegar afleiöingar þessara áhrifa á byggð og atvinnu. Loks hver röskunin verði á byggö á höfuð- borgarsvæðinu, ef hún verður ein- hver. Tíu þúsund manns innan svæðisþar sem áhrifin verða mjöghörð Fyrst lítum við á þaö svæði sem er innan áhrifasvæöis IX. Mercalli- kvarðinn segir okkur að áhrif skjálft- ans á því svæði verði mjög hörð; um helmingur hlaðinna steinhúsa eyði- leggist og sum hrynji til grunna, en flest verði ónothæf til íbúöar. Járn- bent steinhús skemmist líklega nokk- uð. J arðleiðslur slitni. Innan áhrifasvæðis IX búa um þessar mundir rúmlega tíu þúsund manns og þar liggja eftirtaldir þétt- býliskjamar: Hveragerði, Seifoss, Laugarás — Skálholt, Flúðir, Hella — Rauðilækur og Hvolsvöllur. Af hringvéginum (þjóövegi eitt) liggja um sextiu og níu kílómetrar innan þessa áhrifabeltis og þessar helstu brýr: ölfusárbrú, Sogsbrú, IÖubrú, Þjórsárbrú, brúin yfir Ytri-Rangá og brúin yfir Eystri-Rangá. Á áhrifasvæði IX er einnig Búr- fellsvirkjun og Sogsvirkjanimar liggja við norðurmörk þess. Þar að auki má nefna tengivirki við Hvols- völl fyrir raforku til Vestmannaeyja og austur um Suðuriand, ásamt með öllum aðaldreifilínum fyrir raforku- kerfiö frá Hellisheiði aö Kirkju- bæjarklaustri. Af Búrfeilsiinu I liggja um fimmtíu og sjö kílómetrar innan þessa áhrifa- beltis eða um hundrað og fjörutíu möstur og af Búrfellslínu n áttatíu kílómetrar eöa um tvö hundmð möstur. Megin tengi- og dreifistöövar fyrir simakerfiö á Suðurlandi eru á Sel- fossi og Hvolsvelli og þar með innan beltisins. Búrfel/slínurnar, fjórðungssjúkrahúsið og mjólkurbúið gætu hruniðl Þá skulum við kanna það svæði sem liggur innan áhrifabeltis X. Mercallikvarðinn segir okkur að um þrír fjóröu allra hlaöinna steinhúsa eyðileggist af völdum skjálfta á því svæði, flest þeirra hrynji til grunna. Vel byggð timburhús og brýr stór- skemmist og einstaka eyöileggist. Járnbent steinhús skemmist töluvert og þau verst byggðu mikið. Stíflu- og flóðgarðar verði fyrir miklum skemmdum. Leiöslur í jörðu rifni í sundur og skekkist. Sprungur komi í malbikaðar götur. Mikil skriðuföll og grjóthrun úr fjöllum. Yfirborð á lausum sandi breytist allmikið. I ám og vötnum myndist öldur sem gangi á land. Innan áhrifasvæðis X búa um þess- ar mundir rúmlega fimm þúsund manns, þar af langflestir á Selfossi. Af hringveginum (þjóðvegi eitt) liggja um þrjátíu og níu kílómetrar innan þessa áhrifabeltis og þar af ölfusárbrú, Sogsbrú og Þjórsárbrú, auk annarra mikilvægra samgöngu- æða. Innan áhrifasvæðis X eru einnig um þrjátíu og tveir kílómetrar af Búrfellslínu I eða um áttatíu möstur og af Búrfeilsvirkjun H um sextíu og sjö kílómetrar og um hundrað og sjötíu háspennumöstur auk fjöl- margra dreifilína. Á Selfossi eru aðaltengistöð sím- ans á Suðurlandi og Fjórðungs- sjúkrahúsið á Suðurlandi, þar er einnig mjólkurvinnslustöö Suður- landsundirlendis. Þá munu öllhlaðin steinhús hrynja Loks skulum viö athuga það svæði sem liggur innan áhrifabeltis XI, og að öllum líkindum fer verst út úr næsta Suðurlandsskjálfta ef honum svipar til landskjálftans 1784, eins og þeir sem til þekkja vilja halda. Mercallikvarðinn segir að þessi skjálfti verði mjög eyðileggjandi. öll hlaðin steinhús hrynji. Einstaka vel byggð timburhús standi lítiö skemmd. Jámbent steinhús springi og skemmist allmikið. Best byggðu brýr stórskemmist, stöplar brotni sundur og svo framvegis, verr byggðu brýmar hrynji hins vegar gjörsamlega. Stífiu- og flóðgarðar springi og stórskemmist. Jarðleiðsl- ur eyðileggist. Oft sjáist miklar breytingar á yfirborði jarðar, mikii skriðuföll og grjóthmn. Innan þessa svæðis búa nú um það bil sex hundmð manns og allir í dreifbýli. Engar mikilvægar brýr liggja innan svæðisins en þó er Þjórsárbrú í útjaðri þess. Engin raf- orkuver og tengivirki eru inni á þessu svæði en um það bil tuttugu og fjórir kílómetrar af Búrfellsvirkjun II eða um sextíu háspennumöstur liggja innan svæðisins. Mat á hugsanlegu manntjóni og slysum Eins og heimildir bera með sér (sjá sögu skjálftanna í sérgrein) verða skjálftar á Suðurlandi ýmist stakir eöa í hrinum með nokkurra stunda eða daga bili. Milli stakra skjálfta líða stundum fá ár og mætti jafnvel líta svo á aö tengsl séu á riiilli þeirra. Víðtækastar verða afleiðing- ar þegar hrina byrjar með mjög stór- um skjálftum í Rangárvallasýslu en nokkru minni skjálftar fylgja í Árnessýslu nokkmm dögum eöa vik- um síðar. Það er einmitt það skjálftamynstur sem fræðingar telja líklegt að næsti Suðurlandsskjálfti hegðiséreftir. Mat á hugsanlegu manntjóni og slysum er mjög erfitt. Af reynslu sem fengist hefur í landskjálftum erlendis er þó vitaö að fjórir þættir ráða mestu um manntjóns- og slysa- hættu, auk stærðar skjálftans. Þessir þættir era: 1. Styrkleikiogtegundmannvirkis. 2. Landslag, umhverfi og jarðlög. Áhrif landskjálfta á land, byggingar og fólk eru metin samkvæmt svonefnd- um Mercalli kvarða. Honum svipar til vindstiga í veðurfræði, stigin eru tólf, en ólíkt vindstigum auðkennd með rómverskum tölum. í heimildum um Suðurlandsskjólfta er að finna lýsíngar á áhrifum skjálft- anna á fóik og hvernig þeir léku jörð, byltu um jarðvegi, mynduðu gjár og sprungur og oUu skriðuföUum. Þessar lýsingar er auðveldara að feUa að Mer- caUi kvarða. Uppdrátturinn hér að of- an sýnir bróðabirgðaniðurstöður slíks mats. Dregnar eru línur um svæði, sem gætu að hluta orðið fyrir mestu (verstu) hugsanlegu áhrifum — IX, X eða XI — í skjálfta samkvæmt reynslu síðustu þrjú hundruð ára. Athuga skal að þessi áhrif verða aldrei samtímis á öUu svæðinu heldur í hvert sinn mest á þeim hluta hvers svæðis sem næstur er upptökum skjálftans. A uppdrættinum sést að stærsti og fjölmennasti kaupstaður Suðurlands, Selfoss, liggur innan áhrifasvæðis XI, sem MercalU kvarðinn segir okkur aö séu mjög eyðandi áhrif. HeUa, Hvera- gerði, HvolsvöUur og BúrfeUsvirkjun liggja innan áhrifabeltis IX og svo framvegis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.