Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 6
6 DV. LAUG ARDAGUR 5. MARS1983. „ Jördln böggladist í öldnr og vaf öist upp líkl og pönnnkaka" Ovíöa á Islandi veröa jaröskjálftar eins miklir og á Suöurlandsundirlendi. Fyrsti landskjálfti á þessu svæði, sem heimildir geta um, varð áriö 1157 og síðan hafa skjálftar valdið umtals- verðu tjóni þar aö minnsta kosti þrjá- tíu og átta sinnum, þaö er f jórum sinn- um á öld aö meðaltali. Heimildir um þessa skjálfta eru mjög misjafnar, bæöi að magni og gæðum, og eflaust vantar talsvert á aö allt sé taliö. Þaö eru einkum tvö svæði á Suöur- landi sem oftast hafa orðið illa úti í jarðskjálftum. Annaö er ölfus, Gríms- nes og vestanveröur Flói. Hitt er Land og Rangárvellir. Öruggt er að í ölfusi hafa bæir hruniö í jarðskjálftum f jórtán sinnum á átta síöustu öldum, h'klegt er aö þaö hafi gerst nítján sinn- um. Síðan um 1700 hafa sex skjálftar þar haft í för með sér stórvægilegt tjón. Svipað er aö segja um Rangár- velli. Þar hafa bæir örugglega fallið tólf sinnum á síöustu átta öldum, lík- lega sautján sinnum, og þar hafa aö minnsta kosti fimm skjálftar síðan um 1700 gert gífurlegt tjón. Vitað er um níutíu og átta Islendinga sem farist hafa vegna jarðskjálfta á Suðurlandi til þessa. Heimildir strjálar fyrstu aldirnar Ef frá eru taldir tveir síöustu Suöur- landsskjálftamir, árið 1896 og 1912, eru ritaöar heimildir um skjálfta á svæð- inu mjög af skomum skammti, varla nema stakar setningar eöa setninga- brot. Um fyrstu fjóra Suðurlandsskjálft- ana er lítið annaö vitaö en aö þeir hafi gerst. Þetta eruskjálftamir 1157,1164, 1182 og 1211. Þó em líkur taldar á hrikalegum dauösföllum í þessum skjálftum, sérstaklega í þeim þremur síöasttöldu, en ekki er talið aö færri en fimmtíu manns hafi farist í þeim. Má sjálfsagt um kenna lélegum og veikum íbúöarhúsum þeirra tíma, en þetta em jafnframt mannskæðustu skjálftarnir í sögu Islands. Skjálftinn 1294 er svo til sá fy rsti sem einhverjar heimildir em til um. Um hann segir í annálum: „Eldur hinn fimti í Heklufjalli meö svá miklum mætti og landskjálftum aö víöa í Fljótshlíð og Rangárvöllum og svo fyrir utan Þjórsá sprakk jörð og mörg hús féllu í landskjálftunum og týndustmenn. I Eyjarfjallihjá Hauka- dal komu upp hverir stórir, en sumir hurfu þeir sem áður vom. Á Húsatópt- um hvarf á burtu laug, er þar hafði alla ævi veriö, þar rifnaði og sprakk svo djúpt aö eigi sá niöur. Brunnar uröu ásýndar sem mjólk um 3 daga í Flag- bjamarholti. Skálholtsannáll segir: „sprakk jörö í sundur á Rangárvöllum og Rangá féll úr farveg sínum og braut húsmanna.” Frásögnina um eld í Heklu dregur Siguröur Þórarinsson í efa óg telur aö hér sé ruglað saman skjálftum 1294 og Heklugosi áriö 1300, en aö öðru leyti er lýsingin trúveröug og gæti vel átt viö dæmigerða Suöurlandsskjálfta. Hröpuðu fjöll en hamrar sprungu... Áriö 1308 tekur jörð aftur aö hrista Suöurland „svo aö víöa rifnaöi jörö og féllu niöur 18 bæir, en 6 menn dóu”, eins og annálar segja um þennan at- burð. Landskjálftinn tuttugasta og annan maí 1339 var mikill. Hús féllu mest á Skeiöum, í Flóa og Holtamannahreppi og víðast hiö neöra milli Þjórsár og Eystri Rangár: „Jöröin rifnaði víöa til undirdjúpanna, uppsprettandi heitt vatn og kalt,” varð einu vitnanna aö oröi, og segir ennfremur: „Hröpuöu fjöll en hamrar spmngu víða í sund- ur.” Vitað er um Suðurlandsskjálfta áriö 1391 en litlar sem engar heimildir em til um þá. Sömu sögu er aö segja um næstu tvær aldir og hálfa til. Mjög tak- markaö er vitað um eðli og afleiðingar þeirra skjálfta er hristu Suöurland á því tímaskeiði. Niöadimmar miðald- irnar lúra á vitneskjunni um þá skjálfta. Þaö er ekki fyrr en komið er fram á sautjándu öldina aö heimildir fara að skýrast um Suðurlandsskjálftana. Þá er þegar vitað um sextán skjálfta á Suðurlandi og sextíu og fimm dauðsföll af þeirra völdum. Minna er vitaö um tjón á íbúöar- og peningshúsum og af búfjármissi sem fullvíst má telja gífurlegt frá þessum öldum. „Gínaþar við djúpar glufur" Hrikalegir jaröskjálftar hófust á Suöurlandi aðfaranótt hins tuttugasta og fyrsta dags febrúarmánuöar áriö 1630. Sex menn týndu lífi í þessum hamförum, aörir sex urðu harkalega undir húsum, en náöust þó meö lífi. Á nokkrum stööum fórust nautgripir í fjósum er hrundu yfir þá. Mjög mikiö tjón varö á húsum í Árnessýslu og Rangárvallasýslu. Jaröraski vegna skjálftans er lýst svo i annálum: „Jörö hefur víöa rifnaö, einkum í Landsveit, og gína þar viö djúpar gluf- ur, er áöur var heill svörður. I Hauka- dal í Biskupstungum hafa horfið hver- ir, en aörir nýir komið í staöinn. Hverir á Laug í Biskupstungum, er legið hafa niðri í nærfellt fjörutíu ár, gjósa nú af þvílíku afli, aö jörðin nötrar í kringum þá og dunur heyrast á næstu bæi. Sums staðar á bæjum hafa brunnar og vatns- ból þornaö. Einnig hefur komiö fyrir að lækir og ár hafi breytt rennsli sínu.” Skjálftar á Suöurlandi koma gjarnan margir saman í runu. Slikar skjálfta- runur viröast ganga yfir einu sinni til tvisvar á öld og geta staöiö í nokkra daga og allt upp í fáein ár. Oft byrjar runa meö tiltölulega miklum skjálfta austarlega á svæöinu en síöan veröa minni skjálftar vestar. Þessi færsla á skjálftavirkni er til dæmis greinileg í skjálftarununum 1732—1734, 1784 og 1896. Fjöldibæja hrundi tilgrunna Fjörutíu bæir á Rangárvöllum, Landi og Eystrihrepp uröu fyrir mikl- um skemmdum í jarðskjálftum sem herjuðuá austanvertSuöurlandsundir- lendi í september árið 1732. Fjöldi bæja hrundi til grunna. Hræringarnar á þessum slóöum stóöu yfir í nálega mánuð. Enginn maður beið bana en þrír eöa fjórir uröu fyrir meiðslum. Um skeiö þoröi fólk ekki að hafast viö i húsum inni heldur lá úti í tjöldum eöa jafnvel á bersvæöi. Sunnlendingar voru ekki nema rétt búnir aö ná sér eftir tjónið í skjálftun- um 1732, þegar aðrir og haröari riðu yf- ir sveitir þeirra tuttugasta og fyrsta mars áriö 1734. Olíkt því sem gerðist tveimur árum áður varö mikiö mann- tjón af þessum jaröhræringum. Er tal- ið aö tugir manna hafi lent undir hús- um og slasast verulega, þar af létust níu. Þessir skjálftar urðu einkum þungir á vestanveröu Suöurlands- undirlendi, þaö er að segja í Villinga- holtshreppi og Hraungeröishreppi, neöarlega í Grímsnesi og ofan til í ölfusi. Hins vegar ollu þeir minni skaöa íRangárvallasýslu. Tjón á mannvirkjum í þessum skjálftum varð býsna mikið. Hús á yfir þrjátíu býlum hrundu aö nær öllu leyti til grunna og á sextíu til sjötíu bæjum löskuöust hús svo mikið aö þau uröu óíbúöarhæf á eftir. Meöal þeirra húsa sem féllu voru nokkrar kirkjur (sem almennt voru rammbyggðari en íbúöarhús á þessum tíma). Fólkið sem fórst í þessum náttúru- hamförum var flest böm eöa gamal- menni, er uröu öörum seinni til þess aö bjarga sér út þegar jarðskjálftinn reið yfir. Auk annars tjóns misstu margir bændur búfénaö sem varð undir rúst- um gripahúsa, einkum nautgripir. Víöa um land gætti þessa mikla skjálfta. Til marks um þaö em jarö- hræringar í Borgarfirði, sem orsökuðu meöal annars aö hverinn Skrifla í Reykholtsdal kólnaöi að mun frá því sem hann haföi veriö áöur og nýr hver kom upp skammt frá honum. Mestujarðskjáiftar íslandssögunnar 1784 A tímabilinu 1630 til 1784 er vitað um sextán skjálfta á Suðurlandi sem vom þaö sterkir aö bæir hmndu. I þeim biðu bana tuttugu og sjö manns, allt aö þús- und búfjár, og samanlagt má áætla aö vel yfir áttahundruð bæir á Suðurlandi hafi jafnast viö jörðu í þessum skjálft- um. Þá er ónefnt þaö hrikalega jarð- rask sem þessir skjálftar leiddu af sér. Oftar en einu sinni hefur þurft að yrkja sömu túnin upp aftur, fylla sprungur og sigdældir og ryöja grjóti og björgum af þeim er falliö höfðu úr nálægum fjöllum. Seinni mörk þess tímabils sem f jallaö er um hér aö ofan eru miöuö viö áriö 1784. Þaö er ekki gert aö ófyrir- synju. Fjórtánda ágúst þaö ár ríöa yfir Suðurland skjálftar sem aö líkum era þeir mestu og hrikalegustu á Islandi frá því byggð hófst. Mikil mildi er aö ekki létust nema þrír Islendingar í þessum stórkostlegu hamf örum. Fyrsti skjálftinn olli mestu tjóni í uppsveitum Suöurlands. Hann skall á síðari hluta dags, milli nóns og mið- munda, þegar menn voru flestir komn- ir heim af engjum til matar, og þar eö húsin hrundu þegar í fyrstu lotu, uröu margir undir rústunum. Fórust þá þrír menn eins og frá hefur veriö greint, tveir í Ámessýslu og einn í Rangár- vallasýslu en fleiri vora mjög hætt komnir. Þessi skjálfti átti upptök sín nálægt Vörðufelli á Skeiöum. Var stærö hans áætluð um 7,5 stig á Riehterskvaröa (og er hann þá jafh- framt einhver sá mesti sem þekkist frá íslandi). Seinni jaröskjálftinn reiö yfir tveim- ur dögum síöar. Var hann öllu minni en hinn fyrri, en olli samt miklu tjóni, sér- staklega í lágsveitum Árnessýslu — Flóa, ölfusi og um neðanvert Gríms- nes. Nítjánhundruð hús hrundu eða stórlöskuðust Þar eö hér um ræöir einhvem allra mesta jaröskjálfta frá því aö ísland byggðist, veröur nánar fariö ofan í saumana á honum en öðram þeim skjálftum sem getiö hefur verið um hér aö framan. Eignatjón varð gífurlegt í skjálftun- um 1784. I Rangárvallasýslu einni eyddust nálega þrjátíu bæir og gerféllu öll hús á tuttugu og þremur þeirra. Á ööram bæjum þar í sýslu hrandu um hundrað hús svo til alveg til viöbótar þeim er jöfnuðust viö jörðu. Loks löskuðust um fimmtíu hús svo illa aö óíbúðarhæf uröu á eftir. Samanlagt segir þetta okkur aö tæplega tvö- hundruö býli í Rangárvallasýslu hafi orðið ónýt ellegar óstarfhæf eftir skjálftana. Enn meiri usli varö þó í Árnessýslu — og varö hann þó hrikalegur í Rangárvallasýslu eins og orðin hér aö framanvitna um. Þar brotnuöu rúmlega sjötíu bæir gjörsamlega í spón og á milU sextíu og sjötíu gerspUltust. Tæplega fjögur- hundruö bæir til viöbótar skemmdust mikiö. Alls féllu því hálft fimmtánda hundraö húsa í Arnessýslu og fimm- hundraö aö auki héngu aöeins uppi eða stórlöskuöust. Aukinheldur jöfnuðust eUefu kirkjur viö jöröu eða stór- skemmdust, þar á meðal Skálholts- staður sem lagðist í rúst og varð aldrei sami staöuraftur. Jarðskjálftanna varð vart vestur viö Hellna á SnæfeUsnesi og í Isafjaröar- sýslu, í Vestmannaeyjum og varð grjóthran mikið úr björgum fyrri jarö- skjálftadaginn, en í SkaftafeUssýslu varö aöeins lítUlega vart viö jarö- hræringamar. Vestur um sveitir brotnaði eitt og eitt hús á stangU, svo sem í Kjós, Reykholtsdal og Kalmans- tungu. Jörðin kýttist saman í hnökra Eins og sjá má af þessu stóöu hundr- uð bænda á Suðurlandi yfir hrandum rústum og áttu hvorki þak yfir fólk sitt né þann búfénaö sem lifði enn eftir þessa miklu ágústskjálfta 1784. „Hús- viUt fólk hefst nú viö á víðavangi í ná- lega öUum sveitumSuöurlands, og þaö á ekki annarra kosta völ en hrúga upp moldarhreysum fyrir haustið og refta yfir meö brotnum sprekum úr rústun- um eða dytta lauslega aö þeim kofum, er heitir, að hangi enn uppi.” Þannig lýsa samtimamenn ástandinu á Suöur- landi eftir jarðhræringamar. Margir lýsa hamförunum stórfeng- lega: Maöur, sem var aö rista torf í mýri, þegar jarðskjálftamir riðu yfir, segir svo frá aö jöröin hafi ýmist sigið svo undir honum aö hann stóö upp und- ir hné í vatni, eöa lyfst svo ákaflega aö aUt vatn hafi runnið frá honum. Annar segir svo frá: FjöUin skulfu og líkt og hristu af sér jarðveginn svo að eftir er bert bergiö í hUöunum, en þegar um hægöist og mökkurinn, sem gaus upp viö þessi firn, svifaöi frá, lágu gróöur- torfumar í dyngjum og hrönnum innan um grjót og skurmsl viö rætur fjall- anna. I VörðufelU, þar sem upptök fyrri skjálftans voru, er taliö aö þrjátíu og sex skriöur og jaröhlaup hafi myndast. Býsn af grjóti og björgum úr fjöUum hrandu einnig og ultu á ógnarhraða inn á tún bænda víöa um sveitir. Á slétt- lendi rifnaði jöröin, byltist á ýmsa vegu og kýttist saman í hnökra. Sprangur mældust aUt aö fimm faöma djúpar, rúmur faömur að breidd þær mestu. Áriö 1789 hófust enn skjálftar vestur í ölf usi og í gosbeltinu þar vestur af frá Selvogi norður á ÞingvelU. I viku var varla nokkurn tíma kyrrt nótt og dag og tæplega tíu mínútur milli hræring- anna. Land seig norðan ÞmgvaUa- vatns mUU Almannagjár og Hrafna- gjár um rúma sextíu sentimetra, veUirnir uröu aö mýrlendi og mun þaö meðal annars hafa orðið átylla til aö leggja þinghald þar niður áriö 1800. Má segja, aö þessir skjálftar hafi orðið af- drifaríkir í sögu landsins, svipt Skál- holt biskupi sínum og skóla og Þing- veUiþinginu. Fjallið hristi sig „eins og hundur kominn afsundi" Fimmskjálftar hafa riðiö yfir Suöur- land eftir aldamótin 1800. Þeir gerðust 1829, 1876, 1889, 1896 og 1912. Sex Is- lendingar biöu bana í þessum náttúra- hamföram, þar af fjórir í skjálftunum miklu 1896 sem voru mikilvirkastir þessara skjálfta. Afleiöingum þeirra veröur því lýst hér á eftir. Nokkur gögn era til um þessa skjálfta hjá erlendum jarðskjálftastöðvum. Af þeim má ráöa tíma skjálftanna og aö nokkra stærö þeirra, en þeir mældust suður um alla Evrópu og austur til Rússlands. Fyrsti skjálftinn kom tuttugasta og sjötta ágúst rétt fyrir klukkan tíu um kvöldið. Suöurland hristist allt, en þó langmest Rangárvellir, Land, Upp- Holt og Gnúpverjahreppur. Stærð skjálftans hefur veriö áætluö 7 til 7,5 stig á Richterskvarða og áhrif hans voru eyðileggjandi þar sem mest gekk á. I Landsveit gjörféllu öll hús á tutt- ugu og átta bæjum af þrjátíu og fimm sem þar vora, en aörir bæir stór- skemmdust. Jarörask varö mikiö, sprungur komu í jörö og jarðvegur um- hverfðist. SkarösfjaU á Landi klofnaöi aUt og sprakk, fjalUð hristi sig „eins og hundur nýkominn af sundi”. Morguninn eftir, þann tuttugasta og sjöunda ágúst, kom nýr kippur. Var hann svo harður á Landi, aö allt fólk sem úti var gat ekki ráöiö hreyfingum sínum, en steyptist niður og veltist um jöröina. Um svipaö leyti kom harður kippur í Vestmannaeyjum, hrandi grjót á menn viö fýlatekju í Heima- kletti og slasaðist einn þeirra svo alvarlega aö hann lést síöar af þeim völdum. Bær sem hrundi í landskjálftun- um miklu á Suðurlandi árið 1896. Skemmdir urðu gífurlegar i þeim náttúruhamförum, fjórir menn létust og rúmlega hundrað bæir eyðilögðust eða skemmdust illa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.