Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Page 4
4
DV. LAUGARDAGUR5. MARS1983.
Þegar iniklir skjalltar d\nja
\ tir er götuin injiig hætt vif)
að springa. A inyndiniii sést
hvernig hvlgjan lék eina
samgönguæö i San Fernaiiihi
i Kaliforníu þegar skjálltarn-
ir iniklu nröu þar 1971.
Skjálitinn mældist 6,6 a
Kichter, en til samanhuröar
má geta þess að mestu Sininr-
landsskjálftarnir hafa mælst
allt að 7,5 á Kichter.
Ahrií landskjálfta á byggðar-
lög geta orðið geigvænleg.
Bylgjan, sem hærist með
skjálftanum yt'ir landið, hríf-
ur öll mannvirki meö sér á
hreyfingu. Styrkur þeirra,
byggingarlag og sveigjan-
leiki ræður því hvort þau
standast styrk skjálftabylgj-
unnar. Þannig eru hlaðin
steinhús verst sett í jarð-
skjálftum, en timburhús best
sett . vegna sveigjanleika
þeirra.
-■^
. . m».
3. Veður, þegar skjálfti verður og
eftirhann.
4. Tími, þegar skjálfti verður
(hvenær sólarhrings, viku eða
árstíðar).
Áhrif landskjálftanna á bústofn
og landbúnað almennt geta oröið
geigvænleg. Til rökstuðnings því áliti
eru eftirtalin atriði veigamest:
1. Meginhluti landbúnaðar á Suður-
landsundirlendi byggir á kúabú-
skap og framleiðslu mjólkur.
Nautgripir og þá sérstaklega
mjólkurkýr eru mjög viökvæmur
bústofn og útivistartími þeirra er
aðeins tuttugu prósent af heildar-
tíma ársins. Líkur til þess að bú-
stofninn verði í húsi þegar skjálfti
gengur yfir eru því mjög miklar.
Lítið er vitaö um styrkleika
peningshúsa og jarðskjálftaþol
þeirra, en óvíst er talið að það sé
mikið nema í undantekninga-
tilvikum.
2. Búskaparhættir hafa gjörbreyst
síðan 1896 og 1912 þegar síðustu
Suöurlandsskjálftamir riðu yfir.
Á mörgum bæjum er aðeins hægt
að anna mjöltum meö vélarafli.
Því munu skemmdir á brothætt-
um mjaltavélakerfum og dreifi-
kerfum rafmagns hugsanlega
valda stórvandræðum í umönnun
bústofnsins.
3. Aðeins ein mjólkurvinnslustöð er
starfrækt fyrir altó svæðið. Hún er
á áhrifasvæði X á Selfossi. Gera
má ráð fyrir skemmdum á helstu
samgönguleiðum og er brúm á
ölfusá og Þjórsá einna hættast
vegna legu þeirra innan áhrifa-
svæðis X. Þótt þessar samgöngu-
leiðir rofni vegna brúarskemmda
ættu einstök svæði á Suðurlandi
enn völ á samgönguleiðum utan
skjálftasvæðanna en allir
flutningar til og frá svæðunum
gætu lengst mjög verulega.
Þannig gæti leiðin frá Reykjavíká
Self oss lengst um allt aö áttatíu og
átta til hundraö sextíu og sjö kíló-
metra og leiðin til Hellu og Hvols-
vallar um tvö hundruö og tíu kíló-
metra.
Efí um hvort
BúrfeHsvirkjun stenst
I Suðurlandsjarðskjálfta verður að
gera ráð fyrir miklu tjóni á síma-
kerfi og jafnvel að það verði meira
eða minna óvirkt vegna jarðskjálfta
nærri aðaltengistöðvum símans sem
standa innan áhrifabeltis X. Þó hefur
öryggið aukist nokkuð með tilkomu
mikrobylgjusambands sem nú er á
milliSkálafells og Hvolsvallar.
Aðalháspennulínurnar frá Búr-
fells- og Sigölduvirkjun liggja innan
áhrifabeltis X og Búrfellslína II ligg-
ur innan áhrifabeltis XI. Þar sem
engin vitneskja er fyrir hendi um
jaröskjálftaþol umræddra háspennu-
lína er erfitt aö áætla tjón á þeim, en
sé litið á áhrifalýsingar eingöngu má
gera ráð fyrir að báðar línurnar geti
skemmst á löngum köflum og er þá
Búrfellslína n mun verr sett á jarð-
skjálftasvæðinu.
Hvað viökemur virkjunum mörg-
um á Suðurlandi er einna mesti efinn
um hvort Búrfellsvirkjun stenst
skjálfta. Hún liggur sem fyrr segir í
jaðriáhrifabeltisX.
Gera má ráð fyrir
taisverðu tjóni á
höfuðborgarsvæðinu
Hver verða áhrif Suöurlands-
skjálfta á byggð og íbúa höfuö-
borgarsvæðisins? Þetta er stór
spurning sem Islendingar eru þyrstir
íaðfásvar við.
,,Við verðum aö gera ráð fyrir
verulegu tjóni af völdum skjálftans á
höfuðborgarsvæðinu,” segir Guðjón
Petersen framkvæmdastjóri
Almannavarna ríkisins, og hefur þá
þann fyrirvara á að skjálftinn eigi
upptök sín vestarlega á Suðurlandi,
eins og til dæmis í ölfusi, það þykir
einmitt líklegt, eins og bent hefur
veriö á hér að framan.
„Þegar ég á við verulegt tjón á
höfuöborgarsvæðinu af völdum
Suðurlandsskjálfta,” heldur Guðjón
áfram, „þá á ég ekki við hrun húsa
heldur að stórar skemmdir komi
fram á sumum mannvirkjanna.
Verst byggðu húsin þurfi ef til vill að
rífa eftir skjálftann. Annars er jarð-
skjálftaþol húsa mjög ókannað á
Stór-Reykjavíkursvæðinu og því
erfitt að fullyrða nokkuð í þessu sam-
bandi. Ég er aöeins að tala í líkum,”
segirGuðjón ennfremur.
Hættuiegustu húsin
á Reykjavíkursvæðinu:
Hættulegustu húsin í þessu augna-
miði eru talin vera: 1. Hús sem reist
eru með strengjasteypuþakbitum er
tolla á smánibbum á útveggjunum
og eru þar yfirleitt illa fest. Þetta á
við byggingar eins og til dæmis í
Skeifunni, til að mynda Hagkaupshús-
Neyðarúætlun Almannavarna
Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, greinir frá
viðbrögðum stof nunarinnar vegna væntanlegs Suðurlandsskjálf ta
Neyðaráætlanir vegna væntanlegs
Suðurlandsskjálfta eru tvær. Annars
vegar neyöaráætlun Aimannavarna
ríkisins vegna stuðnings við svæðið
með utanaðkomandi hjálp. Báðar
áætlanirnar byggja á sjö frum-
þáttum allra neyðaráætlananna sem
eru:
— Hraðvirkt könnunarkerfi til að
meta umfang tjóns og nauðsynleg
viðbrögð, stjórnun með sambands-
kerfi til samræmingar, hraðvirkri
, léttbjörgun vegna skjól- og vega-
lausra, þungabjörgun vegna innilok-
aðra í rústum, slysahjálp á vettvangi
og flutningur í greiningar og með-
ferðarstöö, sjúkrahjálp í skyndi-
hjálparstöðvum og flutningur á
sjúkrahús, mótttaka, skráning og
aöhlynning heimilislausra.
Suðurlandi skipt
í 8 varnarsvæði
I neyðaráætluninni er Suðurlandi
skipt í 8 varnarsvæði og eru lands-
hættir, stærstu ár og þröskuldar í
samgöngum látnir ráða þessari
skiptingu.
Verði jarðskjálfti fer í gang fjór-
þætt könnunarkerfi til aö meta
umfang tjóns. Kerfisbundið síma-
uppkall fer fram bæði vestan frá og
austan frá til að finna, ,dauða ” staði.
Samtímis fer fram allsherjarútkall á
öllum fjarskiptakerfum sem í notkun
eru á svæðinu og þannig safnað
upplýsingum frá bifreiðum um
ástand. 40 fjarskiptabífreiðir verða
sendar inn á Suðurland eftir fyrir-
fram ákveðnu kerfi sem spanna á
allt Suðurland eftir ákveðnu neti allt
eftir ástandi samgönguleiða og eiga
þær að senda inn upplýsingar. Búiö
er að koma fyrir sérstöku neti af
VHF fjarskiptastöðvum á hluta af
Suðurlandi til að viöhalda sambandi
við byggöir í síma-rafmagnsbil-
unum.
Löggæsla og umferðarstjóm hefur
verið skipulögð á fyrirfram
ákveðnum vegamótum til að vernda
svæðið og tryggja forgang neyðar-
þjónustunnar að þeim samgöngu-
leiðum sem nothæfar kunna að
verða.
Aðstoð b jörgunar- og h jálparliðs er
fjórþætt og er framrás liðsins
skipulögö þannig að það streymir
eftir fyrirfram ákveðnum leiöum inn
á svæðið. Framrásarliðið dreifist
kerfisbundið i yfirferöinni og rennur
síðan saman í stærri sveitir eftir því
sem björgunarstarfið verður
afmarkaðra við erfiðari og seinvirk-
ari aögerðir. Björgunar- og hjálpar-
áætlunin gerir ráð fyrir forgangs-
sveit sem fer fyrir og bjargar í skjól
öllum vegalausum. I kjölfariö kemur
svo björgunarlið til aö bjarga úr
rústum, sjúkralið til fyrstu hjálpar á
slys-stað, flutnings slasaóra í fyrstu
hjálparstöðvar sem valdar hafa
veriö og síðan á sjúkrahús eftir
atvikum.
Til að takast á við þetta verkefni
hefur hlutverkum verið skipt milli
björgunar- og hjálparliös, Flug-
björgunarsveita, Hjálparsveita
skáta, Rauða kross og Slysavamafé-
lags Islands, af öllu Suður-, Vestur-
og Suöausturlandi, auk lögreglu,
slökkviliös og heilbrigðisþjónustu á
sömu svæðum.
Hundrað aðila með
margháttað
hlutverk
Á svipaðan hátt er fullbúin áætlun
um björgun búpenings, skýlingu
hans og um björgun og varðveislu
verðmæta.
Þegar litið er á áætlunina í heild
virðist hún mjög flókin og viðamikil,
enda hundruð aðila með margháttað
hlutverk tekin inn í myndina. I fram-
kvæmd eru hins vegar verkfyrirmæli
hverrar einingar stutt og mjög hnit-
miðuö þannig að framkvæmd hvers
hóps er einföld í áætluninni og fyllsta
samræmis gætt milli allra þátta,
verði henni beitt. Þegar hafa tvö af
björgunar- og hjálparfélögunuifi,
Landssamband Hjálparsveita skáta
og Rauöi kross Islands, hafið
markvissa skipulagningu á sínu
hlutverki innan heildarskipulagsins
vegna Suðurlandsskjálfta.