Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Page 5
DV. LAUGARDAGUR 5. MARS1983.
5
simli M,n Iriigialmum rru
mjog hættulegar i >kjalltalræöilegu lil-
liti. Þrgar bv lgjan rífuir \lir þær vritir
tengiálinan aöalbv ggingunni þaö mikiö
viðnáin aö hún nær ekki aö sveillast
(láta undán) nægilega til aö stamlast
áhrií bylgjunnar. Þrýstingur aöallngg-
ingarinnar á tengiálmuna veröur at
þeiin sökum svo inikill aö siðarnetnda
byggingin hrynur alla-jalna til griiiina
Þetta sýnir ínyndin greinilega.
Þaö er ekki aðeins ytri áferö húsa sem
ter illa í jaröskjálftum. Innbú ter allt a
hrextingu meö óf\rirsjáanlegum
aflciðingum. Myndin sýnir hvernig San
Fernandoskjálftinn i Kaliforníu 1971
lék símstöö svæðisins. Þar hrundi allt
sein hruniö gat, ef s-vo má segja.
.lárnbentar undir-
stiiötir storb\gg-
inga mega stn litils
í miklum jarö-
skjalftum. Þarna
sesl hvernig þ\ kk
steypustyrktarjárn
liafa gefiö sig und-
an efri þunga. Hus-
um, sem eru opin a
neöstu hæö en
Inggð þéttum ut-
véggjum a elri
hæöum, er hætt viö
alika afleiöiugum i
skjálfum. Margar
vérslunar- og skril-
stofubyggingar i
Keykjavík bera
þann byggingarstil.
M\ndin er tekin í
San Fernando-
skjalltanum.
Aætluð stærð og upptök jarðskjálfta á Suðurlandi frá aldamótunum 1700. Svartir deplar tákna upptök,
tölur í hringjum ártal skjálftans og áætlaða stærð hans. Myndin er gerð eftir gögnum frá Eysteini
Tryggvasyni 1973.
Hvað veldur Suður-
landsskjálfta?
Dreifing jaröskjálfta um jöröina er
afar misjöfn. Flestir skjólftar veröa
á tiltölulega vel a&nörkuðum,
mjóum beltum. Beltin tengjast
saman og mynda net skjálftabelta,
sem nær yfir allt yfirborö jaröarinn-
ar og skiptir því í misstór svæði eöa
fleka. Innan flekanna eru jarð-
skjálftar fátíðir. Þessi skilgreining á
jaröskorpuflekunum er ein af undir-
stööum flekakenningarinnar, en
samkvæmt henni hreyfast flekamir
um yfirborð jarðarinnar hver meö
tilliti til annars án þess aö breyta
vcrulega um lögun. Jarðskjálftar
veröa þar sem jaðrar mismunandi
fleka mætast á f lekaskilum.
Slík flekaskil liggja eftir endilöngu
Suðurlandsundirlendi og skipta Is-
landi raunar milli tveggja jarð-
skorpufleka. Vesturland fylgir
Noröur-Ameríkuflekanum sem nær
fróAtlandshafshryggnum vestur um
meginland Noröur-Ameríku allt til
stranda Kyrrahafsins. Austurland
fylgir hins vegar Evrasíuflekanum,
en á honum liggja meðal annars öll
Evrópa og Síbería.
Flekarnir sem mætast á Atlants-
hafshryggnum hafa tilhneigingu til
aö færast hvor frá öörum — í vestur
og austur — vegna suð-norðlægrar
stefnu hryggjarins. Þar sem fleka-
skilin liggja inn meö Reykjanes-
skaga tekur stefna hryggjarins hins
vegar vest-austlæga stefnu. Flekarn-
ir færast því ekki þar í sundur heldur
ganga á snið hvor viö annan, mynda
klippihreyfingu svonefnda. 1 jarð-
skorpunni undir Suöurlandi er þessi
hreyfing flekanna rík. Djúpt undir
Suðurlandi ganga þessi sniögengi
flekanna rólega fyrir sig, þar eð
bergið þar er þaö seigt — hitinn svo
mikill — aö mikil umbrot eiga sér
ekki stað. Uppi viö yfirborð skorp-
unnar eru f lekamir hins vegar kaldir
þar sem þeir hliðrast og núast
saman. Af þeim sökum safnast mikil
spenna upp við yfirborð jarðarinnar.
Þegar hún brestur hleypur skjálfti í
jaröskorpuna. (byggt á Náttúru
íslands, samkvæmtgreinSveinbjöms
’Bjömssonar og Páls Einarssonar).
ið. Hætta er á að þegar jarðskjálfta-
bylg jan dynur yfir muni veggir þess-
ara húsa gliðna og þak þeirra þar
meöfalla niöur.
2. Hús áföst tengiálmum. Þetta á
við um Landspitalann og ýmsar svo-
kallaöar U-blokkir. Þegar bylgjan
gengur yfir ná þessar byggingar
ekki að sveiflast nægilega vegna
fyrirstöðunnar sem tengiálman veit-
ir þeim. Þrýstingurinn á þessar tengi-
álmur verður það mikill að þær
springa mjög illa, skemmast eða
hrynja í versta falli.
3. Jarðskjálftasérfræðingar eru
mjög hræddir við þau verslunarhús
sem risið hafa á síðustu árum, þar
sem neðsta hæðin er mjög opin, en
efri hæöir meiri massi en undirstað-
an. Þessi hús má sjá víða í Reykja-
vík. Neðst í þeim em verslanir og
útveggimir em svo að segja
eingöngu úr gleri og nokkrum súlum.
Skrifstofuhúsnæði er oftast á efri
hæðunum og útveggir þeirra mun
sterkari. Hætta er á að neðsta hæð
þessara húsa gefi sig undan efri
þunga þegar hrínan gengur yfir.
4. Ýmsir gamlir reykháfar eru
ótryggir og nær óvíst að þeir standist
miklar jarðhræringar. Sveiflan af
völdum þeirra er meiri en styrkur
þessara strompa þolir. Afleiöingar
hruns þeirra geta orðið geigvænleg-
ar.
Vrtum aðeinsþað ertt
að hann dynur yfir...
Eins og orðin hér að ofan bera með
sér, eru afleiðingar og áhrif skjálfta
mjög háð líkum. Eðlilega er ekld vit-
að hvenær næsti Suðurlandsskjálfti
ríður yfir landiö, þeim mun minna er
vitað um hvar upptök hans verða,
hvað þá hugsanlegar afleiðingar og
áhrif. Við vitum aðeins það eitt að
stór jarðskjálfti dynur yfir Suður-
land einhvern tíma á næstunni.
Brýnast er að hver og einn geri sér
grein fyrir að afleiðingar hans geta
orðið hrikalegar. 1 framhaldi af því
er mikilvægt að fólk kynni sér hvern-
ig það á að bregðast við jarðskjálft-
um. Almannavarnir ríkisins eru
upplýsingaaöili í þeim efnum. Senni-
lega er allra brýnast að almenningur
sé vakandi fyrir því að það býr á
miklu jarðskjálftasvæði og þaö megi
vænta skjálfta innan tíðar og hegði
sér og sínum byggingum samkvæmt
því.
SER tók saman.
Spurningin
Ertu vakandi fyrir Suður-
landsskjálftanum og hugs-
anlegum afleiðingum hans?
Arnþór Ágústsson, útibússtjóri Kaup-
félagsins Þórs, Vegamótum:
Eg hef engar áhyggjur af honum.
Það hafa fyrr komið jarðskjálftar hér
svo þetta er ekkert nýtt. Það kom
skjálfti hér árið 1896 og þá hrundi
mikið af húsum. Fólk dó jú þá. En þá
voru torfbæir og eftir það var farið að
byggja timburhús. Mér er sagt aö
skjálftinn hafi verið þaö harður þá að
landið hafi gengiö í bylgjum, uppi í
Landsveit tU dæmis. Maður veit aldrei
hvað gerist en mér finnst ótrúlegt að
það verði mannskaðar. Verst þykir
mér aö f jölmiölar skuU vera aö blása
þetta út og hræða fólk með þessu.
Gnnndís Sigurðardóttir, Selfossi:
Já. Vissulega hefur maður hugsaö út
í það. Ekki held ég að ég sé smeyk.
Auðvitað má búast við tjóni. En ég
mundi halda að það yrði ekki mann-
tjón.
Henry Jacobsen mjólkurfræðingur,
Selfossi:
Eg held að svona dags daglega hugsi
menn ekki um þetta. Menn tala lítið
um þetta. Ég hef einstöku sinnum
hugleitt þetta og auövitað fylgist mað-
ur með því sem er skrifaö. En maöur
reynir að hugsa um eitthvað annað.
Guðmundur Eiriksson, verkstjóri í
Mjólkurbúi Flóamanna:
Ég hef engar áhyggjur af honum,
sannast að segja. Ég vil alla vega ekki
trúa því að hann komi. Það þýðir ekk-
ert að lifa hér í ótta. Þetta verður bara
aökomaíljós.
Þórarinn Slgmundsson, Glóru
Hraungerðishreppi:
Nei. Hef akkúrat engar áhyggjur af
honum. Hann kemur alla vega ekki í
dag. Mér er það nóg. Ég hef engar
áhyggjur af framtíðinni. Reyni að
hugsa bara um daginn í dag. Ég þarf
að lifa hann. Morgundagurinn kemur
en hvort skjálftinn komi hef ég ekki
hugmynd um. Það er svo jákvætt
hugarfarið hjá okkur héma á Suður-
landi að við höfum engar áhyggjur af
einu né neinu. Helst áhyggjur af því
sem þingmennirnir eru að gera. Maður
hefur samúð með þeim.