Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Page 7
DV. LAUGARDAGUR 5. MARS1983.
7
— stórbrotin
oghrikaleg
saga
Suðurlands-
skjálftanna
rakin
Þá hrundu öll býli
á Selfossi tilgrunna
Hlé varö nú á hörðum skjálftum níu
daga, en fimmta september um klukk-
an ellefu um kvöldiö hristist Suöur-
landsundirlendið enn af jarðskjálftum
og engu minni en í fyrri mánuði. Voru
þeir langharðastir um Skeið, Holt og
Flóa. Upptök fyrsta kippsins munu
hafa verið mjög nærri Selfossi. I Flóa
féll fjöldi bæja til grunna, en hinir
skemmdust flestir meira eða minna.
Mikið hrundi úr björgum úr austan-
verðu Ingólfsfjalli. Öll býli á Selfossi
hrundu og flýði fólk þaðan nakið úr
rúmum sínum út um glugga þegar
hvinurinn heyrðist og ósköpin dundu
yfir. Þó kom kippurinn svo fljótt að
tæplega var ráðrúm að hlaupa ofan úr
rúmunum. I þessari hviðu köfnuöu
hjón á Selfossi þegar súð lagðist yfir
rúm þeirra. Brúin á ölfusá skemmdist
mikið, atkerishleinar brustu, hliöar-
strengir losnuðu og stöpull undir tré-
brú, þar sem vegurinn lá frá brúnni að
sunnanverðu datt svo að trébrúin hékk
skökk og brotin.
Rúmri mínútu eftir þennan skjálfta
undir Selfossi varö annar mikill
skjálfti nærri Þjórsárbrú. Var hann
harðastur um neðri hluta Holta,
austanverðan Flóa og syðst á Skeiðum
og í Grímsnesi. Berg hrundi frá stöpl-
um Þjórsárbrúar, svo að eigi stóð
nema mjótt haft á stöplunum. Norð-
austur af gamla ferjustaðnum, Króki í
Holtum, varð mikið og all-skringilegt
jarðrask. Þar seig jarðvegstorfa um
tveggja metra þykk og heill hektari að
flatarmáli niður einnar til tveggja
gráðu halla. Torfan bögglaðist í öldur
og neöst vafðist jarðvegurinn upp líkt
og pönnukökur. Á Skeiðum opnuðust
stórar sprungur. Stærsta sprungan
gekk fram hjá Kálfhóli beint á mitt
Vörðufell upp Skeiðin þver. Hjá Kálf-
hóli var hún opin á nærri fjögurra kíló-
metra svæði, tveggja til þriggja feta
breiö með hyldjúpum pyttum.
Eftir þessa skjálfta fundust ótal
smákippir um allt jarðskjálftasvæðið,
og var Suðurlandsundirlendið á sí-
felldu ruggi og titringi. Klukkan tvö
um nóttina sjötta september kom loks
enn harður kippur og féllu þá tuttugu
og fjögrn- býli í ölfusi til grunna. Fólk
var þar allt undir berum himni (vegna
undanfarandi skjálfta og jarðtitrings)
og sakaði engan, en svo var skjálftinn
harður og snöggur aö varla hefði nokk-
urt undanfæri veriö ef fólk hefði verið í
húsum.
Tíunda september kom enn harður
kippur og gerði mestan skaða í Hraun-
gerðisprestakalli. Eftir þaö urðu
kippirnir smærri og fjöruðu út á nokkr-
um mánuðum — Sunnlendingum til
óblendinnar ánægju, því að fráleitt
hefur þeim þótt vistin góð í héruðum
sínum þennan ógnartíma sem
skjálftamir tóku haustiö 1896.
Síðasti Suðurlands-
skjálftinn — íbili — 1912
Ritaðar heimildir sýna að á Suður-
landi hafa orðið stórir skjálftar á
hverri öld síðan land byggðist og
jarðfræöilegar aðstæður benda til aö
svo verði enn um langa hríð. Spenna
safnast upp í bergi og losnar úr læðingi
þegar brotamarki er náð. Liði langur
tími milli skjálfta safnast meiri orka
fyrir og því er von á stærri skjálftum.
Meðaltími milli skjálfta hefur verið
um tuttugu ár, en nú eru áttatíu og sjö
ár liðin frá því landskjálftar gengu
yfir Suöurland 1896, en sjötíu og eitt ár
frá síðasta stóra skjálftanum 1912 sem
átti upptök sín austast í byggðinni næst
Heklu.
Hann mældist um sjö stig á Richters-
kvarða. Níu bæir hrundu til grunna af
hans völdum, eitt barn beið bana. Jörð
sprakk og gjár mynduðust, sem enn
má f inna við Galtalæk, Hóla, Haukadal
og vestan Selsunds.
Við skulum heyra hljóðið í þeim
mönnum sem lifðu þennan síðasta
Suðurlandsskjálfta (enn sem komið
er). Eyjólfur Guðmundsson að
Hvammi kvaöst hafa verið að borða
með sóknarpresti sínum, síra Ofeigi
Vigfússyni, þegar landskjálftinn hófst
miðaftan mánudagsins áttunda maí
1912.
Þá finnst honum eins og húsið
verði allt lifandi og það reisist á rönd.
Fyrst áttaði hann sig ekki á því, hvað
þetta væri. En þá byrjaði brakiö og
hristingurinn. Hann og Ofeigur stukku
þá upp til þess að hjálpa konum og
börnum. Gangan var þá torsótt um
húsið, eins og á skipi í stórsjó.
Móðir Eyjólfs var á níræðisaldri.
Hún var úti í fjósi, var að fara út úr
því. I sama bili sem hún steig út á
þröskuldinn, kastaðist hurðin á hana
af því að veggirnir innan við hurðina
voru aö hrynja saman. Hefði konan
verið fótmáli innar, er óhugsandi
annað en hún hefði beðiö bana.
Synir Eyjólfs voru inni í þröngri tótt,
hlaðinni úr torfi og grjóti. Þeim er ekki
ljóst, hvemig á því stóð, að þeir þutu
allt í einu út úr henni, finnst sem komiö
hafi að sér felmtur, og að þeir hafi á
því augnabliki ekki gert sér grein fyrir
við hvað þeir hafi orðið hræddir. I
sama bili, sem þeir stigu út úr tóttinni,
hrundi hún inn, og vafalítið hefðu þeir
beðið bana ef þeir hefðu ekki verið
komnir út.
Hrikalegt þótti að
horfa heim að bænum
Næfurholt heitir bær sem átakanleg-
astar sögur fóru af í þessum jarð-
skjálfta. Þar lenti ein sperran úr þaki
býlisins ofan á konu og barni, lærbraut
konuna, en rotaði bamið til bana.
Hrikalegt þótti aö horfa heim að
bænum að afloknum skjálftunum. Að-
komunni er lýst svo af manni er heim-
sótti Næfurholt daginn eftir ósköpin:
Bærinn (sem stendur fast upp undir
Bjólfsfelli og er sá bærinn sem lagt er
upp frá á Heklu) er allur í einum bing;
grjót, mold og timbur allt í einum
graut. Jörðin hefur sprungið sundur
undir miðri baðstofunni; sprungan
liggur inn undir rústimar og út undan
þeim, f rá austri til vesturs.
Ofan úr hömrunum hefur komið
b jarg mikið og staðnæmst á túninu rétt
ofan við bæinn. Það er átta til níu
faðma breitt og tvær mannhæðir á
hæð. Ægilegt er að sjá hvernig það
hefur vaðiö jörðina.
Á heimilinu era þrenn hjón: roskinn
maður með konu sinni og tveimur son-
um og tengdadætrum. Faðirinn var úti
á túni að troða ull í poka. Ung kona sat
þar hjá honum, döpur í bragði, sú er
misst hafði barnið. Auðheyrt var að
konunni var örðugt um frásögn. Ann-
ars töldu þau — faðirinn og tengda-
dóttirin — ekki undarlegt að slys hefði
viljaö til, heldur hitt, að nokkurt þeirra
skyldi hafa haldið lífi.
Suðurland er að
safna orku...
Eins og fyrr greinir eru sjötíu og eitt
ár liðiö frá síðasta stóra lands-
skjálftanum á Suðurlandi. Það er heil
mannsævi. Þessi kyrrð er fremur til
óþurftar að mati vísindamanna, og
kemur það einkum fram á tvennan
hátt: Hún skapar falska öryggiskennd
meöal íbúa svæðisins. Fólk sem ekki
finnur væga jaröskjálfta annað veifið,
hefur tilhneigingu til að gleyma land-
skjálftahættunni og er því verr undir
mikla jarðskjálfta búiö en ella.
Skjálftafæðin veldur því einnig aö
erfitt er aö beita skjálftafræðilegum
aðferðum til þess að kanna svæðið, svo
sem að ákvarða hvar mesta hættan sé
á verulegum skjálftum og hvemig þeir
muni haga sér.
Enginn vafi virðist leika á því að enn
er bergið undir Suöurlandi að safna
orku, sem losna mun í kröftugri
skjálftahrinu — og þeim mun kröftugri
eftir því sem lengra líður frá síöasta
skjálfta. Með nokkrum sanni má því
segja að tíminn vinni á móti okkur í
þessuefni. -SER tók saman.
Bær sem varð fyrir miklum
skemmdum í landskjálftan-
um 1896. Hann er síðasti stóri
skjálftinn sem riðið hefur yfir
Suðurlandsundirlendi. Talið
er að skjálftinn 1912 sé tengd-
ur honum og því einskonar
framhaldshrina hans.
afhverju?
*
*
*
*
*
*
Fjöðrunin er slaglöng og mjúk, og sjálfstæð
á öllum hjólum, sem gerir bílinn einstaklega
rásfastan og þýðan á slæmum vegum.
Mjög hátt er undir lægsta punkt og
mismunadrifiö er læst, þannig að hann er
óvenju duglegur í ófærð.
Þrautreynd, aflmikil 1971 cc. vél með hemi
sprengirými, meðaleyðsla aðeins 8.91 pr.
100 km.
Sæti og búnaður I sérflokki, þannig að
einstaklega vel fer um farþega og ökumann.
Peugeot bjóða einir bilaframleiðenda 6 ára
ryðvarnarábyrgð.
Sérlega hagstætt verð vegna
lágrar genglsskráningar franska
frankans.
HAFRAFELL
VAGNHÖFÐA 7° 85-2-11
Peugeot bjóða nú fyrstir allra á (slandi 6 ára ryðvarnar-
ábyrgð á allar gerðir bila sem þeir framleiða. Til að hindra
ryðmyndun þá fara bílarnir í gegnum 10 þrepa meðferð á
mismunandi framleiðslustigum