Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 8
8 DV. LAUG ARDAGUR 5 ■ MARS1983. lrHvaö eru mannasiðir? Það sem hjá menntuðum þjóðum er skilin sem kurteisi og háttprýði. Að visu eru þeir með ýmislegum hætti hjá þjóöunum, en þó er áreiðanlega margt sameigin- legt öllum prúðum mönnum meöal allraþjóða.” Svo segir í upphafi bókar einnar, er út kom árið 1920 undir nafninu Mannasiðir. Þar eru mönnum gefnar línur um, hvernig eigi að haga sér í siðaðra manna samfélagi. Það er Þorsteinn Gíslason, sem gefur bókina út, en Jón Jacobson skrifar. I eftirmála segir Jón: „Kver þetta er að efninu til nýlunda hérálandi. Mjög takmarkað rúm, vanmáttur minn og æfingarleysi íslenskunnar í þessum greinum, gerir kverið miklu ófullkomnara og óliprara en þurft hefði að vera, ef „básinn” hefði ekki veriö „markaður” og viðvaningur um fjallað. En öll frumsmíði stendur til bóta, og æskilegt væri, að góðfúsir, smekkvísir og fróöir lesendur vildu svo vel gera að senda útgefanda eða mér athugasemdir sínar, til notkunar síðar, ef bæklingurinn kynni að verða út gefinn aftur í bættri og aukinni mynd.” Ekki er bókin skáldverk Jóns, þvi að hann þýðir hana úr þýsku, aö vísu staöfærir hann bókina að einhverju leyti upp á Island og Islendinga - Það er gaman að fletta þessari bók, sumt finnst lesandanum hlægilegt, annað væri vel þess virði að taka til eftirbreytni. Við skulum grípa af handahófi hér og þar niður í Mannasiði. „Þótt náttúran sé lamin með lurk, leitar hún út um síðir." Bókin skiptist í þrettán kafla. Við stingum nefinu fyrst niður í kaflann um framkomu, þar sem lýst er, hvernig fara eigi með hárið. Og gefum Jóniorðiö: „Hreinlæti er hér sem víðar fyrir öllu. Þvoið yður rækilega um höfuðið, að minnsta kosti vikulega. Sumir óttast kælingu og hræðast því höfuð- þvott og líkamsþvott, en það er með öllu ástæðulaust. Fyrst skal rækilega borin sápa í höf- uðið, það þvegiö úr heitu vatni, síöan hreinþvegiö úr köldu vatni, vandlega þurrkaö og loks stökkt á það Kölnar- vatni úr dropaflösku. Um leið og vin- andinn í Kölnarvatninu gufar burt þornarháriöfyi r enella, .oghörundið volgnar svo fljótt, að ekki þarf að óttast kælingu. Vart mun sköllóttum körlum láandi, þótt þeir noti hárkollur, svo munu og ýmsir rosknir kulvísir menn bera þær fyrir hlýinda sakir, en tæplega verður það talin nauðsyn frá fegurðar sjónarmiöi. Allt öðru máli er að gegna um konur. Fagurt og mikið hár er eitt hið fegursta skart kvenna, og sköllótt mær eða kona er ömurleg sjón, svo ömurleg,aö þær eru í mannúöarinnar nafninæstum skyldar til að hylja skallann eöa hárlýjurnar fyrir meðbræðrum sínum og systrum með annarlegu hári. En hitt, að bæta fölsuðum fléttum inn í sæmilega mikið meöfætt hár, er að „bera í bakkafullan lækinn”; þess vegna óþarft, og gerir konu síst virðulegri, ef upp kemst. Aðf lita hár sitt er blátt áfram viðbjóðs- legt. Grá hár sóma sér jafn-vel sem hver annar litur og silfurhærur meira að segja oft afbragðsfagrar á aö líta. Aftur á móti er litað hár aldrei fagurt, liturinn kaldur og ónáttúrlegur. I stað þess að yngja manneskjuna upp, gerir það hana óeðlilega, enda sjást oft merki litunarinnar á húð og hári. Hér ber því sem oftar aö sama brunni. Menn eiga að vera, en ekki að sýnast, því að „þótt náttúran sé lamin með lurk, leitarhúnút um síöir”.” Um tennumar segir J ón: „Tannsjúkdómar hafa farið mjög í vöxt hér á landi á síðari áratugum, eftir því sem minna hefir orðið um harðfisk og annað harömeti, því að þær þola ekki fremur en annað „góða daga” og iðjuleysi. En þegar svo langt er komið, að þær em orönar alsýktar og ónýtar, þá eru falskar tennur nauð- synlegar bæði af heilbrigðilegum ástæðum og útlitsins vegna, því að bæði verða menn að geta tuggið fæðuna, og svo er innsoginn munnur aldrei fögur sjón, allra síst á ungu fólki.” Að forðast að vera sem á hjólum. . . . Um framgöngu segir Jón J acobson: „Þaö er ófögur sjón að sjá menn dragast um jörðina hálfbogna og því nær bæði ferhymda og ferfætta, meö því að þeir hafa enga hugmynd um, hvað þeir eiga að gera með höndum og fótum, að sjá menn vera að þvælast á milli stóla og vera einlægt að reka sig á, eöa húka á stólum en sitja ekki, vel ef þeir ekki nudda hnjákollana og róa sér. Framgangan sé eðlileg, menn séu beinir en ekki fattir, og liprir og mjúkir íframgöngu. Góðframganga gefur oft- lega álitlegri manneskju göfugt yfir- bragð, auk þess sem hún styrkir heilsu likamans. Menn mega ekki drúpa höfði sem aflóga húðarklárar, heldur skulu þeir bera sig frjálsmannlega, en eðlilega, svo sem manninum sæmir, „kórónu sköpunarverksins”. Menn verða að foröast, aö vera sem á hjólum, eða líta út sem danskennarar í námsstundum. Sönn prúðmennska hatar bæöi tildur og klunnaskap. Þó er — af tvennu illu — betra að vera stirður sem naut, sé það meöfætt, en óeölilegur api.” „Skelfilega skemmtilegt" eða „óttalega fallegt"! Því næst bendir sá sem bókina skrifar lesendum sínum á, hvernig siðaðir menn eigi að tala. Hann segir: „Orðskrípi og latmæli ber að forðast sem heitan eldinn, einnig að hrúga útlendum orðumeða orðatiltækjuminn í tal sitt. Það er og Ijótur vani, sem kaupstaðarfólki hættir sérstaklega viö, að fylla mál sitt dönskuslettum eða slettum úr öðrum tungum eða flytja þýðingu orða úr útlendu máli af sam- eiginlegum norrænum uppruna inn í móöurmálið (sbr. „sætur” í merk- ingunni söd); ennfremur eru hugsana- mótsetningar í lýsingaroröum var- hugaverðar í máli, svo sem „skelfilega skemmtilegt”, „óttalega fallegt” o.fl.” Að þessu loknu snýr Jón Jacobson sér að viðræðuefnum manna á meöal. Þar segir meðal annars: ,4 viðræðum kemur sér vel að vera sem víölesnastur og fjölfróöastur. Þeir, sem vilja bera af öðrum í viðræð- um og umgengni, ættu því að kynna sér sem best góð blöð og einkum fræðandi tímarit almenns efnis, með því aö á mannfundum ber margt á góma, sem gott er aö bera eitthvert skynbragð á, og „oft er sá í orðum nýtur, sem iðkar menntun kæra, en þursinn heimskur þegja hlýtur, sem þrjóskast við að læra,” og „forsiglaðir” munnar verða leiöinlegir, þegar til lengdar lætur. Taliö sem minnst um yður sjálfa, um þekkingu yðar og hæfileika. Segiö ekki allt of margar smásögur eða skrýtlur, þær krydda málið í svipinn, þegar þær eru hóflega notaðar, en veröa væmnar, eins og fyndnin, þegar hver fer aö reka aðra. Þrasgirni er hvimleiður kvilli. Sumir menn eru svo þrasgjarnir, að þeir eru drep í öllum fagnaði.” „Hafið munninn lokaðan, þegar þér eruð ekki að nota hann"! Hvað skal varast til þess að verða ekki ósiðaður talinn? spyr nú Jón Jacobson. Og svariö lætur ekki á sér standa: „Leggið ekki handleggina upp á borðin. Nuddið ekki höndum um hné. Róið ekki í sessi. Varist skellihlátur; kastið yður ekki aftur á bak með gal- opinn hlæjandi munninn og sláið ekki á lærin eða hnén. Forðist að hnerra hátt, því þá afskræmist andlitið. Hafið munninn lokaðan, þegar þér eruö ekki að nota hann. Notiö vasaklútinn gæti- lega, og snýtið yður ekki svo hrotta- lega, að við kveði Þórdunur. Taliö aldrei við nokkurn mann með vindilinn eða vindlinginn í munninum, né heldur undir borðum með munninn fullan.” Og enn spyr Jón: Hverjir kækir eru mönnum hvimleiðir? „Til dæmis sá, að rífa í þann, sem talað er við, að slá á heröar honum eða handlegg, eða lær, eöa taka í hnappana á fötum hans. Þá eru geispar og hikstar einnig óhæfir, og er betra að yfirgefa samkvæmi, ef mikil brögð verða að. Hræðilegt er að sjá menn fara að stanga úr tönnum sér eftir máltíð. Þá er einn ósiður skeggjaðra manna sá, aö vera einlægt að strjúka skeggið eöa rífa í það, og stara svo á hárin, sem losna, eins og tröll á heiö- ríkju. Þá er og leiður vani að láta lengi dekra sig til að syngja eða spila, áöur en menn loks fást til þess. Og þó er enn verra að geta svo aldrei hætt, þegar loksins hefur tekist að fá þá að hljóð- færinu, og hið sama er að segja um hverja aðra frammistöðu í félags- legum hóp. Matþerruna (serviettu) skal einungis nota til að þurrka sér um munninn, aldrei til að þurrka af sér svita eöa til annarra nota, sem vasa- klútnum eru ætlaðir. Tölum aldrei um, að vér séum í kófi, lööri, svitabaði eöa því um líkt, því að slíkt vekur óþægindi hjá öðrum. Ropar eru viðbjóðslegir, engin vöm í máli, að ekki sé hægt „að geraviðþeim”.” Menn skulu halda á hattinum, nema þeim hafi verið boðið að leggja hann frá sér! Þessu næst ræðir Jón Jacobson um Tímarnir breytast ag mennirnir meö Gluggað í tæplega sjötíu ára gamla bóh um mannasiði ii heimsóknir og heimboð og ýmislegt varðandi slíkt. Hann segir: „Nafnseðlar eru nauðsynlegir, þegar um heimsóknir er að ræða, því að oft getur fyrir komið, að sá, sem sóttur er heim, sé ekki viðstaddur. Nafnseðlar séu í meðallagi stórir, úr sterkum, hvítum, stinnum pappír. Þar á skal steinprentað eða á annan hátt letrað fornafn, nafn og titill. Mislitir, gljáandi nafnseðlar þykja nú ósmekk- legir. Best, að þeir séu lausir viö allt glingur, svo sem vopn, kórónur og rósaskraut kringum upphafsstafina. Allt slikt er ósmekklegt. Og sama er aö segja um titlana; þeir séu sem einfald- astir. Smekkleysi að fylla nafnseðla með löngu titlatogi og telja upp félög þau, sem menn eru meðlimir í, eða orður þær, sem menn bera.” Síðan víkur Jón talinu að því, hvemig skuli koma fram í heim- sóknum: „Menn taki fyrst af sér skóhlífar og yfirhafnir (konur einnig skóhlífar, og leggi frá sér votar regnhlífar og fari úr yfirhöfnum, þegar vont er veður), karlar gangi með hattinn í vinstri hendinni inn í móttökuherbergiö, heilsi síöan fyrst húsmóðurinni og því næst húsráöanda. Eftir þaö er boðið til sætis, setjist menn hispurslaust í þann sess, sem þeim er boðinn, með hattinn í hendinni, hafi þeim ekki veriö boöið að leggja hann frá sér. Konur haldi aö sjálfsögðu hönskum á höndum sér, hatti með blæju á höfðinu, en lyfti blæj- unni frá andlitinu. Komi nýir gestir skal staðið upp meö húsbónda og hús- freyju og ekki aftur sest niður fyrr en aö lokinni kynningu, nema manni sé aftur boðið til sætis. Verði dráttur á því, skal kveöja húsráðendur og halda af stað. Heimsókn skal ekki vara lengur en fjórðung stundar, nema menn séu nákunnugir í húsinu.” Óviðkunnanlegt að rétta konum hönd að fyrra bragði! „Handtakan er góður ag gamall

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.