Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Side 9
DV. LAUGARDAGUR 5. MARS1983. 9 Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmá/ar ,20% Allt niður útborgun og eftirstöðvar allt að 6mánuðum • FLÍSAR • HREINLÆTISTÆKI • • BLÖNDUNARTÆKI • BAÐHENGI • • BAÐTEPPI • BAOMOTTUR • MÁLNINGARVÖRUR • VERKFÆRI • • HARÐVIÐUR • SPÓNN • • SPÓNAPLÖTUR • GRINDARÉFNl • VÍÐARÞILJUR »7 • PARKETT • PANELL • EINANGRUN • ÞAKJÁRN '• ÞAKRENNUR • • SAUMUR • RÖR • FITTÍNGS O.FL., O.FL. 0 ID mánudaga — fimmtudaga kl. 8—18. Föstudaga kl. 8—19. Laugardaga 9—12. iTWi byggingatobubI Hrinabraut 120 — sími 28600 á Hringbraut 120 — sími 28600 (aðkeyrsla frá Sólvallagötu). IU enskur siöur. Þó þykir ekki viö eiga aö rétta konum hönd að fyrra bragði, en ef til vill hverfur sá siöur brátt meö vaxandi jafnrétti kvenna og hnignandi riddaraskap karla í þeirra garö. Hús- frúin mun venjulega rétta gestinum aö fyrra bragöi hönd sína og þar meö láta í ljós, aö hann sé velkominn. Eldri maður réttir yngri manni fyrr hönd, en rétti gömul kona ungum manni hönd sína, þá hafa ýmsir látiö sér skylt aö kyssa á hana. Þetta skal sagt einungis til athugunar, en ekki til eftirbreytni, því að innleiöa slfkt „kossaflens” hér á landi, mun vera hreinn óþarfi. Hvaö er fleira aö athuga viö framkomu í boðum? Gleym ekki að standa upp úr sæti, þegar konur koma inn í herbergiö. Varastu að sporöreisa stólinn, sem þú situr á. Vertu ekki sífellt aö líta á úriö, og geispa af þreytu eöa leiðindum. Vertu stuttoröur, þegar þú kveður, og bíö ekki lengi viö dymar áöur en þú kemst af staö. Þaö er ömur- legt aö heyra konur halda hrókaræöur í fordyrinu, áöur en þær hengslast af stað.” Engir skulu sækja dansleika, nema þeir sem LÆRT hafa að dansa! Að þessu loknu er rætt allnákvæm- lega um miödegisveröi, kvöldboð og dansleiki. Viö skulum grípa niður þar sem fjallað er um þaö síöastnefnda: „Hvaö eru kvennadansar? Þaö eru ýmist fastir (programm-) dansar eða innskots-dansar utan ráöningar og bjóða þá konur körlum í stutta dans- „túra”. Þeim boöum má aldrei neita. En ráölegt er konum aö nota þetta einkaleyfi í hófi. Þetta eru mikil hlunnindi, sem þær veita, og helst ætti aö skoða sem nokkurs konar kvittun frá þeirra hlið fyrir auösýnda hugul- semi og athygli í þeirra garö. En of mikill ákafi hjá konum aö ná í karla í slíka dansa getur vakiö ógeö hjá þeim eöa hlátur. Og þá ekki síst, þegar f jöldi , ,hjásetu”-kvenna gerir þeim aösúg. Athugulum mönnum liggja margar leiðir opnar til aö sýna af sér smá- greiöa og hugulsemi og ávinna sér þannig hylli og þakklæti kvenna á dansleikum. Þama er t.d. roskin kona, sem vantar stól, flýt þér aö sækja hann; önnur hefur misst herðaskýlu, en er oröin kulvís, gustuk að finna hana og færa henni; þriöja þarf einhverja hressing, rétt að útvega hana. Þessir smágreiðar em meö ýmsum hætti og óteljandi. Þá er ekki minnsta góðverkið aö taka þær, sem í hjásetu híma og „verma bekkinn”, upp á arma sína og veita þeim „einn snúning”. Hér er gert ráö fyrir, aö engir aðrir sæki meiri háttar dansboð eða dansleika en þeir, sem lært hafa aö dansa og reglur þær, sem dansinn snerta.” . . . að glápa á konur á götum er ósvinna mikil! Næsti kafli ber yfirskriftina Opinber framkoma. Og þar er spurt: Hvers ber þáaðgæta? „Varist fyrst og fremst allt stærilæti og sundurgerö í klæðaburöi og látæöi. Notið aldrei augnagler aö óþörfu. Gleraugu lýta fremur en prýöa, nema Glámsglyrnur sé aö hylja. Og aö rifa slík verkfæri upp úr vasanum til að glápa á konur á götum, er ósvinna mikil. Menn skulu vera athugulir um kveöjur á götu.. I Englandi er þaö siöur, að konur heilsa körlum að fyrra bragöi á götu. Þann sið ættum vér aö taka upp. Sú breyting kynni aö veröa til að mýkja hálsinn á sumum konum, sem eru hálsstirðar. Þaö er skylda karla aö vera jafnan götumegin, en tryggja konum gangstéttina. Konur og karlar mega því aöeins yröa hvort á annaö á götu, aö kunnug séu. Ekki skulu þau staldra meöan á viðtali stendur til að hefta ekki umferðina. Aö loknu viötali tekur karl ofan fyrir konu aö skilnaði. Ef kunnugir menn mætast er höfuðhneiging nægileg. Blístriö hvorki né raulið á götum úti, og étið ekki heldur ávexti.” . . . jafnvel dyggðin verður að vandyggð. . . Margt, margt fleira ræöir Jón Jacobson um í bók sinni, en viö skulum láta þetta nægja. Jón hefur þó orðið í lokin: „Þaö er eitt af einkennum mann- eölisins, hve gjamt því er til allra öfga, aö missa taumhald skynseminnar á til- finningum sínum, svo aö jafnvel dyggöin veröur aö vandyggð, þegar svo langt er komið að ræksla hennar kæfir niöur aörar dyggðir og gerir oss hiröulausa um aörar mannlegar skyldur. En með því aö kurteisi og háttprýði eru svamir óvinir allra öfga, þá er nauðsynlegt, aö menn temji sér þær frá barnæsku, því aö þær skapa jafn- vægi í sálu og fegurð í lífi.” Og víst er, að enginn verður verri, þótt hann tileinki sér örlítiö brot af Mannasiöum Jóns Jacobsonar. -KÞtóksaman. Þeir vekja athygli sem klæðast fötunum frá okkur. Við bjóðum jakkasett á aðeins kr. 2.445, stakar buxur á kr. 695, mittisjakkar á kr. 1.250, skyrtur á kr. 395 og skó á 640. Austurstr.uti 10 'sínii: 27211 Snorrabraut sími 13505 Hamraborg sími 46200 Miðvangi sími 53300 Glæsibæ sími 34350

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.