Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Qupperneq 13
12
DV. LAUGARDAGUR 5. MARS1983.
DV. LAUGARDAGUR 5. MARS1983.
13
mm 'e wJlí vM/ MWMMjMmRM/MM/MM/ Mm(
■
y-1 ? y' '
*mm% fcv;
®s? /a^ wr
1 ; ’ f
' y; l: ,;jí ,“■: ! //, ...
'U?\Jr :■.& ■•ú ■■ <■..>
Gamla höfnin þar sem þrœlaverslunin blómstraði alveg fram á 18., 19. öld.
„Ég rakst á gamlan mann hér á götir
um daginn og hann spuröi mig hvaö ég
væri að fást við núna. Ég sagði honum
að ég væri héma heima í stuttu leyfi,
en annars stjómaði ég hafnarfram-
k væmdum í Sómaliu. Sá gamli sló sér á
lær og sagði: Ja, hérna, ég man nú þá
tíð að erlendir verktakar vom fengnir
hingaö til lands til að stjóma, ef ein-
hverjar stórar framkvæmdir átti að
gera hérlendis, en nú era íslenskir
verktakar orðnir útflutningsvara hjá
okkur!”
Það er Olafur Gislason sem þetta
segir, verkfræöingur er starfar á veg-
um Istaks og E.Phil & Sön, dansks
verktakafyrirtækis, í Sómaliu. Og sá
gamli, sem vitnað er í hér aö framan,
hefur aldeilis lög að mæla. Til skamms
tíma, reyndar alveg fram yfir seinna
strið, þurfti að sækja allan tæknibúnaö
og verkmenningu til útlanda, en nú er
öldin önnur...
„Miklir möguleikar á
að hækka „lifistandardinn"
Sómalia liggur í Norðaustur-Afríku
rétt við miðbaug. Þar búa hátt í fimm
milljónir manna. Höfuðborgin heitir
Mogadishu og þar búa um sjö hundrað
þúsund manns. 1 Sómalíu er svokallað
temprað loftslag. Hitinn er um 30 til 32
stig að meðaltali á daginn en f er niður í
22—24 á nóttunni.
„Þama er alltaf hafgola,” segir
Ölafur, „og því verður eldtí heitara en
þetta þótt landið liggi rétt við miö-
baug. Og maður er fljótur að aölagast
þessu loftslagi, því ef ég kem út á
morgnana og hitinn er ekki „nema” 22
stig finnst mér bara ansi kalt! ”
Sómalir tala sómalísku en
læra bæði ensku og arabisku í skólum.
„Sómalir eru að eðlisfari afskaplega
vinsamlegt fólk,” heldur Olafur
áfram. „Þeir eru svo lausir við alla út-
lendingahræðslu. Þeir eru ekkert að
afsaka sig fyrir að vera til- Þetta er
stolt fólk. Það er hávaxið og ber sig
veL
Upphaflega eru þeir hirðingjar.
Flestir þeirra starfa við landbúnað, á
hiröingjavísu. Þeir ganga um meö
hjarðir sínar og eru sýknt og heilagt að
flytja sig um set. En Sómalía er vel
fallin til akuryrkju, auk þess eru rík
fiskimið skammt undan ströndum
landsins og því eru miklir möguleikar
fyrir þá að hækka „lifistandardinn”
með því að fara aö stunda þessar
atvinnugreinar. Það er mikill áhugi
bæði hjá Alþjóðabankanum og öðram
hjálparstofnunum að veita þeim
þróunaraðstoð tii þessa. En svo gagn-
gerar breytingar á atvinnuháttum
gerast ekki á einni nóttu. Þar þarf
minnst eina kynslóð til að breyta ein-
hverju þar um. Og eins og er, held ég,
að innfæddum þyki lítið spennandi að
fara allt í einu aö setjast aö á einum
staðoghætta flakkinu.”
— Er þá verið að reyna að breyta
lifnaðarháttum þeirra og „hækka lifi-
standardinn” án þeirra samþykkis?
„Nei, ekki er það nú. Það er mikill
áhugi hjá yfirvöldum á þessu og þetta
er jú það sem koma skal. Því ekki aö
nýta það sem til er? ”
„Lrfsgæðakapphlaupinu er
ekki fyrir að fara"
— Hvernig búa Sómalir?
„Flestir búa í leir- og strákofum,
þeir gera nú ekki meiri kröfur. Hins
vegar era þetta nægilega góð húsa-
kynni. Þarna er enginn regntími eða
annaö sem raskar náttúrunni. Annars
búa embættismenn og aðrir góöborg-
arar í steinsteyptum húsum.”
— Hvemig klæðast þeir?
„Þeir vef ja um sig slæðum. Konum-
ar eru vafðar frá öxlum og niður úr en
karlarnir frá mitti. Og svo eru þeir
berfættir í ilskóm.”
— Nú era Sómalir múhameðstrúar.
Eru þeir heittrúaðir?
„Nei, þeir eru ekki heittrúaðir. Ég
held þeir séu ósköp líkir okkur Islend-
ingum hvað það snertir, nema náttúr-
lega trúarbrögðin eru ólík. Þeir halda
ýmsar „tradisjónir” í heiðri, sem
okkur veitist erfitt að skil ja.’ ’
— Er mikil stéttaskipting rikjandi
þarna?
„Já, nokkur. Það er annars vegar
sárafátækur almúginn og hins vegar
fámenn borgarastétt, sem ekkert
skortir.”
—Hvað með skólagöngu?
„Nýlega var lögleidd skólaskylda í
Sómaliu og það virðist vera að valda
mikilli breytingu, einkum virðist hún
brúa bilið milli ríkra og fátækra.
Skólaskyldan hjá þeim jafnast á við
grunnskólann hér hjá okkur.”
rættmð fflof GíslémmmwmrlkfræMmg
§<B’m stiérmur intklum fmsmfo'væmdum í Sémulíu
‘í
m
* *
Mb l
■ ví
v mm.
wm
- - ;
i 1 ■»
Í I 1 I *
■
Unniö við grjótnám. Það eru Danir sem þarna eru með þeim innfæddu.
Drífa Þórarinsdóttir
og Inga Sif Ólafs-
dóttir, 7 og 8 ára
gamlar, fyrir utan
heimili Ólafs ásamt
starfsstúlku á heim-
ilinu. „Innfæddir
berja bumbur alveg
óspart og þá er bara
notað það sem
hendi er næst. Hór
erþað þvottabalil"
— Búa þeir við skort af einhverju
tagi?
„ Ja, það er skortur á vissum hlutum.
Þama era engar verslunarmiðstöðvar
eða slíkt og verslanir, sem ekki era
ýkja margar, era ekki merkilegar á
vestræna visu. Veitingahús era nokkur
en ekki fyrsta flokks, ef svo má segja,
enda er þetta land í uppbyggingu. Eg
held að viö Islendingar geram okkur
ekki grein fyrir því hvað við höfum það
gott. Þama er ekki lífsgæöakapphlaup-
inufyriraðfara.”
Sómalir una glaðir við sitt.
—Hver er aöalf æða þessa f ólks?
„Þeir borða mikið úlfaldakjöt og
geitakjöt. Þeir drekka ekki vegna
trúar sinnar, hins vegar tyggja þeir
rótina af jurt einni, sem „cat” er köll-
uð, en mér skilst aö þeir verði ekki
ýkja hátt uppi af því! ”
— Ekkert eiturlyfjavandamál?
„Nei, ekkertslíkt.”
— Hvað með þjófnaði eða gripdeild-
ir.Erþaðtil?
„Það er ekki algengt, reyndar mjög
óalgengt. Sómalir eru einstaklega
broshýrir og ánægðir að eðlisfari og
allir una glaðir við sitt. Þar er hægt að
ferðast einn að nóttu sem degi, hvar
sem er, án þess að verða fyrir áreitni.”
„íslendingar gætu kennt
Sómölum sitthvað
um fiskveiðar"
— Svo við snúum okkur að verkefni
þínuí Sómaliu...?
„Já, ég hef verið þarna í tvö ár og er
yfirmaður framkvæmdanna sem verið
er að vinna að. Þær eru í Mogadishu og
snúast um stækkun á aðalhöfninni.
Þessum framkvæmdum er nú að ljúka,
en við erum búnir að fá fleiri verkefni
til að fást við, bæði stækkun á vatns-
veitu fyrir borgina, svo og byggingu
verslunarmiðstöðvar. Svo ég býst viö
Dæmigerð götumynd úr miðbæ Mogadishu þar sem betriborgararbúa.
bankanum og dönsku þróunarstofnun-
innL Istak stendur ekki straum af nein-
um kostnaði, leggur aðeins til nokkra
starfsmenn. Það er starfssvið Istaks,
enda er ekkert því til fyrirstöðu að
flytja tæknikunnáttuna út, er það?”
— Hvernig búið þið í Sómalíu?
„Flestir okkar búa á lokuöum svæð-
um, í minni íbúðum. Aðrir búa í ein-
býlishúsum úti um borgina. Eg og fjöl-
skylda mín búum í einu slíku.”
— Hverig er með böm ykkar, ganga
þau í sómalíska skóla ?
„Nei, það væri ekki hægt. Það væri
svo framandi fyrir þau. Hins vegar eru
þau í sérstökum skólum. ”
— Umgangist þið mikið þá innfæddu
utanvinnutíma?
„Ekki er það nú mikið en eitthvað
þó. Þetta er svo allt önnur menning
sem þeir búa við og þeir halda sig
nokkuð út af fýrir sig.”
Ólafur Gíslason. Næstá myndinnimá sjá pramma þann sem notaður er tilað dýpka höfnina.
„Gæti ekki hugsað mér
að setjast að
í Sómalíu"
— Hvað stingur mest í augu Islend-
ings sem kemur til Sómalíu?
„Ætli það séu ekki bara lifnaðar-
hættirnir yfirleitt. Þeir eru svo allt
öðruvísi en við eigum að venjast. Fólk-
ið lifir svo einföldu lífi og kemst af með
svo miklu minna en við getum gert
okkur í hugarlund, en það stafar
kannski öðru fremur af því hversu
veðráttan er góð og stöðug.”
— Er eitthvað í fari þeirra eða
lifnaðarháttum, sem líkist okkur?
„Já, kannski. Þeir eiga nefnilega
mjög svipaðar „ljóðatradisjónir” og
við. Það þykir sjálfsögö kurteisi, ef
menn eru í boðum, að þakka fyrir sig á
eftir í bundnu máli! ”
— Gætirðu hugsað þér að setjast að
fy rir fullt og allt í Sómalíu?
„Ekki nema í stuttan tíma. Þótt
Sómalir séu myndarlegir, vel gefnir og
jákvæðir, þá er þjóöin svo f jarlæg okk-
ur, einkum hvað viökemur menningu
og trúarbrögðum. Þar rekumst við á
erfiðleika, sem erfitt eða kannski
ómögulegt er að yfirstíga,” sagði Ölaf-
urGíslason.
-KÞ
að verða þarna af og til í um tvö ár í
viðbót. Annars eru miklar vatnsveitu-
framkvæmdir í Sómalíu einmitt núna
og er það liöur í uppbyggingu landsins,
því eins og ég sagði áöan er veriö að
reyna að kenna Sómölum að nýta
auðlindir sínar með akuryrkju og fisk-
veiðum. Reyndar held ég að Islending-
ar gætu kennt Sómölum heilmikið
varðandi fiskveiðar. Hvaö varðar
verslunarmiðstöðina, þá veröur hún sú
fyrsta sinnar tegundar og meiningin er
aö Sómalir byggi hana sjálfir að
mestu. Hingað til hefur öll verslun
Sómalíu farið fram á „eins konar
bösuram”.”
— Hvernig stóð á því aö þú fórst til
starfa í Sómalíu?
, JVú, það á langan aðdraganda. Eftir
verkfræðinám hér í Háskólanum fór ég
til framhaldsnáms í Danmörku. Árið
1974 hóf ég svo störf hjá Istak, en þeir
hafa um nokkurt skeið starfað í nánu
samstarfi við Phil & Sön. Saman buðu
þessi fyrirtæki í stækkun á höfninni í
Þorlákshöfn og fengu verkið. Þeim
framkvæmdum lauk ’76 og þá var
hafist handa um aö bjóða í fleiri slík
verk víðs vegar um heim.
Eitt þessara verkefna var
höfnin í Mogadishu. ’ ’
— Þeir Islendingar sem störfuðu við
höfnina í Þorlákshöfn, eru þeir þarna
útilíka?
„Já, sumir þeirra. Viö erum sjö
Islendingar sem störfum í Sómalíu við
höfnina, auk þess eru fimm, sex
Englendingar, þrjátíu Danir og svo
starfa hjá okkur um 250 Sómalíumenn.
Þannig era um sex, sjö Sómalir í starfi
hjá okkur á móti hverjum einum
Vesturlandabúa. Þeir innfæddu eru
mjög námfúsir og eiga auðvelt með að
aölagast nútímatækni, enda eru flestir
tækjamenn og bílstjórar okkar Sómal-
ir.”
„Alþjóðabankinn og danska
þróunarstofnunin borga"
— Hver fjármagnar svo þessar
framkvæmdir?
„Þetta er fjármagnað af Alþjóða-
Innfædd stúlka.
Hún er dæmigerð
fyrir íbúa Sómalíu
hvað útlit varðar.
„Þetta er mjög
myndarlegt fólk,
laglegt og vel
vaxið."
O
SANTA PONSA
er sérlega fallegur
baðstrandabær og einn
allra eftirsóttasti
dvalarstaðurinn
á Mallorca. Þar er iðandi
mannlíf, fjöldi verslana
veitingastaða,
skemmtistaða og
frábærar baðstrendur.
PÁSKA-
FERÐ
30. MARS 2 VIKUR
VERÐ FRÁ KR. 11.700,-
JARDIN DEL SOL
MIMFOLIES
LUXUSVILLUR í
SÓLSKINSPARADÍS
Dvalið er í lúxusvillum (bungalows) eða ibúðum á einum fegursta og eftirsóttasta ferðamanna-
staðnum á Mallorca, Puerto de Andrtaitx.
í boði er gisting i glæsilegum villum og ibúðum.
VERÐTRYGGING:
Ef ferö er pöntuö og greidd aö fullu fyrir 15. mars 1983, fostum viö verö feröarinn-
ar miöað viö þann dag. Viö veitum 5% staögreiösluafslátt eöa greiðslukjör sam-
kvœmt nónari upplýsingum á skrifstofu okkar.
er stórglæsilegt nýtt
íbúðarhótel í Santa Ponsa,
sem var opnað i júlí 1982.
Allar íbúðir eru með svefn-
herbergi, rúmgóðri stofu,
baðherbergi, eldhúsi og
svölum sem snúa að sjó.
Glæsilegir veitingastaðir
og setustofur. Mjög góð
aðstaða til útivistar og sól-
baða, stór sundlaug og
Jardin del Sol stendur al-
veg við sjóinn.
MALLORCA - VERÐSKRÁ 1983
30,3 13/4 11/5 27/5 15/6,6/7 27/7,17/8,7/9
Páskaferð
2 vikur 4 vikur 17 dagar 19 dagar 22 dagar 22 dagar
MINI FOLIES
íbúð
1 svefnh. 4 í íbúd 11.700 11.700 11.900 15.200 15.400 15.500
3 í íbúd 12.200 12.200 12.900 16.900 16.800 17.100
2 í ibúd 12.800 12.800 13.900 18.500 18.900 19.100
Bungalow
1 svefnh. 4 í ibúd 13.900 13.900 13.900 16.200 16.700 16.900
3 í ibúð 14.600 14.600 14.600 17.200 17.600 17.800
2 i ibúð 16.200 16.200 16.200 18.700 19.200 19.700
JARDIN DELSOL
íbúð
1 svefnh.
4 í íbúð 13.900 13.900 13.900 16.200 16.700 16.900
3 í íbúð 14.600 14.600 14.600 17.200 17.600 17.800
2 í íbúð 16.200 16.200 16.200 18.700 19.200 19.700
Verö 15. januar 1983.
BARNAAFSLÁTTUR:
2-5 ára kr. 4.000,00, 6-11 ára kr. 3.000,00, 12-15
ára kr. 2.000,00.
Simi
28633.
Ferðaskrifstofan Laugavegi 66.