Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Page 15
DV. LAUGARDAGUR 5. MARS1983. 15 „Viö verðum aö kyssa hann, þá losnarhann úrálögunum. — Uss, svei, sagði Anna. Þá sagði ég, að hefðu prinsessumar verið eins heimskar og hún í gamla daga, þá væru skurðirnir nú fullir af prinsumíálögum. — En við erum nú ekki reglulegar prinsessur, sagöi Anna. — Við getum reynt, sagði ég. — Ef við kyssum hann báðar verður það ef til vill nægilegt. — Byrja þú þá, prinsessa Maríugull, sagði Anna og rétti froskinn til mín. Eg hélt honum í hendinni og skoðaöi hann, og þegar ég hugsaði um, að ég þyrfti að kyssa hann, fann ég einhver óþægindi í maganum. Eg gat það ekki. Þá datt mér nokkuö í hgu. — Heyrðu, Anna, sagði ég. — Ef þetta er froskur í álögum, þá á ég hann. — Hvað áttu viö með því? spurði hún. — Já, ef hann á að fá prinsessuna og hálft konungsríkið. En þá varö Anna reið. — Ef ég hjálpa þér til að kyssa hann, þá er hann alveg eins mín eign eins og þín, sagði hún. Lofum honum að velja sjálfum. Og þá ákváðum við, að prinsinn skyldi fá aö velja sjálfur hvort hann vildi heldur eiga prinsessu Maríugull eða prinsessu Gullstjörnu. misstirðu prinsinn okkar, sem var í álögum. — Það þarf víst reglulegar prin- sessur til þess að leysa prinsa úr álögum, sagði Anna.” (Lísa litla í Olátagarði, bls. 76-86). Hér felst hið kómíska í árekstrum raunveruleikans og draumaheims- ævintýrisins. Um leiö fær frásögnin okkur til að endurmeta ævintýrið, skilja enn betur ímugust prinsessunnar á froskinum og þá þraut sem hún hlaut í rauninni að ganga í gegnum. Hvernig líkaði froskinum? I ævintýrinu er prinsessan í aðalhlut- verki. Við fáum heldur lítið að vita um froskinn. Þetta hefur sumum þótt lítiö jafnrétti. Röhrich birtir í grein sinni dálitia sögu þar sem froskkóngurinn lýsir fyrstu kynnum sínum af ástinni. Sagan er í formi blaðaviðtals og er eftir Þjóðverjann H. G. Fischer- Tschöp. Sagan fer hér á eftir: Yðar hátign, hvernig var fyrsta ástarreynsla yðar? Hátignin: I æsku kvaldist ég af minnimáttarkennd. Eg var með útstæð augu, stóran munn og aö öllu leyti mjög lítilf jörlegur. Ég var afskaplega feiminn við kvenfólk. Yfirleitt fannst mér það fráleitt aö ég gæti átt neina framtíö fyrir mér. Það var aðeins í Og svo lokaði ég augunum og kyssti froskinn. — Hann er víst í grimmum álögum, sagði Anna, þegar hann breyttist ekki í prins. — Eg trúi varla, að það þýði að kyssa hann meira. — Ekkert bull, sagði ég. — Gjörðu svo vel, prinsessa Gullstjama. Og þá tók hún froskinn og kyssti hann oft. En það var svo mikið fum á henni, að hún missti froskinn í skurðinn, og hann hoppaöi burt eins og fætur toguðu. — Flónið þitt, sagði ég. — Þarna íþróttum sem ég skaraði fram úr öðrum. I köfun var ég á við ólympíu- meistara og í langstökki stóð mér enginn á sporði. En því miður, ég var ekki sú „týpa” sem konur sækja aö eins og mý að mykjuskán; vel á minnst, mýflugur!. . . . úr því þér minnistáþær... Hvemig kynntust þér ástkonu yðar? Hátiguin: I lystigaröi. Hún stóð við brunn. Fegursta vera í heimi. Þar hafði Amor hönd í bagga! Ég færði henni þennan grip sem hún missti og virtist henni svo hjartfólginn. Síðan ætlaði ég aö hoppa niöur í vatnið aftur. „ Þér eruð holdvotur,” sagði hún, „get ég ekki endurgoldið yður greiðann?” Eg gerðist svo djarfur aö biðja hana að bjóða mér heim til sín. Auðsjáanlega vorkenndi hún mér svona gegn- blautum. Svo hún féllst á þetta. Og heima hjá henni kynntust þér ástinni fyrst í reynd? Hátignin: Já. Við morgunverðinn, sem hún bauð mér, mætti mér ekkert annaö en ísköld kurteisi. Þar sem henni virtist mjög í mun að losna viö mig, lét ég til skarar skriöa strax eftir borðhaldið. Og hér kemur sjálfsagt sú æðislegasta svefnherbergissaga sem yður hefur nokkurn tíma borist til eyrna. Eg ýtti Friðriku inn í meyjar- skemmuna hennar — guð einn veit hvaðan ég fékk kjarkinn — reyndi að faöma hana og kyssa. I fyrstu var hún of hissa til aö streitast á móti, en hún jafnaði sig fljótt eftir skrekkinn. Hún hóf mig á loft — ég hef víst þegar tekiö fram að hún var allmiklu stærri en ég — og þeytti mér frá sér. Þvílík orka í ernum kvenmanni! Eg slengdist utan í vegginn og datt ringlaöur á legu- bekkinn. Eg var eins og lurkum laminn. En konur eru óútreiknan- iegar! Nú gerðist kraftaverkið. Friðrika hentist á mig og dró mig upp í rúmið til sín. Þetta var sú æsilegasta og erfiðasta nótt sem ég hef lifað; fyrst skellt í vegginn... þá i rúmið. I ástar- brímanum jusum við hvort annaö eldheitum atlotum. Hér, sjáið þér örið áeyranuámér? Ekki svo greinilega... Hátignin: Nú, þarna beit hún mig. Engin furða þó mér fyndist ég endur- fæddur. Eg var gjörbreyttur — stærri, fallegri. Meira að segja brytinn minn, Hinrik — þér kannist við hann — hann þekkti mig varla aftur. Eins og ég hefði haft hamskipti. Martröð minnar dapurlegu æsku var lokið. Við Friörika vorum þarna saman fram undir morgun. Leyfið þér nafnbirtingu? Hátignin: Ég veit ekki, var það tekiö fram í samningnum? Nokkur mörk til eða frá skipta okkur ekki máli, yðar hátign. Hátignin: Nú, það er ágætt, birtið þaö bara. Við þökkum yður fyrir þetta opin- skáa viðtal, herra froskkóngur'.” (Röhrich, bls. 178—179) Hér er ævintýrið komið niður á býsna hvunndagslegt svið. Við könnumst við ramma frásagnarinnar. Hann er tekinn úr ritum í líkingu við Sannar sögur o.fl. En gríniö felst auð- vitaö fyrst og fremst í hinum óvæntu endalokum, þegar viðmælandinn er fullkomlega afhjúpaður. Þá skiljum við líka fyrst til fulls fyrri vísbend- ingar um uppruna viðmælandans. 1 ræðu hans fólst nefnilega ýmislegt sem kom upp um froskeðlið í honum; sbr. köfunina, langstökkiö, útlitið og síðast en ekki sist: viðbrögðin þegar honum komu flugurnar í hug. Hér er ekkert minnst á álögin. Það er gert ráð fyrir að kóngsi hafi veriö og verði froskur. Hver trúir? Vantrúin á álögin og hamskiptin hefur oröið tilefni margrar skrýtl- unnar. Hér er eitt bandarískt afbrigði sem Röhrich birtir í grein sinni: „Einu sinni var sæt stelpa á gangi eftir götu, og hún heyrði einhvem segja, „Hæ, Froggí!” En þegar hún leit við sá hún engan, aðeins lítinn, gamlan frosk sitjandi á gangstéttinni. Svo að stelpan ætlaði að halda áfram- eftir götunni. Þá heyrði hún einhvem segja, „Halló, sæta!” En þegar hún leit við sá hún engan, aðeins þennan litla frosk. Svo að stelpan hélt áfram eftir götunni. Þá heyrði hún einhvem segja, „Ætlarðu aö gera eitthvað sérstakt í kvöld, beibí? ” En þegar hún leit við, sá hún engan, aöeins þennan litla, gamla frosk sitjandi á gangstéttinni. Sæta stelpan leit á litla gamla froskinn. „Ég er viss um að þaö varst ekki þú sem sagðir þetta,” sagði hún. „Jú, reyndar var það ég,” sagði froskurinn. „Ég er í rauninni laglegur ungur maður. En ég er froskur núna af því að gömul nom lagði það á mig.” Stelpan hugsaði sig um dálitla stund og sagöi svo, „Geturðu ekki gert eitt- hvað til að losna úr álögunum?” Froskurinn sagði að þaö væri aöeins ein leið og það væri ef ung stúlka leyfði honum að sofa á koddanum sínuiii heila nótt. Þetta fannst stelpunni það minnsta sem hún gæti gert þessum vesalingi til hjálpar. Svo að hún fór með litla gamla froskinn heim og setti hann á koddann sinn þegar hún háttaöi. Morguninn eftir kom pabbi stelp- unnar upp til aö vekja hana og sá þá laglegan ungan mann í rúminu hjá henni. Hún sagði pabba sínum frá litla gamla froskinum og álögum nomar- innar og hvernig þetta allt gerðist. En sá gamli trúði ekki sögunni frekar en þú!” (Röhrichbls.181) Um þessa skrýtlu og fleiri sambæri- legar segir Röhrich: „Þessar skrýtlur stytta ekki aðeins upprunalega ævintýrið og spinna upp nýjan endi; uppmnalega umhverfið er líka horfið. Hér er ekki lengur að finna neinn konung, prins eða prinsessu. Kynni frosksins og stúlkunnar hefjast á götunni. Froskurinn gengur formála- laust til verks, án nokkurra undan- genginna samskipta. Án nokkurra kynna af foreldrum stúlkunnar eða viðurkenningar þeirra stekkur froskurinn upp í rúmið og lætur leysast úr álögunum.” (Bls. 182) Hvað veldur? Hvað veldur því aö föðurvaldiö og ævintýraumhverfið er numið burt? — Ef til vill em hér að verki breyttar aðstæður. Ungar stúlkur búa nú al- mennt við meira frjálsræði en gerðist fyrr á öldum. En hér er líka verið að leika sér aö þeirri hugmynd að fyrr á tímum hafi feöur verið trúgjarnari en nú? Nú þýðir ekkert fyrir ungar laus- látar dætur aö bera einhverjar froska- sögur á borð fyrir f eður sína þó að slíkt hafi getað gengið í gamla daga! Þetta minnir á þá þjóðlegu íslensku hefð aö kenna böm ógiftra kvenna álfum, hefð sem breyttar aðstæður hafa gert út af viö. Ef til vill er kóngurinn hafður með í • hinni „uppmnalegu” gerð ævintýris- ins, einmitt til að svona skopstælingar geti ekki myndast. íslenskar skopstælingar Líklega hefur rithöfundurinn Auöur Haralds verið iðnust allra Islendinga í seinni tíð við að fletta ofan af ævintýr- um og skopstæla þau. Undirrituð minnist heldur nöturlegrar myndar sem hún dró upp af Þymirós hundrað ára (!) í blaðinu Samúel fyrir nokkmm árum. Og í .síðustu skáldsögu sinni skírskotar hún til froskkóngsins: „Manstu eftir þessu um prinsessuna sem hitti froskinn? Hún kyssti hann og hann breyttist í frosk? Síðan giftust þau og bjuggu við óendanlega hamingju til æviloka. Eg ætlaði að finna svona frosk. Ungan mann, ekki alveg fullgerðan, sem var að byrja að koma sér áfram í lífinu. Með mig við hlið sér átti hann síðan sigandi aö breytast í fullfrágeng- inn prins og ég yröi prinsessan.” „Þaö var bara það að froskurinn minn var prins þegar ég fann hann. Heildsali í jakkafötum sem átti ellefu hálstau til skiptanna og fokhelda íbúð.” (Hlustið þér á Mozart? Ævintýri fyrir rosknar vonsviknar konur og eldrimenn. Rvk. 1982, bls. 130-131) Hér er vonsvikin eiginkona og „bara” húsmóðir að lýsa reynslu sinni afhjónabandinu. Felst kannski hamingja konunnar í því að finna sér „frosk”? — Spyr sá sem ekkiveit. En á myndunum sem hér fylgja getiö þiö séö hvernig fer þegar froskur- inn breytist of hægt og sígandi „í full- frágenginn prins”. Helga Jónsdóttir. Bóka mark aðurínn 6 *h'k\ Góöar bækur Gamalt verö Bokamarkaöurinn HÚSGAGNAHÖLLINNI, ÁFTTÚNSHÖFÐA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.