Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Page 18
18
DV. LAUGARDAGUR 5. MARS1983.
Bækiir og bókasöfmn_______________________________XVII
Einveldi Leirárgarða-
prentsmiðju hafið
Guðsorðinu haldið
frá Hrappsey
Áöur hefur komiö fram, aö meö
stofnun prentsmiðjunnar í Hrappsey
hafi orðið þáttaskil i islenzkri bóka-
útgáfu, meö verulegum breytingum í
efnisvali miöaö við hinar einhæfu
útgáfur guösoröabóka á Hólum í
rúmar tvær aldir. Segja má þó, aö
þessi umskipti hafi ekki komið til að
yfirlögðu ráði eða áhuga aðstand-.
enda prentsmiðjunnar á að úthýsa
guðsorðinu. Þvert á móti var fullur
vilji fyrir hendi í þeim efnum,
einkum á síðari hluta starfstíma-
bilsins, þegar róðurinn tók að
þyngjast af ýmsum ástæðum, sem
flestar hafa verið nefndar. Má í því
sambandi geta ummæla Magnúsar
Ketilssonar um Hrappseyjarprent-
smiöju í endursögn Jóns Helga-
sonar: „Menn segja oft sem svo, að
prentsmiðja ætti eins að geta þrifist í
Hrappsey og á Hólum, en slikt er
miður gætilega talað. Alþýða er vön
orðin við guösorðiö frá Hólum, og
sumar bækur þaðan er meira að
segja lögboðiö að kaupa. En um
veraldlegar bækur er fólk enn sinnu-
lítið.”
Breyting með
nýjum eigendum
Aðeins örfáar guðsorðabækur voru
hins vegar prentaöar í Hrappsey,i
með sérstöku leyfi Hólastóls og
stiftamtmanns, þar sem Hólaprent-
smiðja hafði einkaleyfi tii prentunar
slikra rita. Er því augljóst, aö af
þessum sökum hefur Landsupp-
fræðingarfélagið talið miklu skipta
að fá fram leiðréttingu þeirra mála
fyrir Leirárgarðaprentsmiðju. Hefur
hún væntanlega verið auðfengin
þeim áhrifamönnum, sem hlut áttu
að máli, er jafnframt gátu bent á
hina ömurlegu stöðu Hólaprent-
smiðju um þessar mundir. Hins
vegar er ekki ólíklegt, að Magnús
Stephensen hafi þá þegar verið
farinn aö hafa áhuga á endurskoðun
ríkjandi trúarviðhorfa almennings,
er tilefni varö til mikils uppnáms og
síðar verður vikið að nánar.
Prentverkið verður
opinber eign
Ekki eru hér tök á að rekja hinar
flóknu ráðstafanir M.S. á Landsupp-
fræðingarfélaginu og hinar ýmsu
„stiftanir”, er þar komu við sögu, en
þeim lauk á þann veg, að í ágúst 1801
var prentverkið í Leirárgörðum
afhent til „opinberrar vísinda og
upplýsingarstiftunar fyrir Island”.
Vísast um þetta nánar í Prentlistar-
sögu Klemensar Jónssonar, bls. 95—
96. Svo virðist sem gefendur og jafn-
framt stjómvöld hafi litið svo á, að
með þessari „gjöf” hafi prentverkið
orðið almenningseign og því í raun
opinber stofnun, en lítið varð þess.
vart fyrr en löngu siðar. I raun mætti
frekar telja að Landsuppfræðingar-
félagið væri þá orðið sjálfseignar-
stofnun undir stjórn og handleiöslu
Magnúsar Stephensen, enda breytti
þessi ráðstöfun í engu hans stöðu frá
þvíeráöur var.
Staðan styrkist
Má jafnvel geta sér til, að hér hafi
aðeins verið um að ræöa framhald á
fyrra samkomulagi við stjórnvöld,
en félagið hafði með konungsbréfi í
júní árið áður (1800) fengið leyfi til
að nefnast hið konunglega Landsupp-
fræðingarfélag. Fylgdu því ýmis
hlunnindi s.s. endurgjaldslaus
flutningur á pappír til landsins og
trúlega fleira rekstrinum til
styrl tar. Þá má að nýju minna á að
nú var Hólaprentsmiðja hætt
störfum og því öll prentun og útgáfa
komin á eina hendi. Þegar hér er
komið hefur prentsmiðjan verið
starfrækt í nokkur ár eða frá árinu
1795, en það ár kom aðeins út em bók,
.^Sumargjöf handa börnum frá Guð-
mundi Jónssyni”, en hana hafði séra
G.J. á Staðarstað þýtt eftir þýzkri
bók, er Hannes biskup Finnsson
hafði látið honum í té. Hins vegar fer
vel á að þessu tilefni að geta annars
rits, sem fyrmefndur þýðandi
„Sumargjafar” tók saman og síðan
var gefið út af Hinu íslenzka bók-
menntafélagi, Kaupmannahöfn 1830.
Nefndist það ,,Safn af íslenzkum
orðkviðum, fommælum, heilræðum,
snilliyrðum, sannmælum og máls-
greinum, samlesið og í starfófsröð
sett af Guðmundi Jónssyni”. Er hér
um geysiáhugavert rit að ræða og
líklega að sama skapi sjaldgæft. Sem
vænta mátti er þess ítarlega getiö í
bók Bjama Vilhjálmssonar og
Oskars Halldórssonar, „Islenzkir
málshættir”, Rvík. 1966, og þar talið
„stærsta málsháttasafn íslenzkt,
sem út hefur verið gefið. Lætur
nærri, að tala „málsgreinanna”
nemi um 12000, en þess ber að gæta,
aö þar kennir margs, sem ekki telst
til málshátta.
Áhugaverð skrá
Verður nú fram haldið sem frá var
horfið varöandi Leirárgaröa bækur,
þótt aðeins séu hér tök á að geta
Böðvar Kvaran
nokkurra, væntanlega þeirra, er
kunnastar eru og mestur fengur í. Er
einnig rétt að geta, að enn hefur ekki
verið gefin út sérstök skrá yfir út-
gáfur þessa tímabils, sem því er
nokkuð erfiðara viðfangs áhuga-
mönnum, en þau er á undan eru
komin. Hinsvegar kemur fram í
heimildariti Einars G. Péturssonar
og Olafs F. Hjartar, „Islenzk bók-
fræði”, Rvík. 1981, sem áður hefur
verið getið, að Ölafur Pálmason
cand. mag., bókavörður við Lands-
bókasafn, hafi samið ritgerö um
þetta efni, ásamt vandaðri skrá, til
meistaraprófs í íslenzkum fræðum,
„Magnús Stephensen og bókmennta-
starfsemi hans”. Væri mikill fengur i-
að hún kæmi fyrir almenningssjónir
á sama hátt og hin mjög fróðlega
grein hans um Beitistaðaprent, er
síðarverðurgetið.
Kvöldvökurnar urðu
vinsælar
Árið 1796 kom út fyrri hluti af
Kvöldvökum Hannesar Finnssonar,
en síöari hlutinn kom út næsta ár,
1797. Nefndust þær raunar „Qvöld-
vökumar 1794”, og hlutu einna
mestar vinsældir alls þess, er út var
gefið á þessu tímabili. Var efnið hið
fjölbreytilegasta, ólíkt flestu er al-
menningi hafði áður staðið til boða
og þannig framreitt, að hver kafli
var hæfilegur til kvöldlesturs. Er
taliö, að rit þessi hafi verið ein hin
áhrífarikustu til framgangs upplýs-
ingarstefnunni hér á landi, enda H.F.
í hópi helztu fylgismanna hennar.
Kvöldvökurnar voru að nýju gefnar
út í Reykjavík 1848, en þá án formála
höfundar. Hann var hins vegar
endurprentaður í Kaupmannahöfn
1853 og virðist sjaldgæfur þar sem
hann vantar oft er 2. útg. er boðin til
sölu.
Þá kom fyrsta Lögþingabókin út í
Leirárgörðum árið 1796, fýrir árið
1795, en alls uröu þær sex, hin síðasta
árið 1800, er Alþingi var lagt niður
um sinn. Er það var að nýju endur-
reist árið 1845 voru gefin út „Tíðindi
frá Alþingi Islendinga” og koma arf-
takar þeirra, Alþingistíðindin, út
enn.
Minnisverð tíðindi
Þetta sama ár hófst útgáfa á
Minnisverðum tíöindum, sem er
fyrsta tímaritið prentaö hér á landi á
íslenzku, en hið þriöja í rööinni frá
upphafi, á eftir Islandske Maaneds-
Tidender og Lærdómslistafélags
ritum. Eru þá Alþingisbækumar
ekki með taldar, sem fyrst vora
prentaðar í Skálholti 1696 og ýmsir
telja til tímarita. Var einn þeirra
Halldór Hermannsson, sbr.
Islandica, Vol. XI, „The periodical
literature of Iceland down to the year
1874”, Ithaca N. Y., 1918, bls. 4—6.
Um þetta efni verður hins vegar ekki
frekar rætt að sinni. Fyrmefnd
Minnisverð tíðindi komu út í þrem
bindum aö langmestum hluta
erlendar fréttir og frásagnir, en þó
er þar ýmislegt annaö áhugavert af
innlendum vettvangi, sem hér eru
ekki tök á að greina frekar frá. Talið
er aö Magnús Stephensen hafi tekið
saman mestan hluta tíðindanna, þó
einkum í upphafi, en síðar hafi
Stefán bróðir hans og Finnur
Magnússon lagt til drjúgan hluta af
efniþeirra.
Síðari tímaritin
hljóta daufari
undirtektir
„Skemmtileg Vina-Gleöi í fróð-
legum samræðum og ljóðmælum
leidd í ljós af MJS. „1797. Á titilblaði
er rit þetta talið I. bindi og því fyrir-
hugað framhald þess. Það hlaut hins
vegar daufar undirtektir almenn-
ings, og ekki framhald á útgáfunni.
Svipuðu máli gegndi um síðasta
Leirárgarðatímaritið, er nefndist
„Margvíslegt gaman og alvara í
safni smárita og kvæða ýmislegra
höfunda”, útgefið af Magnúsi
Stephensen, 1798. Náði það þó nokkru
meiri vinsældum en „Vinagleðin”,
enda hógværara í boðskap sínum
fyrir breyttum tímum í anda upplýs-
ingarstefnunnar. Geta má hér, aðll.
hefti rits þessa kom út aö Beiti-
stöðum20árumsíðar, 1818.
Kappsamur fræðari
17. bindi ritflokksins „Saga Islend-
inga”, sem Þorkell Jóhannesson
hefur samið um tímabilið 1770—1830,
upplýsingaröld, gerir hann grein
fyrir þeirri viðleitni Magnúsar
Stephensen, sem fyrr var nefnd og
fram kemur í tveim síöastnefndum
tímaritum og segir: „Hér reyndi
hann að opna ný sjónarsvið fyrir
íslenzkum lesendum, kynna þeim
helztu atriði ýmissa almennra
fræða, eftir beztu fyrirmyndum
fræðslustefnunnar, skáldskap, sögu
og háttu erlendra þjóða, er verða
mætti til fróðleiks og eftirbreytni.
En hér var jafnframt allfast
þjarmað að afturhaldi og vanadeyfð,
hjátrú og vanþekkingu manna, sem
ekkert nýtt og gagnlegt vildu þýðast,
en þjösnuðust og þumbuðust áfram í
fornaldarmyrkri og fáfræði. Fór
Magnúsi hér líkt hinum f ornu kristni-
boðum, sem þoldu lítt mótþróa
heiðingjanna og beittu höröu, er eigi
vannst með blíöu. En slíkt geðjaðist
mönnum misjafnt, svo sem vænta
mátti.” Hér er í stuttu máli gerð
glögg grein fyrir einu af höfuðáhuga-
málum M.S., en jafnframt bent á, að
hið mikla kapp hans var ekki ávallt
rétta leiðin tU árangurs, sem kom æ
betur í ljós eftir því sem tímar liðu.
Verður nánarkomið að því síðar.
Böðvar Kvaran.
SHittiííierl
% i i» t n í» i
ftá 9í$>4fi 1795
ttí S3ot=b<ig« 1798.
2( f a m c
% 9 r i p i
um fœc nf)juftu
fr0nfí«;©tjónt«fbiItíngav.
© f r á f«tt
flf
1T7 0 g n ú f i ©tepbenfeit,
tegmanni t Díottmr* 09 93eftur»£íi<i&oHm
---- 1 mtC O* »*C= ---
l ®inDú
í,eítótg0j:Dum díD fimá, 1796**798.
3>rentub ab tilf;lutun ené 2>éUnD(Fö íönDé*Uppa
frœDtngac á fojtnab S3jecn$
® ottffáifófonac,
flf ©ófpr^cfiara @. 3. ©c^agfjorb.
Titilsiöa 1. bindis „Minnisverðra tíðinda", er jafnframt var fyrsta timarit prentað hér á iandi á isienzku.