Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Síða 19
DV. LAUGARDAGUR5.MARS1983. 19 Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir 37 NYNDIR A 9 DÖGIM — huglefðing'ar um iiÝafstaöna k\ ikmyndaliátid Þá er lokið fimmtu alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Þessi kvikmyndahátíð er oröin árlegur viðburöur og hefur hlotiö mjög góöar viðtökur hjá hinum al- menna borgara. Sýningar hafa verið einstaklega vel sóttar og fjöldi mynda hlotið mikið umtal manna á milli enda margar hverjar fjallað um umdeilt efni. Kvikmyndahátíöin hefur einnig haft veg og vanda af heimsóknum leikstjóra og kvik- myndagerðarmanna til að veita landanum innsýn í hugsanagang og viðhorf þeirra sem eru að gera kvik- myndir í öðrum heimshlutum. Var þessi stefna mörkuð 1978 þegar fyrsta kvikmyndahátíðin bauð Wim Wenders hingað til lands þegar hátíöin var opnuð með mynd hans Ameríski vinurinn. I þetta sinn voru sýndar 32 myndir frá 17 löndum ef undanþegnar eru íslensku myndirnar sem voru 5 aö tölu. Sýningargestir reyndust tæp- lega 20 þúsund í þá rúmu viku sem hátíðin stóð yfir, eða aö meðaltali rúmlega 500 manns á mynd. Þess ber þó að gæta að myndimar voru sýndar mismunandi oft en þær myndir sem hlutu besta aðsókn og voru oftast sýndar voru þýsku mynd- irnar Blóðbönd eða þýsku systurnar eftir Margaretha von Trotta, Þýskaland, náföla móðir eftir Helma Sanders-Brahms og svo spænska myndin Ljúfar stundir eftir Carlos Saura. Sitt sýnist hverjum Eins og gefur aö skilja voru mis- munandi skoöanir uppi um ágæti myndanna sem sýndar voru. Þá ber að hafa í huga að aðeins um einn fimmti hluti myndanna haföi hlotið viðurkenningu eöa verðlaun á kvik- myndahátíðum. Flestar myndanna höfðu þó verið sýndar á kvikmynda- hátíðum víða um heim en þaö tryggir þó ekki gæði myndanna eins og best kom í ljós með frönsku myndina Varfærin úttekt á ofbeldi eftir Gérard Guérin sem var með afbrigð- um leiðinleg. I sýningarskrá var þess sérstaklega getið að hún hafði verið sýnd í Cannes 1982. Aftur á móti var virðingarvert framtak að fá til sýningar báðar myndirnar sem deildu gullpálmanum í Cannes 1982, en þau verðlaun eru talin meö þeim eftirsóttari sem veitt eru á kvik- myndahátíðum. Voru þetta mynd- irnar Missing sem sýnd var aðeins einn dag í Laugarásbíói og svo hin stórbrotna mynd Leiðin eftir tyrkneska leikstjórann Serif Goren. Einnig var sýnd myndin Fitzcarr- aldo eftir Werner Herzog sem hlaut verðlaun í Cannes sem besti leik- stjórinn. Þó verður að teljast hæpið að sýna hér á landi þýska kvikmynd sem er án nokkurs skýringartexta og því sýnd í frumgerð sinni með þýsku tali. Voru það ófáir sem töldu sig hafa farið á mis við það sem leik- stjórinn var að reyna að tjá sig um vegna vankunnáttu sinnar í þýsku. Þungur andi yfir myndunum I heild sinni hvíldi þungur andi yfir flestum myndunum. Oft var um að ræða harmsögur eða harmleiki eins og í Leiðin og báöum þýsku mynd- unum Vitfirrt og Blóðbönd, eða þá að ofbeldið sat í fyrirrúmi eins og ber- lega kom í ljós í hinni umdeildu og sérstöku mynd Haldin illum anda. Það véuitaði fleiri myndir með léttari tóni eins og t.d. Carlos Saura myndina Ljúfar stundir eða jafnvel bandarísku myndina Brot. Þegar svona margar myndir eru sýndar á jafnfáum dögum þá er það niður- drepandi fyrir þá sem sáu fleiri en eina mynd á hátíðinni aö ganga dag eftir dag út úr kvikmyndahúsinu sorgmæddir í lund. Þetta gildir þó ekki einvörðungu um þessa íslensku alþjóðlegu kvikmyndahátíð því kvik- myndahátiöir í heild vilja falla of oft í þá gryfju að einbeita sér að „vanda- málamyndum” á kostnað mynda með ekki eins alvarlegan bakgrunn. Kvikmyndir geta haft boðskap og haft listrænt gildi án þess að valda kvikmyndahúsagestum of miklu hugarangri að sýningu lokinni. Eins og áður kom fram þá voru sýndar myndir frá 17 löndum á hátíðinni. Er það vel og gefur fólki hugmynd um ólíka menningu og við- horf, oft á tíðum fjarlægra þjóða, sem endurspeglast í þessum myndum. En eins og svo oft áöur er valið erfitt. Undirritaður saknaöi t.d. mynda frá því landi sem framleiðir líklega flestar kvikmyndir árlega en það er Indland. Indverskar myndir eru aufúsugestir á flestum kvik- myndahátíöum enda eiga Indverjar marga frábæra kvikmyndagerðar- menn eins og Shyam Benegal og Mrinal Sen svo einhverjir séu nefnir. Einnig hefði að ósekju mátt lauma inn mynd frá Japan en oft á tíðum eru myndir þaðan mjög myndrænar ■ og sérstæðar að uppbyggingu. Er breytinga þörf? Allt frá 1978 hefur uppbygging kvikmyndahátíðar verið mjög lík í sniöum. I upphafi var ætlunin að halda hana á tveggja ára fresti og var því engin kvikmyndahátíð 1979 en frá 1980 var þessu breytt og er þessi alþjóðlega kvikmyndahátíð því orðin árlegur viðburður. Það hefur ávallt verið stefna skipuleggjenda hátíðarinnar að sýna mikinn fjölda mynda á þeim 8—14 dögum sem hátíðin stendur yfir. Þegar úrvalið er svona mikiö verða þeir sem hafa áhuga á að s já fleiri en eina eða tvær myndir að stunda kvikmyndahátíð- ina æði stíft. Því mætti taka til athug- unar hvort ekki væri æskilegt að dreifa myndunum yfir lengri tíma eða hreint og beint að draga úr f jölda þeirra og reyna að einbeita sér að sýna eingöngu myndir sem hafa unnið til verðlauna á erlendum kvik- myndahátíðum. Ef þessir kostir eru athugaðir nánar þá eru ýmsir þættir sem styðja þá hugmynd að fækka þeim myndum sem sýndar eru árlega. Sá veigamesti er að kvikmyndahátíðin hefur aö nokkru leyti kippt fótunum undan þeim aöilum sem reynt hafa um árabil að halda uppi sýningum á listrænum kvikmyndum frá öðrum löndum en viö erum vön að sjá í hinum almennu kvikmyndahúsum borgarinnar. Háskólabíó hefur neyðst til aö leggja niður ,,mánu- dagsmyndasýningar” sínar m.a. vegna þess að listahátið hefur tryggt sér til sýningar flestar athyglisverð- ustu myndimar sem því stóðu til boöa og þær myndir sem búast mátti við að gæfu bestu aðsóknina og gætu því staðið undir öðrum litt þekktari myndum sem einnig voru teknartil sýningar. Fjalakötturinn fallinn Hinn aðilinn sem líklega hefur oðið aö vissu marki fyrir barðinu á myndaúrvali kvikmyndahátíðar er Fjalakötturinn sem nýlega lagði upp laupana og er því hættur starfsemi sinni vegna lélegrar aðsóknar og lítils áhuga. Líkt og með „mánu- dagsmyndir” Háskólabíós þá tók kvikmyndahátíðin til sín margar skrautfjaðrir kvikmyndaklúbbsins þ.e. þær myndir sem hefðu átt að laða fólk að klúbbnum. Það er staöreynd að það em ekki svo margar nýjar verðlaunamyndir sem þessum aðilum standa til boða árlega, að allir geti boðiö upp á bita- stæða dagskrá. Eflaust eru fjölmargar aörar ástæður sem hafa stuðlað að falli Fjalakattarins og að niðurfellingu ,,mánudagsmynda” Háskólabíós. Má þar nefna myndbandaæöið sem hefur komiö illilega niður á aðsókn- inni að kvikmyndahúsunum. Þaö er hins vegar ljóst aö kvikmyndahátíð- in varð hreinn keppinautur þessara aðila og eins og nú hefur komið í ljós þá var ekki fjárhagsgrundvöllur fyrir rekstri þeirra allra. Kvikmyndahátíðin hefur alla tíö verið mjög vel sótt og ætla má aö sá gmnnur og brautryðjendastarf sem Fjalakötturinn og Háskólabíó lögðu með sýningum sínum á listrænum myndum hafi skilað sér vel. Hins vegar er athyglisvert atriði að kvik- myndahátíöinni hefur tekist mun betur aö virkja og vekja áhuga hins almenna borgara á listrænum kvik- myndum en framgreindum aðilum. Það er töluverður hópur fólks sem fer örsjaldan í kvikmyndahús nema þegar k /ikmyndahátíðin stendur yfir og hefur ekki áhuga á eða skortir framtak til að stunda sýningar á sams konar myndum sem aðrir aöilar bjóða og hafa boðið upp á. Kvikmyndahátíðin hefur hlotið það mikla kynningu í blööum, út- varpi og sjónvarpi aö þetta fólk slær til og skellir sér á hátíðina til að geta orðið viðræðuhæft um ágæti mynd- anna sem sýndar voru. Hvort sem þetta er rétt skýring eða ekki þá hefur kvikmyndahátíðin skilaö mjög vel hlutverki sínu með því að ná til hins aimenna borgara sem hingað til hefur frekar kosið að sitja heima og horfa á sjónvarpið eða myndböndin sin. Erlendir gestir Eins og áður hefur komiö fram hefur listahátíð fengið árlega erlenda gesti til að vera viðstadda sýningar mynda sinna. Að lokinni sýningu hafa þeir yfirleitt veriö fúsir til að svara fyrirspurnum en því miður hefur oftast verið lítill tími til stefnu þannig að þegar umræður voru rétt famar af stað þá var komið að næstu sýningu. Einnig hafa yfirleitt örfáir aðilar tekið þátt í þessum umræðum. Með rýmri tíma og betri skipulagningu mætti virkja betur þekkingu þessa kvikmynda- gerðarfólks, íslenskum starfs- bræðrum og öðmm áhugamönnum um kvikmyndagerð til góðs. Kvikmyndahátíðin er búin að vinna sér fastan sess á ári hverju í íslensku menningarlífi. Það er að komast hefð á starfsemi hennar sem oft getur sljóvgað mat þeirra sem að henni standa. Kvikmyndahátíðin á og verður að vera framsækin og ekki aöeins að sýna verk þekktra leikstjóra eða myndir sem hafa verið sýndar víða á kvikmynda- hátíðum. Hún á einnig að sýna myndir eftir unga og framsækna kvikmyndagerðarmenn sem endur- spegla nýja strauma og hugmyndir i greininni. Það er enginn algildur gæðastimpill að viðkomandi mynd hafi verið sýnd á hinni eða þessari kvikmyndahátíð. Það sem gildir er að myndin sé góö, hafi boðskap og sé stefnumarkandi á sinu sviði. Einnig væri gaman að íslenskar myndir yrðu frumsýndar á hátiðinni því nú eru framleiddar það margar myndir hér á landi að það er grundvöllur fyrir því. En á meðan hinn almenni borgari sýnir kvikmyndahátiðinni jafn- mikinn áhuga og raun ber vitni þá er tilganginum náð. Hins vegar má alltaf breyta og bæta hátíðina og með það í huga voru framangreindar athugasemdir og hugleiðingar ritað- ar. BH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.