Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Síða 22
22 DV. LAUGARDAGUR 5, MARS1983. Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur 46. þáttur Stúlka nokkur í Hnífsdal, R.A.I. (hún kýs, að ég birti ekki fullt nafn sitt), skrifar þættinum og segir, að botn sinn, sem hún sendir sé frum- burður sinn í botnagerö. Sannleikurinn er líka sá, að ég verð að breyta fyrriparti mínum nokkuö, svo að botn hennar standist kröfur bragfræðinnar. Aörir geta svo botnaö fyrripartinn í þeirri gerð, sem hann nú birtist. En vísan verður svona með botni R.A.I.: Framagosar hefjast hátt, hinu og þessu tjalda. Kosningar nú byrja brátt, berjast menn til valda. En þótt R.Á.I. hafi orðiö það á að hyggja ekki nægilega að endarími annarrar og fjórðu braglínu, þá hvet ég hana til þess að gefast ekki upp, aðeins gæta sín betur. Eg birti nafn „Dáur” á sínum tíma, þrátt fyrir aö hún segði, að vísumar, sem komu upp um hið rétta nafn hennar, væru aðeins ætlaðar mér. Eg lofaði aldrei að birta þær ekki, svo að kyni þess. H.J.V. segir við hæfi, að seinni parturinn sé málfræðilega rangur eins og fyrriparturinn og hann botnar: Ekki er tídarandskotinn yfrid blíður núna. Skúla býður „bragsnilldinn ” bögu íðilsnúna. Ég held nú, að H. J.V. hefði fremur átt að finna fyrriparti mínum það til foráttu, aö þar er blóts- yrði en að hann sé málfræðilega rangur. Og H.J.V. botnar, þótt hann segi, að fyrri- parturinn sé heldur ekki gallalaus: Ekki’er fjandinn iðjulaus, oft það sannazt hefur. Þótt ’ann ,,sitji og hengi haus” hug að flestu gefur. H.J.V. yrkir um þingmann, sem „hljóp á milli flokka”: Viknar óður, myrkvast mold, mettar fáa gaufið. Bliknar gróður, fölnar fold, fýkur smáa laufið. Og „Jarlinn” nefnir þessa vísu „Vetrar- hroll”: Kvíðinn œrir leiða lund, lokast fœri bjartri sýn. Fýkur snœr um freðna grund, fölskva slœr á mjallar lín. „Flest brennur upp, öskuhrúgan ein minnir á þaðsem var,” segir „Jarlinn”: Burt af veikum brunakveik blœrinn feykir sálarrónni. Yfir bleikan lofnar leik leggur reyk frá öskustónni. Kjartan Sigurjónsson, skólastjóri á Isafirði botnar: Friöriki Jónssyni. Þá segir Jón, að Egill Jónas- son á Húsavík hafi dvalizt langdvölum á Helga- stööum meö foreldrum sínum og telji Egill full- víst, aö vísan sé eftir Friðrik fööur Jóns. Skoðun sína styður Egill þeim rökum, að hann hafi iðulega heyrt fööur Jóns fara með vísuna og það á fleiri en einn veg eins og hann væri að velta því fyrir sér, hver myndin væri bezt. Eg skal ekkert fullyrða um höfund vísunnar, því að mér finnst Jón Friðriksson færa talsverð rök fyrir máli sínu. En mér var tjáö af fróðum manni, er ég tók að athuga málið, að vísan væri ýmsum eignuð, jafnvel manni suður í Rangár- þingi. En sjálfur hef ég frá barnæsku taliö hana vara eftir Jón S. Bergmann, enda heyrði ég hana eignaöa honum. Ragnar Þorvaldsson botnar: Árið nýja óska ég öllum gæfu fœri, vorsins hlýja vermi leg, vísdóms frœvu nœri. Franwgosftr hefjast hátt hinu og þessu tjaldu brigzl hennar um svik falla um sjálf sig. „Dáur” sendir vísur, og birti ég þær allar án þess að reyna að lagfæra það, sem miður fer í þeim. Eg læt lesendur um að finna þau braglýti sem í þeim er að finna: Jœja, Skúli, skap er mitt og skinn nú allt í brigðum. svona’ ertu þá, sviniðþitt, þú sveikst mig illa í tryggðum. Að fyrst vegur ótt og hart og ekkert við mig kannast. Eykur svo gráu oná svart, þú œttir eiþáttinn að annast. Við ofstuðlun ég ekkert ræð, þetta ’ œxlast bara svona. Að opnist bráðum andans æð ég aðeins bið og vona. Ég efast ekki um eyrað þitt, þar allt erpottþétt hjá þér, en kenndu mér nú krúttið mitt að koma því réttu frá mér. Það er um þessar vísur „Dáur” að segja, að ofstuðlað er í hverri vísu nema hinni fyrstu. Maöur nokkur á Sveinseyri gefur aöeins upp nafnnúmer sitt: 5920—4971. Ég nenni ekki lengur að vera að grafast fyrir um nöfn þeirra, sem skrifa aðeins undir nafnnúmeri, enda kost- ar það mig fyrirhöfn. En ég skil ekki, hvers vegna menn eru að gefa upp nafnnúmer, fyrst þeir geta ekki skrifað sitt rétta nafn undir bréfin. En þessi Sveinseyringur botnar: Leikur sér við litla tjörn lambahjörðin fríða. ( Ennþá verða bœkluð börn við bágindi að stríða. Fennirúti, finnst mér kalt, flestum hroll það vekur. Frostið hrellið, frelsið valt, finnst hér margur sekur. Meira er ekki birtandi úr bréfi 5920—4971, — og finnst kannski sumum nóg komið. Og mér finnst ekki úr vegi aö birta hér botn eftir tíu ára stúlku — eftir það, sem á undan er komiö. Hún heitir Þórey Ingimundardóttir, Vatnsenda í Villingaholtshreppi, og er hún eins og fyrr segir aðeins tíu ára: Leikur sér við litla tjörn lambahjörðin fríða. Hlaupa þangað lítil börn. Setur að þeim kvíða. H.J.V. finnur að því, að ég segi í fyrriparti mínum að tíðarandinn sé ekki blíður. Hann vill orða það svo, að tíðarandskotinn sé ekki blíð. Ekki.er ég H.J.V. sammála í þessum efnum. Eg held, að síðari hluti samsetta orðsins „ráöi” Margan lokkar löngun slík, erlítt nær okkar hylli, allra flokka orðin tík, er á skokkar milli. Rússa brást ei boðunum, bolsa hlaðinn veiru, skaðvaldur í skoðunum, skrílœsingu og fleiru. „Flokksformaöurinn, sem hlaut 7. sæti,” segirH.J.V.: Allt í haginn ekki gekk, ,,Erég úr máta glaður, ” sjöunda er sætið fékk sæmdum rúinn maður. „Eftir fund um Blönduvirkjun”: Mörgum verður vegur háll, við svo bar íþetta sinn, ef Höllustaða hefur Páll hlaupið af sérþingmanninn. Sigurður Brynjólfsson segir: „Einhver brögð munu aö því, að Eggert Haukdal sé nefndur „Lundinn” í kjördæmi sínu. Allir vita um skipti hans viö sóknarprest sinn. Þessa vísu hef ég heyrt eignaða Oddgeiri Guöjónssyni í Tungu í Fljótshlíð”: Lundinn er kominn, og loftið er blátt, og líklega hafið þið séð hann. Geldfugl er hann og gargar hátt, og Guð er í vandrœðum með hann. Ekki birti ég alla botna eða vísur „Jarlsins” á sínum tíma. Hann botnar: Sólin hátt mun svlfa brátt, syngjum kátt um bjarta nátt. Lífið sátt við geðið grátt gengur dátt í rétta átt. Eöa: Heiðið blátt við austurátt efnirþátt í nýjan mátt. Sérðu ekki, að sólin hækkar, syngja allir fuglar dátt. Vellir gróa, fönnum fækkar, flug erþreytt í norðurátt. Bráðum jólaklukkur klingja, klýfur sólin myrkrahjúp. Látum vonir andann yngja yfir lífsins regindjúp. „Jarlinn” segist hafa ort síðastliöiö haust, er hann hafi veriö að taka saman heystæður á túninu hjá sér og þar hafi verið nokkrar heiðlóur á rjátli, ókyrrar og angurværar. Eg sé ekki betur en þetta sé sléttubandavísa: Þó að hver sinn djöful dragi, dugar ekki ’ að víla hót, enda sé það allt í lagi, ef ég hef minn þriðja fót. „Loki” yrkir í tilefni vísu Sigurgeirs Þor- valdssonar, þar sem hann endar vísuna á orðunum: „standa. (ásama).” Gleðja mann að gömlum sið guðaveigar bland og — dama. Að Sigurgeiri’er lítið lið löngu hœtt að stand’á — sama. Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor lét mér í té þessa vísu eftir föður sinn, Höskuld Einarsson frá Vatnshorni í Skorradal. Höskuldur orti vísuna um náunga sinn: Þjáður ótta um eigin hag andans flóttamaður, bœði nótt og nýtan dag nirfils sóttþvingaður. I „Þinglyndi” Þjóðviljans eru þeir á tali Jón Baldvin Hannibalsson og Jóhann Einvarösson. Þetta átti aö hafa verið í þann mund, er Vilmundur klauf Alþýðuflokkinn. Jón er látinn segja: ,, Vært hef ég á verði sofið, vakna upp við hanagal. Jóhann er látinn svara: ,,Þaðgeta fleiri Kratar klofið en karlanginn í Selárdal. ” Ragna S. Gunnarsdóttir, Fífuhvammsvegi 11, Kópavogi, sendir bréf og kvartar yfir því, að ekki fáist neitt birt eftir höfunda, sem yrkja stuðlað og rímað. Ljóðabréf hennar er svo mikið að vöxtum, að ég get ekki birt það allt strax. En hún lýkur bréfi sínu meö þessum vísum: Virðum mörkin, vörumst stys, vlða er hætta á ferðum, látum aldrei ys néþys okkar stjórna gerðum. Bíllinn í lagi, beltin spennt, börnin í aftursœti, ökuljós tendruð, því alltgetur hent og ekillinn keyrslunnar gæti. Jón Friðriksson, Hömrum, Reykjadal, 641 Húsavík, skrifar og telur, aö ég hafi rangfeðrað visuna „Harmur berst um hyggjusvið”, sem ég tel vera eftir Jón S. Bergmann. Jón Friöriksson segir, aö vísan sé í vísnasafni Siguröar Jóns- sonar frá Haukagili og þar eignuð föður sínum, Líttu yfir liðna tíð og löngu gengin sporin. Þú hefur logið langa hríð, lyginni sáð á vorin. Þó að hver sinn djöful dragi, dugar ekki að víla hót. Haldi ég mínu háttalagi, hress ég kæmi áþorrablót. Sigmundur Jónsson, Furugerði 1, sendir vísur í tilefni verðlaunanna, sem hann hlaut fyrir bezta botninn, sem barst fyrir nýár. Hann kveður: Oft mig skortir orðagnótt, allt ípati hjá mér. Vöktu bœði vilja og þrótt verðlaun komin frá þér. Nú sem stendur stálheppinn stuðla hendinguna. Láttu endast þáltinn þinn. Þakka sendinguna. Meðan endist œvin hér, eins þó falli tjaldið, viðurkenning oftast er einna bezta gjaldið. Þá botnar Sigmundur: Tíminn græðir opna und, eins þótt blœði núna, þvískalglæða á þrautastund þolinmœði og trúna. Upp til heiða hulin þrá hugann leiðir víða, stafar seiður fjöllum frá og flosabreiðum hlíða. Og Sigmundur lýkur bréfi sínu með „Stöku”: Ýmsir bitrir iðka strit, opna slitinn túla. Aðrir sitja og semja ,,Rit ”, sækja vit til Skúla. Og þá er hér einn fyrripartur: Erfitt er að feðra fyrir fjöllyndi í vísnamálum. Eins og lesendur sjá, er ég í hraki með fyrri parta. Bætið úr þeim skorti í öllum bænum. Skúli Ben, Pósthólf 161 230 Keflavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.