Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Blaðsíða 12
DV. FÖSTUDAGUR15. APRIL1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiámarformaðurogúlgáfustjðri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022. 1 Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: I ÁRVAKUR WF., SKEIFUNNI19. Áskriftarverö á mánuði 180 kr. Verð í lausasölu 15 kr. Helgarblað 18 kr. , Betraenbingó Eftir sjálfskynningu stjórnmálaflokkanna í sjónvarpi er eðlilegt, að kjósendur efist um, að frambjóðendur hafi lært nokkuð að gagni af gagnrýni, sem þeir hafa orðið að sæta á undanförnum árum. Gamla tuggan réð ríkjum. Allir listar hafa t.d. óstjórnlegan áhuga á að koma íbúðalánum upp í svo sem 80% af kostnaðarverði til svo sem fjörutíu ára. Raunar liggur í augum uppi, að þetta er nauösynlegt svar við réttlátri verðtryggingu fjárskuld- bindinga. Síðan vefst frambjóðendum tunga um tönn, þegar kemur að fjármögnun óskhyggjunnar. Um hana gefa þeir loöin svör, sem standast ekki gagnrýni. Enda er auðveld-i' ara að flagga góðum vilja en hafa lausnir upp á krónu á reiðum höndum. Frambjóðendur ættu að segja kjósendum, hvað það kostar á ári til viðbótar að auka húsnæðislán að því marki, sem þeir lofa. Síðan ættu þeir að segja, hvar eigi að taka peningana, hversu mikið eigi að taka á hverjum stað og hvaða afleiðingar það hafi þar. Sumir frambjóöendur vilja enga stóriðju út af mengun. Kjósendum er hins vegar ekki ljóst, af hverju sömu fram- bjóðendur vilja smáiðnað, sem samtals veldur sennilega meiri mengun en hin hræðilega stóriðja. Aðrir vilja bara íslenzka eða rúmlega hálfíslenzka stóriöju. Þeir forðast samt eins og heitan eldinn aö segja kjósendum, hvar þeir ætli að taka peninga í þetta, svo og aðra óskhyggju sína á sviði gæluiönaðar. Þeir þegja, af því að peningarnir yröu teknir í útlöndum. Og það er einmitt eitt mikilvægasta hugsjóna- mál allra lista, að skuldasöfninin erlendis verði stöðvuð. Eitt rekur sig á annars horn í lyginni eins og jafnan áður. Sumir frambjóðendur vilja afnema tekjuskatt af venju- legum launatekjum. Þetta er afar fallega hugsað. Hins vegar fylgir ekki sögunni, hversu há þessi upphæð er samanlagt á ári og hvaða upphæðir ríkissjóöur geti sparað í útgjöldum á móti. Frambjóðendur listanna virðast enn þeirrar skoðunar, að frambærilegt sé að lofa upp í ermina á sér. Þeir segjast vera „á móti” verðbólgunni og skuldasöfnuninni og styðja „umbætur” í húsnæðismálum, skattamálum og svo framvegis. Hið eina, sem breytist, eru umbúðirnar. Á einum stað eru flokksmenn sýndir liggjandi á gólfi í eins konar hóp- efli. Þetta á að sýna, hversu óstjórnlega sé gaman að vera í flokknum, það sé meira gaman en að fara á bingó. Fjölmiðlasérfræðingar flokkanna virðast enn geta talið frambjóðendum trú um, að kosningabarátta sé fyrst og fremst fólgin í réttum umbúðum utan um gömlu lumm- urnar, gömlu óskhyggjuna, gömlu loforöin, gamla inni- haldsleysið. Fyrir utan þetta er eitt annað athyglisvert við kosn- ingabaráttuna. Það er, að Sjálfstæðisflokkurinn berst sem eindreginn andstöðuflokkur stjórnarfars síðustu tólf ára, þótt Geir og Gunnar hafi samanlagt ríkt meirihluta tímans. Kyndugt hlýtur að vera fyrir stjórnarsinna Sjálfstæðis- flokksins, þar á meðal suma frambjóðendur hans, að berjast undir þeim merkjum, að heimskir og illgjarnir menn hafi stutt og sumir tekið þátt í núverandi ríkis- i stjórn. Þetta er aðeins eitt lítið og einfalt dæmi um, að dálitla ögn af skynsemi vantar út á graut kosningabaráttunnar. Verst er þó hið rótgróna vanmat á kjósendum, sem einkennir innantóm loforðin, takmarkalausa óskhyggj- una og hina hreinu og tæru blekkingu. Jónas Kristjánsson. Ferðamálin: Bætt aðstaða á suðvestur- horninu i ....... Flestir feröamenn, sem landiö heim- sækja, koma fyrst á suövesturhorn þess. Margir hafa skamma viödvöl og sjá ekki annað en Suðumesin og þétt- býliö kringum Reykjavík. Þaö er því mikilvægt, aö aðkoman sé góö og aö gestum gefist tækifæri til að nota vel þann stutta tíma, semtil stefnu er. Ég er áöur búinn að nefna flugstöð- ina, sem fyrirhuguð er, og hve mikii- vægt er, aö hún veröi fullkomin og til frambúðar, og ennfremur aö skammt veröi að bíöa framkvæmda. Þessi nýja flugstöð veröur noröan flugvallarins vestur af Keflavík. Við komu hennar hlýtur þáttur Keflavíkur í ferða- mannaþjónustunni aö aukast, bæði hvaö varöar matstaði og hótelrekstur. Heimamenn í Keflavík veröa aö huga vel og vandlega aö möguleikum sínum þar, og meö öllum rétti ættu þeir aö vera áköfustu baráttumenn fyrir nýju flugstöðinni. Það tíökast víða erlendis aö reist séu góð lúxushótel viö flugvelli, og þá gjarna af viðurkenndum hótel- hringum. Lítum hér á flugvallarhóteliö í Luxembourg, sem Flugleiðir eru aö hluta eigendur aö, og er það í göngu- færi frá nýju flugstöðvarbyggingunni þar. Áöur hét þaö Hotel Aerogolf, en ekki er langt síöan aö Sheraton hótel- hringurinn keypti hluta af hótelinu og setti stimpil sinn á þaö. Nú heitir þaö Kjallarinn EinarÞ. Guðjohnsen Aerogolf Sheraton Hotel og er liður í alheims sölukerfi Sheraton hótelanna og þar meö hafa rekstursmöguleikarn- irstyrkstverulega. Þokkalegt hótel viö nýju flugstööina í Keflavík hlýtur aö eiga möguleika. Þaðan mætti gefa kost á áhugaverðum skoöunarferöum um Utnesin, sérstak- lega ef Stafnesvegurinn yröi tengdur áfram suður í Hafnir. Skammt sunnan Hafna er Hafnaberg, lágt en fullt af fugli og auðvelt skoöunar. Aðeins vantar stuttan vegaspotta niður undir bjargbrúnina. Nýir matsö/ustaðir Á Reykjanesi er margt girnilegt aö skoöa fyrir útlenda gesti, jaröhita- svæði og nýting orkunnar, sérkenni- legar klettamyndanir og svo hafið, sem næstum aldrei er kyrrt. Á Reykja- nesi mætti vel hugsa sér matsölustað á • „Svæsinn áróður hefur verið rekinn gegn safninu og ekki byggður á staðreyndum. Ég veit ekki betur en að dýralæknir hafi eftirlit með öllu heilsufari þar og í stað þess að loka þarf að opna safnið á ný og leggja aukna rækt við fiskasafnið.” HVAÐ KOSTA LEIGUÍBÚDIR? lítið mark er takandi á. Þó er eitt víst og það er aö fyrri stefnu verður ekki fram haldið. Að vísu hefur vart orðið nokkurrar áherslubreytingar, t.d. nefna menn nú breytt eignarform og tala þá gjarnan um kaupleigu. Kaup- leigukerfi hafa ekki reynst sérlega vel erlendis, enda hafa þau marga af ókostum séreignastefnunnar. Guö- mundur J. Guðmundsson, alþm. og formaður Verkamannasambandsins, nefndi einn þann helsta í blaöi um dag-; inn. Hann varaði viö því að kreppa og ' atvinnuleysi gætu hér á landi haft í för meö sér stórfellda eignaupptöku hjá alþýöufólki, vegna þess hve einkaeign á húsnæði er algeng. Einkaeignin tryggir ekki öryggi manna bqtur en hvað annað og engin byggingaraöferö getur verið dýrari en sú að hver böölist áfram fyrir sjálfan sig eins og Bjartur í Sumarhúsum. Sú stefna sem hér hefur ríkt í húsnæðismálum er ekki heldur frá almenningi runnin. Þessu hefur verið þvingaö upp á fólk. Þaö má öllum ljóst vera, sem vilja vita þaö, að ástand húsnæöismála er oröiö harla dökkt hérlendis. Ekki aö- eins á Réykjavíkursvæðinu heldur einnig víöast í þéttbýli. Hér í Reykja- vík er ástandið þó trúlega langverst og valda því ýmsar ástæður. Bygginga- starfsemi á Reykjavíkursvæðinu hefur fariö minnkandi á síðustu árum, leigu- markaöur þrengst verulega m.a. vegna vaxandi tilhneigingar tii aö selja leiguibúðir. Ekki er vitað til þess aö bygging leiguíbúða á þessu svæöi sé nokkurs staöar hafin. Inn í þetta ástand koma óvenjustórir árgangar ungs fóiks. Sem flestir vita er búið aö verð- tryggja svo til allar tegundir lána og lánsfjármagn hefur minnkað. Verðlag fasteigna hefur einnig hækkað veru- lega umfram verðbólgu og húsaleiga þóennmeira. /nniha/dslaus slagorð Furöulítill áhugi viröist vera til staö- JónfráPálmholti ar hjá ráöandi aðilum á þessum mái- um og enn minni skilningur. Vaöa þar helst uppi innihaldslaus slagorð sem l' f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.