Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Blaðsíða 19
18
DV.FÖSTUDAGUR15. APR1L1983.
DV. FÖSTUDAGUR15. APRlL 1983.
27
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
fþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
Borðtennismenn
fara til Japans
Fjórlr bnrötennismenn eru nú á leiðinni til
Japans, þar sem þeir taka þátt í heimsmeistara-
keppninni í borðtennis. Þetta er karlalandsliðið sem
er skipað þeim Tðmasi Sölvasyni, KR, Hiimari
Konráðssyni, Víkingi, Kristjáni Jónassyni, Víkingi
og Gunnari Finnbjörnssyni, Erninum. ísiands-
meistarinn Tómas Guðjónsson gat ekki farið þar
sem hann er í námi við Háskólann. Leiknir verða
níu Iandsleikir í Japan.
Tómas Guöjónsson varö sigurvegari í punkta-
móti Víkings á miðvikudagskvöldiö og hefur hann
hlotið fiest stig í punktakeppninni í borðtennis i
vetur. Tómas vann Tómas Sölvason 21—18 og 21—13
þannig að Tómas Sölvason þurfti að leika um annað
sætið við Gunnar Finnbjörnsson sem vann 21—23,
21—14 og 21—14.
•SOS.
DómararíHöllinni
Dómarar í úrsiitakeppninni í handknattleik í
Laugardalshöll um helgina hafa verið ákveðnir.
Þeir Björn Kristjánsson og Úlafur Haraldsson
dæmdu leik Stjörnunnar og FH kl. 20 í kvöld en
Gunnlaugur Hjálmarsson og Öll Olsen leik Vikings
og KR. Á laugardag dæma Rögnvald Erlings og
Stefán Arnaldsson leik Víkings og FH kl. 14 en Björn
og ölafur leik KR og Stjörnunnar. A sunnudag
dæma Stefán og Rögnvald leik Stjömunnar og
Víkings en ÖIi og Gunnlaugur leik FH og KR.
-bsim.
Stórbætti árangur
sinn í kúluvarpi
Eggert Bogason i FH stórbætti árangur sinn í
kúluvarpi á miðvikudag: varpaði 16,18 metra en
átti best áður 15,29 metra. f keppninni varpaði Egg-
ert einnig 15,85 m og 15,88 m. Helgi Þ. Helgason
varpaði 15,80 m.
Eggert æfir nú talsvert sleggjukast og hefur á
æfingum að undanfömu kastað sleggjunni um og
yfir 50 metra.
-hsím.
Dai Davies settur
úr landsliði Wales
Daí Davies, Swansea, sem um langt árabil hefur
verið aðalmarkvörður Wales í knattspyraunni, var
ekki einu sinni í landsliðshóp Mike England þegar
hann valdi lið Wales í Evrópuleikinn gegn Búlgariu í
Wrexham 27. apríl. Markverðir liðsins verða
Neville Southall, Everton, og David Felgate,
Lincoln City, sem leikur í 3. deild.
Felgate kemur í stað Davies en Swansea-mark-
vörðurinn hefur lcikiö 52 landsleiki fyrir Wales.
Einn nýliði er í landsliði Wales, Steve Lowndes,
Newport County, sem er efsta lið 3. deildar.
Aðrir í landsliðshópnum em Joey Jones, Paul
Price, Jeremy Charles, Noel Ratcliffe, Kenny
Jackett, Bryan Flynn, Peter Nicholas, Mickey
Thomas, Nigel Vaughan, Ian Rush, Gordon Davies,
Robbie James og Leighton James.
-hsím.
Lést ef tir knatt-
spyrnuleik
Enski landslfðsmaðurinn hér á ámm með Aston
VUIa, Gerry Hitchen, lést á sjúkrahúsi í Wales í
gær eftir að hafa veikst í knattspyrauleik í Mold í
Wales. Hitchen var 48 ára, var landsliðsmaður hjá
Villa fyrir 1960 en var seldur frá Villa til Inter
Milano á ítalíu fyrir 95 þúsund sterlingspund sem
var geysimikU upphæð á þeim ámm. Hitchen lék 7
landsleiki, meðal annars í heimsmeistarakeppninni
í ChUe 1962. Skoraði þá mark Englands í 1—3 tapinu
gegn BrasUIu i undanúrsUtum.
-hsím.
Góð af rek í
frjálsum íþróttum
A frjálsíþróttamótinu í KnoxvUle Tennesee um
síðustu helgi sem nokkrir íslendlngar kepptu á
náðist mjög góöur árangur. Jerome Carter stökk
2,26 m í hástökki. Mel Lattany hljóp 100 m á 10,24
sek., Sunder Nix 400 m á 45,17 sek. J. Grímes
stökk, 8,26 m i langstökki, Stanley Blalock hljóp 200
m á 20,40 sek. og MUse Lehman varpaði kúlu 20,08 m
eða einum sentímetra lengra en Öskar Jakobsson
varpaði á móti í Texas á sama tíma.
-hsím.
Strákarair í Þór í Vestmannaeyjum urðu efstir í fallkeppninni í 2. deUd í handknattleiknum. Halda því sæti sínu i
deUdinni og næsta keppnistímabU gæti orðið sögulegt hjá þeim. FyrirUði landsUðsins, Þorbergur Aðalsteinsson,
mun þjálfa og leika með Þór. Myndin að ofan var tekin þegar Þórarar voru í Reykjavík á dögunum í keppninni i 2.
deild. DV-mynd Loftur.
Það var ekki farið
eftir leikreglum
— þegar Breiðabliki var tilkynnt um leikbann Péturs Jóhannessonar
í leiknum gegn Gróttu
„Pétursmálið” hefur vakið mikla
athygli og likist það óneitanlega mikið
„Traustamálinu”, sem kom upp í
knattspyrnunni 1980 þegar Framarar
iétu Trausta Haraldsson, lands-
liðsmann í knattspyrau, leika undanúr-
sUtaleik í bikarkeppninni gegn FH þar
sem þeim hafði ekki boristúrskuröur
aganefndar KSÍ á tilsettum tíma.
Framarar unnu það mál eins og
kunnugt er.
Mál Péturs Jóhannessonar, þjálfara
og leikmanns Breiðabliks, er keimlíkt
máU Trausta, þar sem Pétur fékk ekki
að vita með hefðbundnum hætti að
hann hefði verið dæmdur í leikbann —
fyrir leik Breiöabliks og Gróttu í 2.
deildarkeppninni í handknattleik.
Það stendur skýrum störfum í dóms-
og refsiákvæðum ISI, sem HSI vinnur
eftir, aö tilkynna eigi aðilum dóm eða
úrskurð í ábyrgðarbréfi. I 15. lið 7.
greinar stendur eftirfarandi:
— „Birta skal aöilum dóm eða úr-
skurð í ábyrgðarbréfi ef þeir eru ekki
viöstaddir dómsuppsögn og skal þá
jafnframt greint frá heimild aðila til á-
frýjunar, áfrýjunarfresti og hvert á-
frýja megi.”
Þá segirm.a. í 16. lið: — „Tilkynna
skal alla dóma um óhlutgengi félagi
hins dómfellda, ef um einstakling er
aðræða.”
Það er ljóst að dómstóll HSI, sem
vitnar hvað eftir annað í reglur ISI í
dómsúrskurði sínum, hefur ekki unniö
eftir þessum reglum.
Samkvæmt reglum HSI ber
dómstóli HSI að fara með öll mál sam-
kvæmt dóms- og refsiákvæðum ISI,
þar sem reglur HSI vísa til dóms- og
refsiákvæða ISI.
Blikarnir
ætla að áfrýja
Það er ljóst að Breiðablik ætlar að
áfryja dómi dómstóls HSI til dómstóls
ISI og er það afar eðlilegt en um áfrýj-
un til íþróttadómstóls má sjá eftirfar-
andi í 5. grein — öðrum lið í dóms- og
refsiákvæðum ÍSI:
— „Skjóta má úrskuröi sérdómstóls
til sérsambandsdómstóls og héraðs-
dómstóls, til hlutaðeigandi sér-
sambandsdómstóls og einnig skal
heimilt að áfrýja úrskurði sérráðs-
dómstóls og héraðsdómsstóls beint til
íþróttadómstóls ISI, ef eitthvaö hefur
komið upp í meöferö málsins á fyrsta
stigi eða eftir uppkvaðningu úr-
skurðar, fyrir lok áfrýjunarfrests, sem
gert hefurmálið almennara eðlis.”
Breiöabliksmenn voru ekki ánægðir
með að Ingvar Bjömsson, formaður
dómstóls HSI, sem er félagsmaður í
Haukum, hafi starfað í dómstóli HSI i
sambandi við „Pétursmálið”. Þeir
telja að hann hafi átt að víkja úr dómi
og benda þeir á 7. grein —13. lið dóms-
og refsiákvæða ISI en þar segir:
— „Enginn, sem sjálfur kann að
hafa hag eða óhag af málalokum, eöa
hefur verið við rekstur málsins riðinn
á lægra stigi, má eiga sæti í dómi, er
hann fjallar um það mál. Skuli
dómendur víkja sæti, ef þeir geta ekki
talist óhlutdrægir samkvæmt framan-
sögðu og varamenn þeirra taki sæti. ”
____________________-SOS.
StrákarniríTý
með getraun
— um söngvakeppni
Evrópu
Strákarair í 4. flokki Týs frá Vest-
mannaeyjum í knattspyrnu hafa
ákveðið að efna til getraunar um sigur-
vegara í söngvakeppni Evrópu sem fer
fram í Cardiff í Wales 23. apríl og
verður sjónvarpað beint til íslands.
Þetta er fjáröflunarleið fyrir flokkinn
sem fer í keppnisferö erlendis í sumar.
Strákarair hafa látiö útbúa getrauna-
seðla og er fyrirkomulag getraun-
arinnar þannig að spáð er um hvaða
þjóðir verða í efstu þremur sætunum
— eða frá hvaða þjóðum söngvararair
koma sem hafna í efstu sætunum.
„Það er skylda
dómstóls ÍSÍ að
taka málið fyrir”
— segir Bergur Guðnason lögfræðingur
um „Pétursmálið”
— „Eg er ekki í vafa um aö ef
dómstóll ISI tekur mál Péturs
Jóhannessonar til meðferðar þá mun
dómstóllinn gera dóm dómstóls HSI
ómerkan og sigur Breiðablik<= gegn
Gróttu verða látinn standa
óhaggaður,” sagði Bergur Guðnason
lögfræðingur en hann hefur tekið að
sér mál Breiðabliksmanna, sem hafa
ákveðið að áfrýja dómi dómstóls HSI
um að leikur Breiöabliks gegn
Gróttu, sem Breiðablik vann, hafi
verið dæmdur Breiðabliki tapaður.
Bergur sagði aðdómstóll HSI hefði
hvað eftir annað vitnaö í reglur ÍSl
þegar hann kvaö upp úrskurð sinn.
j— Ég tel því það skyldu dómstóls ISI
|að taka málið upp. Annað væri frá-
leitt.sagðiBergur.
-SOS.
Hververður íslandsmeistari 1983?
Lokaátökin í Laugar-
dalshöllinni um helgina
—fyrstu leikimir í kvöld og þá leikur KR við Víking kl. 21.15
Hvaða liö verður íslandsmeistari i
handknattleik 1983? — Sigra Víkingar
fjórða árið i röð eða tekst KR eða FH
að setja strik i reikning þeirra?
Þessum spurningum verður sennilega
svarað um helgina í Laugardals-
höllinni þótt hugsanlega gæti komið til
aukaleikur um tslandsmeistara-
titilinn. Sex síðustu leikirnir í úrslita-
keppninni verða háðir um helgina.
Fyrstu leikirnir í kvöld.
Úrslitakeppnin hefur nú verið með
nýju sniði. Fjögur efstu liðin frá
mótinu i vetur leika til úrslita —
f jórar umferðir. Þremur er lokið og nú
VORNIN VAR GOD
EN SÓKNIN BRÁST
„Vörnin var góð hjá okkur í
þessum leik en sóknin var aftur á
móti mjög iéleg,” sagði Hreinn
Þorkeisson, landsliðsmaður í körfu-
knattleik en islenska landsliðið tekur
um þessar mundir þátt í Norður-
landamótinu í körfuknattlcik sem
fram fer í Svíþjóð.
íslenska liðið lék fyrsta leik sinn í
gærkvöldi og var leikiö gegn
Finnum. Finnland sigraði með 65
stigum gegn 49, sem er mjög lágt
stigaskor en sannar hins vegar svo
ekki verður um villst orð Hreins hér
að framan.
Það blés ekki byrlega fyrir
íslenska Iiðinu í byrjun leiksins því
landsliösmenn okkar máttu sig vart
hreyfa þá voru dómararnir búnir að
dæma af þeim knöttinn. I þrettán
fyrstu dómum sínum dæmdu þeir
villu á íslenska liðið en í ekkert
skiptið var dæmt á Finna.
Vítanýting íslenska liðsins var
afleit í þessum leik. Liðið fékk 21 skot
en hitti aðeins úr 8 skotum. Nýtingin
38% sem er hörmulega lélegt hjá
landsliði. En vörnin var góð og þeir
Flosi Sigurðsson og Þorvaldur
Geirsson voru bestu menn hennar.
Sóknarleikur islenska liðsins brást
hins vegar alveg að þessu sinni og er
vonandi að ekki verði framhald á
því.
Á eftir leik Islands og Finnlands
léku Svíar gegn Norðmönnum og
varð sá leikur nokkuð sögulegur.
Norðmenn byrjuðu með miklum
látum, komust í 30—14 en engu að
síöur höfðu Svíar náð yfirhöndinni
fyrir leikhlé og þá var staðan orðin
47—44, Svium í vil. I síðari hálfleik
juku Svíar fengið forskot og sigruðu
að lokum með 91 stigi gegn 76 stigum
Norðmanna.
Gunnar Valgeirsson dæmdi leik
Svíþjóðar og Noregs og fékk hann
góða dóma eftir leikinn. _________
Markhæstir í
V-Þýskalandi
Markhæstu leikmenn í vestur-þýsku
1. deildinni í knattspyraunni eru nú
eftir leikina um helgina.
K.H. Rummenigge, Bayern 18
Rudi Völler, Bremen 16
Karl Aligöwer, Stuttgart 15
M.Burgsmiiller, Dortmund 15
Horst Hrubesch, Hamborg 14
Bum-kun Cha, Frankfurt 14
Pierre Littbarski, Köln 14
Á skíðum í
Almannagjá
— Þetta verður skiðaganga ársins,
sagði Halldór Matthíasson skíðagöngu-
kappi þegar hann sagði okkur frá Þing-
vallagöngunni sem verður á sunnudag-
inn. — Gangan hefst í Flcnginga-
brekku í H vcradölum og verður gengið
um Hellisheiði, Nesjavelli, Grafning og
endað í Almannagjá, sagði Halldór.
Halldór sagði að skráning i gönguna,
sem er 30 km ganga, væri kl. 11—12.30
og rútuferð væri að göngunni lokinni
frá Almannagjá að Hveradölum. —
þetta er erfið ganga en fallegt um-
hverfi getur stytt gönguköppunum
stundir, sagði Halldór.
Fyrirliði KR
í leikbanni
Friðrik Þorbjömsson, fyrirliöi KR,
getur ekki leikið meö KR-ingum gegn
Víkingum í Laugardalshöllinni í kvöld
þar sem hann er í eins leiks keppnis-
banni.
Litla-bikar-
keppnin
Litla-bikarkeppnin í knattspyrau
hefst á morgun og verða þá leiknir
tveir leikir.Breiöablik mætir Keflavik í
Kópavogi og Haukar leika gegn Akra-
nesi í Hafnarfirði. Báðir leikirnir hefj-
ast kl. 14.
hefst sú fjórða og síðasta. Leikirair
verða.
Föstudagur
Kl. 20.00Stjarnan-FH
Kl. 21.15 Víkingur-KR
Laugardagur
Kl. 14.00 FH-Víkingur
Kl. 15.15 KR-Stjaman
Sunnudagur
KL 20.00 Víkingur-Stjarnan
Kl. 21.15 KR-FH.
Ekki þarf aö efa að mikil spenna
verður í þessum leikjum og og ef til vill
ráðast úrslit ekki fyrr en í síðasta leik.
Fyrir lokaumferðina standa Víkingar
best að vígi. Hafa hlotið tveimur
stigum meira en KR og em þremur
stigum á undan FH. Gott veganesti í
úrslitabaráttuna en tvö stig geta þó
verið fljót að hverfa. Áreiðanlegt að
Víkingar gera sér grein fyrir því að
meistaratitillinn er allt annað en kom-
inn í höfn. Staðan nú.
Víkingur 9 6 1 2 204—200 13
KR 9 5 1 3 212-199 11
FH 9 4 2 3 203-201 10
Stjarnan 9 1 0 8 180—199 2
Markatala ræður ekki úrslitum ef lið
verða jöfn í lokin. Þrjú efstu liðin hafa
öll möguleika á meistaratitlinum en
Stjarnan ekki lengur. Þó má gera ráð
fyrir að leikirnir við Stjömuna verði
mjög erf iðir fyrir hin liðin öll. Stjarnan
tapaði flestum leikjum sínum — með
mjög litlum mun. -hsím.
Nanna Leifsdóttir, Akureyri
Góður árangur
hjá Nönnu í
Pykátunturi
— þar sem hún tryggði sér 73,14 Fl-stig
í stórsvigskeppni Polar Cup
Nanna Leifsdóttir frá Akureyri náði
mjög góðum árangri í stórsvigskeppni
Polar Cup, sem fór fram í Pykatunturi
í Finnlandi á þriðjudaginn og miðviku-
daginn. Nanna fékk fyrir árangur sinn
73,14 Fl-stig, sem gefur henni alþjóð-
lega punkta og því betri rásnúmer í
keppni á næsta ári erlendis. Nanna og
Tinna Traustadóttir hafa verið ræstar
út síðastar í Polar Cup-keppninni.
Anna Melander frá Svíþjóð, sem er
besta stórsvigskona Norðurlanda ogsú -
eina sem keppti í heimsbikarkeppn-:
inni, varð sigurvegari báða dagana..
Melander fékk tímann 2:28,14 min. á
þriðjudaginn. Þá varð Nanna í 29. sæti
með tímann 2:37,79 mín. en Tinna
varð úr leik þar sem hún keyrði út úr
brautinni.
Melander fékk svo tímann 2:24,13
mín. á miðvikudaginn. Þá varð Nanna
í 24. sæti á 2:32,22 mín. og Tinna í 39.
sætiá2:38,81mín.
Þriðja íslenska stúlkan tók þátt í
keppninni. Það er Þórdis Jónsdóttir
frá Isafirði, sem keppir fyrir Noreg.
Þórdís varð í 27. sæti fyrri daginn á
2:37,58 mín. og í 26. sæti seinni daginn
á2:37,59mín. I -SOS
ÚRSLITAKEPPNI ÍSLANDSMÓTSINS1. DEILD
LOKASLAGURINN
HEFST í HÖLLINNI í KVÖLD
KI. 20.00 FH-STJARNAN
Kl. 21.15 STÓRLEIKUR VETRARINS
KR—VÍKINGUR
Ráðast úrslitin í kvöld?
Nú er allt að
verða vitlaust!
Lim og Wilti fra
«HOTEL#
m
llnll
OASKfUfSTOfAN >
URVALHMr
Bwmcu sám teeoo ^
HOTEL
•KÚLAOÖTVMl
»•“" 1 23M * 233M
11*
Alltaf í leiðinni
Hótel
J þjónusta
SKÚLAGÖTU30.
S,MAR 1 23 88 & 2 33 88
JÍiiáUííJ
ViA Mtjiim Mhrupappir
FORMPRENT
HvetftogAtu 7*.
simar 2SM0 — 2SSM.
Hafðu samband við
EIMSKIP
Þeir eru lánsamir sem
skipta við sparisjóðinn
5PARI5JDÐUR
HAFNARFJARÐAR
FH leikur í
(jR) TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN P
OGIOOS -=rrr V_V aðalstræti e - reykjavIk