Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Blaðsíða 2
20 Sjónvarp Lík í óskilum nefnist gamanmynd í sjónvarpi sem hefst klukkan 21.00 í kvöld. Lík í óskilum—sjónvarp annað kvöld klukkan 21.00: ANNAR FÆR ARF VIÐ DAUÐA HINS Bresk gamanmynd frá árinu 1979 verður í sjónvarpi annaö kvöld klukkan 21.00. Myndin heitir The Wrong Box, eða Lik í óskilum, og er leikstjóri hennar Bryan Forbes. Með aðalhlutverkin fara John Mills, Ralph Richardson, Michael Caine, Nanette Newman, Dudley Moore og Peter Sellers. Myndin gerist á Viktoríutímabil- inu í Englandi. Masterman og John eru bræður og mun annar þeirra fá dágóöan arf viö dauöa hins. Masterman er mikiö í mun að fá arfinn þar sem bæði heilsa hans og auðæfi fara versnandi, einnig langar hann til að hjálpa tengdasyni sínum, Michael, um fjárstyrk. En það eru ekki aöeins bræðurnir sem hafa áhuga á arfinum...... -RR. Sunnudagur 24. apríl 18.00 Sunnudagshugvekja. Skúli Svavarsson kristniboði flytur. 18.10 Stundin okkar. Umsjónar- menn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. 19.05 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.45 Auglýsingar og dagskrá. 20.55 Sjónvarp næstu viku. Um-i sjónarmaður Magnús Bjarrifreös- son. 21.10 Glugginn. Þáttur um listir, menningarmál og fleira. Um- sjónarmaður Áslaug Ragnars. 21.55 Ættaróðalið. Fimmti þáttur. Breskur framhaldsflokkur í ellefu þáttum gerður eftir skáldsögu Evelyns Waughs. Efni fjórða þáttar: Sebastian gerist æ vínhneigðari. I páskaleyfi á Brideshead sakar hann Charles um að njósna um sig fyrir móður sína, lafði Marchmain. Þau mæðgin deila og Sebastian fer í fússi. Charles snýr aftur til Ox- ford. Hann óttast að hafa glatað vináttu Sebastians og er uggandi um hag þeirra beggja. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 22.55 Dagskrárlok. Ættaróðalið er i sjónvarpi á sunnu- dagskvöldum. Næsta sunnudag. klukkan 21.3S hefst fjórði þáttur, sunnudaginn 24. apríl hefst fimmti þáttur klukkan 21. SS. Breski gamanmyndaflokkurinn Já, ráðherra hefst i sjónvarpi klukkan 21.00. Mánudaginn 18. apríl verður sýndurniundiþáttur. Sú kemur tið nefnist franskur teiknimyndaflokkur um geimferðaævintýri sem hefst ísjónvarpi á miðvikudögum klukkan 18.3S. Skákað i skjóli nætur heitir kvöldmyndin föstudagskvöld 22. april. Fjallar hún um einkaspæjara i leit að horfinni stúlku sem kemst á snoðir um list- munasmygl. nrr DV. FÖSTUDAGUR15. APRIL1983. VII ■"■ ■■■■■■■■■! Kvikmyndir Kvikmyndir BÆJARINS BESTU LAUGARASBIO: TÝNDUR Grísk-franski leikstjórinn Costa Cavras sannar hér enn að hægt er aö gera frábæra pólitíska ádeilumynd sem höföar til fjöldans. Áður hafði hann meðal annars gert myndina Z sem fjallaði um raunverulega atburði í Grikklandi. Eins er Týndur byggö á raun- verulegum atburðum. Nú er sögusviðið Chile í þann mund er her-. foringjarnir eru aö taka völdin í sínar hendur. Skömmu eftir valda- ránið hverfur ungur Bandaríkjamaöur í Santiago, höfuöborg Chile, og fjallar myndin um leit eiginkonu hans og föður aö honum og bar- áttu þeirra viö kerfið í Chile, því upplýsingar um hvarf hans liggja ekki á lausu hjá herforingjastjórninni. Einnig eru rakin viðskipti þeirra við bandariska sendiráðið og er ekki betri þjónustu þar að fá og er gefið í skyn í myndinni aö Bandaríkjamenn hafi ekki átt svo lítinn þátt í aö herforingjar tóku völdin af Allende og myrtu hann. Leikur Jack Lemmon og Sissy Spacek er hreint út sagt frábær, í hlutverkum föður og eiginkonu. Sérstaklega er leikur Jack Lemm- on eftirminnilegur. Týndur er stórkostleg mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Mynd sem skilur mikiö eftir. HK. HÁSKÓLABÍÓ: HÚSIÐ Islendingar eru mystískir og áhugi þeirra á hinu yfirnáttúr- lega, því dulúðuga, er mikili. Svo hefur lengi verið. Það er því ekki að ófyrirsynju að lagt var út í gerð kvikmyndar um þessi efni. Hún hefur verið tekin til sýninga með nafninu Húsiö — trúnaðarmál. I fáum orðum sagt er hún eitthvert besta, vandaðasta og heilsteypt- asta kvikmyndaverk er ég hef séð. Myndin er lýsandi dæmi hvern- ig tekist hefur aö gera áhugavert efni að spennandi og eftirminni- legri röð atvika sem hvert um sig eru perlur; kvikmyndunarlega séð. Sem slíkur er söguþráður Hússins ekki mikill að vöxtum — ef hann væri sagður í sagnaformi væri hann lítilsveröur — en með kvikmyndavélinni, eölilegum leik og snjallri leikstjórn, hefur tek- ist að gera hann trúverðugan og að nokkru fallegan. Helstu kostir myndarinnar eru frábærar tengingar milli ólíkra atriða, skemmti- leg stígandi, sem er hæg og vinnur meö efniviönum. Þá eru klippingar oft magnaöar og falla vel að heildarmyndinni. Húsið — trúnaðarmál er hrífandi dulúð sem lætur engan ósnortinn. -SER. AUSTURBÆJARBÍÓ: Á HJARA VERALDAR Á hjara veraldar er djörf tilraun í íslenskri kvikmyndagerð. Tekiö er fyrir líf þriggja persóna og kafað djúpt í myrkur sálarlífs þeirra. Myndin fjallar um móður, dóttur og son sem öll hafa á sinn hátt orðið fyrir vonbrigðum í lífinu. Móðirin er ung þegar hún fer úr sveitinni þar sem hún hefur alist upp og leggur upp í ferö þar sem takmarkiö er að komast í söngnám, en ferðin endar í Reykja-, vík þar sem hún giftist og eignast börnin tvö. Söngnámið verður aöeins til í huga hennar. Dóttirin er orðin þingmaöur og berst fyrir því að virkjunarframkvæmdir veröi hafnar í sveit móðurinnar. En þaö er stutt í efasemdirnar. Sonurinn fór ungur til sjós en starfar nú sem ljósamaður í leikhúsi. Hann er einangraður frá öðrum, fiktar við kukl og lifir í eigin hugarheimi. Á hjara veraldar fjallar um þessar þrjár persónur og það ófullnægjandi líf sem þær lifa. Á hjara veraldar er fyrsta verk Kristínar Jóhannesdóttur, en hún er bæöi leikstjóri og handritshöfundur og verður myndin að teljast, nokkuð persónuleg. Hún krefst mikils af áhorfandanum en skiluri líka á móti mikiö eftir sig. -HK. NÝJA BÍÓ: DINER Diner er heiti á hamborgarasjoppu þangað sem fimm vinir venja komu sínar en þessir fimm félagar eru aðalpersónur myndarinnar. Það gengur á ýmsu í samskiptum þeirra á milli og út á viö, en allt fær farsælan endi í þessari ágætu mynd sem látin er gerast rétt fyrir 1960, þegar rokkið var í algleymingi, enda er tónlistin í mynd-' inni frá þeim árum. Diner er frumraun Barry Levinson sem leik- stjóra, en hann er þekktari sem handritshöfundur, bæöi úr sjónvarpi og kvikmyndum. Hann er fæddur í Baltimore, en einmitt • þar er kvikmyndin látin gerast, og hann hefur sagt aö sögu- þráöurinn sé aö nokkru leyti byggður á eigin reynslu. Diner er glettin mynd, full af lífi og fjöri og að mestu laus viö allt ofbeldi. Og þótt söguþráðurinn sé ekki merkilegur þá er svo vel gengiö frá aðalpersónunum aö myndin í heild er góð skemmtun þar sem ungir og efnilegir leikarar fara á kostum. -HK. Kvikmyndir LL Kvikmyndir nl !■■■■■■■■■■■■■■ 1J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.