Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Page 7
DV. MÁNUDAGUR18. APRÍL1983. 27 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir ITAUR SLEGNIR UT í EVRÓPUKEPPNINNI —töpuðu fyrír Rúmeníu í Búkarest á laugardag „Úrslit leiksins voru vonbrigði en ég er stoltur hvernig ítalska liðið lék. Ég vildi sjá það leika vel á ný og það fengum við að sjá í kvöld. Allir áttu góðan leik og við töpuðum vegna mik- illar óheppni,” sagði þjálfari ítölsku heimsmeistaranna í knattspymu, Enzo Bearzot, eftir að lið hans hafði tapað 1—0 fyrir Rúmeníu í Evrópu- keppni landsliða, fimmta riðli, að viðstöddum 80 þúsund áhorfendum í Búkarest á laugardag. Eftir þetta tap em möguleikar ítalíu að komast í úr- slit Evrópukeppninnar í Frakklandi næsta sumar úr sögunni, nema mjög óvænt úrslit eigi sér stað í þeim leikj- um sem eftir era í riðlinum. Leikurinn í Búkarest var mjög harð- ur og Bearzot ásakaöi rúmensku leik- mennina fyrir grófa framkomu. Tveir ítalir uröu að yfirgefa leikvöllinn vegna meiösla, Antognoni og Bettega, sem var fluttur á sjúkrahús. Franski dómarinn Jean Vautrot hafði í nógu að snúast. Bókaði tvo leikmenn úr hvoru liði. Þó Italía þyrfti á sigri að halda lét Bearzot Paolo Rossi einan um aö vera frammi. Byggði á sterkri vörn og skyndisóknum. Miðvörður Rúmeníu, Iorgulesco, hélt Rossi alveg niðri og var einnig mjög virkur í spilinu. Rúmenar sóttu mjög framan af í von um að skora snemma og þeir Balaci og Boloni voru ítölsku vörninni erfiðir. Boloni skoraði eina mark leiksins á 24. mín. Callovatihafði brotið á Camataru. og Stefanescu tók aukaspymu Rúmena. Gaf á Boloni og Dino Zoff átti ekki möguleika að verja þrumufleyg hans af 20 metra færi. Italir drifnir áfram af stórleik Antonio Cabrini og Gentile reyndu mjög að jafna en Tardelli og Bettega fóru báðir illa með færi. Þá var Conti ekki sjálfum sér líkur enda átt við meiðsli að stríöa. Talsverö örvænting hljóp í leik Itala í s.h. Guiseppe Doss- ena og Altobelli komu í stað Antognoni og Bettega og Altobelli fékk færi tíu mín. fyrir leikslok en tókst ekki að skora. Sjö af leikmönnum Italiu voru Víkingurvann Víkingur sigraði Val 1-0 í Reykja- víkurmótinu í knattspymu á Melavell- inum á laugardag. Jóhann Þorvaröar- son skoraöi eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn. öll liðin hafa nú leikið einn til tvo leiki á mótinu og staðan erþannig. KR 2 110 3-13 Fram 2 110 2—0 3 Þróttur 2 110 3—2 3 Víkingur 110 0 1—0 2 Ármann 2 0 11 1—2 1 Fylkir 10 0 1 0-2 0 Valur 2 0 0 2 0-3 0 I kvöld kl. 19 leika Ármann og Víkingurá mótinu. hsím. frá Juventus. Staðan í riðlinum: Rúmenía 4 3 1 0 6—1 7 Tékkóslóvakía 4 13 0 10—4 5 Svíþjóð Italía Kýpur 3111 3-4 3 4 0 3 1 2-3 3 5 0 2 3 3-12 2 -hsím. Stórsigur hjá Tékkum Tékkar unnu stórsigur á Kýpur í 5. ríðli Evrópukeppni landsliða í Prag á laugardag, 6—0. Vaclav Danek skoraði strax á 4. mín. með langskoti og skoraöi aftur á 71. min. í millitíðinni hafði knötturinn fjóram sinnum lent í markiKýpur. Ladislav Vizek skoraði á 29. og 48. min. Zcenek Prokes á 37. mín og Ladislav Jurkemik á 57.mín. Tékk- ar sóttu látlaust nær allan leikinn. hsím. Lokastaðan Úrslitin í 4. umferð um islandsmeist- aratitilinn í handknattleik. FH—Stjaman 26—24 Víkingur—KR 26—19 FH—Víkingur 24—21 KR—Stjaraan 27—20 Víkingur—Stjaraan 24—18 KR—FH 26—19 Lokastaðan varð þannig. Víkingur 12 8 1 3 275—261 17 KR 12 7 1 4 284—264 15 FH 12 6 2 4 272—272 14 Stjaman 12 1 0 11 242—276 2 Markhæstu leikmenn voru. Kristján Arason, FH 80/28 EyjóÚurBragason,Stjöraunni 70/24 Þorbergur Aðalsteinss., Vík. 62/16 Gunnar Gíslason, KR 61/30 Hans Guðmundsson, FH 59/ 4 Sigurður Gunnarsson, Vík. 59/12 Alfreð Gíslason, KR 55 -bsim. miðier MÖGULEIKI Fjöldi stórvinninga á nýju happdrættisári Mánaðarlega verður dregið um íbúðarvinning; 8-10 bílavinninga; 25 ferðavinninga og hundruð húsbúnaðar- vinninga. Aðalvinningurinn sem jafnframt er stærsti vinningur á einn miða hérlendis er húseign að eigin vali fyrir 1.5 miílj. króna (dregið út í apríl '84). 11 íbúðavinningar á 400 þús. kr. hver. 4 00 bílavinningar á 75 þús. kr. hver. 300 ferðavinningar á 25 þús. kr. hver. 600 húsbúnaðarvinningar á 7.500 kr. hver og 6188 húsbúnaðarvinningar á 1.500 kr. hver. Sala á lausum miðum og endurnýjun ársmiða og flokksmiða er hafin Aðalvinningur ársins; Verum með í Happdrætti DAS. húseign fyrir 1.5 millj. króna. HAPPDRÆTTI 83-84 Jt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.