Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1983, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1983, Page 2
20 Sjónvarp Söngvakeppni sjónvarpsstöðva íEvrópu —sjónvarp á morgun kl. 19,00: Evrópusöngvakeppnií beinni útsendingu —þátttakendur frá tuttugu löndum Keppendur frá tuttugu löndum taka þátt í söngvakeppni sjónvarps- stööva í Evrópu á þessu ári. I fyrsta skipti getum viö fylgst meö keppn- inni í beinni útsendingu. Söngva- keppnin hefst klukkan 19.00 og veröur send út frá Miinchen í Þýska- landi, hún stendur yfir í rúmlega tvær og hálfa klukkustund. Það verður Frakkinn Guy Bonnet sem ríður á vaðiö og flytur fyrsta1 lagiö í keppninni, sem hann hefur sjálfur samiö og nefnir Vivre. Næst veröa Jahn Teigen og fjórar stúlkur frá Noregi sem flytja lagiö Do-Re- Mi. Jahn hefur meö aðstoð tveggja aöila samiö bæöi lagið og textann. Frá Bretlandi kemur fram grúppan Sweet Dreams, þar flytja 6 manns þriðja lagiö, I’m never giving up. Carola Haeggkvist, sænsk 16 ára gömul stúlka, syngur fjóröa lagiö Fraemling. Ricardo Fogli kemur fram fyrir hönd Itah'u og syngur fimmta lagið, Per Lucia. Tyrkir flytja sjötta lagið, Opera. Þeir nefna sig Cetin Alp and The Short Waves. Remedios Amaya frá Spáni flytja sjöunda lagið, Quien maneja mi barca. Mariella Farré frá Sviss syngur áttunda lagið, Io cosí no ci sto. Jassbailettdansarinn Ami Aspelund frá Finnlandi syngur niunda lagið, Fantasiaa. Christi Stassinopoulou frá Grikklandi syngur tíunda lagiö, Mou les. Bemadette frá Hollandi flytur ell- efta lagiö, Sing me a Song. Danijel Popovic frá Júgóslavíu syngur 12.' lagiö, Julie. Stavros og Constantina frá Kýpur • flytja þrettánda lagiö, I Agapi akoma zi (Ástin lifir enn). Hoffmann og Hoffmann koma fram frá Þýska- ■ landi, fjórtánda lagiö heitir Rueck-' sicht. Fimmtánda lagið, Kloden j Drejer, syngur 18 ára gömul stúlka, Gry Johansen frá Danmörku. Fimm Þátttakendur i söngvakeppni sjónvarpsstöðva i Evrópu koma frá tutt- ugu löndum til Munchen þar sem keppnin fer fram á morgun. Á mynd- inni eru keppendur frá Noregi, Jahn Teigen, Anita Skorgan, Karimette Aamodt, Siri Lenning Froemyhr og Nina Bayer, sem flytja lagið Do-Re- Mi. síðustu lögin í keppninni eru Hi frá Israel, flutt af Ofra Haza, Esta Balada que te dou frá Portúgal, flutt af Armandó Gama og kór, Hurricane frá Austurríki, flutt af Westend, og næstsíðasta lagið er frá Belgíu, Rendez-vous, flutt af Pas de Deux. Corinne Hermes frá Luxemburg slær botninn í keppnina meö laginu Si ia vie est cadeau. -RR Fjölskyldufaðirínn nefnist bandarísk biómynd um miðaldra heimilisföður sem heldur fram hjá konu sinni. Myndin hefst klukkan 22.30 föstudags- kvöldið 29. april verk: Jack Lemmon, Walter Matthau, Susan Sarandon, David Wayne og Carol Burnett. Frétta- ritari viö dagblaö í Chicago segir upp erilsömu starfi vegna þess aö hann ætlar aö kvænast. Honumi reynist þó erfitt aö slíta sig lausan, því aö ritstjórinn vill ekki sleppa honum og mikilvægt mál reynist flókið úrlausnar. Þýöandi Kristmann Eiösson. Sunnudagur 1. maí 18.00 Sunnudagshugvekja. Skúli Svavarsson kristinboöi flytur. 18.10 Bjargið. Ný kvikmynd íslenska sjónvarpsins í norrænum barnamyndaflokki. Myndin gerist í Grímsey að vori til og er umj nokkur börn sem fá að fara í fyrsta skipti í eggjaferð út á bjargið. Leikendur: Hulda Gylfadóttir, Þóra Þorleifsdóttir, Svavar Gylfa- son, Konráö Gylfason og Bjarni Gylfason. Kvikmyndun: Baldur Hrafnkell Jónsson. Hljóö: Sverrir Kr. Bjarnason. Þulur: Hallgrimur Thorsteinsson. Umsjón og stjórn: Elín Þóra Friðfinnsdóttir. 18.30- Dagiegt líf í Dúfubæ. Breskur brúöumyndaflokkur. Þýöandi Öskar Ingimarsson. Sögumaöur Sigrún Edda Björnsdóttir. 18.44 Palli póstur. Breskur brúðu- myndaflokkur. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. Sögumaöur Siguröur Skúlason. Söngvari Magnús Þór Sigmundsson. 19.00 Sú kemur tíð. Franskur teikni- myndaflokkur um geimferöaævin- týri. Þýöandi Guöni Kolbeinsson, þulur ásamt honum Lilja Berg-’ steinsdóttir. 19.25 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingarogdagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. Um- sjónarmaöur Magnús Bjarnfreðs- son. 20.55 Stiklur. 10 þáttur. Fámennt í fagurri sveit. Byggöir, sem fyrrum voru blómlegar við Breiða- fjörö, eiga nú í vök aö verjast og allstór eyöibyggö hefur myndast í Baröastrandarsýslu. I þessum þætti er fariö mn Gufudalssveit. Þar er byggö aö leggjast niöur í Kollafirði og síðasti bóndinn flytur úr firöinum í ár. Myndataka: Helgi Sveinbjörnsson. Hljóö: Agnar Einarsson. Umsjónar- maöur: Omar Raenarsson. „ 21.35 Ættaróöaliö. Sjötti þáttur. Breskur framhaldsflokkur í ellefu þáttum gerður eftir skáldsögu Evelyns Waugh. Efni fimmta þáttar: Charles dvelur á Brides- head um áramótin 1925. Sebastian og Samgrass eru þar fyrir, nýkomnir frá Austurlöndum nær. Lafði Marchmain gérir ráöstaf- anir til aö halda yngri syni sínum frá drykkju. Sebastian býöst tæki- færi til aö sneiða hjá boði móöur sinnar þegar safnast er til refa- veiöa. Þýðandi Oskar Ingimars- son. 22.25 Placido Domingo. Spænskur tónlistarþáttur. Þýðandi Sonja Diego. 23.30 Dagskrárlok. DV. FÖSTUDAGUR 22. APRIL1983. YTnrwYwmwwwYwm’Yi Kvikmyndir Kvikmyndir HÁSKÓLABÍÓ: HÚSIÐ Islendingar eru mystískir og áhugi þeirra á hinu yfirnáttúr - lega, því dulúöuga, er mikill. Svo hefur lengi verið. Þaö er því ekki að ófyrirsynju að lagt var út í gerö kvikmyndar um þessi efni. Hún hefur veriö tekin til sýninga meö nafninu Húsiö — trúnaðarmál. I fáum orðum sagt er hún eitthvert besta, vandaöasta og heilsteypt- asta kvikmyndaverk er ég hef séö. Myndin er lýsandi dæmi hvern- ig tekist hefur aö gera áhugavert efni aö spennandi og eftirminni- legri röö atvika sem hvert um sig eru perlur; kvikmyndunarlega séö. Sem slíkur er söguþráöur Hússins ekki mikill aö vöxtum — ef hann væri sagður í sagnaformi væri hann lítilsveröur — en meö kvikmyndavélinni, eölilegum leik og snjallri leikstjórn, hefur tek- ist aö gera hann trúveröugan og aö nokkru fallegan. Helstu kostir myndarinnar eru frábærar tengingar milli ólíkra atriöa, skemmti- leg stígandi, sem er hæg og vinnur meö efniviönum. Þá eru klippingar oft magnaöar og falla vel aö heildarmyndinni. Húsiö — trúnaðarmál er hrífandi dulúö sem lætur engan ósnortinn. -SER. AUSTURBÆJARBIO: Á HJARA VERALDAR Á hjara veraldar er djörf tilraun í íslenskri kvikmyndagerö. Tekiö er fyrir lif þriggja persóna og kafað djúpt í myrkur sálarlífs þeirra. Myndin fjallar um móöur, dóttur og son sem öll hafa á sinn hátt orðið fyrir vonbrigðum í lifinu. Móöirin er ung þegar hún fer úr sveitinni þar sem hún hefur alist upp og leggur upp í ferö þar sem takmarkið er aö komast í söngnám, en feröin endar í Reykja- vík þar sem hún giftist og eignast börnin tvö. Söngnámiö veröur aöeins til í huga hennar. Dóttirin er oröin þingmaöur og berst fyrir því aö virkjunarframkvæmdir veröi hafnar í sveit móöurinnar. En þaö er stutt í efasemdirnar. Sonurinn fór ungur til sjós en starfar nú sem ljósamaöur í leikhúsi. Hann er einangraður frá öörum, fiktar við kukl og lifir í eigin hugarheimi. Á hjara veraldar f jallar um þessar þrjár persónur og þaö ófullnægjandi líf sem þær lifa. Á hjara veraldar er fyrsta verk Kristínar Jóhannesdóttur, en hún er bæöi leikstjóri og handritshöfundur og veröur myndin að teljast nokkuö persónuleg. Hún krefst mikils af áhorfandanum en skilur líka á móti mikiö eftir sig. -HK. REGNBOGINN FIRST BLOOD Sjaldan eöa aldrei hetur Silvester Stallone sýnt eins góöan leik og í nýjustu mynd sinni, First Blood, sem skrifuð er eftir met- sölubók David Morrell um örlög eins af sonum Bandaríkjanna er liföi líkamlega af hörmungar Víetnamstríösins. Eg minnist þess ekki að hafa séð kappann tjá persónu af jafnmiklu öryggi og með jafnmiklum tilfinningalegum tilþrifum. Almennt er leikurinn mjög góöur í kvikmyndinni, nema ef vera skyldu tilþrif þeirra sem hafa meö smáhlutverkin aö gera. Leikstjórinn hefur náö góöum tökum ‘ á efniviönum, honum tekst aö leiöa söguna trúveröuga áfram, láta atvikin jafnt og þétt vinda upp á sig upp í magnaöa spennu, þó ekki yfirmáttugan stórkostleik, heldur hreint eölilega og fágaöa stíg- * andi. Öll tæknivinna er meö ágætum í myndinni. Kvikmyndun og klipping er oft sérlega smekklega af hendi leyst. I nær öllum atriö- um er þetta verk Ted Kotcheff hafiö langt yfir meöalmennsku. Og ' þó hann fari óþarflega nálægt mörkum stórslysaþemans í vissum atriðum þá verður ekki annaö sagt en hér sé um prýöisgóöa afþrey- ingarmynd að ræöa — og vel það. -SER. NVJA BÍÓ: DIIMER Diner er heiti á hamborgarasjoppu þangaö sem fimm vinir venja komu sínar en þessir fimm félagar eru aöalpersónur myndarinnar. Þaö gengur á ýmsu í samskiptum þeirra á milli og út á viö, en allt fær farsælan endi í þessari ágætu mynd sem látin er gerast rétt fyrir 1960, þegar rokkiö var í algleymingi, enda er tónlistin í mynd- inni frá þeim árum. Diner er frumraun Barry Levinson sem leik- stjóra, en hann er þekktari sem handritshöfundur, bæöi úr sjónvarpi og kvikmyndum. Hann er fæddur í Baltimore, en einmitt • þar er kvikmyndin látin gerast, og hann hefur sagt að sögu- þráðurinn sé að nokkru leyti byggöur á eigin reynslu. Diner er glettin mynd, full af lífi og f jöri og að mestu laus viö allt ofbeldi. Og þótt söguþráöurinn sé ekki merkilegur þá er svo vel gengið frá aöalpersónunum að myndin í heild er góð skemmtun þar sem ungir og efnilegir leikarar fara á kostum. -HK. ■y ■■■■■■■■11 Kvikmvndir Kvikmyndir ■ ■■illE. iIU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.