Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1983, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1983, Side 6
28 DV. FÖSTUDAGUR 22. APR1L1983. Hvað er á seyði um helgina Hvaðeráseyði um helgina Fyrsta einkasýning Brynhildar Þorgeirsdóttur á glerskúlptúr verður opnuö ,á morgun, laugardag, i Galleri Langbrók klukkan 16.00. GalleríLangbrók: Brynhildur Þorgeirsdóttir sýnir glerskúlptúra — eftir margra ára nám í glerskólum Brynhildur Þorgeirsdóttir opnar sýningu á glerskúlptúrum í Gallerí Langbrók Amtmannsstíg 1 Reykjavík, á morgun, laugardag, klukkan 16.00. Brynhildur lauk námi frá Myndlista- og handíöaskólanum 1978 en síöan hefur hún lært glergerð víöa erlendis, svo sem í Hollandi, Svíþjóö og Bandaríkjunum þar sem hún var viö nám í tvö ár. Sumariö 1982 stundaði hún nám í Pilchuck glerskóla í Washington og hlaut þar viöurkenningu, „The Corning price”. Þetta er fyrsta einkasýning Brynhildar en áöur hefur hún tekiö þátt í samsýningum í Hollandi, Bandaríkjunum og hér á landi á sýn- ingunni Gullströndin andar. Sýningin í Gallerí Langbrók veröur opin virka daga frá klukkan 12—18 og laugardaga frá 14—18. Sýning- unnilýkur6.maí. -RR. rr Óbærí/egt undirher- stjórn á Falklands- eyjum" — Denis og Margareth Humphreys, Falklandseyingarnir sem ætla að setjast að á íslandi, í helgarviðtali. Þeir sigidu þjóðarskút- unni í dentíð — svipmyndir af gömlum stjórnmálakempum. Suzanne Brogger, danski metsöiuhöfund- urínn, í viðtaii. Stíklað á stóru um „Frankie boy". Veistu hvað Vatnajökull er? Gunnar Möiier, formaður landskjör- stjórnar, segir frá sínu starfi. Skáldin og vorið. Fyrrverandi hermaður Hitlers ferðast um Staiingrad þar sem hann barðist fyrir fjörutíu árum. Svipmyndir úrlífiPéturs Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Landhelgis- gæslunnar. HELGARBLAÐ 72 SIÐUR Á MORGUN MEÐAL EFNIS: Þjóðleikhúsið um helgina: 30. og sídasta sýning á Jómfrú Ragnheiði — Grasmaðkur, Lína og Súkkulaði handa Silju Nú um helgina lýkur sýningum í Þjóöleikhúsinu á leikritinu Jómfrú Ragnheiöi, nútímalegri leikgerð Bríetar Héöinsdóttur á Skálholti Guð- mundar Kamban. Lokasýning á verki þessu veröur sunnudagskvöldiö 24. apríl kl. 20.00 og veröur þaö jafnframt 30. sýning á verkinu. Athygli skal vakin á því aö sýningar- tími bamaleikritsins Línu Langsokks er klukkan 12.00 á laugardag og klukkan 15 á sunnudag. Súkkulaöi TónleikarStefnis íMosfellssveit Karlakórinn Stefnir Mosfellssveit heldur sinn annan konsert aö Fólk- vangi Kjalarnesi föstudaginn 22. apríl kl. 21. Á efnisskrá eru bæöi innlend og erlend lög af ýmsum toga. Einsöngv- arar meö kómum eru aö þessu sinni þeir Helgi Einarsson og Sigmundur Helgason. Þriðju og síöustu tónleikar Stefnis hér sunnanlands veröa síöan í Hlégarði Mosfellssveit sunnudaginn 24.aprílkl. 15. Kórinn heldur síöan norður í land og syngur aö Miðgarði Varmahlíö föstu- daginn 29. apríl kl. 21, Ydölum Aöaldal laugardag 30. apríl kL 21, Skjólbrekku sunnudaginn 1. maí kl. 14.1 norðurferö kórsins munu þeir Friðbjörn Jónsson og Þóröur Guömundsson syngja ein- söng meö kórnum, undirleikari er Guöni Þ. Guömundsson. Stjórnandi kórsins er Láms Sveinsson. Málverkasýning íGrindavík aöeins opið þessa helgi Eyjólfur Olafsson opnar málverka- sýningu í Kvenfélagshúsinu Grindavík á morgun, laugardag, 23. aprílklukkan 10.00. Um 40 olíu- og vatnslitamyndir eru á sýningunni sem er fimmta einka- sýning Eyjólfs. Sýningin stendur aðeins yfir þessa helgi og lýkur klukkan 18.30ásunnudagskvöld. -RR. Ferðalög Ferðafélag íslands Dagsferðir sunnudaginn 24. aprú. 1. kl. 09. Skarðsheiðin. Gengið á Heiðarhom (1055 m) e£ veður leyfir. Verð kr. 300,- 2. kl. 13 Þyrill — Bláskeggsá. Þessi gönguferð hefst við SUdarmannabrekkur, síðan gengið með brúnum f jaUsins og komið niður hjá Blá- skeggsá. Verð kr. 200,- Farið frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bíl. Njótið útiveru i góð- um hópi. Afmælisfundur kvenna- deildar Slysavarna- félags Reykjavíkur verður haldinn á Hótel Heklu mánudaginn 25. apríl og hefst með borðhaldi klukkan 19.30. Góð skemmtiatriði. handa Silju veröur sýnt á litla sviðinu í Leikhúskjallaranum sunnudagskvöld klukkan 20.30. Nýja leikritiö, Grasmaökur, eftir Birgi Sigurösson, sem frumsýnt var um síöustu helgi, verður sýnt í kvöld og annað kvöld klukkan 20.00. Gras- maökur er spennandi verk sem í senn er kímiö, nærgöngult og grimmt, þaö gerist hjá „venjulegu” fólki í Reykjavík. -RR. Kjarvalsstaðir: Þorbjörg Pálsdóttir með höggmyndasýningu Þorbjörg Pálsdóttir myndhöggvari opnaði sýningu á höggmyndum aö Kjarvalsstöðum í gær, fimmtudaginn 21. apríl. Sýningin stendur til 3. maí og veröur opin frá klukkan 14.00 til 22.00 alla daga. Aögangur er ókeypis. Þetta er þriöja einkasýning Þor- bjargar. Á henni veröa eingöngu högg- myndir og hafa flestar þeirra veriö unnar síöastliöin tvö ár. Allt eru þetta barnamyndir aö undanskibnni einni ófrískri konu. Þorbjörg Pálsdóttir stundaöi mynd- listamám í Stokkhólmi og hér heima hjá Ásmundi Sveinssyni, Sigurjóni Olafssyni og Jóhanni Eyfells. -JBH. BROADWAY: A fðstudags- og laugardags- kvöld veröur Broadway-ballettinn sýndur, dansparið Kara og Reynir taka snúninga, Jón Axel stýrir plötunum á fóninn á föstudags- kvöldi en Gisli Sveinn á laugardagskvöldi. KLÚBBURINN: Á föstudags- og laugardags- kvöld mun hljómsveitin Goðgá halda uppi fjörinu ásamt tveim diskótekum. HÖTEL SAGA: Á föstudags- og laugardags- kvöld mun hljómsveit Ragga Bjama drífa menn og konur í dansinn. GLÆSIBÆR: Tveir saUr og tónUst við aUra hæfi. Hljómsveitin Glæsir leikur fyrir dansi í öðrum salnum. Diskótekið annast þeir Grétar Laufdal og Karl Gunnlaugsson. Það er boðiö upp á vinsæl lög, bæði gömul og ný, mest þó diskó. HOLLYWOOD: Opið ÖU kvöld helgarinnar, vanir menn i diskótekinu og vinsæl lög að vanda. OÐAL: Opið öll kvöld helgarinnar. Topplög og toppfólk í diskótekinu. Ásmundur sér um snúningana föstudagskvöld, Fanney laugar- dagskvöld og Dóri sunnudagskvöld. Auðvitað komastaUirístuð. SNEKKJAN: Föstudagskvöld sér HaUdór Árni um diskótekið, hljómsveitin Metal skemmtir laugardagskvöld. ÞÓRSKAFFI: Föstudags- og laugardags- kvöld mun Þórskabarettinn skemmta dans- húsgestum. Það eru þau Jörundur, Júlíus, Laddi og Saga sem skipa hann. Dans- bandið og Þorleifur Gíslason leika undir öruggri stjóm Árna Scheving. Kristján Kristjánsson leikur á orgel fyrir matargesti. VEITINGAHÚSIÐ BORG: Asgeir Braga kemur öUum út á gólfið föstudagskvöld, en Nesley leikur sitt vinsælasta laugardags- kvöld. Gömlu dansana stíga menn sunnudags- kvöld á Borginni, það er hljómsveit Jóns Sigurðssonar sem leikur. HREYFILSHÚSIÐ: Opið laugardagskvöld - gömlu dansarnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.