Alþýðublaðið - 14.06.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.06.1921, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Ráðskonustarfið við sjúkrahúsið á Isafirði < j er Iaust i. sept. oæstk. — Árslaun 1500 krónur, fæði og húsnæðL — Allar upplýsingar fást hjá undirrituðum, sem tekur á móti umsóknum til 10. ágúst næstkomandi. ísafirði, 9. júní 1921. Héraðslæknirinn. er blað jainaðarmanna, gefinn út á Akureyri, Keinur út vikulegx í nokkru stærra broti en .Vásir" Ritstjóri cr Halldór FrlðjÓBlSSOB. VerkamaðnrinB er bezt ritaður allra corðlenzkra blaða, og er ágætt fréttablað. Allir Norðlendingar, víðsvegar um laisdið, kaupa haun. Varkamenn kaupið ykkar bloð! Gerist áskrifendur frá nýjári á ^ljgrelðslu jnjiýML ~V indlar, margar góðar teg. nýkomnar tii Jóh. 0gm. Oddssonar Laugaveg 63 Hjólhestar gljábrendir og nikkel- húðaðir í Fálkanum. Kvenmaðu? óskast til innanhúsverka á fáment sveita heimili. Afgr. vísar á. Kransar fást á Brekkustíg 3. Komið og gerið hi» hagfeldu kaup í ,Von“. Nýkomið smjör, kæfa, skyr, egg, riklingur, harð- fiskur, saltkjöt, melís, epli, app elsínur, hrísgrjón, kaffi, export, hveiti nr. 1, rúgmjöl, haframjöl, sagogrjón, jarðeplamjöl, þurkaðir ávextir, niðursoðnir ávextir beztir í borginni. — Eitthvað íyrir alla. Sími 448. — Virðingarfylist. — Gunnas S. Sigurðss. Kaupid Alþýðublaðið! Jxck Loxdv*'. Æflntýri. greina, sagði hún. — Það er venja, sagði eg, — Hvergi í öllum heiminum, hrópaði hún. — Það er að minsta kosti tillit sem maður tekur hér á Salomonseyjunum, sagði eg. — Og veistu hvað eg heid? Eg held að Bur- nett hefði fallist á mína skoðun, hefði hún ekki byrjað að tala Ismeygilega og — þúskilur: — Herra uppboðshald- ari, viljið þér vera svo góður, að halda uppboðinu áfram á loglegan hátt? Eg hefi líka öðrum erindum að gegna, og hefi alls engan tíma til að standa hér hálfa nóttina eg blða eftir mönnum sem ekki vita hvað þeir vilja. Og þú hefðir átt að sjá hana brosa til Burnetts, þegar hún sagði þetta — þú þekkir þessi bros sem alt sigra og sem eg sit héma byrjaði Bumett að þvögla út úr sér: — Fyrsta, annað og þriðja sinn, síðasta boð — fimmtíu og fimm pund eru boðin — engin betur — þá fáið þér það, ungfrú — hvað heitið þér ef eg mætti spyrja? — Jóhanna Lackland, sagði hún og brosti til mfn. Svona fór hún að því, að kaupa Martha." Sheldon var kátur með sjáfum sér. Martha — miklu betra skip en Malakula — í raun og veru bezta skipið sem til var á þessum slóðum. Einmitt ágætt til verka- mannaflutninga, og það var líka skamt frá. En svo datt honrnn í hug, að alt mundi ekki með feldu, fyrst slíkt skip hefði selst fyrir svo lítið verð. „Hver var ástæðann?" spurði hann. „Hafa menn ekki verið heldur fljótir á sér að selja Martha „Það var ekki um annað að gera. Þú þekkir Poonga*. Poonga rifið. Skipið er ekki tveggja aura virði, ef nokkuð verður að veðri, og menn geta búist við norð- anátt hvenær sem er. Allir yfirgáfu skipið. Engum datt f hug að setja það á uppboð. Það var Morgan & Raff sem fekk þá til þess. Þetta var samvinnufélag, eins og þú veist, stjórnendurnir, hásetarnir og mat- sveinninn voru allir hluthafar. Þeir héldu fnud og ákváðu að selja.“ „En hvers vegna voru þeir ekki kyrrir á skipsfjöl, og reyndu að bjarga skipinu?" „Kyrrir! Þú- þekkir líklega Malaita. Og þú þekkir víst Poonga-Poonga. Það var þar, sem þeir umkringdu Scottish-Chicfs og drápu alia áhöfn. Hér var ekkert annað að gera en fara f bátana. Svertingjarnir voru samstundis komnir. Eg hefi tálað við tvo háseta; þeir sverja það, að ekki færri en tvö hundruð stríðsbátar hafi umkringt skipið á hálfri klukkustund, og að fimm þúsund skógarbúár hafi beðið á landi. Þeir sögðu, að hvergi hefði sést 1 Malaita fyrir reyknum úr öllum varð- eldunum, sem kveiktir hefðu verið. Hvernig sem alt var, flýðu þeir til Tulagi.“ „En hvers vegna lögðu þeir ekki til orustu?“ spurði Sheldon. „Já það er skrftið, að þeir skyldu ekki gera það. En þeir voru skildir að. Tveir þriðju þeirra voru í bátnum til þess að varpa akkeri, þeir voru vopnlausir og hafði ekkí dottið árás mannæta f hug. Þeir tóku óf seint eftir villu sinni. En svona er það, þegar menn eru hér ókunnir. Hvorki þú eða eg, eða aðrir þaulvanir hér um slóðir, hefðum látið fara svona með okkur.“ „En hvað skyldi Jóhanna nú hafa í hyggju?“ Auckland skipstjóri brosti út undir eyru. „Hún ætlar held eg að reyna að ná Martha af rifinu Annars veit eg ekki hvers vegna hún var að borga fimmtlu og fimm pund fyrir hana. Og ef henni hepnast það ekki, mun hún líklega reyna að vinna inn fé sitt með því að tfna saman ýmislegt lauslegt á skipinu. Það mundi eg að minsta kosti gera. Þegar eg fór, var sú litla að taka Emily á ieigu. — Eg ætla að fara að ráða verkamenn, sagði Miinster — hann er skipstjóri og á skipið sjálfur. — Og hve mikið geturðu grætt á þeirri ferð? spurði hún. — Svona sextíu pund, sagði hann. — Ágætt, segir hún, ef þú viít fara á Emily, þangað sem eg vil, færðu sjötfu og fimm .... Þú kannast við stóra skipsakkerið og keðjuna, sem geymd er f kössum aftan við kolakiefann? Hún var að kaupa það þegar eg fór. Það er töluverður mergur í henni,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.