Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1983, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1983, Page 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 26. AGUST1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd skipasmíðastöð- FLOKKSBRÓÐIR GLISTRUPS TELUR HANN GEÐVEIKAN Rakowski aðstoðarforsstlsráöherra var aðalsamningafulltrúi stjórnvaida, sem átti í viðræðum við Walesa og félaga i verkfallinu 1980 (þá var þessi mynd tekin) en nú neitar hann að ræða við Walesa eða viðurkenna tilvist Einingar. og ýmissa mótmælaaðgerða annarra á sjálfan afmælisdaginn. Berandi Walesa í Gullstóli út um hlið Lenínskipasmíðastöðvarinnar hróp- uöu verkamenn slagorð Einingar og sungu þjóösönginn við minnisvarðann í hliðinu áöur en þeir síöan dreifðust hver til síns heima. Rúmlega 500 manns höfðu sótt fund- inn, sem haldinn var í sama salnum og samkomulagið var undirritað í í verk- föllunum 1980, en þaö var undanfari stofnunar Einingar . Fundurinn var lokaður erlendum fréttamönnum. Ra- kowski flutti klukkustundarlanga ræðu þar sem hann veittist aö forystumönn- um Einingar og sakaði samtökin um að valda efnahags- og félagslegum vandræðum Póllands og stefna að því aðafnema sósíalisma í Póllandi. Walesa, sem stóö upp og talaði fram- an úr sal, bauð upp á sættir og lagði til málamiðlanir til þess að leiða landið út úrógöngunum. Rakowski mun hafa hafnað öllum til- lögum um viðræður við Einingu og var þá gert hróp að honum. Verkamenn gerðu hróp aó Rakowski aðstoðarforsætisráöherra á fundi sem hann hélt meö starfsmönnum Lenín- skipasmíðastöðvarinnar í Gdansk. Tii- gangur fundarins var að lægja ólguna en það snerist í höndum fundarfcoö- enda. Um leið notuðu starfsmennirnir tækifæriö og hylltu Lech Walesa, for- ingja sinn. Báru þeir hann í gullstóli um stööina. Rakowski mátti þola frammígrip og glósur frá áheyrendum þegar hann ávarpaði þá. Yfirvöld kappkosta að reyna að kveöa niður „draug” hinnar óháðu verkaiýðshreyfingar áöur en þriggja ára afmæli hennar rennur upp 31. ágúst.Eining hefur veriö bönnuð en neitar að „liggja kyrr”. Neðanjaröarforingjar samtakanna hafa hvatt til „hægagangs” aðgerða á vinnustöðum um allt land þessa vikuna Lech Waiesa, Ieiðtogí Einingar, borinn í gullstóli af félögum sínum. Ölgan í Framfaraflokknum danska heldur áfram og eins og áöur er það mismunandi afstaða flokksmanna til Mogens Glistrups, stofnanda flokksins, sem deilunni veldur. Nú hefur oröið vart mikillar reiði Ofsóttir fyrir friöarhugsjónina Einn af stofnendum hinnar óopin- beru friðarhreyfingar í Sovétríkjunum Sekur um 13 morð Benjamin Ng, 20 ára gamall Bandaríkjamaður af kínverskum ættum, var fundinn sekur um 13 morð fyrir dómstóli í Seattle í Bandaríkjunum í gær. Mun Ng hafa ásamt tveim vitorðsmönnum rænt og skotið 14 viðskiptavini Wah Mee spilavítisins, sem er að finna í kínverska hverfinu í Seattle. Eitt fórnarlambanna komst lífs af og var það vitnisburöur þess sem leiddi til handtöku Ng og vitorös- manns hans Kwan Fai Mack, sem ákærður hefur verið fyrir sömu glæpi. Þriðji vitorðsmaðurinn, Wai Chiu Ng, er talinn hafa flúið til Hong Kong. Nú skal kviðdómur í máli Ngs ákveða hvort hann verði dæmdur til dauða eða til lífstíðarfangelsis. sagði í gær að KGB-lögreglan hefði gert húsleit hjá honum og auk þess hót- að að draga hann fyrir rétt. Vladimir Brodsky sagöi vestrænum fréttamönnum aö hann hefði verið boðaður til yfirheyrslu hjá lögreglunni í gærmorgun. Þegar hann sneri aftur heim kom hann að fjórum óeinkennis- klæddum mönnum aö gramsa í íbúð- inni. Honum var sagt að hann yröi dreg- inn fyrir rétt vegna andsovéskra at- hafna eða rekinn frá Moskvu ef hann ekki segði skilið við friðarhreyfinguna. Við húsleitina höfðu hinir óeinkennis- klæddu haft á brott með sér öll skjöl sem lutu félagsskapnum, en hann var stofnaður í júní í fyrra. — Hópurinn kennir sig við aukið traust milli Sovét- rikjanna og Bandaríkjanna. Stofnfélagar kunna allir að segja frá stöðugri áreitni yfirvaldsins og allir hafa sætt varðhaldi um lengri eða skemmri tíma. Einn þeirra, Sergei Rosenoer, sagði fyrr í þessum mánuöi að hann hefði verið yfirheyrður og hon- um tilkynnt að hann kynni að verða dreginn fyrir rétt fyrir að stunda ekki vinnu. Honum var sagt upp kennara- starfi á sínum tíma, þegar skólayfir- völd fréttu af aðild hans aö friðarhreyf- ingunni. Mistök í kyngrein- ingu tígrisdýra Rússar sendu síberískt tígrisdýr á rangan áfangastað í Bandaríkjunum en yfirmenn dýragarðsins í Bronx í New York segjast ætla aö notast við tígrisdýriö sem þeim barst og rækta, undan því. Þannig er mál með vexti að Bronx-dýragarðurinn átti aö fá karl- kynstígrisdýr að nafni Tulan, en þaö nafn útleggst Túlipani á íslensku. En eitthvað hefur sendingin ruglast þegar skrifað var utan á pakkana í Moskvu- dýragarðinum og til Bronx kom Alicia, lögulegasta hnáta, en kvenkyns. Alicia þessi átti að fara í dýragaröinn í Omaha í Nebraska-fylki. Nú er Tulan í Omaha, en það kemur ekki aö sök, því á báðum stöðunum er aö finna síberíutígrisdýr af gagnstæðu kyni, svo undaneldi getur hafist. Síberíutígrisdýr eru ákaflega fágæt og er aöeins taliö að 200 slík dýr sé að' finna í sínu náttúrulega umhverfi. Um 2000 eru í dýragörðum víðs vegar um heim, en mörg þeirra hafa verið skyld- leikaræktuð um of og er ekki óhætt að rækta undan þeim. meðal f jölmargra kjósenda Framfara- flokksins vegna ummæla H. C. Han-. sens, starfandi þingflokksformanns, er hann viðhafði í sjónvarpinu ádögun- um. Þar lét hann þá skoðun í ljósi aö Framfaraflokkurinn ætti nú algerlega að segja skilið við Glistrup, ekki þó vegna fangelsisdómsins, sem Glistrup hefur hlotið, því að þann dóm taldi Hansen ósanngjaman. Hins vegar þótti honum yfirgangur Glistrups í flokknum orðinn slíkur að heppilegast væri að losna við hann. Auk jjess gaf Hansen ótvírætt í skyn, aö Glistrup væri ekki lengur heill á geðsmunum. Þessi ummæli Hansens hafa, eins og áður segir, valdið mikilli reiði og fjöl- margir liösmenn Framfaraflokksins krefjast þess að Hansen segi af sér. Sjálfur sagði Hansen í viðtali við danska sjónvarpið í gærkvöldi aö hann stæöi viö ummæli sín og sæi enga ástæðu til að draga þau til baka. -GAJíLundi. r s ÁTTA FÓRUSTÍ UMFERÐARSLYSI Atta manns létust, þar á meöal fimm börn og fimm aðrir vegfar- endur meiddust í umferðarlsysi nærri Köln í fyrrakvöld. Þar rákust þrír bílar saman á mikiili ferð en slysið stafaði af því að hvellsprakk á hjólbarða á einum bílnum. Gerðu hróp að ráðherranum í inni i Gdansk — hylltu hins vegar Walesa og báru í gullstóli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.