Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1983, Síða 13
DV. FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST1983.
13
síðan hafa menn jafnframt gripið til
þess ráðs að hækka skattinn til þess að
ná inn tekjumvegna lækkunar á að-
flutningsgjöldum.
Þegar talaö er um að söluskattur
eigi að vera hlutlaus er átt við að skatt-
urinn leggist á allar vörur, oghveming
sem verslaö er. Taka má einfalt dæmi:
Ef listamaður selur verk sín sjálfur þá
þarf kaupandinn ekki að greiða sölu-
skatt. Hins vegar verður kaupandinn
aö greiða söluskatt ef listamaöurinn
fær þriðja mann til þess að selja verkið
fyrir sig, t.d. á uppboöi, eða ef verkið
er til sölu á almennri listaverkasölu.
Sama gildir um sölu listaverka. Ef
eigandinn selur listaverkið án milli-
liða þarf kaupandinn ekki að greiða
söluskatt en ef eigandinn notfærir sér
þjónustu listaverkasala verður kaup-
andinn að greiða skattinn. Nú er það
svo að listaverkin hækka ekkert í verði
þótt söluskatturinn sé lagður á heldur
lækkar verðið til seljandans sem nem-
ur söluskattinum. Þarna er vitanlega
um misræmi að ræða og óréttlæti sem
kemur því sárar niður sem skatturinn
er hærri.
Á sama hátt er það svo að þeir sem
kaupa mat á veitingahúsum verða að
greiöa söluskatt en þeir sem kaupa
mat í mötuneytum, sem rekin eru af
fyrirtækjum eða starfsfólki, þurfa ekki
aö greiöa söluskattinn. Þarna kemur
enn fram misrétti. Svo má nefna blöð
og tímarit en kaupendur sumra tíma-
rita þurfa að greiða söluskatt en ekki
aörir. Aö sjálfsögðu eru dagblöð
undanþegin söluskatti!
En var eyðilagður
Eins og fyrr segir var söluskattur-
inn nokkuð a lmennur skattur í upphafi.
En með árunum hefur undanþágum
fjölgað og er nú svo komið að undan-
þágurnar eru óteljandi og koma
óskaplega misjafnt niður. Þannig hafa
undanþágumeistaramir holað lögin
smátt og smátt, eins og dropinn stein-
inn, og eru þau orðin hripleik. Það er
því nauðsynlegt að setja ný söluskatts-
lög eða samsvarandi lög um annan
neysluskatt.
Af hverju nýr skattur?
Ein af röksemdunum fyrir virðis-
aukaskatti er sú að skatturinn sé svo
flókinn að útilokað sé að veita undan-
þágur og sé það veruleg vörn gegn sér-
hagsmunahópum. Það muni því taka
miklu fleiri ár að eyðileggja skattalög-
in en hins vegar sé það lífsnauösyn
fyrir atvinnulífið að neysluskattar
leggist með sama þunga á hvaða
neyslu sem er. Sé það ekki gert þá
muni fólk vitanlega freistast til þess að
nota meira þá þjónustu og kaupa
meira þær vörur sem ekki eru skatt-
lagðar. Fylgismenn virðisaukaskatts
hafna röksemdum um nauðsynjavör-
ur, benda á að sá einn viti hvar skórinn
kreppir sem noti hann og að óhóf fyrir
einn mann sé lífsnauðsyn fyrir þann
næsta.
önnur og veigamikil röksemd fyrir
virðisaukaskatti er sú að svipaður
skattur hafi veriö tekinn upp í heistu
viðskiptalöndum okkar í Evrópu og til
þess að tryggja samkeppnismöguleika
íslenskra fyrirtækja verði skattlagn-
ing að vera með s vipuðum hætti.
I sjálfu sér má fallast á þessar rök-
semdir. En á móti kemur það, sem ég
nefndi í upphafi, að skattheimtan
verður dýrari og að virðisaukaskattur-
inn er beittara skattheimtutól en sölu-
skatturinn. Nógu skattpíndir eru
fslendingar, þótt ekki sé verið að auka
á byrðarnar. Og það virðist vera þvert
á stefnu fjármálaráðherrans, um að-
hald í ríkisrekstri, að taka upp skatt
sem fleiri menn þarf til að annast um.
Miklu nær væri að endurskoða sölu-
skattslögin og gera söluskattsskylduna
miklu umfangsmeiri en nú og jafn-
framt að takmarka mjög allar heim-
ildir ráðherra til þess að fella niður
söluskattsskyldu. Slíkar heimildir eiga
að vera settar af löggjafanum en ekki
framkvæmdavaldinu.
Haraldur Blöndal.
• „Ef áfengisneysla fólks í þessu áfengis-
sjúka þjóðfélagi er næg ástæða til þess að
hætta öllu samkomuhaldi þá held ég t.d. að
tími sé kominn til þess að loka flestum sam-
komuhúsum höfuðborgarinnar og fleiri
skemmtistöðum. ’ ’
ástæða til þess að hætta öllu samkomu-
haldi þá held ég t.d. að tími sé til kom-
inn að loka flestum samkomuhúsum
höfuðborgarinnar og fleiri skemmti-
stöðum.
Eg held að blaöamenn ættu í alvöru
að skyggnast ögn dýpra í það málefni
sem hér um ræðir áður en þeir í for-
undran veitast aö samkomuhaldaran-
um og reyna á ómaklegan hátt aö
skella skuldinni á hann.
Drykkjuvandamálið er mun
djúpstæðara og þar getur ekki einhver
blaöamaöur komið fram fyrir hönd
alira foreldra og krafið ungmenna-
félagshreyfinguna reikningsskila á
þeim vanda, (samanber fyrirspum í
Sandkorni DV 8. ágúst sl.) en þar segir
orðrétt. „Þykir fólki, ekki síst foreldr-
um, tímabært að fá hreinskilningslega
lýsingu á því hvernig sum þeirra ungl-
ingamóta, sem haldin eru, fara fram.”
Ef fyrirspyrjandi á við skrif DV frá
2. ágúst, og frásögn blaðsins í máli og
myndum frá samkomunni í Þjórsárdal
um verslunarmannahelgina, þá voru
þau skrif langt frá því að vera hrein-
skilnisleg lýsing á því sem þar fór
fram, heldur var þar um að ræða
ósmekklegan tíning á því lakasta sem
biaðamaðurinn gat fundið þessa stund
sem hann dvaldi á samkomustaðnum.
Mikið félagslegt
átak sem vert
væriað kynna
Eg er sannfæröur um það að ung-
mennafélögin, íþróttafélögin og
samtök bindindismanna munu ótrauð
halda áfram sh'ku skipulögöu
samkomuhaldi, einfaldlega vegna þess
aö fáir aðilar hér á landi hafa meiri
reynslu í slíkri framkvæmd og ég efast
um að aðrir aðilar myndu gera það
betur.
Við undirbúning að einni sh'kri hátíð
liggur að baki margra mánaöa vinna
og skipulagsstarf. Enga frásögn eða
myndir hefi ég séð blöðin birta frá því.
Blaöamaður DV sá enga ástæðu til
þess aö líta inn í þjónustumiðstöð móts-
stjómarinnar í Þjórsárdal þegar hann
var þar á ferð um verslunarmanna-
helgina og ræða þar við stjómendur
hátíðarinnar eða einhvern hluta þeirra
200 starfsmanna sem í sjálfboðavinnu
sáu um framkvæmd hennar. Ekki leit
hann inn á slysavaröstofu mótsins þar
sem búin hafði verið myndarieg að-
staða með fjórum sjúkrarúmum og
öðru tilheyrandi, þar sem sérlært
hjúkrunarlið vann allan sólarhringinn
án endurgjalds aö aöhlynningu og
þjónustu við mótsgesti. Engin mynd
var frá þjónustutjaldi því sem hýsti
tjaldlausa, og aðra miður-útbúna sam-
komugesti, þar sem boðið var upp á
heita súpu og aöra aðhlynningu.
Ekkert viðtal var við hjálparsveitar-
menn Gnúpverja sem skipuð var
bændafólki úr sveitinni, fólki sem
þekkti vel til allra aðstæðna og svo
mætti lengi telja.
Hér sannaðist það sem oft áður að
þaö er ekki sama meö hvaöa hugarfari
fréttamenn mæta á slíkar samkomur
og vil ég trúa því að dimmviðrið hjá
okkur Sunniendingum að undanförnu
hafi verið orsök þessarar svörtu frá-
sagnar blaðamannsins.
Eraðstaðaná
skipuiögðu mótssvæðunum
peninganna virði?
Hvað er svo verið að selja á þessum
samkomum sem ungmennafélögin og
aðrir slíkir standa aö?
1 fyrsta lagi aðstöðu á góðum stað til
útilegu og margskonar þjónustu, t.d.
slysaþjónustu, veitingar ýmiskonar,
löggæslu og almennt eftirlit og margt
fleira.
Þá er þar í boði fjölbreytt skemmti-
dagskrá sem reynt er að hafa við hæfi
allra aldurshópa og þar koma ósjaldan
fram landsþekktir skemmtikraftar.
Dagskráin stendur jafnan í tvo til þrjá
daga með dansleikjahaldi þrjú kvöld.
Með góðum fyrirvara er samiö við
sérieyfishafa og/eða hópferðabílstjóra
um sem greiðastan flutning fólks að og
frá mótssvæðunum og hefur slíkt
mikluoftar gengið snurðulaust.
Samkomuhaldarinn tryggir sér góöa
samvinnu við löggæsluyfirvöld á
viðkomandi stað enda eiga þessir
aöilar oft margra ára farsæla sam-
vinnuaöbaki.
Nú vaknar sú spuming eðlilega hjá
ýmsu fólki. Er slíkt skipulagt sam-
komuhald peninganna virði fyrir þá
sem velja sér aðstööu á mótssvæðun-
um um verslunarmannahelgina? Þá er
auðvitað átt við inngangseyri sem
samkomugestir greiða.
Er ekki bara í lagi að láta skeika að
Kjallarinn
Þorvaldsson
sköpuöu hvar unglingunum dettur í
hug að hópast saman, eftirlitslaust og
án allrar þjónustu.
Þeir sem þekkja báðar hliðar þessa
máls, og hafa af þvi áratuga reynslu,
vita vel hver munurinn er. — Eitt nær-
tækt dæmi.
I fyrra var ekkert skipulagt sam-
komuhald í Þjórsárdal en þar munu þó
hafa dvaliö um 500 til 1000 manns alla
verslunarmannahelgina.
Mikið var um allskonar óhöpp og
hafði lögreglan á Selfossi mikiö að
gera, m.a. í því að flytja fólk frá staðn-
um í allskonar ástandi, þar á meðal tU
meðferðar vegna ýmiskonar slysa, á
Sjúkrahúsið á Selfossi.
I ár brá hins vegar svo við að flest
sUkt var afgreitt á staðnum og var
helgin ein rólegasta helgi sumarsins
hjá sjúkrahúsinu og svo mun einnig
hafa verið hjá lögreglunni á Selfossi er
þennan stað varðar.
Sala á þjónustu,
ekkiilla fengnir peningar
Aðumefndur fyrirspyrjandi Sand-
kornsins í DV spyr eitthvað á þessa
leið. „Er ekki í meira lagi vafasamt að
fjármagna starfsemi æskulýðssam-
taka eins og UMSK með fjármagni
sem hugsanlega kæmi sem gróði af
slíku samkomuhaldi? ”
Enn skal á það bent að hér er nr. 1
veriö að selja þjónustu sem reynslan
hefur sýnt að er nauðsynlegt þjóðþrifa-
fyrirtæki.
Ef hugsanlega einhver hagnaöur
yrði af þessu starfi þá er hann tUkom-
inn vegna þess aö félagamir, sem létu
þjónustuna í té, gerðu það í nafni sam-
taka sinna endurgjaldslaust.
Nr. 2 er þaö í meira lagi ómaklegt að
gefa það i skyn að þaö sé markmið
þessara umræddu samtaka að halda
ölvunarsamkomur.
ítrekuðum tilmælum er beint til fólks
að skemmta sér án áfengis og í
mörgum tUfeUum er í gUdi og hefur
verið reynt algjört áfengisbann, að
vísu með misjöfnum árangri.
I þriðja lagi ættu blaðamenn og
annað fóUc að vita þaö að veðráttan á
Islandi býður sárasjaldan upp á mikla
aðsókn sem gefið gæti framkvæmdaað-
ilum verulegan hagnaö og þó svo væri í
einhverjum tUfeUum þá held ég að
þessir umræddu aöUar væru vel að því
komnir.
Allar vangaveltur sjálfskipaöra
siðapostula um að ungmennafélögin
séu yfir þessa starfsemi hafin er löngu
hætt að hrína á forustumönnum ung-
mennafélagshreyfingarinnar sem vita
að þeir eru að vinna þjónustustörf í
þágu meöbræðra sinna.
Enginn er neyddur til þess að njóta
þeirrar þjónustu en mér er nær að
halda að ýmis meiriháttar óhöpp hefðu
getaö átt sér stað, t.d. í Þjórsárdal um
sl. verslunarmannahelgi, ef hennar
hefði ekki notið við.
Samvinna við fjölmiðla
mikiisverð fyrir ungmenna-
félagshreyfinguna
Ágætu blaðamenn, undirrituðum er
það mjög vel ljóst að hér á ungmenna-
félagsforustan líka nokkra sök,
upplýsingastreymi til ykkar vantar og
gagnkvæma samvinnu.
Ég geri það hér meö að tillögu minni
að t.d. DV fylgist með undirbúningi og
framkvæmd einnar slíkrar samkomu á
næsta ári, allt frá fyrsta fundi fram-
kvæmdaaðila til lokauppgjörs og þar
til ungmennafélagarnir hafa lokið
hreinsun samkomusvæðisins sem er
mikiö verk. Eg er viss um að slík sam-
vinna myndi verða ánægjuleg og upp-
lýsa marga sem ekki vissu það fyrir að
á vegum ungmennafélagshreyfingar-
innar er unnið mikið og merkt starf,
m.a. í kunnáttusamlegri framkvæmd
útisamkomuhalds og á fjölmörgum
öðrum sviðum.
Þegar upp er staöiö er þaö því miður
staðreynd að allt of mikill fjöldi ung-
menna og annars fólks stundar óhóf-
lega áfengisneyslu á samkomum. Þar
tel ég hins vegar að síst eigi við ung-
mennafélögin að sakast sem meö f jöl-
þættri starfsemi sinni að íþrótta- og
félagsmálum vinna mikið fyrirbyggj-
andi starf þótt alltaf megi auðvitað
gera betur.
Að mati undirritaðs er lausnin ekki
fólgin í því að gefast upp fyrir
vandanum, miklu fremur verður að
vinna markvisst að bættu samkomu-
haldi hvort sem það er haldið á vegum
íþrótta- og ungmennafélaga eða á
vegum blaðamannastéttarinnar.
Ungmennafélögin á Islandi munu
hér eftir sem hingað til fús til þess að
taka höndum sama við hvem þann
aðila sem vill vinna að bættu sam-
komuhaldi í landinu en þá verða menn
líka að vinna af heilindum að kynningu
slíks starfs í fjölmiðlum en sýna ekki
og skrifa bara um þaðsem aflaga fer.
Sem betur fer er það jákvæða miklu
meira að vöxtum og mikill meirihluti
fólks á siikum samkomum, sem hér
hefur verið fjallað um, er sjálfum sér
og öðrum til gleöi.
Til þess er líka leikurinn gerður.
Hafsteinn Þorvaldsson
fyrrverandi
formaður UMFt.