Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1983, Side 8
DV FÖSTUDAGUR14. OKTÓBER1983.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
SLATUR-
GERÐ
— uppskriftir - verklýsingar -
kostnaður- tilraunaeídhús DV
um mánaðamótin
Um síðustu helgi tóku sig til þrjár
myndarlegar konur vestur í bæ og
gerðu slátur. Það er í sjálfu sér ekki í
frásögur færandi því að sláturgerð
hefur fariö fram á mörgum heimilum
aðundanfömu.
En það sem telst til tíðinda er það aö
tvær þessara þriggja kvenna munu
starfa í tilraunaeldhúsi DV eitthvað
fram eftir vetri og öll þeirra verk þar
veröa birt lesendum hér á neytendasíð-
unni. Konumar eru heimilisfræðikenn-
arar, önnur er Bergljót Andrésdóttir í
Þinghólsskóla í Kópavogi og hin,
Gunnþórunn Jónsdóttir, kennir í Hlíða-
skóla í Reykjavík.
Bergljót og Gunnþómnn munu til-
reiða hina ýmsu rétti fyrir okkur í
vetur og væntum við góðs af samstarf-
inu við þær. Við munum hafa hverju
sinni verklýsingu, greina frá vinnu-
tíma og kostnaði við matargerðina.
Öráðið er enn hversu oft tíðindi úr
tilraunaeldhúsinu berast en það kemur
síðar í ljós. Byrjað var á sláturgerð,
sem þær höfðu ákveðið að leggja til at-
lögu við, og næst höfum við í hyggju að
birta uppskriftir að lifrar- og kinda-
kæfu.
Þá skulum við fylgjast með því
hvemig sláturgeröin gekk hjá þeim
Gunnþórunni, Bergljótu og Stefaníu
Snævarr en á hennar heimili fór slátur-
gerðin fram.
Sláturgerð
Keypt voru 5 slátur og unnið úr þeim.
Vinnutími ca 10 klukkustundir fyrir
einn.
Þær stöllumar keyptu 5 slátur sem
kostuðu kr. 488, en að athuguðu máli
var það lægsta verðið á þeim stöðum
þar sem spurt var um það. Tekið var
saman hve annar tilkostnaður við
sláturgeröina var mikill og heildarút-
komanvarþessi:
Tólg
Aukamör er hægt aö bræða í tólg sem
síðar má nota til aö steikja kleinur,
laufabrauð og fleira þejss háttar í.
Tólg er mjög hörð fita og er því betra
að blanda olíu saman við hana fyrir
notkun. Það má blanda allt að
helmingsmagni af oh'u á móti tólginni
(notiö nólgina aldrei eintóma, hún er
afaróholl).
Verklýsing:
1. Mörinn er brytjaður og eitlar
teknir.
2. Settur í pott ásamt örlitlu vatni og
bræddur við vægan hita. Hrært í
öðru hverju og froðan tekin.
3. Tólginsíuðígegnumgrisjuíílát.
Ef á að hirða hamsana er best að
skilja svolitla fitu eftir með þeim.
Geymt í kæli og hægt að frysta.
Agætt er að frysta tólgina í álform-
um.
Svið
Sviðin eru lögð í bleyti í kalt vatn,
skafin og/eða burstuð, heilinn tekinn
úr. Sjóðið eða pakkið í frysti strax.
Ef þiö fáiö sviðin frosin er best að
setja þau strax í frysti. Mörgum finnst
betra að hreinsa þau áður en þau eru
sett í frystinn. Þá þarf að láta þau
þiðna áður — og frysta aftur og má
segja aö það sé ekki rétt samkvæmt
nákvæmustu hollustuháttum.
Háisæser og þindir
Hálsæsarnar hreinsaðar, allar æðar
og allir kirtlar fjarlægðir. Himnan
klippt af þindunum. Notað í kæfu,
hakk, smásteik eða lundabagga.
Hér eru þmr stöllurnar þrjár, ein fyllir í keppina og tvær sauma. Gunnþórunn fremst á myndinni, síðan Berg-
IJótog Stefaníe.
á köldum stað og frysta keppina
strax svo rúgurinn gerjist ekki.
Suðutimi 2—21/2 klst. Pikkið kepp-
ina vel með nál þegar suðan kemur
upp. (Sjá síðar nánar um suðutímann).
Hór er allt tílbM tH sláturgorðarinnar: vambirnar í balanum, mörinn fyrir aft-
an og blóð í kassanum. Á diskinum á miðri myndinni eru itfrar og sviðabaus-
ar ystó borðinu. Fremst eruhólsæsar, þindir, nýru oghjörtuá fati.
Ufrarpylsa — uppskrift
2500 g (ca) lif ur og nýru
800—900 g rúgmjöl
450—500 g haframjöl
200ghveiti
3msk. salt
7 dl mjólk
7 dl kjötsoð
(vatn — súpukraftur — hlutföll: 11/2
msk. kraftur á móti 1/21 vatni)
1200 gmör
ca30keppir
Aukalega geta sælkeramir leikið sér
við að bragðbæta einstaka keppi. En
athugið að ekki verður bæði sleppt og
haldið, „aukaefnin” mega ekki yfir-
gnæfa hið gamla sláturbragð.
Lifrarpylsuna má bragðbæta með
hakkaðri nautalifur (ca 1/2—1/5 á móti
kindalifrinni). Einnig má nota saxað-
an lauk, beikonstrimla, sveppi, fjalla-
grös, blóðberg og oregano svo eitthvaö
Kostnaður
5 slátur kr.488,-
aukavambir (2X2keppir) kr. 38,-
rúgmjöl kr. 40,-
haframjöl kr. 80,-
hveiti (juvel) kr. 2,-
salt kr. 3,-
mjólk kr. 12,-
umbúðir, plastpokar kr. 45,-
Samtals: kr. 708,-
Undirbúningur
Athugið að vinna á köldum stað og
koma öllum sláturmat í suöu eða frysti
um leið og hann er tilbúinn.
1. Vambimar lagðar í bleyti í kalt
vatn, skafnar eftir þörfum.
2. Vambimar sniðnar — úr hverri
vömb ættu að fást 6—8 keppir (sjá
mynd).
3. Keppimir saumaðir með stórri nál
og bómullargarni. Athugið að hafa
sporin frekar gisin og skiljið eftir
op og þráö til að sauma fyrir
keppina eftir að búiö er að setja í •
þá.
4. Geymið keppina í köldu saltvatni
meöan á öðrum undirbúningi
stendur. Keppina er hægt að
frysta, tii dæmis afgangskeppi ef
einhverjir verða.
Mör
1. Hreinsið eitla úr mömum.
2. Brytjið mörinn smátt, geymið á
köldum stað.
Keppirnir tilbúnir, pakkaðir og morktir i frystikistuna.
D V-myndir: BJ.BJ.
Umsjónarmenn:
Þórunn Gestsdóttir
og
Arnar Páll Hauksson
Hjörtu
Hjörtun hreinsuö. Allt blóö kreist úr
þeim. Stóm æðarnar efst í hverju
hjarta skomar burtu. Hjörtu eru notuð
í smásteik, einnig steikt heil, fyllt með
ávöxtum eða grænmeti ef vill, eða
notuð í k jötsúpu, kæf u og fleira.
Blóðmör — uppskrift
41ítrarblóð
8 dl vatn
6msk.gróftsalt
1200 g haframjöl
1800—2000 g rúgmjöl
1600 mör
30—40 keppir
Svo höfum viö hér aukatillögur fyrir
sælkerana sem geta bragðbætt blóð-
mörinn eftir smekk, til dæmis með
rúsínum, söxuðum fjallagrösum, blóð-
bergi, negul, brúnkökukryddi og allra-
handa.
Þá snúum við okkur að því hvemig
best er að haga verkinu.
1. Síiðblóðiðígegnumfíntsigti.
2. Bætið vatni og salti út í, hræriö.
3. Hrærið haframjöli og rúgmjöli út í.
Hrærið vel með hendinni og gætið
þess að engir kekkir séu.
4. Hrærið mömum saman við.
5. Takið keppina úr vatninu og
strjúkið vætuna af þeim.
6. Setjið hræruna í keppina, þeir eiga
að vera rúmlega hálfir.
7. Saumiö fyrir keppina og þurrkið af
þeim.
8. Sjóöiö keppina strax í saltvatni eða
pakkið þeim í loftþéttar umbúðir,
merkið og frystið. Athugið að vinna
sé nefnt.
Hversu mikið af hverju bragðefni
eða kryddi sælkeramir nota verður
smekkur þeirra aö segja til um.
Verklýsing:
1. Skolið lifur og nýru úr köldu vatni.
2. Hreinsið lifrina, fjarlægið allar
æðar og himnuna utan af (ef vill).
Sama gildir um nýrun.
3. Hakkið lifrina einu sinni til tvisvar
íhakkavél.
4. Blandið salti og vökva út í, hrærið
vel.
5. Hrærið mjölinu saman við. Gætið
þess að engir kekkir verði í hrær-
unni. Athugið að lifrarhræran er
höfð þykkari en blóömörshræran.
6. Hræriðmörnumsamanvið.
7. Strjúkið vætuna af keppunum og
setjiöí þá. Þá á aðeins aðhálffyila.
8. Saumið fyrir og þurrkið af þeim.
9. Sjóðið strax í saltvatni eða pakkiö í
loftþéttar umbúðir og frystið strax.
Suðutiminn er 2—2 1/2 klukkustund.
Nægilegur suðutími fyrir nýtt slátur er
tvær klukkustundir en tvær og hálf
fyrir frosna keppi. Þegar keppimir em
frosnir (eins nýir) era þeir látnir í heitt
saltvatn og pikkaðir vel þegar suðan
kemurupp.
Að síðustu er rétt að táka fram að
keppina er best að frysta flata og
stafla ekki pökkunum mikið í frysti-
kistuna. Þeir sem fá vambir og innmat
og allt sem sláturgerðinni fylgir frosið
í hendur verð að breiöa úr matnum og
láta hann þiðna og getur það tekið um
sólarhring.
Það hefur löngum verið talin mikil
búbót að eiga slátur enda er þetta ódýr