Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1983, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER1983.
5
INNLENDUR ANIMÁLL
INNLENDUR ANNALL
í lok september lést fyrrverandi forsætisráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen, og þar með var einn litríkasti
stjórnmálamaður íslendinga á öldinni horfinn af sjónarsviðinu.
ráöherra tilkynnti þaö í september aö
veröbólgan væri komin niöur í 50 pró-
sent og að hann væri bjartsýnn á aö
hún yröi komin niður í 30 prósent fyrir
árslok.
Steingrímur vakti þó enn meiri at-
hygli síöar í mánuöinum er hann
keypti sér sparneytna jeppabifreiö
fyrir minna en helming raunvirðis,
þar sem ríkið felldi niöur tolla og
aðflutningsgjöld á bifreiöinni sam-
kvæmt reglugerö. Hlaut Steingrímur
bágtfyrir vikiö.
Húsnæöislánamálin voru til lykta
leidd í bili í september er ákveöiö var
aö hækka lánin um 50 af hundraöi
þannig aö þau næmu tæplega 30 af
hundraöiaf verði svokallaðrar staöal-
íbúðar.
Stjórnmálaskörungur
kvaddur
Seint í mánuöinum lést hin aldna
kempa Gunnar Thoroddsen, fyrrver-
andi forsætisráöherra, og fór útför
hans fram meö mikilli viöhöfn aö við-
stöddu fjölmenni. Þar kvöddu íslend-
ingar einn mesta stjórnmálaskörung
aldarinnar.
Hörmulegt sjóslys varð rétt fyrir
utan höfnina á Eyrarbakka í septem-
ber er þar fórst bátur og meö honum
tveir bræöur á besta aldri. Þriöji bróö-
irinn komst meö naumindum af.
Síðari hundadagar
1 lok mánaöarins komust hundamál í
hámæli eftir aö lögregla lenti í blóö-
ugum bardaga viö hund einn á
Framnesvegi í Reykjavík. Var
hundurinn aflífaöur á staðnum og þótti
mörgum lögreglan ganga fullvasklega
til verks. í ljós kom aö meirihluti
borgarfulltrúa stóö á því fastar en
fótunum aö viöhalda banni því viö
hundahaldi sem gilt haföi í borginni
um árabil þótt margir hafi komist upp
meö aö hundsa þaö.
Október
Umræöa um hundamál hélt áfram af
fullum krafti í október og sýndist sitt
hverjum um tilverurétt hunda í þétt-
býli. Skoðanakönnun DV um miöjan
mánuðinn tók samt af allan vafa um
hug meirihluta kjósenda í málinu, en
mikill meirihluti þeirra var andvígur
hundaiialdi í þéttbýli.
Niðurskurður
Alþingi var sett 10. október og á
meöan á setningu þess stóð efndu
verkalýössamtökin til þögullar mót-
mælastööu fyrir utan Alþingishúsið.
Vildu þau meö þessu sína andstöðuna
gegn kjaraskeröingum þeim sem al-
menningur haföi orðið að þola síöan
bráöabirgöalög ríkisstjórnarinnar
voru sett. Einnig voru afhent við þetta
tækifæri undirskriftir 34 þúsund laun-
þega þar sem kjaraskerðingunni og
afnámi samningsréttarins var mót-
mælt.
Fjárlagafrumvarp ríkisstjómar-
innar einnkenndist fyrst og fremst af
miklum niðurskuröi á flestum sviðum.
Var stefnt aö sparnaöi og sagt aö svig-
rúm til launahækkana á komandi ári
væri á bilinu fjögur til sex prósent.
Þjóðhagsáætlun gerði ráö fyrir aö
verðbólgan yröi komin niður fyrir 30 af
hundraði fyrir árslok og stefnt yröi aö
því aö koma henni niöur í svipað og
gerðist í nágrannalöndunum á næsta
ári.
Þrátt fyrir kjaraskeröingu og niöur-
skurö kom í ljós í skoðanakönnun DV
um miðjan mánuöinn aö meirihluti
kjósenda studdi ríkisstjómina og aö-
gerðir hennar.
Ríkisstjórnin fékk síöar í mánuðin-
um kostaboð frá indverskum jóga
nokkrum sem bauðst til aö leysa efna-
hagsvandann fyrir hana en boöi hans
var ekki tekiö af einhver jum ástæöum.
Geir hættir
Geir Hallgrímsson var mikiö í sviðs-
ljósinu í október. Fyrst tók hann sæti á
þingi, sem fullgildur þingmaöur, því
Ellert B. Schram, þingmaður sjálf-
stæöismanna, tók sér frí frá þingstörf-
um fram yfir áramót. Skömmu síðar
tilkynnti Geir aö hann yröi ekki í fram-
boöi til formanns Sjálfstæöisflokksins
og hófst þá opinberlega kosningabar-
átta þriggja manna, Þorsteins Páls-
sonar, Friöriks Sphussonar og Birgis
Isleifs Gunnarssonar, um formanns-
sætið.
Pennastrik Alberts
Vandamál útgeröarinnar vom mikið
til umfjöllunar. Þorskafli var meö
minnsta móti og aðeins helmingur af
því sem hann var árið áöur. Forystu-
menn útgerðarmanna fullyrtu aö flot-
inn myndi stöövast innan skamms yröi
ekkert aö gert. Albert Guömundsson
fjármálaráöherra benti á auðvelda
lausn á málinu, einfaldlega aö slá einu
pennastriki yfir allar skuldir útgerðar-
innar og byrja upp á nýtt frá núlli.
Ekki voru allir jafnhrifnir af þessari
hugmynd og meðal efasemdamanna
vom nokkrir samráöherrar Alberts.
Hugmyndin hefur því enn ekki komist í
framkvæmd.
Mesta smyglið
Mikil fækkun varö í lögregluliði Isa-
fjaröar í októbermánuöi. Til aö byrja
meö var þremur lögreglumönnum
vikiö úr starfi vegna neyslu á guöa-
veigum sem voru innsiglaðar og ótoll-
afgreiddar. Síöan skipti fjórði
lögregluþjónninn um blóðsýni úr
manni sem grunaöur var um ölvun viö
akstur og sagði lögreglumaöurinn af
sér er upp um hann komst.
Mesta hasssmygl sem um getur hér
á landi varö uppvíst í lok október er
skipver ji á togaranum Karlsefni ætlaði
að spássera í land meö 11,3 kíló af
hassiíferðatösku.
Hörmulegt sjóslys varð á ytri höfn
Reykjavíkur er sanddæluskipinu
Sandey II hvolfdi og fómst þar fjórir
menn en tveimur var bjargaö.
^évember
Sjóslys og mannskaöar einkenndu
nóvembermánuö mjög. I byrjun
mánaðarins fórst vélbáturinn Haföm
SH122 á Breiðafirði og meö honum þrír
skipverjar en þremur mönnum var
bjargað. Degi síðar sökk þýska
flutningaskipiö Kampen undan suöur-
strönd landsins og með því fórust sjö
menn en sex var bjargaö.
Viku síðar týndist þyrla Landhelgis-
gæslunnar, TF-RAN, í æfingaflugi í
Jökulfjöröum og með henni fjórir
menn. Þyrlan fannst nokkmm dögum
síðar á hafsbotni á 85 metra dýpi.
Tókst að ná henni upp þrátt fyrir mjög
erfiöar aöstæöur og veröur þaö aö telj-
ast meiriháttar afrek. Enn er ekkert
vitaö hvaö olli því að þyrlan f órst.
Þorsteinn
formaður
Þorsteinn Pálsson var kjörinn for-
maöur Sjálfstæöisflokksins meö tölu-
verðum yfirburöum á landsfundi
flokksins í upphafi mánaöarins.'
Friörik Sophusson var kjörinn varafor-
maöur flokksins.
Alþýöubandalagiö kaus sér varafor-
mann í mánuðinum og varð Vilborg
Harðardóttir fyrir valinu. Svavar
Gestsson var endurkjörinn formaöur.
A þingi vom sjávarútvegsmálin í
brennidepli í nóvember og þá sérstak-
lega eftir aö Hafrannsóknarstofnun
gaf út skýrslu um ástand þorskstofns-
ins og veiöihorfur á næsta ári. Fékk
skýrslan fljótlega nafniö kolsvarta
skýrslan því samkvæmt henni var ekki
talið ráðlegt aö veiöa meira en 200
þúsund tonn af þorski á næsta ári en
þaö þýddi um 100—120 þúsund tonna
minni afla en ráö haföi verið fyrir gert.
Albert Guðmundsson fjármálaráð-
herra lét útbúa frumvörp um sölu á tíu
ríkisfyrirtækjum en samráðherrar
hans tóku þeim heldur dræmlega og
sögöust geta samiö sín eigin frumvörp
sjálfir.
Allt í hassi
Hassvertíöin hjá lögreglunni hélt
áfram, skipverji á Lagarfossi var
gómaður með fimm kíló af efninu
ásamt nokkra magni aö kókaíni og
amfetamíni. Talið var og er aö þetta
mál tengist Karlsefnismálinu frá í
október en ennþá hefur ekki veriö upp-
Alda stórslysa gekk yfir landið siðari hluta ársins. Á stuttum tima fórust 18 manns og meflal þeirra voru fjórir starfsmenn Landhelgisgæslunnar sem
fórust er þyrlan TF-RÁN hrapafli í hafið í Jökulfjörðum. Mikifl björgunaraf rek var unnið er tókst afl ná þyrlunni upp af 85 metra dýpi. Orsakir slyssins
eru enn ókunnar.
lýst um hvaða aðilar standa að baki
þessu smygli.
Lögreglan þurfti að rannsaka fleira
en hassmálin í nóvember, tvær
danskar dansmeyjar vom kæröar
fyrir ósiðsamlegt athæfi í sýningar-
atriði sínu á einum skemmtistað höfuö-
borgarinnar. Málið er enn í rannsókn.
Þyrill í Noregi
Lýsisskipiö Þyrill komst enn í
fréttirnar vegna kyrrsetningar, nú í
Noregi. Skuldir útgeröarinnar voru
enn sem fyrr ástæöa kyrrsetningar-
innar og nú fengu skipverjar aö hírast
matarlitlir og peningalausir í tæpan
mánuö áöur en þeir losnuöu úr
prísundinni. Liföu þeir á ölmusum og
fátækrahjálp en slíkt hefur ekki áöur
gerst meö skipverja á íslensku skipi
erlendis svo vitaö sé.
öl ti! umræðu
Bjórinn komst á varir þjóöarinnar
enn eina ferðina. Ekki var hann í fljót-
andi formi heldur í formi þings-
ályktunartillögu þar sem mælst er til
þess aö þjóðaratkvæðagreiösla fari
fram um hvort leyfa eigi bruggun
millisterks öls hér á landi. Tillagan
hefur enn ekki komið til kasta Alþingis
en skoðanakönnun sem Hagvangur
geröi meðal kjósenda sýndi ótvíræöan
meirihluta ölinu í hag.
Þjóðkunnir
listamenn kvaddir
Tveir þjóökunnir listamenn létust í
nóvember. Þaö vom þeir Tómas Guð-
mundsson skáld og Kristmann Guð-
mundsson rithöfundur.
Desember
Jólamánuðurinn hófst meö ljúfum
lónum frá nýrri rás ríkisútvarpsins,
r ; 2, sem einkum og sér í lagi sendir
út létt lög til aö létta fólki vinnustund-
irnar. Hefur nýja rásin mælst mjög vel
fyrir, að minnsta kosti hjá þeim sem
ná útsendingum hennar, en það er
þorrilandsmanna.
Engin óskalög
Fleiri lög en létt lög á rás 2 voru til
umræöu i desember og þar bar hæst
lög um sjúklingaskatt sem sannarlega
veröa engin óskalög sjúkUnga veröi
þau aö raunveruleika. Hugmyndin er
semsé sú aö sjúkUngar greiöi sérstakt
daggjald fyrstu tíu dagana, sem þeir
Uggja á sjúkrahúsi. Með þessu er
áætlaö að spara 300 milljónir króna.
Fjárlögin vora ernnig mikið rædd og
höföu þau hækkaö um 330 mUljónir frá
upphaflegri áætlun þegar þau voru af-
greidd sem lög frá Alþingi rétt fyrir
jól.
Lög um kvótaskiptingu þorskveiða,
sem samþykkt vom rétt fyrir jól, vom
engin óskalög sjómanna né útgerðar-
manna. Þau kveöa á um aö hvert fiski-
skip fái úthlutað ákveðnum þorskveiði-
kvóta sem sé miöaöur viö meðaltals-
afla hvers skips síðustu þrjú árin.
Mæltist þessi kvótaskipting misjafn-
lega fyrir.
Skaftamálið
Hitamál mánaðarins var mál Skafta
Jónssonar blaðamanns, en hann kærði
lögregluna fyrú- að hafa beitt sig
óþarfa haröræöi er hann var hand-
tekinn fyrir mernt ólæti í fatahengi
veitingahúss í höfuöstaðnum. Var
Skafti meira og minna krambúleraður
eftir viöskipti sín við veröi laganna og
hélt því fram aö þeir heföu misþyrmt
sér vamarlausum, handjárnuöum meö
hendur fyrir aftan bak.
Lögreglan þverneitaði öUum sakar-
giftum Skafta og sagðist ekki hafa
beitt hann harðræöi að tilefnislausu.
Rannsóknarlögreglan fékk málið til
rannsóknar og sendi það síðan til sak-
sóknara sem ákvaö að dómsrannsókn
skyldi fara fram í málinu.
Spegilsmálið var til lykta leitt í
undirrétti og útgefandi blaösins þar
dæmdur í fésektir fyrir klám, guðlast
og brot á prentlögum.
Jólunum frestað
Nýtt greiðslufyrirkomulag ruddi sér
mjög til rúms í jólaösinni, kredit-
kortin. Þótti sýnt aö margur maöurUin
myndi fresta jólunum fjárhagslega
fram í febrúar með notkun þessara
nýju jólakorta.
Og svo komu blessuö jóUn.
-SþS.