Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1983, Blaðsíða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER1983. RGHiÉAKSAL Áriö 1983 gekk í garö meö aftaka- veöri víöa um land, stórhríö og blind- byl, og fór höfuöborgin ekki varhluta af veörinu eins og fram kom í fjölmiðl- um. Þótti mörgum utanbæjarmanninum nóg um öll skrifin um óveörið í Reykja- vík, rétt eins og aldrei heföi skolliö á stórviöri á Islandi áöur. Hlaust af þessu nokkurt karp. Veöriö var reyndar landsmönnum erfitt allan janúarmánuö, stórhríð af og til meö tilheyrandi ófærö og var fannfergiö víöa svo mikið aö fólk mokaði sig út úr húsum sinum aö morgni til þess eins að endurtaka moksturinn að kvöldi. islenska hljómsveitin Mezzoforte sló i gegn erlendis síðari hluta vetrar og hefur verið á hljómieikaferða- lagi um Evrópu meira og minna síðan. Tvær snjó- og aurskriður fóllu á Patreksfjarðarkauptún i janúar. Fjórir fórust og gifurlegt tjón varð á mannvirkjum og eignum. Og svo gerðist þaö í fyrsta sinn í 200 ára sögu Reykjavíkur sem kaupstaðar aö borgarfulltrúi fór í bamsburðar- leyfi. Og þaö þótti sérstaklega viöeig- andi að þar var um fulltrúa Kvenna- framboösins að ræða. kjörborðið, en atkvæði dreifbýlisfólks hafa ætíö vegið þyngra á metunum en atkvæði þéttbýlisfólks. Sýndist sitt hverjum í þessu máli og þá ekki sist þeim sem sæti áttu í ríkis- stjóminni. DV kannaði þá hug lands- manna til málanna og kom í ljós aö mikill meirihluti þeirra var andvígur því að fjölgaö yrði viö Austurvöllinn. Hins vegar var meirihluti landsmanna á því að jafna bæri atkvæðisréttinn. Innri átök En þaö var í fleiri málum sem hver höndin var upp á móti annarri innan ríkisstjómarinnar. Áætlaöar breyt- ingar á vísitölukerfinu urðu næstum til þess aö sundra ríkisstjórninni er heimamönnum þar á bæ tókst ekki aö koma sér saman um frumvarp um máliö. Fór svo aö Iokum aö forsætis- ráðherra, Gunnar Thoroddsen, lagði sjálfur fram frumvarp um máliö, en það breytti ekki miklu því málið dagaöi uppi í þinginu eins og svo mörg önnurmál. Ekki var minna rifist út af álmálinu. Ríkisstjómin gat ekki komiö sér saman um aögeröir gegn Alusuisse en samningar höföu ekki tekist viö fyrir- tækiö um hækkaö orkuverö. Vildi Alþýöubandalagiö einhliða aögeröir gegn fyrirtækinu en hinir stjórnar- flokkarnir ekki. Hjörleifur Guttorms- son iönaöarráöherra fór samt sínu fram og boðaði til einhliða aögerða gegn Isal, meö skuldfærslu upp á 127 milljónir króna. Þessu vildi fyrirtækiö ekki una og sagöist þá Hjörleifur hafa kaupendur ..... .... Hörmungar á Patreksfírði Janúar bauð einnig upp á stórrign- ingar og meöfylgjandi flóö og hlaust af þessu margvíslegur skaöi. Hörmulegir atburöir urðu á Patreksfirði síöari hluta mánaðarins er þar féllu tvær aur- og snjóskriöur, sem kostuðu fjóra lífið og ollu stórfelldu tjóni á mann- virkjum. Mannvirki skemmdust víðar vegna snjóflóða en manntjón varö ekki meira. En það var karpaö út af fleiru en veöri í upphafi ársins. Þann 6. janúar var tilkynnt um hækkun á gjaldskrá Strætisvagna Reykjavíkur og nam hækkunin tæpum 50 af hundraði. Þessu vildi Verölagsstofnun ekki una og krafðist þess aö lögbann yröi sett á hækkunina. Varö borgarfógeti viö þeirri kröfu og 20. janúar lækkuöu gjöld SVR samkvæmt því. Hækkunin fékkst þó í gegn síðar á árinu og gott betur. Pólitískar bombur Sprengj uhótanir voru nokkuð vinsæl- ar í upphafi ársins en engar fundust sprengjurnar. Aftur á móti var mikiö um pólitískar bombur í janúar enda vitaö aö kosningar væru ekki langt undan. Stærstu bombumar voru stofnun Bandalags jafnaöarmanna og hugleið- ingar um framboö sérstaks kvenna- lista.Einsvarrætt um stofnun verka- mannaflokks, sem reyndar varö aldrei meira en umræðan ein. Vmsar væringar komu upp innan flokkanna, sjálfstæöismenn á Vest- fjöröum lentu í hár saman út af fram- boðsmálum og þótti sýnt aö óánægöir sjálfstæðismenn myndu bjóða fram sérstaklega. Hjá Alþýðubandalaginu gerðist það í forvali í Reykjavík að einu atkvæöi munaöi á Guörúnu Helgadóttur og Ölafi Ragnari Grímssyni, Olafi í óhag og varö hann þar meö aö gera sér aö góöu fjóröa sætiö á framboöslista flokksins í höfuðstaðnum. En þaö voru ekki framboösmál flokkanna, sem menn veltu hvaö mest fyrir sér heldur hvar, hvenær og hvemig forsætisráöherrann, Gunnar Thoroddsen, myndi bjóöa sig fram. Alls kyns getgátur voru á lofti en Gunnar brosti bara og bað menn aö hafa biðlund. Stjórnmálin settu mestan svip á febrúarmánuð, og voru miklar svipt- ingar á Alþingi, sem og úti í þjóö- félaginu. Allan mánuðinn veltu menn fyrir sér hvenær þing yrði rofiö og boðað til nýrra kosninga. Svör við þessum spurningum fengust treglega á Al- þingi, en síöari hluta mánaöarins var orðið nokkuö ljóst aö ekki yrði kosiö síðaren23.apríl. Bráöabirgöalög ríkisstjómar Gunnars Thoroddsen frá því í ágúst 1982 voru mjög til umræðu, enda ekki búiðaðsamþykkjaþauenn. Lengivel var tvísýnt hvort bráðabirgðalögin kæmust í gegnum þingið en svo fór að lokum aö sjálfstæöismenn sátu hjá við atkvæðagreiðslu um lögin, sem þannig vom samþykkt, enda haföi skoðana- könnun DV þá leitt í ljós aö meirihluti kjósenda var þeim fylgjandi. Kjördæmamálið Annað mál var þaö, sem setti mjög svip sinn á pólitískar deilur mánaöarins, en þaö var kjördæma- málið. Snemst deilumar einkum um hvort þingmönnum skyldi fjölgaö og hvort landsmenn skyldu jafnir viö INNLENDUR ANNÁLL INNLENDUR ANNALL að álverinu. Og ef einhliða orkuverös- hækkun yrði svarað með lokun ál- versins yröi það tekið leigunámi. Hvalreki Einn hvalrekinn á stjórnmálasviöinu í febrúar var hvalveiðimálið, enn eitt máliö sem skipti þjóöinni í andstæðar fylkingar. Deilt var um hvort Islend- ingar ættu aö mótmæla ákvöröun Alþjóðahvalveiöiráösins um algert bann viö hvalveiöum frá 1986 aö telja. Eftir miklar sviptingar samþykkti alþingi með eins atkvæðis meirihluta að mótmæla ekki banninu. Skoöana- könnun DV sýndi þó aö meirihluti kjós- enda vildi mótmæla banninu. Þegar tekið er tillit til allra þessara deilumála, sem Alþingi og sérstaklega ríkisstjórnin átti viö aö glíma, verður það að teljast merkilegt aö skoðana- könnun DV sýndi aö meirihluti kjós- enda studdi ríkisstjórnina. Göngumenn Pólitískur klofningur hélt áfram í febrúar, óánægðir framsóknarmenn í Húnaþingi, sem kallaöir voru göngu- menn, ákváðu aö bjóöa fram sérstak- lega og sömuleiöis ákváðu óánægöir sjálfstæöismenn á Vestfjöröum að bjóða sérstaklega fram. Verðbólgan lét ekki aö sér hæöa frekar en fyrri daginn, stefndi ótrauö í 70 af hundraöi og hafði þaö af að gera 30 krónur, sem lagðar voru inn á spari- sjóösbók 1934, að ellefu krónum og 15 aurum 1983. Mars Marsmáuuður byrjaði nokkuö nötur- lega fyrir Rangæinga, heita vatniðguf- aöi upp hjá þeim mjög skyndilega og voru yfir 200 hús á Hvolsvelli og ná- grenni án heits vatns. Heita vatniö kom ekki í leitirnar fyrr en tveimur vikum síðar og hafði útbúnaður í bor- holu brugðist skyldu sinni. Landsmenn brugöust aftur á móti ekki skyldu sinni er SÁÁ báðu þá aö láta fé af hendi rakna í landssöfnun samtakanna til byggingar sjúkra- stöövar fyrir áfengissjúklinga. Mörgum þótti söfnunarfólkið helst til ágengt en hvað um þaö, peningamir streymdu inn. Til að vekja enn frekari athygli á 'söfnuninni fengu samtökin einn af heimilisvinum þjóöarinnar úr Dallas- þáttunum til aö koma hingað og fara fögrum oröum um þetta framtak. Heppnaöist þaö vel. Góður orðstír En það var fleira sem vakti athygli, til dæmis geröu strákamir í íslensku hljómsveitinni Mezzoforte mikla lukku í Bretlandi og lag þeirra, Garden Party, geystist upp þarlenda vinsælda- lista. Var hljómsveitin á stööugum þeytingi milli Islands og Bretlands um nokkurt skeiö út af þessu, en þreyttist á því á endanum og settist aö í Bret- landi og hefur verið þar síðan við góöan orðstír. Kvöldvorrósarolía gat sér einnig góöan oröstír í mars sem undralyf við alls kyns kvillum, ef marka mátti fréttir. Um þetta voru landsmenn aö sjálfsögöu ekki sammála og geystist fjöldi manns fram á ritvöllinn bæöi leikir og lærðir. Fékkst engin niöur- staöa í málinu, sem koönaöi niöur er liöa fór á mánuöinn. Þingrof Eftir mikiö málþóf og hrossakaup var Alþingi slitið og boðað til kosninga 23. apríl. Áður hafði enn einu sinni soðið upp úr á stjórnarheimilinu út af álmálinu er framsóknarmenn heimt- uöu aö álmáliö yröi tekið úr höndum Hjörleifs Guttormssonar og Alþýðu- bandalagsins. Máliö dagaöi síöan uppi er þingiö var rofiö ásamt fleiri deilu- málum, eins og hvenær Alþingi ætti að koma saman aö loknum kosningum. Hins vegar náöist aö samþykkja breytingar á kosningalöggjöfinni áöur en þing var rofið og voru þær breyt- ingar helstar aö kosningaaldur var lækkaöur í 18 ár og þingmönnum fjölg- aö í 63. Ekki hefur þó veriö kosið eftir þessari nýju löggjöf enn, því hana þarf að samþykkja á tveimur þingum áöur enþaðerhægt. Gunnar hættir Framboðsmálin fóru nú af stað af fullum krafti og fljótlega eftir þing- rofið fóru framboðslistar að birtast í blööunum og mátti vart á milli sjá hvort fleiri væru í framboöi en þeir sem áttu aö fermast, en listar meö nöfnum þeirra voru einnig algengir um þessar mundir. Stofnfundur Samtaka um kvenna- lista var haldinn og framboö ákveöiö í Reykjaneskjördæmi. Einnig var ljóst aö boðið yrði fram í Reykjavík og í Noröurlandi eystra. Framboðsmál forsætisráöherra, Gunnars Thoroddsens, voru enn til umræðu og geröu menn ýmist aö skora á hann að fara eöa fara ekki í f ramboð. Upp úr miðjum mánuðinum tók hann svo af skariö sjálfur og lýsti því yfir aö hann ætlaði ekki í framboö. Þar meö var um hálfrar aldar glæstum stjórn- málaferli lokiö, og þótti mörgum skarö fyrir skildi. Togari eða bátur Einar Benediktsson komst á forsíöur dagblaöanna í mars. Aö þessu sinni var það ekki skáldið ástsæla heldur nafni hans, báturinn eöa togarinn. Um þaö var nefnilega deilt hvort Einar væri togari eöa bátur og hann tekinn fyrir meintar ólöglegar veiðar vegna Febrúar Janiíar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.