Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Blaðsíða 14
14 DV. LAUGARDAGUR 7. JANUAR1984. Maegth -stofnimm — saf nið sem ekki vill vera safn .Vatnshreyfiwerk" eftir P. Bury. Mósaík eftir Chagall. Skúlptúr eftir Braque. Skammt norðvestur af sumar- leyfisborginni Nice í Suöur-Frakk- landi stendur yfirmáta látlaust þorpskríli Sem heitir Saint-Paul. Þorpiö sker sig í engu úr öörum þorpum í grenndinni, íbúarnir söngla mállýskuna sína á barnum yfir pastisglasi og kæra sig koll- ótta um nágrannann sem dregur til sín þúsundir feröamanna á ári hverju. Hver er svo þessi nágranni þeirra? Maegth-stofn- unin. 1 Stofnun þessi dregur nafn sitt af stofnanda sínum, sterkríkum list- Skúlptúr eftir Zadkine. unnanda frá París, Aimée Maeght að nafni. Aðdragandinn aö tilurö stofnunarinnar mun hafa verið aö árið 1953 misstu Maeght-hjónin son sinn barnungan. í kjölfar sonarmissisins ákváðu þau aö reisa kapellu í minningu hins látna og skyldi hún reist á landar- eign þeirra heiðurshjóna spölkorn fráSt.-Paul. Ellefu árum síöar var svo kapella þessi reist og auk hennar hvorki meira né minna en heilt safn sem tileinkað var myndlist. samtímans. Það er kannski eilítiö ónákvæmt að kalla Maeght-stofnunina nútímalistasafn því þar er frem- ur um aö ræöa ávöxt samvinnu fjölmargra listamanna sem höföu þaö að sameiginlegu markmiði að kynna verk lítið þekktra Iista- manna sem eru okkur samtíöa. Stofnunin er því ekki eingöngu hugsuö fyrir sýningargesti, þvi auk sýningasala er þar bókasafn.i vegleg bókabúð, kvikmyndasalur auk húsnæöis sem stendur lista- mönnum opiö til dvalar og vinnu um lengri eða skemmri tíma. Skúlptúr eftir H. Moore. Smurt í landslagið José Louis Sert heitir arkitekt- inn sem teiknaöi bygginguna og garðinn umhverfis. Sert þessi, sem er spænskur aö uppruna, teiknaöi svæðiö algerlega í sam- ráði viö Aimée Maeght. Einkum var þaö tvennt sem þeir félagar höfðu í huga varðandi hönnunina: aö byggingin yrði í sem mestu samræmi við umhverfið og að hún yrði í anda meistaranna sem Maeght dáði öðrum fremur, Míró, Chagall, Braque, Giacom- etti ogKandinsky. Undirritaður getur vitnað um að allsmekklega hefur til tekist því byggingin er sem smurö inn í landslagiö. Hvítir veggirnir gætu allt eins verið kalkklettarnir i' grenndinni og þakhellurnar eru gerðar úr leir sem tekinn er úr héraðinu og brenndur aö hætti heimamanna. Svipuð tilraun til samruna er sömuleiðis ríkjandi innandyra. Lýsingin er óbein og afar mild og er hún fengin þannig að í þakinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.