Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Blaðsíða 18
18
DV. LlAUGARDAGUR 7,'JANUAR 1984. .
Grámi hversdagsleikans
Nú er komið nýtt ár, mér finnst
vissara að taka það fram ef það
hefur fariö framhjá einhverjum, og
grár hversdagsleikinn hefur tekið
viö af veisluhöldum og flugeldaskot-
hríð og virtust það ekki neinir
kreppueldar sem loguöu á himin-
hvolfinu klukkan tólf á gamlárs-
kvöldi.
En drunginn haföi sem betur fer
ekki sest endanlega að í sálum okkar
þegar happdrættin fóru að skjóta inn
í stofu til okkar, galdranornum á
priki sem lofa þeim háum vinningi
sem á tromp og sprengja sig aö því
búnu í loft upp og hlæja svo þessi
ósköp að okkur þessum tromplausu
sem höfum styrkt gott málefni miklu
lengur en við höfum ætlað okkur og
erum vissir um að það kemur ekki
vinningur á miðann okkar fyrr en Foröum daga, þegar fólki þótti voru líka til happdrætti þótt þau
daginneftiraðviðhættumviðhann. taka því aö beygja sig eftir krónu, hefðu ekki tök á að auglýsa sig meö
Benedikt Axelsson
aðstoð galdranornar á priki. Þá þótti
flestum nokkuð gott ef þeir áttu til
hnífs og skeiðar og gömul kona sagöi
mér að þaö væri stórhættulegt að
vinna stærsta vinninginn í happ-
drætti, fólk yrði nefnilega brjálað af
því og hún hafði lesið það í blaði að
þeir sem ynnu hæsta vinninginn í
happdrætti í útlöndum legðust
undantekningarlaust í drykkjuskap
og kvennafar og dræpu sig, ef ekki á
drykk juskapnum þá á kvennaf arinu.
Á þessum árum var SIBS með
merkjasöluhappdrætti og voru
merkin með glugga, í sumum þeirra
var tala sem þýddi aö viðkomandi
hafði fengið vinning en í flestum var
núll og þurftu handhafar slíkra
merkja ekki að hafa hinar minnstu
áhyggjur af geöheilsu sinni.
Einn sólríkan sumardag var ég
sendur út á götu til að kaupa svona
Lansnlr á jálaskákþrautnm
Glíman við jólaskákþrautirnar var
vonandi ekki of erfið að þessu sinni
en þær voru nokkuð misjafnar að
þyngd. Eitt eiga þrautirnar þó sam-
eiginlegt og það er falleg lausn og
allt virðist afar eúifalt, ef á annað
borö er komið auga á hugmyndina.
Hér koma lausnirnar langþráðu og
nú skulu menn bera saman viö sínar.
Margar hugmyndanna er vert að
leggja á minnið.
1. I. Fritz 1961
Stöðumynd 1 —
Hvítur leikur og vinnur.
1. Bhl! Hxhl 2. a8=D Hdl 3. Dhl!!
Aftur og nýbúinn! Hvítur vinnur,
því að síðara a-peðið kemur upp með
skák.
3. — Hxhl 4. a7 Hdl 5. a8=D+ Kb5 6.
Db8+ og 7. Dxh2 og vinnur.
2. Platovy 1911
Hvítur lcikur og heldur jöfnu.
1. h7!
Stöðumyiid 2 —
Auðvitað ekki 1. b8=D Hb2+ og
síðan 2. — Hxb8. Síðasta hálmstráið
er pattiö.
1, —Hb2+
Eftir 1. - Kxh7 2. Kc3 Hg3+ 3. Kb2
Hb3+ 4. Kal! leikur hvítur næst 5.
b8=D Hxb8 og er patt!
2. Ka3 Ha2+ 3. Kb4 Kxh7 4. Kc3
Ha3+5. Kb2Hb3+6. Kal
Þá er komin upp sama staöa og í
afbrigðinu hér að framan. Svartur á
leíkinn, en getur ekki hindraö patt.
6. — Bd5 7. b8=D Hxb8 patt og jafn-
tefli.
3. Lommer 1935
Hvítur leikur og vinnur.
Það virðist ótrúlegt, en í aöalaf-
brigðinu er svartur mát í 6. leik!
1. Rf7+ Ke6
Eftir 1. — Kf6 2. d7 verður peðið að
drottningu (2. — Rf6+ er ólöglegt)
abcdefgh
Stöðumynd 3 —
og 1. - Kd4 2. Bh7 Rf6+ 3. Kf5 leiöir
til vinnings (riddari og biskup gegn
kóngimáta„létt”).
2. Bb3+ Kd7 3. Ba4+ Ke6 4. d7!!
Lykilleikurinn, sem e.t.v. er ekki
svo auðvelt aö koma auga á. Svartur
á aðeins eina leið til þess að stöðva
peöið.
4. — Rf6+ 5. Kg5 Rxd7 6. Bb3+
— Ogsvarturermát!
4. Iximmer 1933
Hvítur leikur og heldur jöfnu.
Þetta virðist óleysanlegt, því að
hvemig á hvítur að koma í veg fyrir
að svarta f-peðið verði að drottn-
ingu? Hann lumar á óvæntri brellu.
1. Kc8+! Kc2
Aðrir leikir breyta engu.
2. Hb7!!
Lítill leikur, en óskaplega sterkur.
Hótar 3. Hf7, svo svartur fær sér
drottningu.
abcdefgh
Stöðumynd 4 —
2. — fl=D 3. Hc7+ Kd3
Eða 3. - Kb3 4. Hb7+ Ka4 5. Ha7+
Kb5 6. Hb7+ Ka6 7. Hb6+ Ka7 8.
Hb7+ Ka8 9. Hb8+ og svartur
sleppur ekki úr þráskákinni.
4. Hd7+ Ke4 5.He7+
og þráskákar, því að ef kóngurinn
fer yfir á f-línuna kemur Hf7 + og síð-
an Hxfl með jafntefli.
5. Vilnev—Esklapon 1910
Hvítur leikur og heidur jöfnu.
1. b6+! Kxb6
Eftir 1. — Kb7 2. Rb5 nær hann að
stöðva svarta b-peðið.
2. Rc8+! Rxc8 3. Ke6 b2 4. g7 bl=D
5. g8=DDb3+
Nú lætur nærri að raða stöðunni
upp aftur og reyna á ný, því að
drottningin fellur. Ekki er þó allt
sem sýnist.
6. Kd7! Dxg8
Oghvítur er patt!
abcdefgh
Stöðumynd 5 —
6. Tavariani 1972
Stöðumynd 6 —
Hvítur leikur og heldur jöfnu.
Þetta er furðuleg þraut og fyndin.
Ljóst er að 1. a7 h2 2. a8=D hl=D
gengur ekki, því að hvítur er óverj-
andi mát á h8. Hann verður því að
grípa til annarra ráða.
Gamall refur leikur
lislir sínar í nýrri bók
Einn af elstu og virtustu bridge-
meisturum Bandaríkjamanna er Os-
wald Jacoby — hann er reyndar átt-
ræður og var kominn á toppinn um
svipað leyti og Ely Culbertson.
Nýlega kom út ágæt bridgebók eftir
hann og son hans Jim, sem er einn af
núverandi heimsmeisturum. Bókin
heitir „Improve your bridge with Os-
wald Jacoby” og hægt er að panta
hana frá The Bridge World, 39 West
94th Str., New York, NY. 10025 fyrir
4,25dollara.
I einum hluta bókarinnar eru heil-
ræði fyrir lengra komna.
I spili dagsins leikur hann á andstöð-
una með því að spila gegn þeim líkum,
sem andstaöan hefir leitt í ljós.
Austur gefur/allir á hættu:
Nordur
+ K107
AlO
0 KG432
+ 1086
VrsTtm Auítur
* 965 + D432
v D975 (J62
09 0 105
+ 09752 * AKD4
Sunijn
* AG8
v K843
O AD876
+ 3
Sagnir gengu þannig:
Austur Suður Vestur Norður
pass 1T pass 3T
pass 3S pass 4H
pass 4G pass 5T
pass pass 6T pass pass
Harður samningur, sem byggðist á
því að finna spaðadrottningu.
Vestur spilaöi út laufi, austur drap
með drottningu og spilaöi laufakóng.
Jacoby trompaði, tók trompin og ás og
kóng í hjarta. Siöan var hjarta tromp-
að, lauf trompað og hjarta trompaö.
' Staðan var þá þessi:
Norduk
+ K107
V -
O G
+ -
VkSTl H Austuh
+ 965 + D43
- V —
O - o -
+ ° + A
SUÐUR
+ AG8
V —
O D
Austur var sár og heimtaði skýringu.
Og það stóð ekki á henni hjá gamla
manninum. „Eg vissi að þú gast hæg-
lega blekkt með laufaháspilin, en þú
gerðir enga tilraun til þess.
XQ Bridge
Stefán (puðjOhnsen
Bridgefélag Breiðholts
Þriðjudaginn 3. janúar var spilaöur
eins kvölds tvímenningur með þátt-
töku 10 para. Urslit urðu þessi:
Eiríkur Bjarnason — Stig:
Halldór S. Magnússon Anton Gunnarsson — 134
Árni Alexandersson Steingrímur Þórisson — 129
Helgi Skúlason Leif ur Karlsson — 125
Hjálmar Pálsson 120
Meðalskor 108
Félagið óskar spilurum gleðilegs árs
og þakkar samstarfið á liðnu ári.
Spilarar sem eiga óskráö bronsstig í
fórum sínum eru minntir á að síðustu
forvöð eru að skila þeim næsta þriðju-
dag á keppnisstað og verður séð um að
koma þeim til Bridgesambands
Islands.
Næsta þriöjudag hefst sveitakeppni
félagsins, með fyrirvara um næga
þátttöku. Spilarar eru hvattir til að
mæta vel og tímanlega til skráningar.
Einnig er hægt að skrá sveitir hjá
Baldri í síma 78055. Spilað er í Gerðu-
bergi, keppnisstjóri er Hermann
Lárusson.
Bridgefélag Suðurnesja
Lokið er JGP-mótinu með þátttöku
11 sveita, spilaðir voru 16 spila leikir.
Urslit urðuþessi:
* -
Jacoby vissi að austur hafði byrjað
með AKD í laufi og hjartagosa. Meö
spaðadrottningu að auki, þá var ekki
ósennilegt að hann hefði opnaö í fyrstu
hönd. Samt spilaði hann spaðakóng og
svínaði síðan spaðagosa.
Þú hefðir getað drepið fyrsta slag á
laufakóng og spilað síðan ásnum til
þess að fela drottninguna. En þú
reyndir allt sem þú gast til þess að
sýna mér þrjá hæstu í laufi til þess að
láta mig halda að þú gætir ekki átt
spaöadrottninguna. Þess vegna spilaði
ég upp á að þú ættir hana.”