Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 7. JANUAR1984. 13 Ásdís Thoroddsen sem leikur annað adalhlutverkid í Skilabodum tíl Söndru: Sandra hefur orðið r a vegi miii „Já, þetta er fyrsta hlutverkiö mitt,” segir Asdís Thoroddsen sem leikur Söndru í kvikmyndinni Skila- boö til Söndru og er nú stödd á Is- landi í jólaleyfi frá kvikmyndanámi í Berlín. „Auövitað lék ég þegar ég var í barnaskóla,” bætir hún viö. Hvaö segirðu um persónuna Söndru? „Hún átti aö vera eins eölileg eins og ég gat framast leikiö hana. Þetta er hrein og bein stúlka sem fer sínar eigin leiöir. Sandra er engin femme fatale sem tælir og tryllir Jónas. Hún er mótvægi viö hinar konurnar í lífi hans. Eiginkonuna og vinkonuna. Hún er ljósi punkturinn þegar allt er farið í rusl hjá honum út af karríern- um. Hún er í rauninni jákvæð per- sóna því að allir í grennd viö hana fá aö vera þeir sjálfir eins og til dæmis smákrimmarnir. Þaö er ekkert spilerííhenni.” Hvernig líst þér á útkomuna? ,,Eg gerði meira en að leika í Skila- boöum til Söndru. Eg samræmdi hljóö og mynd og í raun og veru kom því myndin mér ekki svo mikiö á óvart. Mér virðist þetta vera eins og fólk segir: „létt og skemmtileg, al- þýöleg mynd”. Mér finnst Bessi standa sig mjög vel. Hann er svo ná- kvæmur í litlu hlutunum, blæbrigð- unum. Aukaleikarar margir eru mjög góöar týpur. Eg hef auðvitaö sumt viö tæknivinnuna aö athuga en ég vildi nú heldur tala viö fólkiö sjálft um þaö. Þetta eru vinir mínir og ég á eftir aö fara í kaffiboö til þeirra og diskútera myndina,” bætir Asdís viö. Leikhúsfræði, heimspeki, kvikmyndir Viö ákváöum aðspyrja hana nánar um kvikmyndanámiö. ,,Eg byrjaöi núna í haust kvik- myndanám í Berlín. Eg held aö ég hafi verið svona 17 ára þegar ég beit það í mig aö fara út í þessa sálma. Þaö kemur mér til góöa aö hafa leik- iö í kvikmynd. Þaö var mér holl reynsla að prófa mig hinum megin viö kvikmyndavélina. Eg hef unnið Asdís. margvísleg störf viö kvikmyndir og þaö var ágætt aö reyna þetta líka. Eg byrjaöi sem hlaupastrákur hjá Þjóðverjunum sem geröu Paradísar- heimt. Svo fór ég í sjónvarpiö og var skrifta þar. En ég fór raunar ekki beint í kvikmyndanámiö því ég var einn vetur í leikhúsfræði í Sviþjóö og einn vetur í heimspeki í Berlín á meðan ég tók inntökupróf í kvik- myndanámiö.” Hvernig er námið byggt upp sem þú ert í? „Þetta er þriggja ára nám. Fyrsta áriö lærum við grunninn, handverk- iö. Næstu tvö árin verðum viö aö skipuleggja okkur sjálf og sérhæfa eftir því sem hugurinn girnist. Þriöja áriö endar meö lokafilmu. Eg má jafnvel gera hana hérna heima á Is- landi. Eg hef mestan áhuga á mynd- eöa leikstjórn.” „Jú, endilega gera eigin myndir,” segir Asdís þegar hún er spurð. Kann betur við mig hinum megin við vélina Hvernig atvikaðist þaö aö þú fékkst hlutverk í myndinni? ,,I fyrravor kom systir mín í heim- sókn til mín út til Berlínar og haföi sagt aö hún heföi dálítið skemmtileg- ar fréttir. Mig grunaöi strax aö þess- ar fréttir væru eitthvað í sambandi viö kvikmyndir og jafnvel aö ég ætti aö leika. Þaö var tónninn í röddinni hjá henni. Þegar ég kom heim um vorið var ég strax sett fyrir framan kvikmyndavélina. Eg rétt náði aö læra textann um kvöldiö og morgun- inn eftir byrjaöi ég aö leika. Eg var viö þetta í einn mánuö meö hléum svo aö tökutíminn hefur eflaust fyUt tværvikur. Eg kann þó betur viö mig hinum megin viö vélina. En ég hefði ekki viljáö veröa af því aö leika. Eg held að þaö hafi verið bráöhollt fyrir mig aöprófa þetta.” Hvernig pældiröu í persónunni? „Eg fékk aðra gerö handrits út og smáfyrirmæli gegnum systur mína hvernig leikstjórinn vildi aö ég léki Söndru. Þetta var persóna sem, eftir því sem leikstjórinn túlkaði hana, býöur ekki upp á nein dramatísk til- þrif og ég treysti mér alveg aö eiga við hana. I rauninni þekktu Duna og Stína mig áöur og ég geri ráð fyrir að þær hafi valið mig í hlutverkið vegna þess aö þær þekkja minn karakter. Þær hafa treyst því aö ég gæti verið mjög eðUleg fyrir framan vélina eöa leikið m jög eöUlega mann- eskju.” Þekkiröu einhverja eins og Söndru? ,,Já, hún hefur oröiöá vegi mínum. Eg segi þó ekki aö hún sé algeng.” Með fötuna tóma til fjalls Hvernig var vinnan viö kvikmynd- ina Skilaboð tU Söndru? „Þetta er sú skemmtilegasta kvik- my nd sem ég hef unniö við hingað tU. AðaUega vegna samstarfsfólksins.” Hvað finnst þér um íslenska kvik- myndagerð? „Eg byrjaði aö vinna viö íslenska kvikmyndagerö þegar ég lauk menntaskóla. Þá var hún að taka við sér. Þannig aö ég datt beint í lukku- pottinn. Eg vona aö þaö veröi ekkert lát á kvikmyndagerðinni hér og aö ég eigi eftir aö fá að taka þátt í henni áfram.” Hefuröu eitthvað aö athuga við þaö sem hingað til hefur veriö gert af kvikmyndum hér? „Eg veit ekki hvort það er rétt á Is- landi aö kvikmynda eftir bókum. Hérna eru bækur fólki svo heUagar. Þaö veröur svo sárt ef í einhverju er út af breytt. Þaö var ekki mikið brugöiö út af söguþræöi bókarinnar í þessari mynd. En samt voru ein- hverjir aö kvarta þegar persónunni Söndru var hnikað til. Islensk handritsgerð er gloppótt en handritiö er undirstaða hverrar myndar. Þaöerokkar veiki punktur. Eg minnist þess sem Þorgeir Þorgeirsson sagöi einu sinni varð- andi þetta: „Islenskir kvUcmynda- gerðarmenn eru komnir yfir bæjar- lækinn og stefna meö fötuna tóma tU fjalls.” -SGV TÓNSKÓLI EMILS Nýtt námskeið hefst 9. janúar. Kennslugreinar: píanó, harmóníka, gítar, munn- harpa og rafmagnsorgel. Innritun daglega í simum 16239 og 66909. TÓNSKÓLI EMILS Brautarholti 4. Hótel Loftleiðir stærsta hótel landsins. Gisting í Reykjavík í algjörum sérflokki. Hótel Loftleiðir eina hótelið sem býður gestum sínum aögang að sundlaug, gufubað- stofu, vatnsnuddpotti og hvíldarherbergi. Auk bess er á hótelinu fjölbreytt bjónusta svo sem hárgreiðslu.og rakarastoft, snyrtistofa að ógleymdum veitingum eins og hressandi kaffi og Ijúffengum réttum. Kynnið ykkur kjörin hjá okkur. Sími 91-22322. HOTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA pm HÓTEL aö 80-150 manna veisl- urnar og árshátiöirnar eru haldnar á Hótel Hofi • aö veislumaturinn, kaftiö, meölætiö og þaö allt er til reiöu? aö þér er óhætt aö hringja eöa koma og 1a upp- lýsingar? 'TT^aövíö eigum pá von a þér. _________ 4jóid4-l<yf) RAUÐARÁRSTÍG 18 SÍMl28866

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.