Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1984, Blaðsíða 5
oo r DV. MANUDAGUR 30. JANUAR1984._ íslensk hjón með heilsustöð r íKristiansand: Olga vegna brottrekstrar starfsstúlku Heilsustöð, sem er rekin af íslensku hjónunum Lovísu Stefánsdóttur og Indriða Olafssyni í Kristiansand í Suður-Noregi, hefur valdið blaðaskrif- um þar um slóðir. Ástæðan er aö stöðin hefur sagt upp 18 ára stúlku, að sögn hennar sjálfrar til að fá ódýrari vinnu- kraft. Stúlkan hóf störf við stöðina í fyrra. Eftir reynslutímann, sem var einn mánuður, var hún fastráðin og fékk 3.200 norskar krónur fyrir 160 tíma vinnu á mánuði. I nóvember réð stöðin til sín nýja stúlku og þeirri sem fyrir var var sagt að hennar laun lækkuðu um 1000 norskar krónur á mánuði. Þegar hún samþykkti ekki þessi skil- yrði var henni gefið launalaust orlof. Vinnuveitandinn hefur síðan auglýst eftir nýjum starfskrafti. I viðtali við blað eitt í Kristiansand segir Lovísa Stefánsdóttir að hin 18 ára gamla stúlka hafi ekki gegnt störf- um sínum nógu vel og þess vegna hafi þau hjón orðið að ráða nýja stúlku í haust. Ástæðuna fyrir orlofinu kveður hún hafa verið þá að það hafi verið lítið aö gera um háveturinn. I norska vinnueftirlitinu vilja menn ekki segja neitt ákveðið um þetta mál þar sem það er í rannsókn. Hins vegar segja þeir að ófélagsbundnir unglingar njóti oft á tiðum lítilla réttinda á vinnu- markaðnum, og að sérstaklega smærri fyrirtæki misnotiunglinga. -ÞóG/JEG-Osló. Með bfl í bæinn á Húsavík: Bömin kalla hann skólastrætó Það má segja að Húsavík sé í laginu líkt og flestar konur vilja vera, sem sagt löng, og mjó sumstaðar. Skólamir eru miðsvæðis í bænum en nýjustu og fjölmennustu íbúðarhúsa- göturnar syðst og yst. Vill því verða talsvert langt að fara í skóla fyrir margt unga fólkið. Guölaugur heitir ungur maður sem á og rekur Sérleyfis- og hópferðabíla Guölaugs Áðalsteinssonar. Sér hann um akstur á flugvöllinn við Húsavík en hann er 12 km frá bænum. Á sumrin hefur Guölaugur sérleyfi á leiðinni Húsavík—Vopnafjörður. Nú ekur Guðlaugur bíl um bæinn sem bömin kalla skólastrætó. Hann fer um 10 ferðir á dag, byrjar kl. 7.30 á morgnana og síðasta ferðin er kl. 4.05. Guðlaugur segir aö upphafið að þess- um akstri hafi verið að hann vissi að áskorun hafði borist frá báöum skóla- stjórunum til bæjarstjórnar um að hafinn yröi rekstur skólabíls. Einnig hefðu verið uppi raddir í bænum um að þessa þjónustu vantaöi. Guðlaugur sá að bærinn ætlaði ekki aö gera neitt í málinu og er nokkrir for- eldrar höfðu haft samband við hann sat hann fund með bæjarstjórn þar sem fram kom að bærinn ætlaði ekki að f jármagna slíka starfsemi. Guðlaugur hóf akstur þrjá síðustu skóladaga fyrir jól til reynslu og er töluvert margir foreldrar höföu lýst ánægju sinni með þjónustuna í jóla- leyfinu og spurt hvort ekki yrði fram- hald á byrjaði hann aftur þegar skóli hófst á ný. Guölaugur á tvo bíla, 59 og 43 manna, en hann hefur fengið undan- þágu hjá bifreiðaeftirlitinu til að flytja 62 farþega í ferð. Hann segist flytja um 300 börn á dag og farþegafjöldi aukist með degi hverjum, mesti álagstíminn sé á morgnana, í hádeginu og síödegis en þá er hann að hugsa um að bæta viö ferðum svo aö allir fái sömu þjónustu eftirþörfum. Fargjald fyrir böm er kr. 5 en kr. 10 fyrir fullorðna. Þeir hafa lítiö notfært sér þjónustuna enn, þó er fólk að ranka við sér og nokkrir fara til og frá vinnu daglega með vagninum. Áðspurður sagði Guölaugur aö hann væri ekki hress yfir rekstrinum, hann kæmi ekki vel út en hann sagði báða skólastjórana hafa verið mjög hjálp- lega varðandi upplýsingar og að koma skilaboðum um ferðir til nemenda. -Ingib jörg Magnúsdóttir, Húsavík. I Flugskóli Selfoss „allur á loftr 120, þar af er ein kona og önnur á námskeiöinu, og hafa þeir 12 flug- vélar. Það er óhagganleg skoðun þeirra sem á námskeiðinu eru aö konur séu betri flugmenn, þær fari mýkri höndum um tækin, segja þeir. Formaður Flugklúbbs Selfoss hefur verið frá upphafi Jón I. Guð- mundsson, yfirlögregluþjónn á Sel- fossi, og er það án efa ánægjulegt fyrir hann að sjá áhugamálið vaxa og dafna á þeim tíu árum sem liðin eru frá stofnun klúbbsins. -GB. Frá Kristjáni Einarssyni, frétta- ritara DV á Selfossi. Stjóm Flugklúbbs Selfoss ákvað fyrir stuttu að standa fyrir nám- skeiöi fyrir flugáhugamenn á Suður- landi og auglýsti það, þó með nokkr- um áhyggjum um þátttökuleysi. En þær áhyggjur reyndust ástæðulaus- ar. 66 höfðu áhuga á þátttöku og bámst umsóknir alls staðar að af Suðurlandi. Ákveöið var að halda námskeiðið í þrennu lagi, eftir því hvar menn voru staddir í fluginu, og er fýrsta námskeiðið hafið með 24 nemendur innanborðs. Kennari á öllum námskeiðunum er Ottó Tynes, flugmaður úr Reykjavík. Mikil gróska er í fluginu á Suður- landi. Sem dæmi um það má nefna að ekki liðu nema rúmir þrír mánuðir frá stofnun Flugklúbbs Selfoss, þann 16. maí 1974, þar til flugvöllur með tveimur brautum var vígður rétt fyrir utan Selfoss. Og svona hefur krafturinn verið allar götur síðan. Nú hafa flugáhugamenn fjóra flug- velli til umráða á Suðurlandi. Félagsmenn Flugklúbbs Selfoss eru Léttur andi var i salnum þegar nemendur Flugskóla Selfoss stilltu sér upp fyrir myndatökuna. DV-mynd Kristján Einarsson. LÆKKUM VIÐ ÚTSÖLU- VÖRURNAR ENNÞÁ MEIRA irisAiii STORLÆKKAÐ VERD |r- Tökum fram| fleiri tegundir. Kápur upp í| itærð 54. M Laugavegi 66, sími 25980. Guðlaugur Áöalsteinsson við farartæki sitt. DV-mynd Ingibjörg Magnúsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.