Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1984, Síða 11
DV. MANUDAGUR 30. JANUAR1984.
11
,yeitir ekki afbjart
sýnum mönnum”
—segir Leifur Steinn Elísson,
markaös- og söluráðgjaf i
tölvuf yrirtækisins Atlantis
„Hutverk mítt er í fyrsta lagi aö
stjórna öllum ma^kaösmálum í
fyrirtækinu og í öðrU lagi að vera
ráögefandi fyrir' væntanlega
kaupendur tölvukerfa um val á hug-
búnaði og vélbúnaði og vera í al-
mannatengslum. ”
Þetta sagði Leifur Steinn Elisson,
sem tók við starfi markaðs- og sölu-
ráðgjafa hjá tölvufyrirtækinu
Atlantis um áramótin.
Fyrirtækiö verslar eingöngu meö
eigin tölvur, sem það kynnti fyrst á
iðnsýningunni í fyrrasumar. Upphaf-
lega var Atlantis eingöngu hugsað
sem framleiðslufyrirtæki á tölvum
en í október síðastliðnum var
ákveðið að setja á stofn markaðs- og
söludeild. I framhaldi af því réðst
Leif ur Steinn til fyrirtækisins.
„Viö erum með hugbúnaö sem viö
eigum sjálfir og við erum einnig með
hugbúnað i umboðssölu frá öðrum
aðilum,”sagöihann.
— Er það ekki mikil bjartsýni að
vera eingöngu með íslenska tölvu?
„Jú, þaö er mikil bjartsýni, en það
veitir ekki af bjartsýnum mönnum
,hér á landi. En viö erum þó engir
ævintýramenn,” sagði Leifur Steinn.
Hann minnti á að einhver góöur
1 maður hefði sagt á Alþingi að land-
búnaðurinn væri búinn að fá 1100 ára
aðlögunartíma og tími væri kominn
til að gefa öðrum atvinnugreinum
tækifæri.
„Hér eru margir ágætir verk-
fræðingar og tækniþekkingin er til
staðar. Það sem hefur háð er fjar-
lægðin frá stórum mörkuðum. En viö
lítum fyrst og fremst til íslensks
markaðar og viljum að það sé skiln-
ingur á aö það er þörf fyrir meira en
sauðfé og fiskveiðar ef við eigum að
lifa áfram í landinu.”
— Nú ríkir mjög mikil samkeppni
á tölvumarkaðinum og fréttir berast
af stórfyrirtækjum sem tapa miklu
fé.
„Á þessu stigi erum við ekki að
tala um alþjóðlega samkeppni,
heldur á íslenskum markaði. Við
teljum að við séum með sambæri-
lega framleiðslu og erlendir aðilar.
Við erum samkeppnisfærir í verði og
við vonum að ráðamenn líti til þess
að þetta er íslensk framleiðsla.”
Leifur Steinn sagði að hver tölva
sem þeir framleiddu sparaði 1500
dollara í erlendum gjaldeyri ef
kaupa ætti samsvarandi tæki frá út-
löndum.
— Þú ert þá þeirrar skoðunar að
tölvur séu framtíöin?
„Eg er alveg á þvi. Hins vegar vil
ég ekki segja að niðurstaðan sé sú í
öllum tilfellum að fyrirtæki eigi að
kaupa tölvu. Það verður að skoða
máUð mjög vandlega því að það er
ekki markmið mitt að allir kaupi
tölvu heldur þeir sem á henni þurfa
aðhalda.”
— Hvenær byrjaðir þú að vinna
við tölvur?
„Þaö má rekja það allt til ársins
1978. Eg var þá við nám í hagfræði í
Svíþjóð. Þar var töluvert farið aö
fjalla um notkun á tölvum og ég
gerði mér grein fyrir að ef ég færi til
Islands bara með hagfræðimenntun
ætti ég ekki sömu möguleika á að fá
starf. Eg lauk því þremur stigum í
tölvufræði.”
Leifur Steinn sagöi að áhugann
mætti rekja enn lengra aftur, eða til
þess tíma er hann var viö nám í Há-
skóla íslands. Þá vann hann m.a. á
Vegamálaskrifstofunni þegar verið
var aðtölvuvæða hana.
— Hefurðu tölvu heima hjá þér?
„Það vill nú til að svo er ekki. Meg-
inástæðan er sú að hér hef ég aögang
„Við erum samkeppnisfærir við erlenda aðila og við vonum að ráða-
menn Hti til þess að þetta er íslensk framleiðsla," segir Leifur Steinn
Elisson hjá tölvufyrirtœkinu Atlantis. DV-myndGVA.
að tölvu hvenær sem ég vil. Eg er
líka einn af eigendum tölvuskólans
Framsýnar og þar hef ég einnig að-
gang að tölvukerfum. Eg mun þó
fljótlega fara með tölvu heim, m.a.1
vegna þess aö ég á börn. Eldri dóttir
mín er að verða 9 ára og ég vil að hún
læri að umgangast tölvur frá upp-
hafi.”
Leifur Steinn er kvæntur Svein--'
björgu Svavarsdóttur sem lýkur BA
prófi frá félagsvísindadeild Hl í vor.
Þau eiga tvær dætur.
-GB.
ÚTífilfi 90-70'
UTffilA
V/SA