Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1984, Qupperneq 22
22
DV. MANUDAGUR 30. JANUAR1984.
íþróttir
Bryan Robson, lyrlrliði Man. Utd. og Eng-
lands.
Robson alls
ekkiseldur
„Það eru ekki til nægir peningar á ítalíu
til að kaupa Bryan Robson,” sagði Ron
Atkinson, stjóri Man. Utd, í Manchester í
gær eftir að sá orðrómur hafði komist á
kreik að ítalska 1. deildarliðið Sampdoria
vildi kaupa Robson, fyrirliða Man. Utd og
Englands, á þrjár milljónir sterlingspunda.
Tveir breskir leikmenn leika með ítalska lið-
inu, Liam Brady og Trevor Francis. „Ég er
að reyna að byggja upp besta lið hér í landi
og ætla ekki að brjóta það niður. Eg er
orðinn þreyttur á þessum eiiífa söguburði,”
sagði Atkinson ennfremur.
Eftir 30. júní næstkomandi fá ítölsku iiðin
ekki aö kaupa erlenda leikmenn næstu tvö
árin og þess vegna ræða ftalir nú um alls
konar leikmenn. Ian Rush hjá Liverpool var
einnig í fréttunum. Sagt að Juventus og Real
Madrid hefðu áhuga á honum. Tvær
milljónir punda nefndar.
Robson tók þessum fréttum rólega í gær.
Sagði: Ég er ekki hræddur viö að fara til
ítalíu en ef United vill halda mér þá er það í
lagi.” hsim.
Daníel var með
bestan árangur
Daniel Hilmarsson frá Dalvik stóð sig
betur en ólympíufarar tslands á svig-
mótum i Austurríki um helgina. Hann varð
37. af 140 keppendum í Lermose á 86,85
sek. Guðmundur Jóhannsson frá Isafirði
varð i 40. sæti á 87,34 sek. Arni Þór Árna-
son úr Reykjavík varð úr ieik. Austurrikis-
maðurinn Koel Bichler slgraði á 79,53 sek.
Daníel varð síðan í 36. sæti í Wengle á
1:35,07 mín„ en hann hafði rásnúmer 82.
Guðmundur varð í 40. sæti á 1:35,72 mín.
Árni Þór varð úr leik. V-Þjóðverjinn
Wiindl slgraði á 1:25,54 mín.
• Nanna Leifsdóttir keppti í stórsvigi í
Belleconte í Frakklandi og varð í 34. sæti
af 90 keppendum á 2:22,14 mín. Sigurveg-
ari varð Meiander frá Svíþjóð á 2:12,22
mín. _SOS
Yngsti ís-
landsmeistari
— íatrennulausum
stökkum
Sautján ára strákur úr Breiðabliki,
Einar Gunnarsson, vakti mikla athygli á
íslandsmótinu í atrennulausum stökkum í
tR-húslnu í gær. Hann bætti árangur sinn
um hálfan metra í þristökki án atrennu og
sigraði meö 9,54 m. Vngsti maður, sem
hlotið hefur Islandsmeistaratitil í atrennu-
lausum stökkum.
Unnar Garðarsson, HSK, varð Islands-
meistari í tveimur greinum. Stökk 1,63 m í
hástökki án atrennu og 3,16 m í langstökki
án atrennu. Guðmundur Nikulásson, HSK,
varö annar í báðum greinum með 1,59 m
og 3,13 m. Annar í þrístökki varð Stefán Þ.
Stef ánsson, IR, með 9,48 m.
Kolbrún Rut Stepens, KR, reyndi viö
nýtt Islandsmet í hástökki án atrennu, 1,44
m. Tókst ekki. Sigraði með 1,40 m. Helga
HaUdórsdóttir, KR, önnur með 1,30 m.
Kolbrún Rut sigraði einnig í þrístökki,
stökk 7,97 m. Helga önnur með 7,76 m en í
langstökki sigraöi Helga. Stökk 2,55 m.
Kolbrún Rut varð þar önnur meö 2,53 m.
Bryndís Hólm, IR, þriðja með 2,48 m.
Keppendur á mótinu voru 35 og tókst það
mjög vel undir stjóm Guömundar Þórar-
inssonar. hshn.
íþróttir íþróttir fþróttir íþ
Leikmenn Brighton gerðu sér lítið
fyrir í gær og slógu Liverpool út úr
ensku bikarkeppninni annað árið í röð.
Sigruðu 2—0 í 4. umferð í Brighton og
var leiknum sjónvarpað beint á Bret-
Joe Corrigan — markvörðurinn snjaUi.
landseyjum. Ahorfendur samt um 19
þúsund.
Það var gamli, enski landsliðsmark-
vöröurinn Joe Corrigan (lengi Man.
City) sem öðrum fremur tryggði
Brighton sigur. Hann varði frábær-
lega í leiknum, sex sinnum af hreinni
snilld. Liverpool varð fyrir áfalU á 30.
mín. þegar fyrirUði Uðsins, Graeme
Souness, varð að yfirgefa vöUinn
vegna meiðsla en þeir Ian Rush og
Mike Robinson fengu þó góð tækifæri
til aðskora.
Brighton gerði út um leikinn á einni
mínútu snemma í síðari hálfleik. Irski
landsUðsmaðurinn Gerry Ryan skor-
aöi fyrra markiö á 57. min. og tæpri
mínútu síðar sendi Terry Connor knött-
inn í markiö hjá Bruce Grobbelaar.
Þar við sat. Fleiri urðu mörkin ekki. I
fyrra sigraði Brighton Liverpool einnig
í bikarkeppninni. Það var í 5. umferð
og Brighton vann þá 2—1. Leikurinn
var meira að segja háður á Anfield í
Liverpool. Brighton komst þá alla leið
í úrsUt en tapaöi fyrir Man. Utd. eftir
tvoleiki. hsím
Öraggt hjá
Valsmönnum
Einar Bollason (t.v.) nær ekki að stöðva KR-inginn Garðar Jóhannesson.
„Strákamir
ekki spenm
— sagði Einar Bollason, eftir að Haukar höfðu ta
Aftur féll
Liverpool
fvrir Brighton
— Brighton sigraði 2-0 Í4. umferð ensku
bikarkeppninnar í gær
„Þetta var mjög góður leikur hjá
okkur, við lékum allir vel og þetta var
þýðingarmikUl sigur fyrir okkur. Það
er orðið langt síðan við höfum unnið
leik og margir sigrar munu fyigja í
kjölfarið,” sagði Tom Holton, leik-
maður með úrvalsdeUdarliði Vals í
körfuknattleik, eftir ieik Vals og
Keflavíkur í Seljaskóla í gærkvöldi.
Lokatöiur urðu 92—69 en staðan í leik-
hléi var 48—31 Vai í vU.
Þaö þarf ekki að hafa mörg orð um
leik þennan. Hann var eign Valsmanna
frá upphafi og var leikur Uðsins mjög
góður. Tom Holton var mjög góður hjá
Val og skoraði 20 stig og þeir Jóhannes
Magnússon og Torfi Magnússon
skoruöu 11 hver. Furöulegt að
Jóhannes skuli ekki fá að leika meira
með liöinu.
Lið Keflavíkur var ákaflega slakt í
þessum leik og allir leikmenn áttu
dapran dag. Jón Kr. var stigahæstur
með 18 stig en Bjöm Víkingur Skúlason
kom næstur með 12 stig. Oskar
Nikulásson skoraöi 11 og þeir Guðjón
Skúlason og Sigurður Ingimundarson
skoruðulOstighvor.
Dómarar voru þeir Jón Otti Olafsson
og Gunnar Bragi Guðmundsson og var
dómgæsla þeirra mjög góð þegar á
heildina er litið enda á ferð tveir af
bestu dómurum okkar í greininni.
Maður leiksins: Tómas Holton Val.
-SK.
„Strákarnir þoldu ekki spennuna.
Lið mitt virðist ekki tilbúið i að halda
út góðu gengi og það bætir svo ekki
ástandiö þegar lykilmenn liðsins
klikka eins og í leiknum hér áðan,”
sagði Einar Bollason þjálfari og leik-
maður Hauka í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik eftir leik Hauka og KR í
íslandsmet
Sveit Njarðvíkur setti Islandsmet í
4X50 m bringusundi karla í gær —
synti vegalengdina á 2:12,1 mín.
Gamla metiö átti sveit SH, 2:17,0 mín.
Hafnarfirði á laugardag. Lokatölur
urðu 81:75 en staðan í leikhléi var 44:37
KRívil.
KR-ingar, sem hafa verið mjög köfl-
óttir í síðustu leikjum sínum, náðu nú
góðum leik og margir leikmenn liðsins
léku af öryggi. Má þar nefna Guðna
Guðnason sem skoraði 24 stig og missti
þrjú skot í öilum leiknum. Þá átti Jón
Sigurðsson alveg einstaklega góðan
leik og virðist sá kappi vart ætla að eld-
ast. Þáttur hans í sigrinum á laugar-
dag var stór. Og annað gamalt brýni
lék vel á laugardag en það var Birgir
Guöbjömsson. Greinilegt að hann er
að koma mikið til og á eftir að styrkja
KR-Iiðið mikið á baráttu framtíðarinn-
Atli var hetja íslands
skoraði jöfnunarmarkið 24-24 í Hafnarfirði
Atli Hilmarsson var hetja íslenska
landsliðsins í handknattleik sem varö
að sætta sig við jafntefii 24—24 gegn
Norðmönnum í Hafnarfirði á laugar-
daginn. Atli var besti leikmaður
íslenska liösins og hann tryggði
íslendingum sigur þegar hann skoraði
jöfnunarmarkið rétt fyrir leikslok með
því að brjótast í gegnum vamarvegg
Norðmanna.
Vamarleikur íslenska liðsins brást
algjörlega í Hafnarfirði og var mark-
varslan síðan eftir því — aöeins sex
skot varin og þau varði Einar Þor-
varðarson í fyrri hálfleiknum. Það
vantaði alla einbeitingu og yfirvegun í
sóknarleik liðsins og var greinilegt að
leikmenn liðsins mættu of sigurvissir
til leiks — héldu að Norðmennirnir
yröu eins auöveldir og í fyrsta lands-
leiknum í Laugardalshöllinni á
föstudagskvöldið.
Norðmenn mættu aftur á móti á-
kveðnir til leiks — börðust grimmilega
og þrátt fyrir að fimm þeirra væri
vikið af leikvelli, aðeins tveimur
tslendingum, þá höföu þeir alltaf
frumkvæðið. Þeir voru yfir 13—12 í
leikhléi og síðan náðu þeir fjögurra
marka forskoti í byrjun seinni hálf-
leiksins — 17—13. Islendingar náðu að
jafna 17—17 og síðan var jafnt á öllum
tölum út leikinn.
Eins og fyrr segir var íslenska liðið
lélegt — sérstaklega var vamarleik-
urinn slakur. Atli Hilmarsson var besti
leikmaöur liðsins og er hann í mikilli
framför. Tvær breytingar vom gerðar
á íslenska liðinu frá fyrsta leiknum.
Þorbergur Aðalsteinsson tók stöðu
Sigurðar Gunnarssonar og Brynjar
Kvaran stöðu Jens Einarssonar sem
markvörður.
Þeir sem skoruðu mörkin í leiknum,
voru:
Island: Atli 6, Kristján A. 5, Steinar
B. 4, Jakob S. 3, Páll 0.2, Þorgils Ottar
2, Þorbjörn J. 1 og Þorbergur 1.
Noregur: Johannssen 6, Ohrvik 5,
Bauer 4, Pattersen 4, Rundhovde 2,
Haneborg 1, Soensterud 1 og Skadverg
!• -SOS.
Sigurður áhorfandi
Það vakti mikla athygli í Hafnar-
firöi á laugardaginn að Siguröur
Sveinsson, vinstrihandarskyttan í
handknattleik, sem leikur með
Lemgo í V-Þýskalandi, sat allan
tímann á varamannabekknum —
kom ekki inn á í eina einustu
sekúndu. Sigurður var einnig lítið
notaður í fyrsta landsleiknum gegn
Noregi. Það er hreint furðulegt að
Bogdan landsliðsþjálfari skuli
kalla á Sigurð frá V-Þýskalandi til
að láta hann verma bekkinn. Það
er ekki uppörvandi fyrir Sigurð.
-SOS.
T
I
I
I
(þróttir
(þróttir
(þróttir
(I
(þróttir