Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1984, Qupperneq 23
DV. MANUDAGUR 30. JANUAR1984.
23
róttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
„Þetta er allt
á réttri leið”
■ sagði Kristján Arason, f yrirliði íslenska landsliðsins, ef tir
f imm marka sigur á Noregi, 25-20, í gærkvöld
DV-mynd: Oskar Örn Jónsson.
þoldu
n
paðfyrirKR 75-81
ar. Stigahæstur hjá KR var Guöni
Guðnason meö 24 stig. Þeir Jón Sig-
urösson og Garðar Jóhannesson skor-
uðu 14 hvor og Birgir Guöbjörnsson 12.
Þessir báru nokkuö af í KR-liðinu.
Það er hægt aö taka undir orð Ein-
ars Bollasonar hér aö framan. Hauka-
liðið virðist ekki alveg tilbúið til stóraf-
reka en mikið voöalega er fariö að
styttast í glæsta sigra liðsins. Meðal-
aldur liðsins er mjög lágur og margir
leikmenn liðsins eiga framtíðina fyrir
sér. Þeir Kristinn Kristinsson og Hálf-
dán Markússon voru einna skástir
Haukanna í þessum leik en allir leik-
menn liðsins geta gert betur og eiga ör-
ugglega eftir að gera það.
Kristinn skoraði 13 stig'og það gerði
Hálfdán einnig en næstur þeim kom
Pálmar með 11 stig. Ovenjulítið hjá
honum. Sveinn skoraði 10 stig og Ein-
ar Bollason 9.
Leikinn dæmdu þeir Kristinn Al-
bertsson og Gunnar Bragi Guðmunds-
son og hafa gert betur. -SK.
STAÐAN
Staöan í úrvalsdeildinni eftir leiki
helgarinnar er þessi:
Njarðvík-IR 83-72
Valur-Keflavík 92-69
Haukar-KR 75—81
Njarðvík 965—894 13 10 3 20
KR 1005—988 14 8 6 16
Haukar 1015-1025 14 8 6 16
Valur 1159-1089 14 6 8 12
Keflavik 854—969 13 5 8 10
m 987—1020 14 4 10 8
Stigahæstu leikmenn:
Valur Ingimundarson, Njarðvík 360
Pálmar Sigurðsson, Haukum 308
Kristján Ágústsson, Val 273
Torfi Magnússon, Val 228
Hreinn Þorkelsson, 1R 220
„Ég er ánægður með þessi úrslit.
Það var mikil barátta í þessum leik h já
íslenska liðinu og alltaf leikmenn að
koma upp eins og Sigurður Gunnars-
son í þessum leik. Þetta er aUt á réttri
leið hjá okkur — allt að koma og það
var gott að vinna norska liðið með
þessum mun eins og dómgæslan var,”
sagði Kristján Arason, fyrirliði ís-
lenska landsliðsins í handknattleik,
eftir að Island hafði sigraði Noreg 25—
20 í þriðja landsleik þjóðanna í gær-
kvöld í LaugardalshöU. Þar með erum
viö komnir með tvo sigra umfram
Norðmenn í Iandsleikjum þjóðanna.
Góður sigur en það verður að segjast
eins og er að lengi vel var eins og
dönsku dómararnir væru á kaupi hjá
þeim norsku. Svo mjög dæmdu þeir
norska liðinuíhag.
Leikurinn var mjög harður, ekkert
gefið eftir hjá báðum liðum og Norð-
menn komu á óvart framan af með því
aö taka tvo leikmenn ísl. liösins úr um-
ferð. Hættu því þó rétt fyrir miðjan
fyrri hálfleikinn. Reyndu þaö svo aftur
lokakaflann þegar leikurinn tapaöur
fyrir þá.Bogdan Kowalczyk, landsUðs-
þjálfari, keyröi á nær sömu átta leik-
mönnunum mest aUan leikinn, þeim
Jens Einarssyni, Kristjáni Arasyni,
Steinari Birgissyni, Þorbirni Jenssyni,
Atla Hilmarssyni, Jakob Sigurðssyni,
og svo þeim Þorbergi Aðalsteinssyni
og Sigurði Gunnarssyni, sem skiptust á
í sókn og vörn. Þorbergur í vörninni.
Það voru talsverðar sveiflur í leik
Soler til
Hamburger
Frá Jóni Einari Guðjónssyni — frétta-
manni DV í Noregi.
— Gunter Netzer, framkvæmda-
stjóri Hamburger SV, er væntanlegur
th Osló nú í vikunni til að ganga frá
samningum við norska landsUðsmann-
inn Erik Soler sem fer til Hamburger í
júlí. Þeir Netzer og Soler áttu leyni-
fund í Gautaborg í sl. viku.
Hess náði
forustunni
Erika Hess, Sviss, sem sigraði
samanlagt í keppni kvenna í heimsbik-
arnum, náði forustu í stigakeppninni í
gær, þegar hún sigraði í stórsvigi i
Saint-Gervais í Frakklandi. Tími
hennkr var 2:24,05 mín. Langfyrst.
Önnur varð Christin Cooper, USA, á
2:24,94 mín. og Carole Merle, Frakk-
landi, þriðja á 2:25,13 mín. hsím.
ísl. liösins. Jens varði átta skot í fyrri
hálfleik, síðan lítið sem ekkert (tvö
skot) og Einar Þorvarðarson lék átta
síðustu mínútumar. Vörnin var yfir-
leitt sterk meö þá Steinar, Þorbjörn,
Kristján og Þorberg sem aðalmenn og
þeir Steinar og Þorbjöm komust einnig
mjög vel frá sóknarleiknum. Skoruöu
mörg þýðingarmikil mörk, einkum
Steinar, sem vex með hverjum leik.
Þeir PáU Olafsson og Atli léku nú ekki
aöalhlutverkið í sóknarleiknum eins og
áöur. Þar sáust margir fallegir hlutir.
Siguröur Gunnarsson skoraði nokkur
glæsimörk og átti góðar línusendingar
en nokkuð „villtur” undir lokin.
Kristján lék sinn besta landsleik undir
stjórn Bogdan og Jakob, yngsti maður
liðsins, stendur vel fyrir sínu. Island
fékk fimm vítaköst í leiknum og „fisk-
uðu” þeir Þorbergur (2), Atli (2) og
Þorbjörn þau.
Gangur leiksins
Island skoraði þrjú fyrstu mörk
leiksins, 3—0, og Norðmenn komust
loks á blað eftir rúmar átta mínútur.
En þeir fylgdu því eftir. Jöfnuðu í 3—3.
Island komst aftur yfir, 5—3 og 7—4 og
var það mest vegna glæsilegrar
frammistöðu Jens í markinu. Eitt sinn
varöi hann þrjú skot í röð á örfáum
sekúndum. Síðan fóru Norðmenn aö
minnka muninn enda vísuöu norsku
dómararnir tveimur ísl. leikmönnum
af velli. Þá voru fjórir útispilarar Is-
lands gegn sex Norðmönnum. Staðan
breyttist í 7—6, síðan 8—7, en loka-
sprettur ísl. liðsins var mjög góður
síðustu fimm mínúturnar. Það skoraöi
þá fjögur mörk gegn einu og staðan í
hálfleik 12—8.
Þennan fjögurra marka mun tókst
Norðmönnum að vinna upp á fyrstu
átta mín. síðari hálfleiks. Jafna í 14—14
og spennan var mikil jafnt á vellinum
sem meðal áhorfenda. Oft baulað á
dönsku dómarana. Island sigldi fram
úr aftur, komst í 17—15, síðan 20—17
þegar níu mín voru eftir. Sigurinn virt-
ist vera að komast í höfn. Norð-
mönnum tókst þó að minnka muninn í
eitt mark, 20—19, á 53. mín. en loka-
kaflinn var algjörlega íslenska liðsins.
Það skoraði fimm mörk gegn einu
síðustu fimm mínútumar. Góður sigur
íhöfn.
Kristján var markhæstur í íslenska
liðinu með átta mörk. Fimm þeirra
koruð úr vítaköstum. Þeir Steinar og
Sigurður Gunnarsson skoruðu fjögur
mörk hvor, Þorbjöm 3, Atli og Jakob
tvö mörk hvor, Þorbergur og Siguröur
Sveinsson eitt mark hvor.
Hjá Norðmönnum var Kári Ohrvik
markahæstur með sjö mörk og voru
fjögur þeirra skoruö úr vítaköstum.
Jan Rundhovde og Gunnar Pettersen
| skoruðu fjögur mörk hvor, Tore Johannes-
sen tvö Lars Christian Haneborg, Odd
Soensterud og Harold Sletten eitt hver.
hsím.
Pétur skoraði
gegn Waterschei
— Ungverjinn Fazekas fór á kostum hjá
Antwerpen eftir að hann kom inn á
Frá Kristjáni Bemburg — fréttamanni
DVíBelgíu:
— Pétur Pétursson skoraði gott
mark fyrir Antwerpen, þegar félagið
lagði Waterschei að velli 4—2 í hafnar-
borginni frægu. Það var Ungverjinn
Lazslo Fazekas sem var hetja Ant-
werpen — hann kom inn á sem vara-
maður þegar staðan var jöfn 1—1 í
byrjun seinni háifleiksins og kom hann
þá með nýtt blóð í Antwerpen-liðið.
Fazekas lék skemmtilega í gegnum
vörn Waterschei rétt eftir að hann
kom inn á og sendi knöttinn til Péturs
Péturssonar sem skoraði 2—1. Pétur
þakkaði síöan fyrir sig og sendi góða
sendingu til Fazekas stuttu seinna og
skoraði Ungverjinn 3—1. P. Jensen
minnkaði muninn fyrir Waterschei í
3—2 áöur en Fazekas gulltryggði sigur
heimamanna. Lárus Guðmundsson
var varamaður en hann kom inn á
þegar 30 mín. voru til leiksloka og var
staðan þá 3—1.
Aðalleikurinn í Belgíu var í Brugge
þar sem FC Brugge fékk Anterlecht í
heimsókn. Viðureigninni lauk með
jafntefli 1—1 en 30 mín. tafir urðu á
leiknum vegna óláta áhangenda lið-
anna.
Lokeren tapaði 0—2 í Molenbeek.
Seraing vann Kortrijk 2—0. Beveren
hélt áfram sigurgöngu sinni — vann
Beerschot3—2.
Beveren er með 34 stig eftir 20 leiki,
Seraing 28, Anderlecht 26, Standard 25
og FC Brugge 24.
-KB/-SOS
Heimsbikarkeppnin íalpagreinum:
Fyrsti sigur Wenzel
í risa-stórsviginu
Andreas Wenzel, Lichtenstein, slgr-
aðl í risastórsvigi heimsbikarsins í gær
í Garmisch-Partenkirchen i V-Þýska-
landi. Keyrði brautina, 2200 metra, á
1:36,53 min. Pirmtn Zurbriggen, Sviss,
varð annar á 1:36,62 min. Þrlðji varð
Hans Enn, Austurriki, á 1:37,55 min.
Þá Marc Girardelli, Lúxemborg, á
1:37,62 min. og Ingemar Stenmark,
sem er litið hrifinn af þessu risastór-
svigi, varð fimmti á 1:37,68 min.
Þetta er fyrsti sigur Wenzel í risa-
stórsviginu en Zurbriggen jók þó stiga-
forustu sína. Hann sigraði samanlagt í
bruni og risastórsviginu á mótinu. Þar
varð Wenzel annar.
I bruninu á laugardag sigraöi Steve
Podborski, Kanada, á 1:56,95 mín. í
Kandahar brautinni. Erwin Resch,
Austurríki, varð annar á 1:57,20 mín.
og Franz Klammer, Austurríki, þriðji
á 1:57,44 mín. Zurbriggen varð sjötti á
l:58,23mín.
I stigakeppninni samanlagt er Zur-
briggen efstur með 209 stig. Wenzel
hefur 168 stig og Stenmark þriðji með
156 stig. Síðan koma þeir Girardelli og
Franz Heinzer, Sviss, með 123 stig.
-hsím.
Steve Cram þegar hann sigraði í 1500 m
hlaupinu á heimsmelstaramótinu í
Helsinki í fyrrasumar.
Fyrsta tap
Steve Cram
frá 1981
— varð Í8. sætiá móti
á Nýja-Sjálandi
Enski heimsmeistarinn og íþróttamaður
ársins á Bretlandi, Steve Cram, varð
aðcins í áttunda sæti í 1500 metra hlaupi á
móti í Hamilton á Nýja-Sjálandi fyrir
skömmu. Hljóp á 3:42,4 min. og þetta er í
fyrsta skipti, sem hann tapar hlaupi i 1500
m frá þvi síðsumars 1981. Cram hefur átt
við meiðsli í hné að stríða og því lítið getað
æft síðustu mánuðina.
Eftlr hlaupið sagði Cram að hann hefði
alveg náð sér af meiðslunum, „en það er
kjánaiegt að vera að keppa í janúar gegn
mönnum sem allir eru í mikiu betri
æfingu en ég”. Steve Cram hefur ákveðiö
að taka ekki þátt í fleiri mótum á Nýja-
Sjálandi og í Ástralíu en einbeita sér þess í
stað aö æfingum þar. -hsím.
Sjö öruggir
blaksigrar
Enginn sjö meistaraflokksleikja í blak-
inu um helgina telst hafa veríð spennandi.
Tveir leikir voru í 1. deild karla, þrír í 1.
deild kvenna og tveir í 2. deild karia. Urslit
voru öll eftir bókinni.
11. deild karla sigraði Þróttur Fram 3—
Ö: 15-9,15-6 Og 15-5. HK sigraði Víking
einnig 3—0:16—4,15—5 og 15—6.
1 keppni kvennaliða sigraði Breiðablik
Þrótt 3—2. Iþróttafélag stúdenta vann Vík-
ing 3—0 og Völsungur vann KA 3—0 á
Akureyri.
12. deild karla vann Samhygð 3—0 sigur
yfir B-liði HK á Selfossi. Reynivík lagði
Skautafélag Akureyrar 3—0. -KMU.
■pa a x a
Zico skoraði
tvö mörk
— og Platini skoraði
eitt mark á Ítalíu
Brasiiíumaðurinn Zico heldur sinu striki
á Itaiíu. Þessi snjalli leikmaður skoraði
bæði mörk Udinese, sem lagði Avellino að
velli 2—1. Zico skoraði fyrra markið úr
vítaspyrnu og seinna markið bcint úr
aukaspyrnu, sem hann er heimsfrægur
fyrir. Zico er markhæstur á Italiu með 15
mörk.
Michel Platini skoraði mark Juventus
þegar félagið gerði jafntefli 1—1 gegn
Napolí, sem hefur ekki tapað leik á heima-
velii í ellefu rhánuði. Platini skoraði
markið beint úr aukaspymu.
Toríno vann Inter Milanó 3—1.
Argentínumaðurinn Hernandez skoraði
tvö mörk Torino úr vítaspymum og
Austurríkismaðurinn Walter Schachner
skoraði þriðja markið. Argentínumaður-
inn Daníel Bertoni skoraöi bæði mörk
Fiorentina, sem vann Ascoli 2—1. Roma
gerði jafntefli 1—1 viö AC Mílanó.
Juventus er efst á Italíu með 26 stig eftir
18 leiki, Torino 24, Fiorentina 23, Udinese,
Roma og Verona eru með 22 stig.
-sos
þróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir