Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1984, Síða 25
l't t:r, t ‘A fc r T ,1/
/ ,f/1
<J i. ftfA A 7
DV. MANUDAGUR 30. JANUAR1984.
róttir íþróttir íþróttir
Samvinna Asgeirs og
Comeliusson frábær
— Ásgeir var maður vallarins þegar Stuttgart vann Kaiserslautern 5-1.
Corneliusson skoraði þrjú mörk
Frá Hilmari Oddssyni — frétta-
manni DV í V-Þýskalandl:
— Ásgeir Sigurvinsson átti stórleik
með Stuttgart þegar félagið, sem lék
án Förster-bræðranna, vann stórsigur,
5—1, yfir Kaiserslautem. Blöð hér í V-
Þýskalandi gefa honum hæstu einkunn
og segja að hann hafi sjaldan ieikið
eins vel — stjóraaði öllum leik Stutt-
gart. Eitt blaðanna velti því fyrir sér,
hvers vegna i ósköpunum landsliðs-
maðurinn Hans-Peter Brigel hefði ekki
verið settur sem yfirfrakki á Ásgeir
sem komst upp með að gera allt sem
honum sýndist.
Það var Svíinn Dan Corneliusson
sem átti einnig góðan leik, sem skoraði
fyrsta markið á 18. mín. eftir frábæra
sendingu frá Asgeiri — ellefu metra
sendingu sem datt niður rétt fyrir
framan Svíann. Corneliusson skoraöi
síðan tvö mörk til viðbótar, einnig eftir
sendingar frá Asgeiri. Peter Reichert
skoraði fjórða markið og Asgeir það
fimmta með þrumuskoti af 14 m færi.
Thomas Allofs skoraði eina mark
Kaiserslautern.
Aðeins 16 þús. áhorfendur sáu
leikinn en það vakti athygli hér að
aðeins 100 þús. áhorfendur komu á
leikina í „Bundesligunni”. Alls voru
skoruð 43 mörk í leikjunum, sem er
metívetur.
Litli og stóri
óstöðvandi
Bræðurnir Michael Rummenigge og
Karl-Heinz Rummenigge skoruðu
mörk Bayern Miinchen þegar félagiö
lagði Bielefeld að velli 3—1. Michael,
sem átti stórleik, skoraöi tvö mörk en
Karl-Heinz eitt — úr vítaspymu.
Aðeins 11 þús. áhorfendur sáu leikinn.
Það var Finninn Pasi Rautiainen sem
skoraði mark Bielefeld.
Urslit urðu þessi í „Bundesligunni”
á laugardaginn:
Bayem—Bielefeld 3-1
„Gladbach”—Offenbach 3-2
Frankfurt —Uerdingen 2-2
Hamburger—Dortmund 7-2
Stuttgart—Kaiserslautern 5-1
Mattháus
til Bayern
Það standa nú yfir viðræður milli
forráðamanna Bayera Munchen og
Borussia Mönchengladbach um
Lothan Mattháus. Bayera hefur áhuga
á að kaupa þennan snjalla landsliðs-
mann og miðvallarspilara sem myndi
styrkja liðið mikið í baráttunni um V-
Þýskalandsmeistaratitillnn. Það er
talið liklegt að „Gladbach” láti hann
fara til Bayera þar sem félagið fær
mikla peninga fyrir hann. -HO.
STAÐAN
Dan Coraellusson skoraðl þrjú
mörk fyrir Stuttgart.
Bochum—Bremen 3—3
Niirnberg—Leverkusen 2—3
Mannheim—Braunschew. 2—2
Leik 1. FC Köln og Diisseldorf var
frestað þar sem leikvangurinn í Köln
var ísilagöur.
Sjö mörk Hamburger
Leikmenn Hamburger eru greini-
lega búnir að rétta úr kútnum — unnu
stórsigur, 7—2, yfir Dortmund á mjög
slæmum velli í Hamborg þar sem
aöeins 15 þús. áhorfendur voru. Þeir
Manfred Kaltz og Wolfram Wuttke
voru bestu leikmenn Hamburger.
Wuttke skoraöi tvö mörk og voru það
hans fyrstu mörk fyrir Hamburger í
vetur. Manfred Kaltz, Ditmar Jakobs,
Jimmy Hartwig, Wolfgang Rolff og
Juerger Groh skoruðu hin mörkin.
Þeir Marcel Raducanu og Ulrich
Bittcher skoruðu fyrir Dortmund.
• Völiurinn í Bochum var einn forar-
pyttur þegar leikmenn Werder
Bremen komu þangað í heimsókn. 19
þús. áhorfendur sáu fjörugan leik og
8
oi
slapp Bremen með skrekkinn því að
staöan var 0—3 fyrir Bochum þegar 15
mín. voru til leiksloka. Þá skoraöi Rudi
Völler tvö mörk — það seinna á 88.
mín. og Frank Neubarth eitt.
• Wilfried Hannes, Uwe Rahn og
Lothan Mattháus tryggöu Borussia
Mönchengladbach sigur, 3—2, yfir
Offenbach. Uwe Bein skoraði bæði
mörk Offenbach. 12 þús. áhorfendur.
• Karl-Heinz Rummenigge er nú
markahæstur í V-Þýskalandi með 13
mörk, en þeir Rudi Völler, Bremen og
Vaas hjá Leverkusen hafa skorað 11
mörk. -HO/-SOS.
Inter Milano
vill Völler
— í skiptum fyrir
Hansa Miiller
Forráðamenn ítaiska félagsins Inter
Milano hafa nú augastað á markaskor-
aranum mikla, Rudi Völler, hjá
Werder Bremen, en Inter Milano
vantar illilega markaskorara.
Pellogrini, forseti félagsins, sagði að
þeir tveir erlendu leikmenn hjá Inter
Milano, Hansi Muller, sem varkeyptur
frá Stuttgart og Ludo Coeck, sem var
keyptur frá Anderlecht, væru of líkir
leikmenn — báðir miðvallarspilarar.
Inter Milano vill nú skipta á Hans
Múller, sem er miðvallarspilari eins og
Coeck, og fá Völier í staðinn. -SOS.
Kennedy til
Hartlepool
Ray Kennedy, fyrrum ieikmaður
Arsenal og Liverpool, sem hefur leikið
með Swansea undanfarin ár, er fimmti
leikmaður félagsins sem hefur farið
frá því á stuttum tíma. Kennedy hefur
gerst leikmaður með Hartlcpool.
IMauðungaruppboð
sem auglýst var í 49., 52. og 59. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Tjaraarbraut 3, kjallara, norðausturhluta, Hafnarfirði, þingl.
eign Grétu Hafsteinsdóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Lands-
banka tslands og innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn
2. febrúar 1984 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Hjallavegi 3 L í Njarövík,
þingl. eign Gunniaugs Mikaclssonar, fer fram á eigninni sjálfri að
kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Bæjarsjóös Njarðvíkur, Jóns
Þóroddssonar hdi. og innheimtumanns ríkissjóðs miðvikudaginn 1.2.
1984 kl. 11.15.
Bæjarfógetinn í Njarðvik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Holtsgötu 42, miðhæð, í
Njarðvík, þingl. eign Guðmundar Friðrikssonar, fer fram á eigninni
sjálfri að kröfu Bæjarsjóðs Njarðvíkur miðvikudaginn 1.2. 1984 kl.
14.00.
Bæjarfógetinn í Njarðvík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Kirkjubraut 27 í Njarðvík,
þingl. eign Sigríðar I. Haraldsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri að
kröfu Bæjarsjóðs Njarðvíkur miðvikudaginn 1.21984 kl. 14.15.
Bæjarfógetinn íNjarðvík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Háaleiti 1,2. hæð merkt E,
í Keflavík, þingl. eign Lilju Sigurðardóttur, fer fram á eigninni sjálfri
að kröfu Viihjálms H. Vilhjálmssonar hdl. miðvikudaginn 1.2.1984 kl.
10.15.
Bæjarf ógetinn í Keflavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Vallargötu 24, kjallara, í
Keflavík, þingl. eign Guðríðar S. Valgeirsdóttur, fer fram á eigninni
sjálfri að kröfu Jóns G.'Briem hdl. miðvikudaginn 1.2.1984 kl. 10.45.
Bæjarfógetinn í Keflavík.
Staðan er nú þessi í V-Þýskaiandi:
Bayera 19 12 4 3 38—17 28
Stuttgart 19 11 5 3 41—17 27
Hamburger 19 11 4 4 39—21 26
W. Bremen 19 10 5 4 42-20 25
„Gladbach” 19 10 5 4 40—27 25
Dusseldorf 18 9 5 4 43—23 23
Leverkusen 19 9 4 5 35—29 22
Uerdingen 19 6 6 6 33—34 20
Köin 18 8 3 7 35—26 19
Bielefeld 19 6 5 8 25—21 17
Mannheim 19 5 7 7 24—34 17
Bochum 19 5 6 8 35-43 16
Braunschw. 19 7 2 10 31—42 16
Kaiserslautern 19 6 3 10 35—43 15
Dortmmid 19 5 4 10 25—42 14
Offenbach 19 4 3 12 28—58 11
Frankfurt 19 1 8 10 19—39 10
Núrnberg 19 4 1 14 25—46 9
(þróttir
o LAUNÞEGAR!
Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur
skattframtala 1984 er ^
I rilMij
Síðasti skiladagur fyrir einstaklinga með sjálfstæðan atvinnurekstur er 15. mars.
L Ríkisskattstjóri J