Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1984, Side 26
26
DV. MÁNUDAGUR 30. JANUAR1984.
fþróttir
fþrótt
fþróttir
fþróttir
IPSWICH FEKK SKELL
—á Gay Meadow þar sem leikmenn Shrewsbury slógu Ipswich út úr bikarkeppninni
í annað sinn á þremur árum
Það var frekar lítið um óvænt úrslit í
4. umferð ensku bikarkcppninnar í
samanburði við þriðju umferðina sem
fram fór á dögnnum, en þá féllu mörg
1. deildar iið út úr keppninni mjög
óvænt gegn iiðum úr neðri deildunum.
En langóvæntustu úrslitin í 4. umfcrö-
inni var sigur Shrewsbury Town úr 2.
deild gegn 1. deildar liði Ipswich Town.
Það var vetur konungur sem enn
einu sinni lét til sin taka á Englandi og
varð að fresta fimm leikjum í bikar-
keppninni, og voru þeir allir í Mið- og
Norður-Englandi, en þar er allt á kafi í
snjó þessa dagana. Frestað var
leikjum Derby-Telford, Huddersfield-
Notts County, Middlesbrough-Bourne-
mouth, Sheff. Wednesday-Coventry og
W.B.A.-Scunthorpe.
En við byrjum á því að fara á Gay
Meadow, heimavöll Shrewsbury Town,
en þar fengu heimamenn Ipswich
Town í heimsókn. En það er einmitt
þessi völlur sem hefur veriö grafreitur
bikardrauma Ipswich á síðustu árum
því aö það hefur tapaö tvisvar áður í
bikarkeppninni á síðustu fjórum árum
einmitt á þessum velli gegn Shrews-
bury. Og þessi staðreynd virtist vera
greypt í huga leikmanna Ipswich
þegar leikurinn hófst því að þeir virt-
ust hugsa um þaö eitt að reyna aö ná
jafntefli og komast þannig sem fyrst
frá þessum álagastað. En Shrewsbury
náði strax undirtökunum í leiknum og
sótti látlaust að marki Ipswich og sem
dæmi um yfirburði heimamanna fengu
þeir sjö homspyrnur gegn aðeins einni
hjá Ipswich. Næst því að skora í fyrri
hálfleiknum komst Bernard McNally,
en hann átti þrumuskot rétt yfir þver-
slána á marki Ipswich, af markteig.
En það var síöan á 70. mínútu sem
heimamönnum tókst loksins aö brjóta
á bak aftur varnarmúr Ipswich og var
þaö glæsimark. Var það leikmaður að
nafni Gary Hackett sem markið
skoraði, náði hann knettinum af
George Burley og brunaði í átt aö
marki og lét síðan þrumufleyg ríða af
frá vítateigshorni og knötturinn
hafnaði efst upp í markvinklinum,
algjörlega óverjandi fyrir Paul Cooper
í marki Ipswich. Eftir þetta mark
vaknaði Ipswich örlítið til lífsins og
reyndu leikmenn að jafna metin og var
John Wark mikill klaufi að jafna ekki
þegar hann skaut framhjá markinu í
algeru dauðafæri af markteig. Það var
siðan á næstsiðustu minútu leiksins
URSLIT
IJrslit urðu þcssi í ensku knattspyrnunni á
laugardaginn:
Bikarkeppnin:
Charlton-Watford 0-2
C. Palace-West Ham. 1-1
Everton-Gillingham 0-0
Oxford-Blackpool 2-1
Plymouth-Darlington 2-1
Portsmouth-Southampton 0—1
Shrewsbury-Ipswich 2-0
Sunderland-Birmingham 1-2
Swíndon-Blackburn 1—2
Tottenham-Norwich 0-0
Fimm leikjum varö frestað: Sheff. Wed.- Coventry, Huddersfield-Notts C., Derby-Tel-
íord, WBA-Scunthorp og Bournemouth. Middicsbrough-
1. deiid:
Stoke-Arsenal 1-0
3. deild:
BristolR.-Port Vale 0-0
Millwall-Hull 1-0
Orient-Wigan 0-0
Walsall-Bolton 1-0
Wimbledon-Southend 3—2
4. deild:
Colchester-Stockport
Crewe-Chester
Hartlepool-Bristol C
Hereford-Doncaster
Reading-Rochdale
Torquay-Peterborough
1-1
1-1
2—2
0—3
tt-d
1—0
sem leikmenn Shrewsbury spörkuðu
Ipswich endanlega út úr bikarkeppn-
inni, en þá skoraði Coiin Robinson
síðara mark liðs sins, með skalla eftir
hornspymu, en hann hafði nýlega
komið inn á sem varamaður.
Fagnaðarlætin voru því mikil þegar
dómari leiksins, Clive Thomas, flaut-
aði til leiksloka í Shrewsbury og enn.
eitt tap Ipswich var staðreynd á Gay
Meadow. Graham Tuerner, fram-
kvæmdastjóri Shrewsbury, sagði eftir
leikinn í viðtali við fréttamenn B.B.C.
að sigur sinna manna hefði verið mjög
sanngjam. „Eg var einungis óánægöur
með að viö skyldum ekki skora fleiri
mörk í leiknum, miðað við öll þau tæki-
færi sem við fengum. Ipswich slapp vel
að tapa aöeins með tveim mörkum og
við höfum nú einfaldlega sýnt það að
viö höfum betra liði á aö skipa en Ips-
wich, það höfum við sýnt á síðustu
árum í viðureignum okkar við það.”
Fjörugur leikur á
Selhurst Park
Þaö var einnig stórskemmtilegur
leikur þegar Lundúnaliðin Crystal Pal-
ace og West Ham mættust á heimavelli
þeirra fyrrnefndu, Selhurst Park í
Suður-Lundúnum, aö viöstöddum
32.000 áhorfendum. West Ham byrjaði
mun betur í leiknum og þurfti George
Wood, markvörður Palace, að verja
mjög vel skot frá Neil Orr strax á
fyrstu mínútunum og Dave Swindle-
hurst brenndi af úr dauðafæri nokkr-
um mínútum síðar. En á 29. minútu
leiksins náði Crystal Palace foryst-
unni, en þá lék Kevin Mabbutt
skemmtilega í gegnum vörn West Ham
og sendi knöttinn fyrir markið á David
Giles sem skallaði í þverslána, af
henni féll knötturinn aftur fyrir fætur
Giles sem nú skaut enn á markið en
Phil Parkes varði skotið en hélt ekki
knettinum og nú var það Andy McGull-
och sem áttaði sig fyrstur og sendi
knöttinn loksins rétta boðleiö í markið.
Eftir markið tóku leikmenn Palace
leikinn algerlega í sínar hendur og var
West Ham heppið að fá ekki fleiri mörk
á sig fyrir leikhlé. Palace leiddi því 1—
0 í hálfleik. En í síðari hálfleik snerist
dæmiö algerlega við, West Ham náði æ
betri tökum á Ieiknum og síðustu
tuttugu mínúturnar sóttu leikmenn'
þess látlaust að rnarki heimamanna og
þegar aðeins sex mínútur voru til leiks-
loka tókst þeim loks að jafna. Geoff
Pike sendi þá knöttinn vel fyrir markið
og Dave Swindlehurst kastaði sér fram'
og skallaði í netið, glæsilega gert og
óverjandi fyrir George Wood í mark-
ínu. Voru þetta sanngjöm úrslit í leikn-
um og verða liöin þvi að mætast aftur á'
Upton Park á þriðjudaginn kemur.
Birmingham tryggði
sér sigur á
elleftu stundu
Birmingham virðist hafa góð tök á
Sunderland því á síðustu 12 árum hafa
liðin mæst fimm sinnum í bikarkeppn-
inni og hefur Birmingham sigrað í öli
skiptin. En það virtist allt stefna í það
að nú yrði breyting á þegar liðin mætt-
ust á Roker Park í Sunderland á;
laugardaginn. Þegar aðeins sex
mínútur voru til leiksloka leiddi!
Sunderland með einu. marki gegn
engu. Það mark skoraði Colln West á
41. mínútu eftir fyrirgjöf frá Paul
Bracewell. West hafði komið inn á
nokkm áður sem varamaður. En
aðeins sex mínútum fyrir leikslok tókst
ungum nýliða, Martln Kuhl, að jafna
metin og þrem mínútum síðar skoraði
Mick Harford sigurmarkið fyrir
Birmingham með hörkuskalla eftir
fyrirgjöf frá Robert Hopkins. Það var:
stór stund hjá Harford að skora sigur-
markið gegn Sunderland í bikarkeppn-
inni því að fyrir sjö árum var hann ein-
mitt hjá Sunderland til reynslu um
tíma. Hann er fæddur og uppalinní
Bobby McDonald — skoraði bæði
mörk Oxford.
borginni og átti þá ósk heitasta að leika
fyrir Sunderland en forráðamenn
liðsins töldu hann ekki nægilega góðan
og létu hann fara frá sér. Þeir naga sig
eflaust í handabökin nú yfir þeim
mistökum sem þeir gerðu í þá daga.
Ahorfendur á Roker Park vom 21.256.
Slakur leikur
hjá Tottenham
og Norwich
Það var mjög lélegur leikur á White
Hart Lane í Lundúnum þegar Spurs
mætti Norwich. Leikmenn Norwich
virtust hugsa um það eitt að ná marka-
lausu jafntefli og fá aukaleik á heima-
velli sínum og léku þeir því varnarieik
af mikilli skynsemi meö þá Dave Wat-
son og Norðmanninn Aage Haradei
frábæra í vörninni. Var eins og leik-
menn Tottenham skorti allt hugvit til
aö brjóta vöm gestanna á bak aftur.
Var því útkoman markalaust jafntefli
sem þóttu sanngjöm úrslit.
Flestir áhorfendur
í sex ár
En sunnar í Lundúnum fór fram á
sama tíma mun fjömgri og skemmti-
legri leikur á The Valley, heimavelli
Charlton þar sem þeir mættu Watford.
Vora þar samankomnir flestir
áhorfendur á þeim velli sl. sex ár,
22.936 og skemmtu þeir sér konung-
lega. Það var Skotinn skotharöi,
Maurice Johnston, sem náði f orystunni
fyrir Watford strax á 19. mínútu með
glæsilegu skoti af um 25 metra færi og
eftir það hafði Watford undirtökin í
leiknum. Nicky Johns, markvörður
Charlton, varði meistaralega skot frá
John Bames skömmu síðar. En rétt
fyrir leikhlé munaði aðeins hársbreidd
aö Charlton tækist að jafna metin. Þá
var Derek Hales bragðið á vítateigs-
línu og dæmdi dómari leiksins auka-
spyrnu, en sumir töldu að Charlton
hefði átt að fá vítaspymu því að Hales
hefði verið bragðið rétt innan við víta-
teiginn. Ur aukaspymunni átti Steve
Cunningham hörkuskot undir þver-
slána og niður á marklínuna, en
varnarmönnum Watford tókst að
hreinsa frá og afstýra frekari hættu.
Það var síðan George Reilly sum gull-
tryggði sigurinn fyrir Watford með
fallegu skallamarki á 68. minútu eftir
fyrirgjöf frá John Bames.
Everton í basli
Everton átti í hinu mesta basli með
3. deildar liö Gillingham þegar liöin
mættust á Goodison Park í Liverpool.
Everton byrjaði mun betur í leiknum
og var Greme Sharp tvívegis mjög
nálægt því að skora fyrir Everton í
byr jun leiksins en eftir þaö mátti Ever-
ton þakka fyrir að tapa ekki leiknum
því leikmenn Gillingham börðust af
miklum krafti og bjargaði John Bailey
eitt sinn á marklínu skoti frá Richard
Bowman og mark var dæmt af Gilling-
ham þegar Jeff Johnson skoraöi, að
því er virtist fullkomlega löglegt
mark, en dómarinn sá eitthvað athuga-
vert sem enginn annar á vellinum virt-
ist sjá. Liðin mætast aftur í Gillingham
áþriöjudaginn.
Bobby McDonald
hetja Oxford
Gamla kempan Bobby McDonald
kom heldur betur við sögu þegar
Oifford United, bikarliðið mikla í
vetur, sló Blackpool út á Manor
Ground. McDonald náði forystunni
fyrir Oxford úr vítaspyrnu á 43,
mínútu eftir að Lawrence hafði verið
bragðið innan vítateigs. En það var
Keith Mercer sem jafnaði metin fyrir
Blackpool á 63. mínútu eftir mikil
varnarmistök McDonalds. En aðeins
tveim minútum síðar skoraöi Oxford
sigurmarkið í leiknum og enn var það
vítaspyrna, sem McDonald skoraði að
sjálfsögðu úr og tryggði Oxford í 5.
umferð.
• Fjórðu deildar lið Swindon Town
byrjaöi mjög vel í leik sínum gegn ann-
arrar deildar liði Blackburn. Það náði
forystunni í leiknum á 20. mínútu með
marki Jimmy Quinn en í síðari hálfleik
tryggðu þeir Simon Garner og Glen
Keeley Blackburn sigurinn í leiknum.
• Kevin Dodd skoraði mark Darling-
ton á 35. mínútu gegn Plymouth á
suðurströndinni, en Dave Phillip
jafnaði fyrir Plymouth rétt fyrir leik-
hlé með skalla eftir aukaspymu frá
Gordon Nisbet. Gordon Staniforth
skoraði síðan sigurmarkið fyrir heima-
menn í síðari hálf leik. -SE
Dave Swlndlehurst — skoraði
jöfnunarmark West Ham gegn
sinum gömlu félögum.
Sou itl iam pto n
stal 1 s igri nuv n
— í Portsmouth á síðustu sek. þar sem félagið
vann heppnissigur 1-0
Það var stórskemmtilegur bikarleik-
ur sem fram fór þegar stórliðin frá
Hampshire í Englandi, Portsmouth og
Southampton, mættust á Fratton Park
í Portsmouth. Það voru 70 ár Iiðin
síðan þessir nágrannar á suðurströnd-
inni mættust síðast í bikarkeppni en þá
sigraði Southampton 5—1, árið 1906.
En það var greinilegt í upphafi að leik-
menn Portsmouth ætluðu scr ekki að
láta slíkar tölur líta dagsins ljós nú, 70
árum síðar. Þeir tóku leikinn strax í
sinar hendur og sóttu stift að marki
Southampton, og átti vörn þeirra strax
í vök að verjast og á 10. minútu skall-
aði Alau Biley yfir mark Dýrlinganna,
einn og óvaldaður, af um sex metra
færi og á siðustu minútu hálfleiksins
varði Peter Shilton glæsilega þrumu-
skot frá besta manni vallarins, Mark
Heatley, af um 20 metra færi.
I síðari hálfleik jafnaöist leikurinn
nokkuð og Southampton kom meira inn
í myndina og á 74. mínútu átti Mick
Mills þrumuskot frá vítateig á mark
Portsmouth sem Alan Knight mark-
vörður varði af stakri snilld. En loka-
kaflann reyndu heimamenn allt hvað
af tók að knýja fram sigur og mikill
darraðardans var oft í og við vítateig
Southampton. En á síöustu mínútu
leiksins vann Frank Worthington
knöttinn við eigin vítateig og sendi
fallega sendingu fram völlinn á David
Armstrong sem brunaöi í átt að marki
Portsmouth, hann skaut síðan föstu
skoti aö markinu af um 20 metra færi
sem Alan Knight gerði vel að verja, en
hann hélt ekki knettinum og Steve
Moran náði að pota honum yfir mark-
línuna. Leikmenn Southampton fögn-
uðu gífurlega en 36.000 áhorfendur á
Fratton Park trúðu vart sínum eigin
augum. Southampton hafði þar með
tryggt sér farseðilinn í 5. umferðina í
bikarkeppninni á miklum heppnis-
sigri. Eftir leikinn sagði Lawrie
McMenemy, framkvæmdastjóri Sout-
hampton: „Þetta var hreint út sagt
ævintýralegur endir á frábærum
bikarleik sem hafði upp á allt það að
bjóða sem áhorfendur vilja sjá í einum
leik, hraða, spennu, marktækifæri og
stórbrotna markvörslu. En ég viður-
kenni að leikmenn Portsmouth voru
mjög óheppnir aö tapa í leiknum, en
það sannar enn einu sinni að það era
mörkin sem gilda en ekki marktæki-
færin,” sagði McMenemy að lokum,
titrandi röddu eftir spennuna í leiknum
á lokamínútunum. -SE.
Hudson
varfrábær
— þegar Stoke vann
Arsenal 1-0
Það var aðeins einn lelkur sem fór
fram í 1. deild ensku knattspyrnunnar
á laugardaglnn en þá léku Stoke City
og Arsenal á Victoria Ground í Stoke.
Stoke slgraði nokkuð óvænt í leiknum
með elnu marki gegn engu og var það
Paul Magulre sem skoraðl eina mark
leiksins úr vitaspyrnu um miðjan síð-
arl hálfleikinn. Sigur Stoke í leiknum
var mjög sanngjarn og átti Alan Hud-
son frábæran leik með Stoke en hann
er þar nú lánsmaður frá Chelsea í einn
mánuð og lék sinn fyrsta leik gegn
Arsenal.
íþrótt
íþróttir