Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1984, Side 28
DV. MÁNUDAGUR 30. JANUAR1984.
CAR RENTAL SERVICE
^75
FAST VERÐ - EKKERT KÍLÓMETRAGJALD
SÖLUSKATTUR INNIFALINN í VERÐI
[031
MITSUBISHI
COLT
MITSUBISHI
GALANT
MITSUBISHI '
GALANT STATION
4^
Leitið upplýsinga.
b)l»lí)L»»V
SMIÐJUVEGI 44 D KÓPAVOGI ICELAND
AÐALSÍMI: 75 400 & 78 660
KVÖLD OG HELGARSÍMI: 43 631 & 46 211
TELEX 2271 IDN IS
NÝTT
GERIMAX
GERIMAX
GERIMAX
BLÁTT
GERIMAX
inniheldur
25% meira
GINSENG
auk dagskammts
af vítamínum
og málmsöltum.
örvar hugsun og eykur orku.
gegn þreytu og streitu.
gerir gott.
Fœst í apótekum.
Goö'
öumv'ö eU'na'daK,
GrísahaW
--“jgfisassifflfi
i«a meö BV» s loawofu
-’s'áttarve
* 0a\apV'sa
★ Bacon
. nlnrnV\Sa
Sumar- og vetrarfatnaður
f rá íslandi vekur mikla
athygli í Bandaríkjunum
Við fréttum af því á dögunum, að
búningurinn sem íslenska ólympíuliðið
kemur fram í á vetrarleikunum í Sara-
jevo í næsta mánuði þyki alveg sérlega
glæsilegur og eigi án efa eftir að vekja
mikla athygli þar. Það sem þó vakti
meiri athygli okkar var að okkur var
sagt að búningar þessir væru fram-
leiddir hér á landi og það af fyrirtæki
sem sama og ekkert hefur heyrst talað
um. Er það fyrirtækið Scana hf. sem
framleiðir fatnað undir merkinu , J)on
Cano”.
Við fórum á stúfana og fundum það
loks í húsnæði sem áður var í eigu
Sportvers við Skúlagötu. Flutti fyrir-
tækið þangað inn um áramótin en áður
var það í litlu húsnæði við Suðurlands-
braut.
Hugmynd okkar var upphaflega að
heimsækja fyrirtækið og fá að sjá
þennan umtalaöa ólympíubúning. En
þegar við komum þangað inn
gleymdist næstum því erindið vegna
alls þess sem þar var að sjá — m.a.
stórglæsilegs sumar- og vetrarsport-
fatnaðar sem þar er verið að hanna til
sölu á erlendum markaði. Svo leynt
hefur verið farið með þetta að ekkert
hefur sést af þessum fatnaði hér og
aðeins örfáir fyrir utan starfsfólkiö vit-
að um þessa framleiðslu.
Eigendur Scana hf., þeir Karl
Magnússon og Svíinn Jan Davidsson,
sögðu okkur að þeim væri ekkert um
umtal og auglýsingar gefið. „Við
erum núna að fara á fulla ferð með
framleiðsluna, og leigöum þetta
húsnæöi og keyptum framleiðslu-
apparatið af Sportveri til að geta
annað eftirspum í framtíöinni,” sögöu
þeir.
Þeir sögöust hafa stofnað fyrirtækið
fyrir 3 árum og byrjað smátt.
Framleiddu þeir skíða- og vetrar-
fatnað fyrir innlendan markað og voru
fyrst með 4 til 6 saumakonur í vinnu.
Nú vinna hjá fyrirtækinu 20 manns og
á næstunni verða þeir að bæta við
a.m.k. 15 saumakonum til að geta
annað eftirspum erlendis frá.
Jan, sem er klæðskerameistari,
hannaði í fyrra mjög sérkennilegan og
fallegan sumarsportfatnað sem
kynntur var í Bandaríkjunum. Vakti
þessi fatnaöur svo mikla athygii þar aö
þegar hafa borist pantanir frá átta
stöðum þar í landi og er framleiðslan
uppíþæraðhefjast.
Þá hefur Jan nú þegar hannaö og
látið sauma í verksmiðjunni sýnishom
af skíðafatnaöi sem hugmyndin er að
selja á erlendum markaði næsta vetur.
Er þar hver flikin annarri glæsilegri og
er ekki að efa að sá fatnaður á eftir að
slá í gegn. Er búningur íslenska
ólympíuliðsins í þeirri línu og er hún ólík
öllum öðrum sem við höfum séð.
Þeir félagar sögöust vera bjartsýnir
á framtíö fyrirtækisins núna. Nýju
sumarlínunni þeirra hefði verið mjög
vel tekið á Bandaríkjamarkaði eins og
pantanirnar sýndu og þeir reiknuðu
með að nýju vetrarlínunni þeirra
myndi einnig verða vel tekið. Var farið
með sýnishom af henni utan í vikunni
en erlendir aðilar sjá um allar aug-
lýsingar og kynningu á þessari
islensku framleiðslu.
Við spuröum þá Karl og Jan að því
hvernig þetta væri hægt. Til þessa
hef ur alltaf verið talað um að íslenskur
Sýnishorn af Don Cano sumarfatnaðinum sem hannaður og saumaður er hér á
tslandi. Þessi fatnaður hefur vakið svo mikla athygli í Bandaríkjunum að þegar
hafa borist pantanir frá átta stöðum þaðan.
Ein af starfsstúlkum Scana hf. brá sér i búninginn sem íslenska ólympíuliðið
kemur fram í á leikunum í Sarajevo í næsta mánuði. A sá búningur örugglega
eftir að vekja mikla athygli þar enda er þar ný lína í vetrarklæðnaði á f erðinni.
DV-mynd GVA.
fatnaður væri ekki samkeppnishæfur
við erlendan, m.a. út af vaxtakostnaði
og háum vinnulaunum og fleiru.
„Þetta er erfitt því við þurfum að
kaupa aUt sem við notum erlendis frá,
efnið, tölur, rennUása og hvað eina,”
sögðu þeir. En á meðan verðbólgunni
er haldið niöri eins og núna er þetta
hægt. Við erum Uka með mjög gott
starfsfólk og það byggist aUt á því. Ef
varan er góð skiptir engu máU í hvaöa
landi hún er framleidd,” sögðu þessir
tveir „Don Cano menn” að lokum.
-klp.
Eyrarbakki:
Hjólin snúast aftur
í frystihúsinu
Frá Magnúsi Karel Hannessyni,
fréttaritara DV á Eyrarbakka.
Töluvert atvinnuleysi hefur verið á
Eyrarbakka að undanförnu og á
mánudag voru 86 manns á atvinnu-
leysisskrá, sem er 16% íbúanna.
Utlitið er þó aðeins bjartara nú því
aö frystihúsið er að fara aftur í gang
eftir tæplega tveggja mánaða stopp.
Frystihúsiö hef ur fengið 50 tonn af fiski
og er verið að kaUa fólk aftur til vinnu.
Vinnsla við aflann hefst af krafti á
föstudag og munu líklega um 50 manns
fá vinnu. Báturinn sem landaði
þessum fiski er Sæunn Sæmundsdóttir
og mun hann landa í frystihúsinu í
vetur.
Tvær aðrar fiskverkunarstöðvar eru
á Eyrarbakka og er einhver vinna
hafin í annarri þeirra.
-GB.