Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1984, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1984, Síða 38
38 DV. MÁNUDAGUR 30. JANUAR1984. TINNA FURUGERÐI3 Opið: fimmtudaga 9-20, laugardaga 9-12, aðra virka daga 9-17. Sími 32935. Nýkomið fallegt hárskraut. —Hi Byggingarkrani — kerf ismót Verzlunarskóli Islands óskar eftir aö kaupa byggingarkrana, 70—130 tonnmetra, og kerfismót ásamt stálstoðum. Tilboöum sé skilað til Verkfræðistofu Stanleys Pálss. hf., Skúlatúni 4, s. 29922, fyrir 7. febrúar 1984. OLIULAMPAR TILVALDAR TÆKIFÆRISGJFARIR MARGAR GERÐIR. VERÐ FRÁ KR. 98.00. LAMPAOLÍA í 5 LITUM. TIL SÝNIS OG SÖLU Benz 911 árg. 1973, með framdrifi, ekinn aðeins 127.000 km. Sæti fyrir 12 + vörupallur. Spil framan og aftan. Olíumiðstöð. Festingar og úrtök fyrir snjótönn. Til sýnis á sími 81666. „Svörtustu dagarnir í sögu færeyskrar verkalýðshreyfingar’ Fréttabréf frá Eðvarð T. Jónssyni í Þórshöfn. Mikil átök hafa átt sér stað á fær- eyska vinnumarkaðinum undanfarn- ar vikur og standa þau enn yfir. Geta þau orðið til þess að veikja mjög stööu færeysku verkalýðsfélaganna og var hún þó ekki burðug fyrir. Verkalýðshreyfingin hefur verið klofin í mörg ár eftir að verkalýðs- félögin í Þórshöfn og Klakksvík sögðu sig úr landssamtökunum og hófu að semja upp á eigin spýtur. Forsaga átakanna, sem nú standa yfir, er sú, aö um langt skeið hafa konur, sem vinna við snyrtingu í frystihúsum, verið skyldaðar til að setja merkimiða í fiskbakkana, sem þær senda frá sér. Meö þessu móti hafa verkstjórar getaö fylgst meö afköstum hverrar konu. Ekkert bónuskerfi er í gildi í færeyskum frystihúsum nema aö nafninu til í Bacalao í Þórshöfn. Samkeppni hefur þannig verið sköpuð milli kvennanna, sem lagt hafa haröara að sér en ella og í raun unnið ákvæðisvinnu á venjulegu tíma- kaupi. Þessi skipan mála hefur lengi verið gagnrýnd harölega og í nóvem- ber sl. lögðu konur í Fuglafirði niður vinnu í frystihúsinu þar í mótmæla- skyni. Mjög hörð hríð var gerð að konunum í færeyska Dagblaðinu, málgagni Fólkaflokksins, en það er mestanpart í eigu atvinnurekenda og baptista í Færeyjum. Tóku konurnar aftur upp vinnu eftir að sæst hafði verið á bráðabirgöalausn. Sprengjuhótun í Vogi Um miðjan desember ákvaö stjórn FA (Föroya Arbeiöarafelags) að láta til skarar skríöa og skipaði öllum meðlimuft) sínum að hætta að setja merkimiða í fiskbakkana. Forystu um aðgerðirnar hafði for- maður FA, Ingeborg Vinther, búsett í Vogi á Suðurey og jafnframt for- maður verkakvennafélagsins þar, Fjallbrúðar. Fiskkaupendur í Færeyjum brugðu hart við og formaður þeirra, Heri Mortensen, flokksbundinn jafnaöarmaður, lýsti því yfir að frystihúsin mundu engan fisk kaupa meðan konurnar settu ekki miða í bakkana. Jafnframt fylltust einstakir frystihúsaeigendur heilagri bræði og einn þeirra, Jakob Jóensen, forstjóri Pólarfrosts í Vogi, hafði við orö að sprengja f rystihúsið í loft upp og flytja allt kapítaliö til Kanada. Með hótunum og símhringingum til stjórnarmeðlima Fjallbrúðar tókst að berja konurnar til hlýðni. Var þeim tilkynnt að þær, sem ekki mættu til vinnu og settu miða í bakkana, yrðu reknar umsvifalaust. A fundi sem Jakob Jóensen hélt síðan með starfsfólkinu bað hann það að velja milli sín og Fjallbrúðar. Hann lét einnig í ljós þá skoðun, að ekki væri nauðsynlegt aö hafa slíkt félag í Vogi og stakk upp á að stofnað yrði nýtt félag og hét þeim fullum stuðningi, sem tækju það að sér. Á fundinum kom fram uppástunga um að Jakob yröi sjálfur formaöur í hinu nýja félagi. Þrýstingurinn á verkakonurnar í Vogi var svo mikill, að jafnvel þeir stjómarmeðlimir í Fjallbrúði, sem greitt höfðu atkvæði meö mótmæla- aðgerðunum, mættu til vinnu og settu miða í bakkana. Samtímis klauf varaformaður félagsins, Gud- run Kristiansen, sig út úr félaginu ásamt nokkrum úr stjóminni og lýsti yfir vantrausti á Ingeborg Vinther. Gamali verkalýðsforingi í Vogi lét svo ummælt, að líklega væri þetta svartasti dagurinn í sögu færeyskrar verkalýðshreyfingar. Ingeborg Vinther, formaður verka- kvennafélagsins Fjallbrúðar í Vogi í Færeyjum, hefur nú stefnt félaginu eftir að hún var rekin úr embætti. Gleymdi faðir- vorinu Ekki reyndist alls staðar jafnauð- velt að kljúfa samtök launafólks og í Vogi. I frystihúsinu Lynfrost í Rúna- vík var hart lagt að verkakonum að setja miða í bakkana, en þær stóðu þétt saman og mættu ekki til vinnu. Var þá reynt að hræða þær meö þvi að bátar frá Rúnavík mundu leggja upp annars staðar í framtíðinni. Sosialurinn, blað jafnaðarmanna, skýrir frá því að á jólagleði, sem haldin var hjá Lynfrost hafi forstjór- inn, Jens Kannuberg, staöiö upp og lesið jólaguðspjallið eins og siður er til. Þegar lestrinum var lokið gleymdi hann að fara með faðirvor-' ið, en dró í þess staö upp úr pússi sínu stefnu vinnuveitendafélagsins gegn FA og las yfir viðstöddum. Nú í janúarbyrjun var boðaö til, fundar hjá Fjallbrúöi í Vogi og var á þeim fundi samþykkt með tveggja, atkvæða meirihluta, að reka for- manninn, Ingeborg Vinther, úr félag- inu. Var síðan kosinn nýr formaður og ný stjórn. Til fundarins var boöað með fimm klukkustunda fyrirvara og láðist að láta formanninn vita af honum. Ingeborg hefur nú stefnt félaginu fyrir brot á eigin lögum, en samkvæmt þeim getur kosning for- manns og stjómar aðeins farið fram á aöalfundi. Jafnframt benti hún á, að hún hefði ekki tekið sér neitt annaö fyrir hendur en það sem sjö manna stjóm FA fól henni einróma aðframkvæma. Hverjir ráða í Færeyjum? I skeleggu bréfi frá FA, sem birt var í flestum færeysku blöðunum ný- lega var m.a. fjallaö um hverjir það væm, sem stjórnuðu landinu. Vom þar efstir á blaði nokkrir helstu togara- og fiskiskipaeigendur í Fær- eyjum auk stjórnmálamannsins Ola Breckmann, ritstjóra Dagblaðsins, sem 10. janúar sl. hlaut kosningu sem annar af tveimur fulltrúum Færeyinga á danska þjóöþinginu, m.a. með auknum atkvæðastyrk Fólkaflokksins í Vogi. I bréfinu er bent á, að mörg færeysku frystihús- anna eru í eign bæjarfélaga og þar með almennings og færeyska þjóðin greiði hundruð milljóna króna árlega til að halda þeim gangandi. Samt neiti forráðamenn þeirra að kaupa fisk og allt ætli um koll að keyra, þegar bann sé lagt við óeðlilegu og samkeppnisskapandi eftirliti með starfsfólki frystihúsanna. Á hinn bóginn teldu þessir sömu forráða- menn sig hafa fullan rétt til að leggja öllum togaraflotanum lungann úr janúarmánuöi til að mótmæla lækk- un fiskverðs og þá segi enginn orð. „Þeir eiga skipin, þeir eiga fiskinn og þeir eiga allt,” segir í bréfinu. Mikla athygli vakti, að í nýafstöðn- um kosningum til danska þingsins jók Fólkaflokkurinn verulega fylgi' sitt í Vogi, þótt blað flokksins, Dag- blaðið, hafi gengiö hvað harðast fram í gagnrýni á forystu verkalýðs- hreyfingarinnar. Lítur út fyrir að Jakob Jóensen hafi treyst mjög veldi sitt í Vogi og var það þó ærið fyrir. Auk alls annars sem honum tilheyrir þar um slóðir, virðist hann líka hafa „eignast” verkakvennafélagið á staönum. Þessir atburðir hafa sýnt það vel hverjir ráða ferðinni í færeysku at- vinnubfi og þeir lýsa einnig vel; hinum djúpstæða pólitíska klofningi í Færeyjum. Jafnframt varpa þeir nokkru ljósi á stöðu kvenna í fær- eysku þjóðfélagi. Færeyjar eru sennilega eitt af síðustu vigjum óskoraðs karlaveldis á Vesturlönd- um. Samheldni er litil meðal kvenna og jafnréttishreyfing, sem ber það nafn með rentu, er ekki til í Fær- eyjum. Þetta er ekki síst sök kvenna sjálfra. I kosningunum til Danaþings nýlega voru fjórar konur í framboöi og ráku þær allar lestina hvað snerti persónulegt fylgi. Karlmennirnir, að ekki sé sagt karlremban, ráða því áf ram ríkj um í Færeyj um. Eðvarð T. Jónsson. Skipstrand íFæreyjum: Björgunarmenn vilja 50 milljónir í laun Frá Eðvarð T. Jónssyni, fréttaritara DV í Færeyjum. Kínverska flutningaskipið Cock Crow, sem siglir undir fána Panama, rak á land á Suðurey í Færeyjum í fár- viðrinu sem gekk yfir eyjarnar á sunnudag fyrír viku. Skipinu var bjargaö og fara björgunarmenn fram á andvirði 50 milljóna króna í björgunarlaun og neita að hleypa skipinu í burt fyrr en peningarnir eru komnir. Skipið, sem er 40 þúsund tonn og 220 metra langt, var að koma frá Islandi þegar það bað um leyfi að leita vars við Suðurey. Leyfiö fékkst en þá fór semfór. -GB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.