Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Page 2
Bjössi er bara átta ára og getur þvi ekki haft mikil áhrif á ákvarðarnir fullorðna fólksins. Bjössi, eða
Hrannar Már Sigurðsson, leikur eitt aðalhlutverkið i sjónvarpsleikritinu sem sýnt verður á sunnu-
daginn.
Sjónvarp á sunnudag kl. 20.45:
Sjónvarp
Sjónvarp
Þessi blessuð böm
— nýtt íslenskt leikrit
Islenskt sjónvarpsleikrit verður
frumsýnt á sunnudaginn klukkan
20.45. Leikritið er eftir Andrés Indriöa-
son. Andrés sagðist hafa skrifað
leikritið '79 á ári bamsins en sama ár
gerði hann þrjú önnur verk sem f jalla
um böm og stöðu þeirra í samfélaginu.
I leikritinu er skyggnst inn í hugar-
heim 8 ára drengs. Leikritiö er ekki
bamaleikrit, ef svo má að orði komast,
heldur er það alvarlegs eðlis, skrifað
fyrir fullorðna þar sem málstaður
barnsins er tekinn.
Þrátt fyrir það ættu allir að hafa
gaman af því að fylgjast meö leik-
ritinu.
Leikstjóri er Láms Ymir Oskarsson
en hann hefur hlotið mikið lof bæöi hér
og erlendis fyrir mynd sína, Annar
dansinn.
Leikritiö fjallar um Bjössa sem er 8
ára og býr einn með mömmu sinni.
Þegar mamma hans stendur svo í því
að selja íbúðina, lætur Bjössi hugann
reika til þess tíma er pabbi hans var
heima. En börn á þessum aldri geta
lítil áhrif haft á ákvarðanir fullorðna
fólksins.
'Fjölskyldan ætti því aö geta safnast
saman fyrir framan sjónvarpið á
sunnudagskvöldið og notið íslensks
efnis.
öþ .
Laugardagur
3. mars
14.45 Enska knattspyrnan. Umsjón-
armaður Bjarni Felixson.
14.55 Everton — Liverpool. Bein út-
sending frá leik liðanna á Goodi-
sonpark í Liverpool.
17.15 Fólk á fömum vegi. 16. í
garðinum. Enskunámskeið í 26
þáttum.
17.30 Iþróttir. Umsjónarmaður
Ingólfur Hannesson.
18.30 Háspennugengið. Fjórði þátt-
ur. Breskur framhaldsmynda-
flokkur í sjö þáttum fyrir ungl-
inga. Þýðandi Ellert Sigurbjörns-
son.
18.55 íþróttir — framhald.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Augiýsingar og dagskrá.
20.35 Við feðginin. Þriöji þáttur.
Breskur gamanmyndaflokkur í
þrettán þáttum. Aðalhlutverk:
Richard O’Sullivan og Joanne
Ridley. Þýðandi Þrándur
Thoroddsen.
21.05 Vetrarólympíuleikarnir í Sara-
jevo. Verðlaunahafar í skauta-
íþróttum leika iistir sínar. (Evro-
vision — JRT — Danska sjónvarp-
ið).
22.10 Hetjurnar sjö (The Magni-
ficientSeven). Bandarískur vestri
frá 1960. Leikstjóri John Sturges.
Aðalhlutverk: Yul Brynner, Steve
McQueen, Robert Vaughan, Jam-
es Coburn og Charles Bronson.
Hvað eftir annað gerir ribbalda-
flokkur usla í friðsælu þorpi í
Mexíkó. Loks leita þorpsbúar á
náðir kappa nokkurs sem kann að
handleika byssu. Hann dregur
saman iið ásamt lagsbróður sín-
um og fer við sjöunda mann til að
losa þorpsbúa við illþýðið. Þýð-
andi Bogi Arnar Finnbogason.
00.20 Dagskrárlok.
Sunnudagur
4. mars
16.00 Sunnudagshugvekja.
16.10 Húsið á sléttunni. Gamlir
skólafélagar. Bandarískur fram-
haldsmyndaflokkur. Þýðandi Osk-
ar Ingimarsson.
17.00 Stórfljótin. Lokaþáttur — Rín.
Franskur myndaflokkur um nokk-
ur stórfljót, sögu og menningu
landanna sem þau falla um. Þýð-
andi og þulur Friðrik Páll Jónsson.
18.00 Stundin okkar. Umsjónar
menn: Ása H. Ragnarsdóttir og
Þorsteinn Marelsson. Stjórn upp-
töku: Tage Ammendrup.
18.55 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingarogdagskrá.
20.35 Sjónvarp næstu viku. Umsjón-
armaöur Magnús Bjarnfreösson.
20.50 Giugginn. Þáttur um listir,
menningarmál og fleira. Umsjón-
armaður Áslaug Ragnars. Stjórn
upptöku: Andrés Indriðason.
21.35 Ur árbókum Barchesterbæjar.
Lokaþáttur. Framhaldsmynda-
flokkur í sjö þáttum frá breska
sjónvarpinu, gerður eftir tveimur
skáldsögum frá 19. öld eftir Ant-
hony TroUope. Þýðandi Ragna'
Ragnars.
Olympíuleikarnir í Sarajevo standa
enn yfir í sjónvarpinu hjá okkur. A
sunnudagskvöldið fáum við að sjá síð-
asta þáttinn þaðan. Það er mynd frá
hátíðasýningu ólympíumeistaranna á
skautum og lokaathöfn leikanna.
22.25 Vetrarólympíuleikarnir í Sara-
jevo. Hátíðarsýning ólympíu-
meistara í skautaíþróttum og loka-
athöfn. (Evrovision — JRT —
Danska sjónvarpið).
23.30 Dagskrárlok.
nrr
Mtmmmn isjiöaACRTTpXö ;vo
DV. FOSTUDAGUR 24. FEBRUAR 1984.
n Mtnrn ■ ■ ■ g wra
[ Kvikmyndir
Kvikmyndir
Jinmin,
BÆJARINS
BESTU
HÁSKÓLABÍÓ:
HRAFNIIMIM FLÝGUR
Hrafninn flýgur er einhver eftirminnilegasta íslenska kvikmynd er ■
gerö hefur veriö. Þaö er margt sem hjálpar til viö að gera myndina
eins góða og hún er. Efnið er spennandi saga um blóðþorsta,
hefndir og tortryggni. Handritsgerö Hrafns er að vísu í veikara
lagi, en leikstjórn hans er handverk manns sem veit nákvæmlega
hvað hann vill gera úr hlutunum og kvikmyndataka Tony Forsberg
er með eindæmum góð, hvort sem er í nærmyndum af hinum stór-
brotnu persónum myndarinnar eða þegar landslagiö nýtur sín sem
umgjörð um atburðarásina. Tónlist Hans-Erik Philip á líka sinn
þátt í því að skapa heildina. Þetta er kvikmyndatónlist eins og hún
getur best orðið, fellur vel að efninu og eykur stundum á spennuna.
Aðalleikarar myndarinnar standa sig allir með mikilli prýði. Helgi
Skúlason og Flosi Olafsson eru báðir frábærir í hlutverkum skúrk-
anna og Edda Björgvinsdóttir í eina stóra kvenhlutverkinu í
myndinni sýnir að hún kann meira fyrir sér en gamanleikinn. Þaö
er helst að Jakob Þór Einarsson í aðalhlutverki myndarinnar sem
vígamaðurinn nái ekki að vera eins sannfærandi, en leikur hans er
samt sem áöur lipur en hörkuna vantar. I heild er Hrafninn flýgur
samt best heppnaöa kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar. Mynd sem
' á eftir að skapa honum nafn erlendis.
HK.
BÍÓHÖLLIN:
CUJO
Cujo er kvikmynd um hund, nánar tiltekið 200 punda St. Bern-
harðshund, hið mesta gæðablóð, er tryllist eftir aö hafa veriö bitinn
af leöurblöku og drepur allt og alla er verða á vegi hans. Cujo er
byggð á skáldsögu eftir Stephen King, þann fræga hrollvekjumeist-
ara. Allflestar bóka King lýsa á einhvern hátt yfirnáttúrlegum
atburðum en Cujo er undantekning frá því. Ef undanskilið er atriöi
í svefnherbergi Tad, ungs drengs, sem er önnur aðalpersóna
myndarinnar, þá er Cujo einföld saga fólks þar sem atburðir haga
því á þann veg að móðir og barn eru innilokuð í biluðum bíl í þrjá
sólarhringa með morðóðan hund utan við bQinn sem reynir allt
hvað hann getur til að komast til þeirra. Cujo er vel heppnuð hroll-
.vekja, þar sem tekist hefur á áhrifaríkan hátt að breyta gæfum
hundi í óargadýr, hvernig svo sem tamningamennirnir hafa farið
að því. Leikur Lee Wallace í hlutverki móðurinnar og Danny
Pintauro í hlutverki drengsins er góður og áhrifamikill. I heild er
Cujo spennandi mynd og hin ágætasta skemmtun.
-HK.
NYJA BIO:
VICTOR/VICTORIA
París fyrir stríö. Þær eru margar myndirnar, sem eru látnar
gerast á þeim dýrðartímum, þegar fólk kunni enn að skemmta
mér. Victor/Victoria er ein þeirra. Julie Andrews leikur atvinnu-
lausa og svanga sópransöngkonu, er fyrir tilstilli homma nokkurs 1
tekur þaö til bragðs að bregða sér í gervi karlmanns, sem
skemmtir í konugervi. Þar sem aðrar persónur myndarinnar eru
ýmist hommar eða ekki hommar veldur þessi kynjaruglingur
skemmtikraftsins alls kyns skemmtilegum uppákomum. Blake
Edwards sýnir hér enn á ný að hann er meistari í að búa til óvæntar
atburðakeðjur, þar sem upphafið getur veriö næsta hversdagsleg-
ur smáatburður. Myndin er öll létt og skemmtileg, ekki síst fyrir
frammistöðu Julie Andrews. Aðrir leikendur standa sig einnig með
prýði og má þar nefna Robert Preston í hlutverki hommans Toddy.
Victor/Victoria er brúnalyftir. -GB.
BÍÓHÖLLIN:
THEDAY AFTER
, Hvaö gerist þegar kjarnorkusprengja fellur á friðsælar sveitir
landsins þar sem búsmalinn er á beit og fólkið gerir í því að vera
hamingjusamt? Jú, mannskepnan skiptist í tvennt, hina heppnu og
hina óheppnu. Hinir heppnu drepast strax og láta sér fátt um
: finnast um eftirleikinn. Hinir óheppnu lifa af sprenginguna, að
minnsta kosti um sinn, og upplifa víti á jöröu. Þessa niðurstöðu má
draga af einhverri umtöluðustu kvikmynd síðari ára, The Day
After, og eru þetta sjálfsagt ekki ýkjur. Leikstjóra myndarinnar,
Nicholas Meyer, tekst ætlunarverk sitt ágætlega. Honum tekst aö
hræra upp í áhorfandanum og fá hann til að staldra við. Honum
tekst einnig aö gera kjarnorkusprengjuna aö heilmiklu „sjói”, eins
og Könum er einum lagið, og halda þannig athygli áhorfenda. The
Day After er bráðdrepandi holl kvikmynd fyrir alla f jölskylduna.
-GB.
■■■■■■■■■ m mm ■ m i ■
Kvikmyndir
Kvikmyndir