Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Page 5
DV. FÖSTUDAGUR 24. FEBRUAR1984.
23
Hvað er á seyði um helgina
Hvað ér á seyði um helgina
opnar fatamarkað
Hverfisgötu 78.
Beint fyrir aftan Kjörgarð.
Opið mánud. til föstud. kl. 12
Fínar vörur — Frábært verð.
Næg bilastæði.
Tískuverslunin
Laugavegi 118
Sími 28980
Þýskir dagar
á Hótel Loftleiðum
sel,” sagði Leifur Þórarinsson m.a. í dómi
sinum um Miðilinn og Símann. Er nú síðasta
tækifæri til að sjá þessa ágætu sýningu og ætti
enginn tónlistarunnandi að láta hana fram
hjá sérfara.
Á sunnudagskvöld kl. 20 verður svo sýning
á La traviata eftir Verdi og fer nú hver að
veröa síðastur að sjá þessa alvinsælustu
óperu allra tíma því aö eins og auglýst hefur
verið fer sýningum nú óðum fækkandi.
Los Paraguayos
í Háskólabíói
Hinir heimsfrægu listamenn Los Paraguayos,
sem margir muna eflaust eftir og enn fleiri
hafa heyrt syngja í útvarpi hér, koma fram á
tónleikum í Háskólabíói í kvöld, föstudag 24.
febrúar.
Koma þeir þar fram ásamt „Iceland
Seafunk Corporation” svo þama má búast
viö meiriháttar skemmtun. Hefst hún í kvöld
kl. 23.30.
Bassaleikarinn Peter Kowald
meí tónleika
Peter Kowald, einn fremsti bassaleikari
Evrópu, var hér á ferð fyrir fjórum áram og
hélt hér tvenna tónleika sem seint munu
gleymast þeim er heyröu. Hann mun endur-
nýja kynni sín af íslenskum áheyrendum með
því aö halda tónleika í Norræna húsinu í
kvöld, föstudag, kl. 21. Peter er Vestur-Þjóð-
verji og hefur leikið með f jölda heimsþekktra
I gær hófst á Hótel Loftleiðum þýsk
ferðakynning á vegum Flugleiða og
fleiri aðila. Ber þessi kynning nafnið
„Þýskir dagar”. Þykir sjálfsagt mörg-
um þeir vera nokkuð fáir því að þeim
lýkur á sunnudaginn kemur.
Ýmislegt veröur á boöstólum þessa
daga á Hótel Loftleiðum. Þar munu
góðir þýskir skemmtikraftar koma
fram og þýskir réttir veröa framreidd-
ir. Munu þýskir kokkar sjá um að laga
þá svo aö bragðið sé nú örugglega
alveg rétt.
Ferðakynning verður i gangi og
happdrætti með glæsilegum vinning-
um í boði í sambandi viö hana. A
laugardag milli kl. 14 og 18 verður sér-
stök ferðakynning sem er öllum opin.
Verða þá sýndar kvikmyndir frá
Þýskalandi og margt fleira sem sýnir
og sannar Þýskaland sem afbragðs
feröamannaland. Þýsk fyrirtæki munu
sýna vörur sínar í anddyri hótelsins á
meðan á „Þýsku dögunum’” stendur,
en þeim lýkur eins og fyrr segir á
sunnudaginn.
Milljónasti gesturinn
á leið inn í Þórscafé
íslenskur verð-
launahafi frá
New York með
sýningu á
Kjarvalsstöðum
og fl. Breytingar hafa nýverið orðið á hlut-
verkaskipan: Sigurður Karlsson leikur nú
Finnbjöm, Steindór Hjörleifsson Stíg skóara
og Aðalsteinn Bergdal kennarann. Leikstjóri
er Hallmar Sigurðsson.
Á sunnudaginn er svo sýning á brúöuleikj-
unum Tröllaleikjum kl. 15.
mundsson, Jón S. Gunnarsson, Pálmi Gests-
son, örn Arnason, Sigurður Skúlason, Erling-
ur Gíslason, Helga E. Jónsdóttir og Ámi
Tryggvason.
Skvaldur, eftir Michael Frayn, hefur nú
verið sýnt 40 sinnum og á laugardagskvöld
verða tvær sýningar á þessum eldfjöruga
gamanleik þar sem allt getur gerst hversu
ótrúlegt sem það er. Níu leikarar á fullri ferð
allan tímann: Þóra Friðriksdóttir, Gunnar
Eyjólfsson, Sigurður Sigurjónsson, Tinna
Gunnlaugsdóttir, Bessi Bjarnason, Sigríður
Þorvaldsdóttir, Rúrik Haraldsson, Lilja Guð-
rún Þorvaldsdóttir og Þórhallur Sigurðsson.
Sýningarnar á laugardagskvöld hefjast kl.
20.00 ogkl. 23.30.
Sýningar Þjóðleikhússins
um helgina:
Sveyk í síðari heimsstyrjöldinni, eftir Bertolt
Brecht og byggt á sögu eftir Jaroslav Hasek,
verður sýnt í 6. sinn á föstudagskvöld og er
uppselt á þá sýningu eins og fyrri sýningar. 7.
sýning á Sveyk verður á sunnudagskvöld.
Bessi Bjamason leikur Sveyk, en með önnur
helstu hlutverk fara Þóra Friðriksdóttir,
Baldvin Halldórsson, Sigurður Sigurjónsson,
Gunnar Eyjólfsson, Gísli Rúnar Jónsson og
PálmiGestsson.
Amma þó! nýja bamaleikritið eftir Olgu
Guðrúnu Ámadóttur verður sýnt í 2. sinn á
laugardag kl. 15 og í 3. sinn á sunnudag kl. 15.
Bráðhressilegt leikrit um ævintýralega fjöl-
skyldu í Reykjavik nútímans og óvenjulega
ömmu sem aldrei deyr ráðalaus þótt engir
peningar séu til í kotinu fyrir mat og húsa-
leigu. Leikurinn æsist er á líður uns alls
óvænt og farsæl lausn finnst á öllum vanda.
Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson, leik-
mynd og búninga gerir Messíana Tómasdótt-
ir, en með hlutverkin fara Herdís Þorvalds-
dóttir, Edda Björgvinsdóttir, Gísli Guð-
„Gullna hliðið"
á Hvammstanga
Undanfamar vikur hefur Leikflokkurinn á
Hvammstanga æft Gullna hliðið eftir Davíð
Stefánsson undir leikstjórn Þrastar Guð-
bjartssonar en hann gerði einnig leikmynd.
Þetta er f jórða verkið sem Þröstur leikstýrir
hjá leikflokknum. Æfingar hafa gengið vel.
Það er mikið átak, ekki síst fyrir áhugahóp,
að setja á svið svo viðamikið verk sem Gullna
hliðið. Vill leikflokkurinn koma á framfæri
þakklæti til allra sem lagt hafa hönd á plóginn
og gert honum fært að setja upp þessa sýn-
ingu. Eru það ekki færri en 40—50 manns sem
þar hafa að komið, er það ekki lítill hópur í 600
manna byggðarlagi.
Nú eru um 20 ár síðan Davíð Stefánsson
andaðist og er Gullna hliðið eitt þekktasta
verk hans. Leikflokkurinn á Hvammstanga
mun fmmsýna Gullna hliðið á 20 ára dánar-
dægri Davíðs þann 1. mars nk. Fyrirhugað er
að fara með sýninguna í nágrannabyggðir.
Næstu sýningar verða: Hofsósi laugardaginn
3. mars, Miðgarði 4. mars, Hvammstanga
miðvikudaginn 7. mars, Skagaströnd laugar-
daginn 10. mars, Blönduósi sunnudaginn 11.
mars, Búðardal laugardaginn 17. mars,
Varmalandi sunnudginn 18. mars. Síðustu
sýningar heima verða föstudaginn 23. mars
og sunnudaginn 25. mars.
Um þessar mundireru liöin rétt sjö ár
síðan veitingahúsiö Þórscafé í
Brautarholti var opnaö aftur eftir
gagngerðar endurbætur. Síöan þá
hefur Þórscafé veriö einn vinsælasti
veitingastaöurinn í Reykjavík enda
þar boðið upp á góðan mat, fjölbreytt
skemmtiatriöi og dans á tveim hæðum.
Gestir Þórscafé síðan breytingin var
gerð eru nú að nálgast eina milljón. Að
því tilefni hafa eigendur hússins
ákveðið að verðlauna milljónasta gest-
inn sem þangað kemur inn. Er von á
þessum gesti nú einhverja næstu helgi.
Þessi milljónasti gestur Þórscafé
fær við innganginn afhentan farseðil
fyrir tvo til Benidorm. Veröur
verðlaunaferöin farin á vegum Ferða-
miöstöövarinnar 2. maí nk. Dvaliö
verður á Hótel Don Pancho sem er eitt
af fínustu hótelunum á Benidorm. Á
hótelinu verður stjanað viö verðlauna-
hafann og gest hans. Verða þeir þar í
fullu fæði en auk þess er þeim boðiö í
mat á einn besta matsölustað á
Benidorm, Tiffanys, svo og í nætur-
klúbbaferð og fleira.
Eins og fyrr segir er milljónasti
gesturinn væntanlegur í Þórscafé ein-
hverja af næstu helgum. Er því betra
að vera við öllu búinn þegar þangað er
komið inn á næstunni því að þú getur
Ungur og upprennandi listmálari,
Jón Oskar, opnar sína fyrstu einkasýn-
ingu hér á landi kl. 15 á laugardaginn í
Kjarvalssalnum að Kjarvalsstöðum.
Sýnir hann þar nokkur verka sinna, og
eiga þau eflaust eftir að vekja mikla
athygli eins og önnur verk hans sem
hann hefur sýnt erlendis. Hefur hann
áður tekiö þátt í samsýningum í Japan
og Belgíu og haldið auk þess sýningu
með öðrum ungum listmálara í New
York í Bandaríkjunum.
Jón Oskar stundaði nám í Myndlista-
og handíöaskólanum og Myndlista-
skóla Reykjavíkur. Arið 1980 hélt hann
til New York og stundaði þar nám við
„School of Visnal Arts”, en í þeim
skóla eru um 4000 nemendur, þar af
stór hópur í myndlistadeild.
Þegar hann útskrifaöist þaðan var
hann í hópi 12 nemenda sem fengu sér-
staka viðurkenningu en síðan voru hon-
um veitt 1000 dollara verðlaun úr sjóði
skólans.
Jón Oskar heldur aftur utan til náms
síðar á þessu ári og er því útlit fyrir að
einhver bið veröi á að hann haldi aðra
stórsýningu hér á landi. Sýning hans á
Kjarvalsstöðum er opin til 11. mars nk.
Leikfélag Kópavogs —
Óvæntur gestur
A laugardagskvöld kl. 20.30 sýnir Leikfélag
Kópavogs leikritið Ovæntur gestur eftir
Agöthu Christie, í þýðingu Helgu Harðar-
dóttur. Með hlutverk fara Helga Harðar-
dóttir, Sigurður Grétar Guðmundsson, Sólrún
Ingvadóttir, Svanhildur Th. Valdimarsdóttir,
Eiríkur Hjálmarsson, Hrafn Hauksson,
Finnur Magnússon, Þór Ásgeirsson og
Gunnar Magnússon. Þá verður næstsíðasta
sýning á Gúmmí-Tarsan á sunnudaginn kl. 15.
Síminn og Miðillinn —
síðasta sýning
Hjá Islensku óperunni verður ópera Rossinis,
Rakarinn í Sevilla, sýnd í 8. srnn á föstudags-
kvöld kl. 20 og er uppselt á þá sýningu.
Síminn og Miðillinn, 2 óperur eftir Menotti,
verða sýndar á laugardagskvöld kl. 20 og er
það siðasta sýning. Síminn er stutt, smellin
gamanópera, hugsanlega ádeila á nýjunga-
girni manna og það hvemig maðurinn getur
látið stjórnast af tækninni. Miðillinn er hins
vegar andstæða Símans, alvarlegur sorgar-
leikur er fjallar um fólk sem flækist fast í
sinni eigin sviksemi. „Þuríður Pálsdóttir er
stórkostleg í hlutverki Flóru og stundum svo
magnþrungin aö manni varð næstum ekki um
sjálfur verið þessi gestur hússins
númer milljón.
Tónlist