Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR1984. 9 Geta menn ekki veriö sæmilega sáttir viö kjarasamningana? I þeim geröist hvort tveggja, aö „rammi” rikisstjómarinnar var sprengdur og kjaraskeröingin var staöfest. Eins og Guömundur J. Guömundsson for- maöur Dagsbrúnar sagöi: „Þessir samningar negla niöur kjara- skeröinguna frá síöasta ári. Þaö er ekkert endurheimt af henni.” Engir kjarasamningar em svo aö öllum líki. Samningamenn reyna aö vera hressir í bragöi og gleðjast vafalaust yfir aö þurfa ekki aö sitja dag- og næturlangt yfir samningum á næst- unni. Þessir samningar hafa sína ókosti, en þeir eru í meginatriðum hiö skásta, sem út gat komið. Þannig er engin goðgá, þótt fjög- urra prósenta rammi ríkisstjómar- innar springi meö hvelli. Kauphækkanir, sem um var samið, jafngilda tæplega 7 prósentum á þessu ári, þegar þeim er skipt í meöaltal yfir árið. Þær þýöa, aö kaupið verður um 13 prósent hærra í byrjun næsta árs en nú er. Ríkis- stjórnin verður aö una því, þótt verö- bólgan verði lítiö eitt meiri en stjóm- in heföi kosið og gengiö verði fellt eilítið meira. Eftir samningana eru menn jú enn aö tala um, aö veröbólg- an í ár verði bara rúm 10 prósent. Þetta er skásti kosturinn sagði Magnús L. Sveinsson á fundi Verslunarmannafélags Reykjavíkur. StmnköUuð máUmúðhm Stjórnin má vel við una Þorsteinn Pálsson, formaðurSjálf- stæöisflokksins, sagöi í áramóta- grein sinni „Möguleikar til launa- breytinga ráðast af launa- og gengis- forsendum fjárlaga. Verði farið út fyrir þau mörk, hlýtur pólitískt upplausnarástand að sigla í kjöl- fariö. Sjálfstæðisflokkurinn getur aö minnsta kosti ekki beygt sig undir þaö, að aðilar vinnumarkaðarins brjóti stjómarstefnuna á bak aftur. Þaö er meö öðmm oröum ekki unnt aö semja upp á gengislækkun...” Þorsteinn Pálsson hefur nú dregiö þá rökréttu ályktun, aö stjórnin eigi ekki aö segja af sér, rjúfa þing og efna til kosninga, þótt ramminn sé spmnginn, „launa- og gengisfor- sendurfjárlaga” hafa brostið. Jafnframt hefur kjaraskeröingin, sem ríkisstjórnin stóð fyrir, veriö staðfest, en hjá því varð ekki komizt. Hart hefur veriö gengið að laun- þegum og meö því hefur veröbólg- unni veriö komiðniðurílO% úrl30%. I samningunum var leitast viö aö halda kaupmætti í horfinu á þessu ári, ekki aö vinna upp tapaöan kaup- mátt frá í fyrra. Viö höfðum sem þjóð lifað um efni fram, eins og fram kom í skuldasöfnun erlendis og viðskiptahalla gagnvart útlöndum. Þetta munu flestir skilja. Jafnvel róttækustu verkalýðsforingjum mun ljóst, að við gátum ekki aftur lagt inn á slika óheillabraut. Margir munu nú leggja mikiö upp úr þeim stöðug- leika, sem náðst hefur, einnig margt launafólk. Ríkisstjómin má því vel viö þessa samninga una, þótt ramminn hennar hafi ekki alveg staöizt. Samningarnir tefla stööu þjóöarbús- ins ekki í tvísýnu eins og vel heföi getaö orðiö. Á formannaráöstefnu Alþýöusambandsins samþykkti yfir- gnæfandi meirihluti þessa samn- inga. Margir sögöu, aö þeir væru hiö skásta af ýmsum illum kostum. Það má til sanns vegar færa. Við eigum ekki marga „góöa” kosti eftir minnkandi þjóöarframleiðslu. Verkamannafélagsins Dagsbrúnar: „Mér lízt illa á þessa samninga.”.” Svavar hamaöist ekki svo, sæti hann nú í ríkisstjóm. Þá væru honum betur Ijósar þær hættur, sem steöja aö þjóðarbúinu. Lítt þýddi aö keyra prósentuhækkun kaupsins lengra upp og fá aðeins meiri verðbólgu, sem æti upp launin, auk nýrrar gengisfellingar og skuldasöfnunar erlendis. En mörgum forystumönn- um Alþýöubandalagsins þykir sem forystumenn Alþýðusambandsins hafi sýnt of mikinn skilning á þjóöar- hag. Forystumenn í verkalýös- hreyfingunni, meðal annars fjöl- margir alþýöubandalagsmenn, héldu afskiptum flokksforystu Alþýöubandalagsins í skefjum. Viðbrögð Sva vars Gestssonar sýna ríkisstjóminni ennfremur, aö stjórnin getur vel viö unað í viö- kvæmri stöðu. Auðvitað er enn ekki alveg séð, hvemig samningamálin fara í einstökum atriöum. Enn er ósamið viö marga, og fyrir hefur komið, aö samningarnir væru felldir. En ráðherrar ættu ekki í þessari stöðu að bera sig illa og tala umþing- rof og kosningar vegna þessa. Einfatt að minnka niðurgreiðslur og uppbætur Margt benti síðastliðið haust til þess, aö erfitt yrði að fá fram ábyrga samninga. Verkalýðsforingjar komu víða fram til aö mótmæla kjara- skeröingunni kröftuglega og þó eink- um afnámi samningsréttar. Undir- skriftasöfnun var í gangi og mót- mælafundur haldinn á Austurvelli. Ríkisstjórnin gerði rétt í aö heimila samningsréttinn aö nýju, þegar þaö var gert. Viö þaö lækkuöu öldurnar. Verkalýðsforingjunum varð einnig ljóst, þegar málin vom grannt skoðuö, að ekki stoðaði að freista að Haukur Helgason adstodarritstjóri endurheimta þaö kaup, sem tapazt haföi, heldur varð að láta nægja aö stöðva kjaraskerðinguna við ákveöiö mark. Vissulega kom kjaraskeröingin illa viö margt tekjulægsta fólkið. Fá- tækt reið yfir talsveröan hóp manna, kannski tíunda hvem landsmann. 1 samningum nú er nokkuö gert til að styrkja stööu þessa fólks. Gamla fólkið þarf þó frekari úrbætur. Ríkisstjórnin tók að sér, í fjarveru Alberts Guömundssonar fjármála- ráðherra, að beita sér fyrir úrbótum til handa þeim, sem verst stóðu sam- kvæmt láglaunakönnun Kjararann- sóknarnefndar. Aögeröirnar kosta ríkið rúmar 300 milljónir. Þegar þetta er skrifað, liggur ekki fyrir, hvemig þessum út- g jöldum veröur mætt. Sjálf sagt er aö minnka niðurgreiðslur og/eöa út- flutningsuppbætur aö sama skapi og komast þannig hjá aö auka hallann á fjárlögum. Þetta gæti til dæmis þýtt, að niðurgreiöslur minnkuðu um þriðjung. DV nefndi í fyrradag dæmi, sem sýna, hvernig einstæð foreldri hagn- ast á samningunum og lofuöum aðgerðum ríkisstjórnarinnar. I dæmunum fær einstætt foreldri með eitt barn hækkun úr 13.089 krónum á mánuöi í 16.938, sé foreldrið meö lág- markslaun. I ööm dæmi um manneskju meö lágmarkslaun og þrjú börn er hækkunin úr 19.425 krónum í 27.574 krónur. Láglaunakönnunin sýndi, aö þetta fólk stóö yfirleitt verst að vígi. Ríkis- stjórnin haföi næsta blindandi keyrt niður launin, svo aö hinir tekjulægstu örvæntu. Þessar bætur munu gera líf þess fólks öllu bærilegra, þótt illt sé til þess aö hugsa, aö ekki skuli hafa veriö hægt að ganga lengra. Iðnaðarmenn bíða færis Ríkisstjómin varö aö hlaupa undir bagga. Lágmarkslaun vom hækkuö um 15% í samningunum, en annars gildir flöt prósentuhækkun. Reynsl- an hefur sýnt, aö erfitt er aö semja í kjarasamningum um miklu meiri hækkun til hinna lægstlaunuðu en annarra, þótt svo hafi farið, að hinir lægstlaunuðu yröu oftast út undan. Betur launaöar stéttir, svo sem iönaðarmenn, hafa oft beöið átekta og tekiö meiri kauphækkanir en allur þorrinn haföi samiö um. Þaö viröast iönaöarmenn enn vera aö gera í þessum samningum. Einn helzti vandinn veröur því sá aö hindra, aö þessum hópum takist enn einu sinni að hiröa stærstu bit- ana. I því efni getur ríkisstjómin þurft aösýnahörku. Samningar Alþýöusambands og Vinnuveitendasambands em mála- miölun. Þaö sést bezt á þeim staöreyndum, að rammi ríkis- stjómarinnar er sprengdur, þó svo að staöa þjóöarbúsins fer ekki úr skoröum. Vissulega er Island láglaunaland. Vissulega eru fáir launþegar sælir af sínu kaupi. Fjölmargir eiga í erfiðleikum eftir kjaraskerðinguna. Mestu er um að kenna, hvernig ríkis- stjórnir fyrri ára hafa skirrzt viö aö byggja hér upp atvinnulíf, sem ekki hvílir nær eingöngu á f iski. Kjaraskeröingin hlaut að koma, ef ekki frá þessari ríkisstjórn, þá ein- hverri annarri. Þaö er bara tilviljun, aö Svavar Gestsson situr ekki í slíkri rikisstjórn og Guðmundur J. Guðmundsson þarf ekki aö rétta upp hönd til samþykkis kjaraskerðing- unni. Haukur Helgason. Reiði Svavars Flestir þeir, sem hamast gegn samningunum, gera þaö af flokks- pólitiskum ástæöum. Hæst ber þar ýmsa forystumenn Alþýöubanda- lagsins. Svavar Gestsson, formaöur Alþýöubandalagsins, segir í Þjóðviljanum: „Niðurstaða mín er því sú, aö nú þurfi aö leggja allt kapp á aö ná ann- arri samningsniðurstöðu, sem tryggi í senn betri kjör launafólks og treysti fremur einingu þess en mér sýnist þessi samningur gera. Þess vegna tek ég undir meö formanni Forystu Alþýðubandalagsins tókst að æsa Dagsbrúnarmenn upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.