Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Blaðsíða 8
8’ DV. LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og Otgáfustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og Otgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar; JÓNAS H AR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuöi 250 kr. Verö í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Sam/ð fyrir smælingjana Velferðarríkið íslenzka hefur verið eflt á hættustund. Með þríhliða samkomulagi ríkisstjórnar og heildarsam- taka vinnumarkaðsins hefur tekizt að bæta verulega lífs- kjör hinna verst settu í þjóðfélaginu. Niðurstaðan byggist á, að málsaðilar skildu til hlítar, að laun og lífskjör eru ekki sami hluturinn. Ungmenni í föðurgarði getur lifað af mun lægri tekjum en einstætt foreldri með nokkur börn á framfæri sínu. Þáttur ríkisstjórnarinnar felst einkum í aðgerðum til aðstoöar barnafólki og mest til þeirra, sem eru einstæðir íoreldrar. Lífskjör þeirra eiga að geta batnað um 25— 40%, þótt hin almenna launahækkun sé ekki nema 5%. Minna er gert í þágu gamla fólksins og öryrkjanna. ifskjör þessara hópa eiga þó að batna um 10% á sama mdartaki og launin í landinu hækka um 5%. Þetta er nikilvægt spor í rétta átt, en hefði mátt vera meira. Þegar búið er að gera ráð fyrir 10% verðbólgu frá upp- hafi til loka ársins, svo og kauphækkun í júní og septem- ber, ætti staöan um næstu áramót að vera sú, að hinir sæmilega stæðu hafi haldið óbreyttum kaupmætti frá árs- lokum 1983. Allir hinir, sem minna mega sín, gamla fólkið, öryrkj- arnir og einkum þó barnafólkið, eiga að geta haldiö tölu- verðum hluta lífskjarabatans, þótt verðbólgan muni sneiða af nokkurn hluta. Þetta er afar mikilvæg niður- staöa. Aður hafa hinir betur settu yfirleitt fengið meira úr íjarasamningum. Tilraunir með fastar krónutölur í stað jrósentuhækkana hafa leitt til launaskriðs og óbreytts •ða aukins launamunar í þjóðfélaginu. I þetta sinn hefur munur lífskjaranna verið minnkaður erulega og það á nýjan hátt, sem gefur síður tilefni til aunaskriðs. Það stafar af, að hluti niðurstöðunnar renn- ir um tryggingakerfi velferðarríkisins. Fólk ætti sérstaklega að taka eftir, að það eru umboðs- nenn uppmælingaraðalsins og annarra forréttindahópa, em einkum snúast gegn niðurstöðunni. Það eitt segir neiri sögu um eðli hennar en útlistanir í f jölmiðlum gera. Þeir umboðsmenn launafólks, sem bera hag smælingj- mna fyrir brjósti, svo sem Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir í áglaunafélaginu Sókn, styðja niöurstöður samninganna. lún starfar heldur ekki á vegum stjórnmálaflokks. Hinir, sem eru fremur umboðsmenn stjórnmálaflokks, ins og Guðmundur J. Guðmundsson, eru hins vegar and- ígir, af því að þeir nærast á verkföllum. Nú sjá menn reinilega, hverjum þykir vænna um Alþýðubandalagið n alþýðuna. Frá þætti ríkisins hefur ekki veriö gengið endanlega. likilvægt er þó, að óhrekjanlegt er orðið, að breyting dðurgreiðslna í fyrirhugaðar bætur skilar sér að veru- egu leyti til hinna verst settu, — að hún er ekki bara ærsla milli vasa. Forsætisráðherra hefur raunar játað, að breyting úr úðurgreiðslum komi til greina, enda þótt hún dragi úr spillingu kinda- og kúakerfis ríkisins. Aðrar leiðir mundu oeint eða óbeint leiða til skattheimtu, verðbólgu og kjara- skerðingar. Niðurgreiðslur þessa árs eiga samkvæmt fjárlögum að ema 945 milljónum króna. Hlutur ríkisins í lausn kjara- eilunnar á hins vegar ekki að nema meiru en 330 millj- num króna, svo í rauninni er af nógu að taka. Jónas Kristjánsson í Kana(a)ns> landi I Kanaanslandi flóði allt í mjólk og hunangi, loftslag var þar gott og gróðurmoldin gjöful. Um landskika Kananna á Miðnesheiðinni gegnir öðru máli, þar er loftslag vont og jarövegur grýttur. En það stendur allt tilbóta. Það bar svo viö, fyrir ekki löngu, að ég sat á kaffihúsi, í kunningjahóp. Þar rakst þá inn maður, íklæddur moldugri úlpu, meö verkleg gúmmí- stígvél á fótum og mold undir nöglunum. Það var hvergi laust sæti innan dyra nema við boröiö hjá okkur svo að viö snerum okkur auðvitað allir undan og þóttumst ekki sjá manninn og vonuðumst til þess að hann væri slík rola að hann þyröi ekki að ávarpa okkur að fyrra bragði og biðja um sæti. — Það er gott, blessað veðrið! Röddin var miðlungi há en sterk og hann kvað skýrt að, eins og maður, sem vanur er að halda uppi samræð- um úti á berangri, í norðaustan stór- viðrum. Við litum viö, allir sem einn, aldeilis gáttaöir. Ekki einasta þorði hann að yrða á okkur aö fyrra bragði heldur var hann þegar sestur og hvíldi báða olnboga á borðinu, eins og hann væri í eldhúsinu heima hjá sér. Þjónustustúlkan kom og hann pantaði hjá henni kaffi og meölæti en kvartaði þó yfir því hversu fáar kökutegundir voru á boðstólum. Úr ritvélinni ÓLAFUR B. GUÐNASON barn borða (eftirá kom okkur öllum saman um aö þaö væri eina orðið yfir manninn, „náttúrubarn”). — Þaö er gott, blessaö veðriö, endurtók hann þegar hann hafði fengið sig fullsaddan. — Hvaö meinarðu, gott veðrið? spuröi hugrakkur félagi og leit á regnvota rúöuna við borðsendann. — Gott, fyrir gróðurinn. Enginn harðindavetur nú, svaraði hinn ókunni og dró upp pípu. — Ertugarðyrkjumaöur? — Já, það er ég, svaraöi maöurinn að setja þaö í hendumar á öðrum en garöyrkjumönnum! Hreint á- byrgöarleysi. — Gróðurhús! Iflugstöð! — Alveg ný hugmynd. Mjög óvenjuleg, ég viðurkenni það. En af- stæðiskenningin var óvenjuleg þegar hún var sett fram í fyrsta sinn og sjá- ið bara hvaö hefur gerst síðan! Það varð andartaksþögn meðan við íhuguðum það sem á daga veraldarinnar hefur drifið síðan afstæöiskenningin var fundin upp. En við náðum ekki aö komast aö niðurstöðu áöur en hann hélt áfram. — Við ræktum auðvitað ekki græn- meti! Neineinei. Eg skal segja ykkur það, í algjörum trúnaöi auðvitaö, að þessi hugmynd mun gerbylta öllum ferðamannaiðnaði á íslandi og í öll- um heiminum. Það er ég viss um. Hann brosti breitt og sló úr pípunni í kaffibollann minn. — Það verða pálmatré þar inni, sjáiði til, pálma- tré og hitabeltisgróður. Hvað haldið þið að verði þaö fyrsta sem feröa- menn sjá þegar þeir koma úr flug- vélunum, með stimpilblekið ennþá blautt á vegabréfunum? Léttklædd hljómsveit, sem spilar á bongó- trommur undir pálmatrjám. Og ber- læraöir þjónar ganga um með long- drínks milli búranna þar sem ljón og lömb leika sér. — Ljónoglömb!? — Nóg af lömbum á Islandi, ef Það varð síðan löng þögn, meöan hann beið eftir kaffinu og meðlætinu. Honum virtist sama en okkur sessu- nautum hans fannst þögnin óþægi- leg. Samt fann enginn okkar kjark í sér til þess að yrða á manninn að fyrra bragði. Meðan við veltum því fyrir okkur hvemig mætti á kurteislegan hátt draga manninn inn í upplýstar umræður um landsins gagn og nauðsýnjar, skóf hann undan nöglum sér og skimaði öðru hverju eftir þjónustustúlkunni. Spennan hlóðst upp og einn veiklundaður félagi í um- ræðuhópnum var oröinn náfölur og aö því kominn að hníga útaf, meövitundarlaus. Svo kom kaffið og meðlætiö og allar hugleiðingar um samræður við manninn urðu að víkja fyrir aödáun á matarlyst hans og hömlulausum borösiöum. I stuttu máli sagt sátum við með kjálka signa niöur að bringu og horfðum á þetta ótrúlega náttúru- og tottaði pípuna hratt. — Annars er ég að fara út í ferðamannabransann. — Hvað þá? Ferðamannabrans- ann? — Já, þeir vom að ráöa mig flug- stöðvarstjóra í nýju bygginguna í Keflavík. Við máttum ekki mæla, svo undr- andi vorum við! Ekki svo að skilja aö nokkur okkar hefði haft þaö embætti í sigtinu en samt kom þetta okkur nokkuð á óvart, því varð ekki á móti mælt. Hann hafði fengið pípuna vel í gang og beindi nú allri athygli sinni að okkur. Ur augum hans skein vel- vilji og gleöi, og umfram allt vel- þóknun. Hann horfði á okkur eins og við værum óvenjustæöilegar tómat- plöntur. — Stærsta gróöurhús á landinu, góði. 38 þúsund rúmmetrar, hvorki meira né minna. Helmingi stærra en nokkurt annað gróðurhús á landinu, takk fyrir. Það væri ábyrgðarleysi Ijónin missa stjóm á sér. Blessaðir veriöi, ferðamennirnir þurfa ekkert að fara úr flugstööinni! Þeir geta legið þar eins og í eyðimerkurvin, undir sóllömpunum! Hvaö haldiði ekki að þaö fari mikið betur meö náttúru landsins, ef ferðamennimir em ekki aö þvælast þar um og spilla öllu? Og svo em það Islendingarnir! Þeir þurfa auövitað ekki að fara til Spánar, það er nóg að kaupa sér far með rútu til Keflavíkur! Ekki dóna- legurgjaldeyrisspamaðurþar, ha! ? Hann fór skömmu eftir þetta aö sækja frækomapöntunarlista, sem hann haföi fengið sendan frá Hawaii. Við biðum eftir því aö hinn veiklund- aði rankaði viö sér en hann hafði misst af umræðunum um flug- gróðrarstöðina því að hann hafði liöiö út af þegar garðyrkjumaðurinn tók til matar sins. Áður en við skild- um sórum viö sameiginlega þess dýran eið að hætta aö borða græn- meti. Það er stórhættulegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.