Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Blaðsíða 40
FASTEIGNASALA BOLHOLTI61 Símar 38877,687520 og 39424 Samningar samþykktir í Straumsvík Nýju kjarasamningarnir í álverinu voru samþykktir á fundum í öllum tíu verkalýösfélögunum í Straumsvík síðdegis í gær. Samningarnir voru yfir- leitt samþykktir samhljóöa eða meö yfirgnæfandi meirihluta. I stærsta félaginu, Verkamannafélaginu Hlif, voru þeir samþykktir meö 178 atkvæðum gegn 42. Á blaðsíðu 3 er sagt frá samningun- um. Loðnuverð lækkar Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins ákvað í gær að lækka lág- marksverö á loðnu, veiddri til bræðslu, um tæp tiu prósent. „Lækkunin er eingöngu gerð vegna 10—15 prósenta lækkunar á verði mjöls á heimsmarkaði,” sagöi Bolli Þór Bollason, oddamaður nefndarinnar. Hann og fulltrúar seljenda ákváðu nýja verðið. Fulltrúar kaupenda segja nýja veröið langt frá öllum raunveruleika miðað við ríkjandi markaðsaðstæður. Afleiðingin hljóti að verða sú að verk- smiðjurnar dragi stórlega úr móttöku á loðnu til bræðslu eða loki með öllu. -KMU. Útvarpslagafrum- varpið lagtfram Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðherra lagði fram útvarpslaga- frumvarpið á Alþingi í gær. I frumvarpinu er gert ráð fyrir því að fleiri en Ríkisútvarpið fái Ieyfi til útvarps-ogsjónvarpsrekstrar. -JH Sumarbústaðarbruni Slökkviliöiö í Reykjavík var kaQað aðsumarbústaö í Asalundi viö Ulfarsá rétt upp úr klukkan eitt í gærdag. Þegar slökkviliðið kom á staðínn var bústaöurinn alelda. Mjög erfitt var að komast að honum vegna ófærðar á afleggjaranum og þurftu slökkviiiðs- mennimir að tengja saman slöngur,, um 120 metra á lengd, til að ná að eldinum. Þegar það var loks búið var húsið fallið og allt brunnið sem brunnið gat. -klp- LOKI Borgar Nordal með Deutsche Mark? 27022 auglýsingar SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR . ÞVERHOLT111 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA12-14 AKURI SKIPAGÖTU13 AFGREIÐSLA (96)25013 BLAÐAMAÐUR (96)26613 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984. Oskaö eftir gæslu- vardhaldsúrskurði yfir föður ogsonum — allir grunaðir um aðild að ÁTVR-ráninu við Landsbankann og einnig ránið í Iðnaðarbankanum í Breiðholti Annar sonurinn sem grunaður er um að hafa rænt nær tveimur milljón- um króna frá starfsmönnum Á TVR. Fyrir aftan hann er rannsóknariög- reglumaður. Faðirinn, bandariskur, kemur út úr Sakadómi Reykjavíkur i fyigd rannsóknariögreglumanns. DV-myndir S. Rannsóknarlögregla ríkisins kraföist siðdegis í gær gæsluvarð- halds yf ir tveimur bræðrum og föður þeirra hjá Sakadómi Reykjavíkur vegnavopnaða ránsins hjá ÁTVR síðastliöiö föstudagskvöld og einnig vegna þjófnaöarins i útibúi Iðnaöar- bankans við Ðrafnarfell. Dómarinn í málinu tók sér f rest til ákvörðunar til kl. 16 í dag. Nöfn þeirra sem Rann- sóknarlögreglan fer fram á að fá i gæslu eru Griffith Scobie og synir hans William James Scobie og Rich- ard Scobie. Þeir hafa allir mótmælt kröfunni um gæsluvarðhaldsúr- skurðinn. Er DV náði tali af Þóri Odsssyni vararannsóknarlögreglustjóra, sem stjómað hefur rannsókn málsins, vildi hann litlar upplýsingar gefa. Hann sagði þó að farið hefði verið fram á gæsluvarðhald yfir einum þeirra til 14. mars og hinum tveimur til 7. mars. Það er Jón Abraham Olafsson sakadómari sem er með málið af hálfu Sakadóms Reykja- víkur. DV spurði Þóri Oddsson hvort haglabyssa sú sem notuð var við síöara ránið heföi fundist. Hann svaraði: ,jEg tjái mig ekki frekar ummálið.” Samkvæmt upplýsingum DV eru bræðurnir hálfíslenskir. Móðir þeirra er íslensk en faðir banda- rískur. Þeir ólust upp á Islandi en Quttust út til Bandaríkjanna og bjuggu þar i um sjö til átta ár. Fyrir um tveimur árum flutti fjölskyldan afturtillslands. Faðirinn mun meðal annars hafa stundað verslunar- og veitingarekst- ur á Islandi. Heimildir DV herma að reksturinn hafi gengið illa að undan- förnu. Og samkvæmt óstaðfestum upplýsingum DV hugðist fjölskyldan flytjast búferlum til Bandarikjanna innanskamms. Það er annar bræðranna sem grunaður er um að hafa rænt starfs- menn ÁTVR við útibú Landsbankans að Laugavegi 77. Hann er hávaxinn, dökkhæröur með stutt hár. Hann mun vera 21 árs að aldri. Er hann kom í Sakadóm Reykjavikur í gær var hann í handjámum. Það voru faðir hans og bróðir hins vegar ekkL Ránið síðastliöið föstudagskvöld nam tæpum tveimur milljóniun króna í peningum. Ohætt er að full- yröa að fá rán hafa vakið jafnmikla athygli á undanförnum árum. Það var bíræfið. Þjófurinn beindi hagla- byssu sinni að 22 ára gömlum starfs- manni ÁTVR sem var að leggja inn sölu dagsins frá verslun ÁTVR við Lindargötu. Haglabyssan var sjálf- virk og búið var að saga hluta af hlaupinuí burtu. Áð sögn fróðra manna um skot- vopn mun afsöguð haglabyssa vera mun meðfærilegri. Þegar skotið er úr henni dreifast höglin strax í allar áttir. Tveim skotum var skotið úr haglabyssunni í ráninu viö Laugaveg 77. Litlu mátti muna í annað skiptið að skotið lenti í starfsmanni ÁTVR erógnaðvar. Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna þjófurinn rændi leigubil áður en hann lét til skarar skríða við starfsmenn ÁTVR. Fólki hefur fundist sem það hafi verið undarleg áhætta fyrir þjófinn. Talið er aö það hafi fyrst og fremst verið gert til að villa um fyrir lögregl- unni, draga athyglina að bílnum. Klukkan 19.57 var hringt frá Hreyfli til lögreglunnar og tilkynnt að sést hefði hvar leigubifreiöinni væri ekið eftir Laugavegi framhjá Hlemmi í austurátt. Klukkan 19.59 var aftur hringt og tilkynnt að bílstjórar teldu sig hafa séð bifreiðinni ekið austur Suðurlandsbraut framhjá Hótel Esju. Leigubillinn fannst svo á tíunda tímanum á föstudagskvöldið í Brautarholti 2. Hann var inni í porti og sást ekki frá götunni. Leigubíl- stjórinn sem fann bifreiðina hefur sagt í viðtali við DV að hann hafi ekið niður eftir Brautarholtinu, „það var aðeins skyndileg hugdetta að ég ók inn í portið og athugaði hvort leigu- bifreiðin væri þar.” Þess má geta að þeir starfsmenn ÁTVR sem voru rændir sögöu í sam- tali við DV að þeir hefðu verið óvenjulega snemma á ferðinni við bankann síðastliöiö föstudagskvöld. Það sé mjög mismunandi hvenær hafi verið farið með peningana. Oft um klukkan hálfníu á kvöldin og stundum alveg um klukkan níu. -JGH Álklæðning og glerjun nýja Seðlabankans boðin út á þýsku: Tóku þýsku tilboði — aðeins eitt íslenskt fyrirtæki átti þess kost að bjóða í verkið! Stjórn Seðlabankans hefur ákveðið að taka tilboði þýsks fyrirtækis í ál- klæöningu, einangrun, glerjun og fleiri þætti byggingarframkvæmda við nýja Seðlabankahúsið. Tilboðið nemur 32,5 miiljónum íslenskra króna. Samtals bárust fjögur tilboð í verkið, þrjú frá Þýskalandi og eitt frá íslensku fyrirtæki. Að sögn Stefáns Þórarinssonar hjá Seðlabanka námu þau tilboð sem bárust ríflega 30 milljónum króna. Reyndist tilboð George Glos í V- Þýskalandi hagstæðast og lægst þegar upp var staðið. Verður gengið til samninga við það fyrirtæki svo og blikksmiðjuna Vog í Kópavogi sem undirverktaka og uppsetningaraðila. Gerð útboðsgagna annaðist þýskur aðili og sagði Stefán það hafa verið gert að tiilögu tækniráðgjafa bank- ans. Utboðið var „lokaö” sem kallað er, þannig að Seðlabankinn sendi tilteknum aðilura útboðsgögn og gaf þeim kost á að skila tilboðum. Voru gögnin send samtals átta fyrirtækj- um; einu í Noregi, einu I Sviþjóð, einu i Sviss, f jórum í Þýskalandi og einu fyrirtæki islensku. -JSS Nauðgunin uppspuni Bandaríska konan sem kærði nauðgun á Keflavikurflugvelli 23. janúar sl. hefur 'nú viðurkennt að atburðurinn hafi aldrei átt sér stað. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli, lög- regla bandaríska hersins og Keflavíkurlögreglan hafa ekki unnt sér hvildar frá því kæran kom fram. Samsett mynd af nauögaranum sem gerð var eftir lýsingu konunnar var sýnd í bandariska hersjónvarpinu og fest upp víða um veggi. Tugir manna voru yfirheyrðir og sumir oftar en einu sinni. Kona þessi, sem gift er bandarískum hermanni, hefur verið lögð inn á her- sjúkrahús á Keflavíkurflugvelli þar sem henni verður gert að sæta geörannsókn. -EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.