Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1984, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1984, Síða 4
4 DV. LAUGARDAGUR10. MARS1984. Niðurstöður skoðanakönnunar DV: Ríkisstjórnin stór eykur fylgi sitt Ríkisstjórninni hefur vaxiö fylgi síðan DV stóö fyrir skoöanakönnun á fylgi stjómarinnar í október síöast- liðnum. Samkvæmt skoöanakönnun DV nú um síöustu helgi nýtur ríkis- stjórnin fylgis afgerandi meirihluta landsmanna. Spurt var: Ertu fylgjandi eöa and- vígur ríkisstjórninni? Af öUu úrtakinu í skoöanakönn- unni sögöust 56,8% vera fylgjandi ríkisstjórninni. Aöeins 17,2 prósent kváöust andvíg ríkisstjórninni, 21,5% voru óákveöii) og 4,5% vildu ekki svara spurningunni. 1 skoðana- könnun DV í október síðastliönum k' áöust 48,2% af úrtakinu vera fylgj- andi ríkísstjórninni. Þá voru 27,7% andvig ríkisstjórninni, 20,7% óákveöi.- og 3,5 vildu ekki svara. Fylgisaukning ríkisstjórnarinnár er því mikil eins og af þessum tölum sést. Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, þýöir þetta, að 76,8% fylgja ríkisstjórninni samanborið viö 63,5% í október. 23,2% þeirra, sem taka afstööu nú, eru andvíg stjórninni samanbcrið viö 36,5% í október síöastliönum. Fylgi stjómarinnar er býsna mik- iö, þegar litiö er á, hvaö stjórnar- flokkarnir tveir höföu í síðustu þing- kostningum. Sjálfstæöisflokkurinn fékk þá 38,7% atkvæöa og T-Usti sjálfstæöis- manna á Vestfjörðum 0,5%. Fram- sóknarflokkurinn fékk í þingkosning- unum 18,5% atkvæöa, og BB-listi framsóknarmanna á Norðurlandi vestra 0,5%. Samtals fengu þessir tveir flokkar því, meö aukalistum, 58,2% atkvæöanna. Urtakið í könnuninni vora 600 manns, þar af helmingur á Reykjavíkursvæöinu og því helm- ingur utan þess, og jöfn skipting var milU kynjanna. Fylgi ríkisstjórnarinnar er mest meðal karla után höfuðborgarsvæð- isins en tiltölulega minnst meðal kvenna á höfuöborgarsvæöinu. -HH Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Nú í okt. Fylgjandi ríkisstjórninni 341 eöa 56,8% 48,2% Andvígir 103 eða 17,2% 27,7% Óákveðnir 129 eða 21,5% 20,7% Vilja ekki svara 27 eða 4,5% 3,5% Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar: Nú í okt. Fylgjandi 76,8% 63,5% Andvígir 23,2% 36,5% Ríkisstjóra Steingríms Hermannssonar. Ummæli fólks í könnuninni: „Meðan verðbólgan minnkar” „Ríkisstjórnin viröist vera á réttri leið,” sagöi karl á Reykjavíkur- svæðinu, þegar hann svaraöi spum- ingunni í skoöanakönnun DV. „Fylgjandi henni. Þeir vinna á verð- bólgunni,” sagöi kona á Reykja- víkursvæðinu. „Hafi eitthvaö farið úr böndunum, hefur það tekið langan, tíma og því vil ég taka lengri tíma til aö laga þaö aftur og gefa stjórninni tækifæri,” sagöi karl á Reykjavíkur- svæðinu. „Eg vil láta þá fá aö spreyta sig betur. Þetta er bara hálfnað verk,” sagði kona á Vestur- landi. „Eg er afskaplega ánægöiir með ríkisstjórnina eins og hún er nú,” sagöi karl á Reykjavíkur- svæðinu. „Fylgjandi. Þaö er ágætt sem hún er að gera,” sagði karl á Reykjavíkursvæöinu. „Viö viljum ráöa niöurlögum veröbólgunnar, og ríkisstjórnin er aö baksa viö það,” sagði kona á Reykjavíkursvæöinu. „Eg styð ríkistjómina, meðan verö- bólgan minnkar,” sagöi kona á Reykjavíkursvæðinu. „Við höfum ekki efni á aö steypa ríkisstjórninni núna,” sagöi karl á ReykjavíkurSYæðínu. „Eg er ryigjandi stjóminni eins og er, en hún má fara aö vara sig,” sagöi kona i sveit. „Grjónagrautur" „Þetta er hálfgert rugl hjá þeim, hver höndin upp á móti annarri. Albert er einn á báti. Það er ekki hægt aö styöja svona stjórn,” sagöi kona á Reykjavíkursvæðinu. „Andvíg. Þaö er alltof mikill launa- mismunur í þjóöfélaginu,” sagöi kona á Reykjavíkursvæðinu. „Mér finnst þetta vera einn grjónagrautur allt saman,” sagöi kona á Reykja- víkursvæöinu. „Þeir eru allir eins, allt sami grauturinn,” sagöi karl á Reykja- víkursvæöinu. „Hvorkimeöné móti ríkisstjórninni, er andsk. . .sama,” sagöi karl úti á landi. „Þessir stjórn- málamenn eru allir eins,” sagði kona úti á landi. „Þetta er allt saman hringavitleysa. Eg er óákveöin,” sagöi kona á Reykjavíkursvæðinu. „Eg er svo lítið pólitísk,” sagöi kona í sveit. „Ríkisstjórnin er eins og kransakaka, misgóö,” sagöi kona í sveit. „Sama hver er. Sami rassinn undir þeim öllum,” sagöi kona úti á landi. -HH Ragnar Arnalds, Alþýðubandalagi: Fólk ekki til- búið að velta stjórninni „Eg held það einkenni hugsunarhátt fólks nú aö það er mjög hikandi. Fólk óttast atvinnuleysi og fyrirhugaöan aflasamdrátt í kjölfar kvótaskipting- arinnar. Því bíöur fólk átekta og vill vafalaust láta þaö koma í ljós hvers þessi stjóm er megnug,” sagöi Ragnar Arnalds, formaöur þingflokks Alþýöu- bandalagsins, aöspurður um niöur- stööur skoðanakönnunar um fylgi rík- isstjórnarinnar. „Fólk er af þessu aö dæma ekki til- búiö aö kollvarpa ríkisstjórninni. Sami hugsunarhátturinn var augljós viö gerö kjarasamninganna. Fólk er ekki tilbúið til átaka. Því endurspeglar þessi skoöanakönnun þá biöstöðu sem er nú ríkjandi. Þaö er ekki efst á dag- skrá hjá almenningi að skipta um rík- isstjóm enda vill fólk ætíð gefa ríkis- stjórnum tækifæri. Auk þess hafa vá- leg tíöindi undanfarna mánuöi gert fólk enn meira hikandi. Eg minntist þess að þegar skoöana- könnun var á sínum tíma gerö á fylgi ríkisstjómar Gunnars Thoroddsen eftir álíka langa valdasetu haföi hún mikið fylgi. En aöalflokkar þessarar sömu ríkisstjórnar, Alþýöubandalag og Framsóknarflokkur, höföu hins vegar ekki samsvarandi fylgisaukn- ingu,” sagði Ragnar Arnalds. HÞ „Eg get aö sjálfsögöu ekki annað en fagnaö þessari niöurstööu. Hún staðfestir þaö aö við eram á réttri braut,” sagöi Steingrímur Hermanns- son forsætisráöherra um niöurstöður skoöanakönnunar DV um fylgi við ríkisstjórnina. „Þaö sem viö eram að gera nýtur stuðnings almennings. Eg hef oröið var viö þaö meðal fólks að það styður okkur í því aö ná niður verðbólgunni. Eg tel aö fylgisaukningin frá síðustu könnun ykkar sé vegna þess aö þaö eru fleiri sem trúa því aö þetta sé hægt,” sagöi forsætisráöherra. -KMU. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: Við erum á réttri braut

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.