Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1984, Qupperneq 6
6
DV*. LAUGARDAGUR10. MARS1984.
Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn
Gómsætur
sveppa*
forréttnr
Nú er hægt aö fá góöa, ferska, ís-
lenska sveppi og það á nokkuö góðu
veröi. Sveppir eru bæöi hollir og
góöir og auðvelt aö matreiöa þá. Hér
kemur uppskrift aö rétti sem má t.d.
bjóöa sem forrétt eöa sem smárétt.
Ef miöaö er viö f jórar persónur þarf:
500g ferska sveppi
lOOgsmjör
salt og hvítan pipar
nokkur korn múskat
20 g hveiti
5 dl rjóma
1 msk. sérrí — þurrt
2 egg jarauöur
nokkra dropa Worcestershiresósu
200 g skinku — skorna í strimla
1 msk. fínhakkaða steinselju
Hreinsiö sveppina og skeriö í
sneiöar. Léttsteikið svo sveppina á
pönnu og kryddið þá meö salti, pipar
og múskati. Sveppirnir eiga aö létt-
steikjast — ekki taka lit. Helliö nú
sveppunum í sigti svo aö smjöriö
renni vel af þeim, best er aö þaö
renni í skaftpott. Hræriö nú hveiti út í
smjöriö og því næst rjómanum, þessi
sósa á aö malla í um þaö bil 3 til 4
mín. Takið þá pottinn af og er sósan
látin kólna. Hræriö í skál eggja-
rauður og sérrí og hrærið þessari
blöndu í sósuna. Sósan er nú hituð og
hrærið vel í henni, þegar hún fer aö
þykkna er hún bragðbætt meö
Worcestershiresósu og þá er
sveppum og skinku blandað í hana og
aö lokum er steinselju stráö yfir.
Beriö ristaö brauð fram meö þessum
rétti og gott er aö drekka þurrt sérrí
meö.
Matar-
sýning
I dag og á morgun, sunnudag, sýna
nemendur viö Hótel- og veitinga-
skóla Islands mat. Sýndir veröa
kaldir réttir og dúkuö, skreytt borö
sem nemendur hafa unnið, þá veröa
sýndir kaldir réttir frá hinum ýmsu
veitingahúsum borgarinnar. Þá
munu fyrirtæki kynna vörur sínar.
Fjölbreytt sýnikennsla í matargerð
verður á staðnum. Allir þeir sem
áhuga hafa á matargerð ættu að
skoöa þessa sýningu. En ekki bara
þaö heldur ættu menn aö kynna sér
þær erfiöu aöstæöur sem nem-
endumir veröa aö una við. Þetta hús-
næöi fullnægir alls ekki þeim kröfum
sem sjálfsagðar eru viö kennslu í
matargerð. Aöstööuleysi og peninga-
skortur lama allt starf. Þetta ástand
er óviðunandi og því vart hægt að
gera þá kröfu til þeirra er útskrifast
úr Hótel- og veitingaskóla Islands að
þeir séu fullgildir fagmenn.
Sumir nemendur eru svo heppnir
aö þeir eru á samningi hjá góöum
fagmanni og á góöu veitingahúsi. Þó
aö þaö sé mikilvægt aö læra hjá
góöum meistara þá er það ekki nóg
— skólinn er nauðsynlegur. Er ekki
kominn tími til aö endurskoða þetta
gamla meistarakerfi? Viö
Islendingar erum miklir matvæla-
framleiðendur og Island er ferða-
mannaland. Matreiðslumenn gegna
því viðamiklu starfi í íslensku sam-
félagi. Hvaö segir Ferðamálaráö um
þetta ástand — nú eða þá veitinga-
menn? Krakkar mínir, þiö sem
stundiö nám við Hótel- og veitinga-
skóla Islands, eitt gott ráö frá Sæl-
kerasíðunni, farið til útlanda þegar
þiö hafiö lokið prófi,helst Frakklands.
Sýningin er sem sagt í skólanum
sem er á Suöurlandsbraut 2, Hótel
Esju, 2. hæð, gengið inn frá bakhliö
hússins.
Þessir ungu matreiðs/umenn hafa nú lokið námi og enn sýna ungir matreiðslunemar mat.
LJIJF
FRÁ ELSASS
Frá Riquewihr — veitingahúsið Au Moulin.
Þegar unnendur góðra vína heyra
bæinn Riquewihr í Elsass-héraði í
Frakklandi nefndan á nafn dettur
þeim strax í hug vínin Gewiirst-
raminer og Riesling Hugel. Þessi vín
hafa náö miklum vinsældum hér á
landi. Enda eru þurru vínin aö vinna
á. Þessi vín eru ekki blandvín, þau
eru hvort um sig pressuð úr einni
berjategund. Öll skilyröi til vínrækt-
unar eru með ágætum í Elsass,
vínakrarnir eru flestir í 2 til 400 m
hæö. Vínviöurinn er hengdur í vír
þannig aö hann nær allt að 1,80 m
hæð — þessi aöferö ef notuö til þess
aö draga úr frostsköðum en frostið er
helsti óvinur þeirra vínbænda í
Elsass. Elsass-búar hafa ræktaö vín
í mörg hundruð ár. Hiö gamla,
gróna fjölskyldufyrirtæki F.E. Hugel
og Fils er stofnaö áriö 1639. Frá
þessu fyrirtæki kemur víniö Riesling
Hugel sem til er í vínbúðum hér.
Flest vínfyrirtækin eiga eigin vínekr-
ur en einnig kaupa þau ber frá öðrum
vínbændum. Þaö sem einkennir
Elsass-vínin er hve fersk og lifandi
þau eru. Þau passa sérlega vel meö
öllu fiskmeti og upplagt er að drekka
þau fyrir sterk eöa brennd vín.
Áhugafólk um mat og vin ætti aö
heimsækja Elsass-hérað. Best er aö
fljúga til Lúxemborgar og leigja þar
bíl og aka til Strasborgar og fara svo
Umsjón:
Sigmar B. Hauksson
vínveginn eöa Route du Vin frá
Marlenheim í noröri til Thann í suðri.
Rétt er aö heimsækja hina merku
menningarborg Colmar en þar eru
stórmerkileg söfn. Allir sælkerar
verða svo að snæða á veitingahúsinu
Auberge de I’IU sem er í þorpinu
Hlhausern. Þar ræöur ríkjum mat-
reiöslumeistarinn Paul Haeberlin en
hann er einn af þremur bestu matar-
geröarmönnum Frakklands, panta
veröur borö á þessum frábæra
veitingastað meö nokkurra daga fyr-
irvara. En sá sem ekki hefur séð
Riquewihr. hefur ekki séö Elsass;
þessi fomi bær er dásamlega falleg-
ur — tíminn hefur staöið í stað, ekk-
ert hefur breyst í 400 ár, húsin eru
frá því um 1600. Viö aðalgötuna eru
jsmáveitingastaöir, ölstofur og vín-
barir — caveau eöa winstub eins og
heimamenn segja. Kringum bæinn
teygja sig vínakrarnir upp og niður
hæðirnar. Elsassbúar tala velflestir
þýsku og minnir héraöiö stundum á
Þýskaland en íbúarnir eru svo
sannarlega Frakkar. — Já — Elsass-
héraö er paradís sælkera.
% ^