Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1984, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1984, Síða 16
16 DV. LAUGARDAGUR10. MARS1984. Litill shilningur á gildi shíða- shólahér sunnanlands Vidtal vid Ingvar Einarsson, einn af stofn- endum Skídaskóla Siguróar Jénssonar Það kannast eflaust flest skíðaáhugafólk við Skíða- skóla Sigurðar Jónssonar sem starfað hefur í Bláfjöll- um síðustu þrjú árin undir stjórn þeirra hjóna Ingvars Einarssonar og Ragnhildar Jónsdóttur. Að stofnun skólans stóðu einnig þeir Sigurður Jónsson, bróðir Ragnhildar, og Friðjón Einarsson, bróðir Ingvars. Þau eru öll frá Isafirði en þaðan er einmitt flest besta skíða- fólk landsins. Eg vona þó að meö þessum orðum móðg- ist hvorki Akureyringar né aðrir sem telja að á þá sé hallað. Eg brá undir mig betri skíðunum og heimsótti þau hjónin með blað og penna að vopni. „Uppbyggingin hefur nær eingöngu snúist um skiðalyftur og önnur mannvirki." — Ingvar, þú vilt kannski segja örlítið frá aödraganda að stofnun skólans og hvernig undirbúningi var háttaö? „ Ja, það má segja að skíðamerinsk- an hafi loðað við mann alla tíð, og það á við um okkur öll. Við höfum öll keppt á skíðum, þjálfaö keppnisfólk, kennt eða á annan hátt tengst íþrótt- inni bæði hér heima og í Noregi þann- ig að við byggjum starf okkar á þó nokkurri reynslu aö ég tel. Hvað varðar undirbúning þá var hann gífurlegur og erfitt aö tilgreina hann í smáatriðum. Viö tókum m.a. þátt í skíðasýningunni sem haldin var á vegum skíðasambandsins í Laugar- dalshöllinni í janúar 1981. Þar kynnt- um við fyrirhugaða starfsemi skól- ans eins rækilega og unnt var. Stofn- un skólans var áhugamál okkar um árabil áður en viö slógum til. Bláfjöll komu sterklega til greina sem aðsetur og haustið 1980 könnuöum við mögu- leika á starfsemi þar, skrifuðum Blá- fjallanefnd og skýrðum frá hug- myndumokkar.” — Hvernig var yk' ur tekið? „Ekki illa en ákv< ðin tregða og seina- gangur setti strik i reikninginn og tafði málin þó nokkuö. T.d. tók það Bláfjallanefnd tvo til þijá mánuði að gefa svar við beiðni okkar, sem í raun var ekki önnur en sú aö fá leyfi til þess að geta veitt þjónustu sem er hverju skíðasvæði nauðsynleg.” — Nú eru skíðaskólar og skipulögð skíðakennsla skíðasvæða erlendis stór og mikilvægur þáttur í allri starfsemi þeirra. Hvað veldur því að svæðin hér taka ekki á þessum mál- um af meiri alvöru? „Satt að segja hef ég aldrei skilið það. Sá hugsunarháttur virðist ríkj- andi aö flestir sem keppt hafa á skíð- um eða hafa stundað skíðin nógu lengi geti þar meö kennt á skíöum. Þetta er því miður útbreiddur mis- skilningur. Skíðaskólar og starfsemi þeirra er vissulega ákveðinn öryggisventill sem nauðsynlegur er hverju skíðasvæði. Skólinn starfar sem slíkur. Það er vandasamt verk að kenna nýliðum réttar aðferöir til þess að ná valdi á skíðunum. Það krefst þolin- mæði og kunnáttu kennarans. Þaö eru ekki allir þess megnugir að fara með hóp byrjenda í brekkurnar og leiðbeina á þann hátt að árangur ná- ist og enginn meiði sig. Góður skíða- kennari verður að vera fyrst og fremst þolinmóður, kunna aö vekja áhuga nemenda og geta miðaö kennsluna við þarfir hvers og eins. Hann verður að hafa á valdi sínu fjöl- breyttar kennsluæfingar, geta sýnt þær og rökstutt.” — Þarf ekki að samræma betur kennsluaðferðir skiðakennara? „Jú. Félögin eru vanbúin að þessu leyti það er mikið af nýjum skíða- kennurum sem sjá um almennings- kennslu fyrir skíöafélögin. Þeir þurfa að sjálfsögöu sína reynslu eins og aörir en það væri til mikilla bóta ef kennarar meö reynslu gætu miðlað þekkingu sinni. Það myndi flýta fyrir og koma í veg fyrir óþarfa mistök.” — Svo við víkjum aftur að skíða- skólanum. Hvernig var aðsókn fyrsta veturinn? „Fólk tók okkur mjög vel og aðsókn jókst eftir því sem á leið. Við höföum auglýst skólann vel í blöðum og auk þess gert kynningarbækling. Veðrið setti að sjálfsögðu oft strik í reikninginn, eins og gefur að skilja, en að öðru leyti vorum við sátt við út- komuna þó svo að f járhagslega borg- aði þetta sig ekki.” — Hvemig var aðstaðan hjá ykkur í Bláf jöllum þennan tíma? „Aðstæður voru slæmar og má segja að skólinn hafi verið rekinn í snjóskafli fyrstu tvo veturna. Engar áætlanir voru um það að veita okkur viðunandi aðstöðu.” — Nú hefur verið mikið rætt og rit- að um uppbyggingu Biáfjallasvæðis- ins sem aðalútivistarsvæðis Reyk- vikinga. Er ekki óeðlilegt að skipu- lögð starfsemi skíðaskóla skuli ekki hafa verið inni í myndinni? — „Auðvitaö er þaö óeðlilegt. Uppbyggingin hefur nær eingöngu snúist um skíðalyftur og önnur mannvirki en ekki um fólkið sjálft sem kemur í brekkurnar. Skíðaskól- ar eru ekki tískufyrirbrigði. Þeir eru jafnnauðsynlegir og lyftumar. Við fengum loks afdrep í gamla skálan- um þegar nýja þjónustumiðstöðin reis og var það til mikilla bóta eins og nærri má geta. Skólinn hafði fast- ar rútuferðir með Ulfar’i Jacobsen þriðjudags- og fimmtudagskvöld frá Reykjavík. Auk þess var kennsla all- ar helgar. Við útbjuggum skemmti- legt barnasvæði og reyndum í alla staði aö veita sem besta þjónustu. Aösókn var yfirleitt mjög góö enda hafði skólinn á sinum snærum 10—12 reynda og góöa kennara. Allir þessir kennarar hafa skíðakennararéttindi frá Noregi eða hafa tekið námskeið hérna heima á vegum skiðasam- bandsins. Eg vil taka það fram að sú þjónusta sem Ulfar Jacobsen veitti var í alla staði frábær.” — Nú starfið þið í Hamragili hjá IR-ingum en ekki í Bláf jöllum. Hvers vegna skiptuð þið um skíðasvæði? „Við hafum alltaf verið með kennslu í Hamragili af og til gegnum árin og viðhorfin eru allt önnur þar gagnvart skólanum heldur en í Bláfjöllum. Það var ýmislegt sem gerði okkur erfitt fyrir í Bláfjöllum, sem ég vil ekki fara nánar út í. Sem dæmi get ég nefnt að það voru uppi áform um að skipuleggja barnakennslu án nokkurs samráös við okkur. Fólk sem ekki hafði nokkra reynslu átti að sjá um þau mál o.s.frv. ” — Að lokum, Ingvar, hvert er brýnasta verkefnið í brekkunum að þinu mati? „Þaö er að sjálfsgöðu aö troða brekkurnar vel og að bæta lýsinguna verulega. Ekki veit ég hvort það stafar af kunnáttuleysi eða hreinni leti að brekkurnar eru ekki troðnar nægilega. Ef við lítum á Noreg sem dæmi þá er strax hugað að því að lag- færa brekkurnar að degi loknum. Taka allar misfellur, hóla o.s.frv, hreinlega að strauja brekkurnar. Ef eitthvað snjóar um nóttina þá er strax troöið eldsnemma og því alger- lega lokið áður en fólkið mætir. Við erum hreinir steinaldarmenn í þess- um efnum. Lýsingu þarf svo að bæta verulega ef á að ætlast til þess að fólk skíði á kvöldin.” Þess má geta að hægt er að fá allar upplýsingar um starfsemi skiðaskólans í sima 76740. Mikii aðsókn var i barnakennsluna þegar vel viðraði. Greinilegt að éhuginn leynir sér ekki hjé yngri kynslóðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.