Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1984, Side 22
22
DV. LAUGARDAGUR10. MARS1984.
Stríð og frlður
Viö lslendingar höfum taliö okkur
sæmilega friösama þjóö allt frá því
aö Egill Skallagrímsson hætti aö
vega mann og annan og er vart hægt
aö telja þaö tU ófriöar þótt menn hafi
slegist á vinnumarkaöi og í réttum
þótt af því hafi hlotist blóönasir og
minniháttar skrámur á hinum og
þessum stööum.
Egill lét sér hins vegar ekki nægja
að gefa mönnum blóðnasir foröum
daga heldur drap menn og sjaldan
minna en dúsín í einu og í þeirri staö-
reyndabók sem menn vilja láta
kenna í skólum er meöal annars sagt
frá veislu sem afi Egils hélt og vildi
strákur ólmur fara í veisluna þótt
hann væri ekki nema þrevetur.
„Ekki skaltu fara,” segir Skalla-
Grímur „því að þú kannt ekki aö
vera í fjölmenni þar sem drykkjur
eru miklar. Þykir þú ekki góöur við-
skiptis þó aö þú sért ódrukkinn. ”
Ekki hlýddi Egill pabba sínum en
fór í veisluna og geröi þar allt vit-
laust því að á þessum árum var ekki
búiö aö finna upp mannasiðina og lík-
lega hæpið að strákur heföi fariö eft-
ir þeim þótt svo heföi verið.
Viö sem trúum öllu sem stendur í
bókum, líka prentvillum og mis-
minni, t.d. í ævisögum, teljum þessa
sögu gott dæmi um þær staðreyndir
sem þröngvaö er upp á blessuð börn-
in en þaö er bara verst aö þau einu
sem trúa þessu eru þau sem halda aö
jólasveinarnir séu til vegna þess að
þeir láta brjóstsykur og snjóþotur í
skóinn þeirra á jólunum.
En þaö er víöar að finna staö-
reyndir um gang heimsmála en í Is-
landssögunni og minnist ég þess aö á
mínum yngri árum var okkur sagt
allt um staöreyndir síðari heims-
styrjaldarinnar í kvikmyndum þar
sem góöi maðurinn, sem var yfirleitt
frá Ameríku, drap vonda manninn,
sem var venjulega Japani, ef ég man
rétt, og var ég alltaf talsvert feginn
þegar góðu mennirnir voru búnir aö
drepa hér um bil alla vondu mennina
því aö í þessum myndum voru þeir
látnir öskra svo hátt um leiö og þeir
stukku niöur úr trjám aö maöur var
stöðugt aö hrökkva við. Þessi öskur
voru nefnilega alveg hrikalega lang-
dregin og hættu ekki fyrr en búiö var
aö skjóta manninn sem óhljóöunum
olli eöa sprengja hann í loft upp meö
handsprengju, báðar aöferðirnar
virtust jafnárangursríkar.
Stundum voru þessir öskrandi and-
skotar aö vísu látnir stökkva niöur úr
trjám aö baki góða mannsins meö
byssu í annarri hendinni, hand-
sprengju í hinni og hníf á milli tann-
anna og þá áttu þeir dálítiö erfitt
meö aö öskra en á hinn bóginn var þá
alveg eins h'klegt aö þeir ætluöu aö
drepa einhvem meö byssunni, hand-
sprengjunni eða hnífnum og þess
Háaloftið
Benedikt Axelsson
vegna stóöu allir í bióinu á öndinni
þangað til góöi maöurinn haföi snúið
sér viö í rólegheitunum og skotið
þann sem var nýkominn niöur úr
trjánum. Skothríöin varð auðvitað til
Lokasprettnr alþjóða-
mötsins i Grlndavík
— síðu§tn umferdir tefldar um helgina
„Þaö er eins og einhver galsi sé hlaup-
inn í mannskapinn eftir langvarandi
taflmennsku — nema það sé afslöppun-
in í Bláa lóninu sem hefur þessi
áhrif”, skrifar Jón L. Arnason í pistli
sinum. Myndina tók BH í 8. umferð og
óneitanlega virðist dálítill galsi hlaup-
inn í mannskapinn.
A morgun, sunnudag, lýkur al-
þjóölega skákmótinu í Festi í
Grindavík er 11. og síðasta umferö
veröur tefld. Mótiö hefur fram aö
þessu veriö ákaflega skemmtilegt og
margar skákanna „skipt um eig-
endur” oftar en einu sinni. Þaö er
eins og einhver galsi sé hlaupinn í
mannskapinn eftir langvarandi tafl-
mennsku undanfariö, nema þaö sé
afslöppunin í Bláa lóninu sem hefur
þessi áhrif. Annars er þetta ekki
síðasta mótiö í rööinni því aö eftir
rúma viku hefst alþjóðlegt mót í
Neskaupstaö sem verður af
svipuöum styrk og þetta. Von er á
stórmeistaranum Sosonko til
landsins frá Hollandi, Lombardy
mun tefla, e.t.v. Christansen, og
Margeir, Guömundur og Friörik bæt-
ast í hópinn ef aö líkum lætur.
I Grindavík eru Islendingar í efstu
sætum eins og á þeim mótum sem á
undan eru gengin. Nú telst þaö varla
til tíðinda lengur en hins vegar
veldur þaö óánægju sumra ef útlend-
ingur slæöist inn í einhver fjögur
efstu sætanna. Nú verður ekki hjá
því komist þar sem nokkrir Islend-
inganna viröast vera búnir aö fá
meira en nóg af skák í bili. Þar er
Jóhann Hjartarson náttúrlega
fremstur í flokki sem reyndar hefur
nú sótt í sig veðrið eftir afleita
byrjun. ,
Skák
Jón L. Ámason
Ingvar Asmundsson teflir nú á
skákmóti eftir langt hlé og eins og
eölilegt má teljast hefur æfinga-
leysiö háð honum í nokkrum skák-
anna. Ingvar hefur þó engu gleymt,
enda hefur hann haldiö sér viö meö
hraðskákum og ööru léttmeti. Þaö er
hins vegar sitthvað aö tefla erfiöa
kappskák í fimm klukkustundir eða
nokkrar „bröndóttar” við vini og
kunningja. Ingvar hefur mátt gjalda
þess og vænlegar stööur hefur hann
misst niður undir lok setunnar.
I síðustu umferöum hefur Ingvar
náö aö rétta úr kútnum og vann
Elvar mjög örugglega í þeirri
áttundu. Elvar beitti hæpnu byrjun-
arafbrigði og fékk strax vonda stööu.
Ingvar lét kné fylgja kviöi, fórnaöi
manni og Elvar varö óverjandi mát.
Hvítt: Ingvar Ásmundsson.
Svart: Elvar Guömundsson.
Birmingham-byrjun.
1. e4a6
Leikiö til þess aö hindra Bfl — b5,
eftirlætisleik Ingvars gegn Sikil-
eyjarvörn. Miles vann Karpov með
þessum leik á Evrópumeistaramót-
inu í Skara 1980 og síðan hafa margir
viljaö nefna byrjunina eftir heima-
borg hans.
2. d4 b53. a4 b4 4.Be3
Þaö er smekksatriöi hvernig
hvítur hagar taflmennsku sinni,
hann fær alltaf betri stööu.
4. — Bb7 5. Rd2 Rf6 6. Bd3 e6 7. f3
d5?!
Slæmur leikur, því aö nú er úti um
biskupinn á b7. Betra er 7. — d6 og
síöan 8. — Rbd7 og c7-c5, með
teflandi stööu.
8. e5 Rfd7 9. f4 c510. Rgf3 cxd4?
Tímatap. Nú var 10. — Rc6 betra,
enda ástæöulaust aö létta á
spennunni á miöboröinu.
11. Rxd4 Rc5 12. 0—0 Rxd3 13. cxd3
Bc514. R2b3 Ba715. f5!
Leggur strax til atlögu á meöan
svörtu mennirnir á drottningarvæng,
taka ekki þátt í baráttunni.
15. — exf5 16. Hxf5 0—0 17. Khl Bc8
18. Bg5 De8.
Bestn meim heillum horfnir
gegn Bandar íkj amönn unum
Eins og kunnugt er af fréttum
sigruöu Bandaríkjamennirnir, undir
forystu Alan Sontags heimsmeistara,
glæsilega í sveitakeppni Bridgehátíöar
1984.
Unnu þeir alla sína leiki meö yfir-
buröum og virtust ágætir spilarar
veröa heillum horfnir þegar þeir sett-
ust niöur gegn Bandaríkjamönnum.
Hér er gott dæmi frá leik Sontags og
Gests Jónssonar sem sýndur var á sýn-
ingartöflunni.
N-s á hættu/noröur gef ur
Norduk +A65 Vi OAG863 + ADG4
Vl STl R Auítuic
* 109872 * K43
V7 D10642
O KD94 0 _
+ 1052 Si'oi jii *D6 + 98763
v ÁKG983 0 10752 *K
1 lokaöa salnum sátu n-s Sontag og
Sion, en a-v Sigfús öm Arnason og Jón
Páll Sigurjónsson. Bandaríkja-
mennirnir voru furöu rólegir á spilin
\Q Bridge
Stefán Guð johnsen
og virtust taka hina vondu legu meö í
reikninginn. Þeir sögöu þannig:
Norður Austur Suður Vestur
1T pass 1H pass
2L pass 2S pass
3S pass 3G pass
pass pass
Sontag velur aö opna á einum tígli
þótt kerfissögn sé eitt lauf með 16
punkta eða meir. Sion segir aldrei frá
sínum sterka hjartalit og báðir viröast
ánægöir meö aö spila þrjú grönd.
Vestur spilaöi út spaöatíu og eftir aö
hafa fengið slag nr. 2 á spaðadrottn-
ingu fékkSiontíuslagiog630.
Á sýningartöflunni höföu menn allt
aörar hugmyndir um gæði spilanna.
Þar sátu ns- Gestur Jónsson og Ragnar
Magnússon, en a-v Molson og Cokin.
Sagnirnar voru hreint ótrúlegar:
Noröur Austur Suöur Vestur
1L 2H doblx) pass
3T pass 4G pass
5S pass 5G pass
6T pass 7T dobl
pass pass 7G dobl
pass pass pass
x) neikvætt
Fyrsta sögn suöurs og raunar allar
hinar koma spánskt fyrir sjónir. Meö
neikvætt dobl í vopnabúrinu viröast
allar sagnir betri en dobl á spilin.
Vestur spilaöi út spaöatíu og þótt
suður fengi einum slag meira en suöur-
spilarinn í lokaða salnum þá tapaöi
hann 500 og 15 impum.
Bridgedeild
Barðstrendingafélagsins
Firmakeppni Bridgedeildar
Baröstrendingafélagsins lauk
mánudaginn 5. febrúar. Sigurvegari
varö Múrarafélag Reykjavíkur. Fyrir
þess hönd spiluðu Sigurbjörn
Armannsson og Ragnar Þorsteinsson.
Bridgedeild Baröstrendingafélagsins
vill þakka öllum þeim fyrirtækjum
sem styrktu keppni þessa. Fyrirtæki
sem tóku þátt í keppninni voru:
1. Múrarafélag Reykjavíkur (Sigur-
björn Ármannsson-Ragnar Þor-
steinsson) 417 stig
2. Apótek Vesturbæjar (Isak
Sigurðsson-Ami Bjamason)
3. Trésmiöja Reykjavíkurborgar
(Ragnar Bjömsson-Þórarinn Ama-
son)
4. B.M.Vallá (Ragnar Jónsson-Ulfar
Friöriksson)
5. Nathan & Olsen (Gunnlaugur
Kristj ánsson-Halldór Kristinsson)
6. Pétur O. Nikulásson (Sigurður
Kristjánsson-Halldór Kristinsson)
7. Bifreiöakennsla Hannesar
(Hannes Ingibergsson-Jónína
Halldórsdóttir)
8. Múrarameistarafélag Reykjavíkur
(Ingvaldur Gústafsson-Þröstur. Ein-
arsson)
9. Osta-og smjörsalan (HelgiEinars-
son-Gunnlaugur Oskarsson)
10. Istak hf. (Björn Björnsson-Birgir
Magnússon)
11. Faxi hf. (Hermann Samúelsson-
Ari Vilbergsson)
12. Bifreiðabyggingar hf. (Siguröur
Isaksson-Edda Thorlacius)
13. Seglagerðin Ægir (Kristinn
Oskarsson-Guðmundur Guðveigsson)
14. Bjöm og Halldór (Viöar
Guömundsson-Arnór Olafsson)
15. Smurstöðin Hafnarstræti 23
(Guömundur Jóhannsson-Brynjar
Björgvinsson)
16. Vatnsveitan í Reykjavík
(Jóhannes Sigvaldason-Jónas Jóh-
annsson)
17. Húsgagnaverslunin Skeifan
(Jóhann Guöbjartsson-Kristján
Hallgrímsson)
18. Nonni hf., (Þorsteinn Þor-
steinsson-Sveinbjörn Axelsson)
19. Vatnsvirkinn hf. (Hallgrímur
Krist jánsson-Höröur Hallgrímsson)
20. Slippfélagið í Reykjavík (Stefán
Olafsson-Kristján Olafsson)
21. Viöar og Þórarinn (Viöar
Guðmundsson-Pétur Sigurðsson)
22. Istax hf. (Málfríður Lorange-
Gústaf Krist jánsson)
i