Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1984, Blaðsíða 2
Laddi i einu afsinum mörgu gervum. Sjónvarp laugardag kl. 21.00: íslenskur skemmtiþáttur I sjónvarpinu á laugardagskvöldiö er íslenskur skemmtiþáttur sem ber yfirskriftina „Gsett’ aö hvaö þú gerir, maður!” Höfundur þáttanna eru Bjarni Jóns- son, Þórhallur L. Sigurðsson og Guöný Halldórsdóttir. Aö sögn Bjarna Jónssonar þá er þessi þáttur ýmis stutt skot úr daglega lífinu og eins af málum sem hafa veriö ofarlega á baugi í þjóölífinu aö undan- förnu. Þó tók Bjarni fram aö pólitík væri ekki blandað í þennan þátt. Höfundar þáttarins eru allir vanir þáttagerð. Guöný Halldórsdóttir hefur starfað hjá Sjónvarpinu í talsverðan tima en af nýjustu athöfnunum þá er líklega fremst að nefna aö hún er höf- undur handritsins aö Skilaboöum til Söndru, kvikmynd sem frumsýnd var fyrir áramót. Þórhall L. Sigurösson þarf ekki aö kynna fyrir þjóðinni. Hann er þekkt andlit á hverju heimili. Bjarni Jónsson hefur unnið að handritsgerö fyrir sjónvarpiö áöur og þá í samvinnu við Þórhail. Þaö var viö gerö þáttanna Kvöldstund í sjónvarpssal sem Jónas R. Jónsson sá um og voru á dagskrá fyrir nokkrum árum. Leikarar eru Þórhallur, Sigrún Edda Björnsdóttir og Orn Arnason. Stjórn upptöku annaðist Viöar Víkingsson. stjóri Trevor Nunn. Iæikendur: Roger Rees, Emily Richard, Jane Downs, John Woodwine, Edward Petherbridge, Rose Hill, Alun Armstrong, Lila Kaye, David Threlfall o.fl. Nikulás Nickleby er eitt þekktasta verk Charles Dick- ens. Það gerist í Lundúnum og víö- ar upp úr 1830 og segir frá æskuár- um Nikulásar Nicklebys og ýms- um þrengingum sem hann veröur aö þola ásamt móöur sinni og syst- ur áöur en gæfan brosir loks viö þeim. Þýöandi Kristmann Eiös- son. 22.25 Þar sem Jesús Ilföi og dó. Þýsk heimildarmynd um fornleifarann- sóknir í Israel sem varpa nokkru ljósi á ýmsa þætti varöandi líf og dauöa Jesú Krists. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 23.15 Dagskrárlok. Laugardagsmyndin er eldgömul bandarisk mynd, ,, Woman of the Year", með þeim Spencer Tracy og Katharine Hepburn iaða/h/utverkum. Á sunnudaginn verður fluttur fyrsti hlutinn af niu sem sjórívarpið sýnir af hinu fræga leikriti Charles Dickens, „fílikulás Nickleby". Er leikrit þetta tekið upp fyrir sjónvarp i Old Vic leikhúsinu iLondon. 20.40 Sjónvarp næstu viku. Umsjón- armaöur Guðmundur Ingi Kristjánsson. 20.50 Tökum lagið. Þriðji þáttur. Kór Langholtskirkju ásamt húsT fylli gesta í Gamla bíói syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar. Þessi þáttur er tileinkaður lögum um ástina í ýmsum myndum. A efnisskránni er m.a. lagaspyrpa eftir Sigfús Halldórsson, og kórinn syngur syrpu meö lögum Odd- geirs Kristjánssonar sem Gunnar Reynir Sveinsson hefur útsett. Umsjón og kynning: Jón Stefáns- son. 21.30 Nikulás Nickleby. Nýr flokkur — Fyrsti þáttur. Leikrit í níu þátt- ! um gert eftir samnefndri sögu ! Charles Dickens. Leikritiö var tek- iö upp fyrir sjónvarp í Old Vic leik- húsinu í Lundúnum þar sem Shakespeare-leikflokkurinn sýndi verkiö þrjú leikár samfleytt. Leik- Sjónvarp sunnudag kl. 18,00: Presturfrá Malaysíu f lytur sunnudags- hugvekju Sú óvenjulega nýbreytni veröur á Helgistund sjónvarpsins nk. sunnudag aö þar mun erlendur prestur flytja orö guös. Þessi prest- ur er meþódisti frá Malaysíu og heitir hann dr. Yap Kim Hao. Hann gegnir nú störfum aðalritara „Kristniráös Asíu” en er staddur hér á landi vegna ráðstefnu sem hér er haldin á vegum Lútherska heimssambandsins og Alkirkju- ráösins. SigA rr iiiii jiÉmrmvT Kvikmyndir Kvikmyndir ■iiiiiiiMMiiiiinimuii BÆJARINS BESTU HÁSKOLABIO: HRAFNIIMN FLÝGUR Hrafninn flýgur er ein hin eftirminnilegasta íslenska kvikmynd er gerö hefur verið. Þaö er margt sem hjálpar til viö aö gera myndina eins góða og hún er. Efniö er spennandi saga um blóðþorsta, hefndir og tortryggni. Handritsgerö Hrafns er aö vísu í veikara lagi, en leikstjórn hans er handverk manns sem veit nákvæmlega hvaö hann vill gera úr hlutunum og kvikmyndataka Tony Forsberg er meö eindæmum góö, hvort sem er í nærmyndum af hinum stór- brotnu persónum myndarinnar eöa þegar landslagið nýtur sín sem umgjörö um atburöarásina. Tónlist Hans-Erik Philip á líka sinn þátt í því aö skapa heildina. Þetta er kvikmyndatónlist eins og hún getur best orðið, fellur vel að efninu og eykur stundum á spennuna. Aöalleikarar myndarinnar standa sig allir meö mikilli prýöi. Helgi Skúlason og Flosi Olafsson eru báöir frábærir í hlutverkum skúrk- anna og Edda Björgvinsdóttir í eina stóra kvenhlutverkinu í myndinni sýnir aö hún kann meira fyrir sér en gamanleikinn. Þaö er helst aö Jakob Þór Einarsson í aöalhlutverki myndarinnar sem vígamaðurinn nái ekki aö vera eins sannfærandi, en leikur hans er samt sem áöur lipur en hörkuna vantar. I heild er Hrafninn flýgur samt best heppnaöa kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar. Mynd sem á eftir aö skapa honum nafn erlendis. HK. Austurbæjarbíó: ATÓMSTÖÐIN Þá hafa Islendingar loks gert kvikmynd eftir skáldsögu Halldórs Laxness. Atómstöð Þorsteins Jónssonar er árangurinn. Þaö veröur aö segjast eins og er að hún veldur töiuveröum vonbrigöum. Efni- viöurinn gefur tilefni til kraftmikillar og áhrifamikillar myndar, en útkoman verður því miöur nokkuö á hinn veginn. Myndin líður hjá án mikiiia sýnilegra átaka, hvorki á milli fylgjenda og andstæö- inga atómstöðvarinnar, sem pólitíkusar eru aö makka um, né held- ur átaka innra meö persónunum. Allt verður á einu plani. Myndin er engu aö síður þó nokkurt augnayndi. Þar tvinnast saman á skemmtilegan hátt gullfalleg leikmynd Sigurjóns Jóhannssonar, búningar Unu Collins og kvikmyndataka Karls Oskarssonar. Per- sónusköpun af hálfu höfunda handrus er oft af skornum skammti og því engin tilþrif hjá leikurum, nema helst hjá Gunnari Eyjólfs- syni í hlutverki Búa Árland. Allt um þaö er Atómstöðin vel þess viröi aö eyða meö henni einni kvöldstund. -GB STJÖRIMUBÍÓ: MARTIN GUERRE SNÝR AFTUR Martin Guerre snýr aftur er byggð á sannri frásögn frá sextándu öld og segir frá deilu um þaö hvort Martin Guerre, sem snýr heim eftir átta ára fjarveru og tekur til viö fyrri störf eins og ekkert hafi í skorist, sé sá sem hann segist vera. Allir samþykkja hann í byrjun, einnig eiginkona hans, en fljótt vakna grunsemdir um upp- runa hans og er hann kæröur fyrir aö dyljast undir röngu nafni. I fyrstunni virðist hann ætla aö fara meö sigur af hólmi, en þegar annar maður gengur í réttarsalinn og segist vera Martin Guerre fer aö þrengjast í kringum hann og dómararnir eru aö lokum ekki í vafa um dóminn. Martin Guerre snýr aftur er áhrifamikil mynd, sannkölluö örlagasaga tveggja aöalpersónanna sem leiknar eru snilldarlega af Gerard Departieu og Nathalie Baye. Hefur leik- stjóranum, Daniel Vigne, tekist á sannfærandi hátt aö koma þess- ari dramatísku frásögn, sem dómarinn í málinu skrásetti á sínum tíma, til skila. Einn galli er viö myndina hér á landi. Þetta er frönsk mynd og því ætti aö sjálfsögöu aö sýna hana meö frönsku tali, en kópían, sem hér er til sýningar, er meö ensku tali og skemmir þaö nokkuö heildaránægjuna af myndinni. -HK. TÓNABÍÓ: RAGING BULL Raging Bull segir frá um 20 árum í ævi ameríska stórboxarans og heimsmeistarans Jake LaMotta, klifri hans upp á toppinn og hruninu sem hlýtur að fylgja í kjölfariö. Robert De Niro fékk víst óskarsverðlaun fyrir leik sinn í aðalhlutverkinu og skal kannski engan furöa. Maöurinn sýnir enn einu sinni fram á hversu ótrú- legur leikari hann er. Hann á stærstan þátt í aö gera myndina þaö sem hún er, skemmtun vel fyrir ofan meöallag. Martin Scorsese hefur áöur sýnt aö honum lætur mjög vel aö lýsa ofbeldinu í Ameríku, samanber Taxi Driver og Mean Streets. Hér eru það hnefaleikaatriöin sem gnæfa hátt yfir önnur og mörg þeirra alveg meistaralega gerð. Viðkvæmari atriöi, þar sem ástin er meö í spilinu, eru ekki eins sterk. En þaö er kannski alveg eins hand- ritinu aö kenna. Þessi atriöi skemma því miður of mikiö þannig aö myndin veröur aldrei eins góö og hún hefði getað oröið. -GB. Kvikmyndir Kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.